Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROl I iRpRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI Reuter Viktor Tíkhonov, sem stjómaði liði til sigurs í íshokkíkeppninni þriðju Ólympíuleikana í röð, fékk flugferð að launum frá leikmönnum sínum eftir að úrslitaleiknum lauk. Rögnvaldur aftarlega Röngnvaldur Daði Ingþórs- son, skíðagöngumaður frá Akureyri, hafnaði í 54. sæti í 50 km göngunni á Ólympíuleik- unum í Albertville á laugardag- inn. Hann gekk á tveimur klukkustundum 25 mínútum og 16,9 sekúndum og var 22 mínút- um á eftri Bimi Dæhlie frá Noregi, sem sigraði. Alls voru 67 keppendur sem kláruðu gönguna. Haukur Eiríksson ætlaði einnig að vera með, en hætti við þátttöku vegna hálsbólgu. ~ Reuter Oðru marki Samveldisins gegn Kanadamönnum fagnað. Til vinstri er Vladím- ír Malakov og Igor Boldin er hægra megin. Kanada réðekkí við „rauða" herinn ViktorTíkhonovstjómaði liði til sigurs þriðju Ólympíuleikana í röð SAMVELDI sjálfstæðra ríkja, SSR, hélt uppteknum hætti fyrrum Sovétríkja og hlaut gull- verðlaunin í íshokkf á Ólympíu- leikunum í Frakklandi, rétt eins og Sovétmenn gerðu í Calgary 1988 og Sarajevo 1984. Viktor Tíkhonov stjórnaði sigurliðinu á öllum leikunum, en að þessu sinni mátti lið Kanada sætta sig við 3:1 tap i úrslitaleiknum. Mikill hraði var í leik þessara „risa“ í íshokkíinu á sunnu- daginn. Liðin sóttu stíft og Kanada- menn fengu nokkur marktækifæri til að byija með, en síðan náðu Samveldismenn undirtökunum. Vörn Kanada var hins vegar mjög sterk og Sean Burke í markinu var sem óyfirstíganlegur þröskuldur. „Við fengum okkar tækifæri, en Burke bjargaði okkur í öðrum leik- hluta,“ sagði Dave King, þjálfari Kanada. „Þá unnum við vel, en vorum of flatir.“ Leikurinn var markalaus ótrú- lega lengi, en Vyacheslav Butsajev komst loks á lista skorara í keppn- inni í byijun þriðja leikhluta. Sam- veldismenn bættu öðru marki við undir lokin áður en Kanada náði að minnka muninn, en Bykov gerði vonir Kanadamanna að engu. Hann sagðist hafa sungið sovéska þjóð- sönginn, þegar ólympíuóðurinn var leikinn. „Við iékum fyrir fólkið í fyrrum Sovétríkjum og ég vissi að það hugsaði til okkar á þessari stundu.“ Kanada, sem eins og venjulega var án bestu leikmannanna vegna NHL-keppninnar, sigraði síðast í íshokkí á Ólympíuleikunum 1952 og fékk bronsið 1968, en hefur ekki verið á verðlaunapalli síðan. „Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðuna, en er mjög hreyk- inn af silfurverðlaununum," sagði King þjálfari. „En þeir [Samveldis- menn] hafa alla burði til að ráða ríkjum um ókomin ár.“ Tíkhonov, sem er 62 ára og hef- ur þjálfað landsliðið í 20 ár, er ekki þekktur fyrir að sýna svipbrigði, en hann gat ekki varist gleðibrosi, þegar leikmennirnir „tolleruðu“ hann í leikslok. „í byijun keppninn- ar vorum við ekki taldir sigur- stranglegir, en okkur óx ásmegin með hveijum leik og vorum á toppn- um á réttum tíma.“ Tékkóslóvakía, sem sló heims- meistara Svíþjóðar óvænt út í átta liða úrslitum, sigraði SSR í riðla- keppninni og vann Bandaríkin 6:1 í keppni um bronsverðlaunin. Margir vilja vestur Leikmenn SSR komu frá hinum ýmsu ríkjum fyrrum Sovétríkja, en í framtíðinni koma þeir til með að keppa í nafni ríkis síns, svo framarlega sem þeir verða til staðar, þegar og ef kallið kemur. Þegar er ljóst að margir hafa áhuga á að reyna fyrir sér með kanadískum eða bandarískum liðum í NHL-deildinni og félög vestra hafa einnig sýnt áhuga. En þó leikmenn komi og fari telur Igor Dmitriev, aðstoðarmaður Tíkhonov, að Tíkhanov verði áfram við stjórnvölinn hjá landsliði Rúss- lands. Tíkhano vakti athygli fyrir að mæta ekki á blaðamannafundi eftir leiki, en fyrir undanúrslitin sagði Dmitriev að þjálfarinn kæmi á einn fund — eftir úrslitaleikinn og það voru orð að sönnu. Örnólfur Valdimarsson var ánægður með 35. sætið í sviginu. Sennilega síðasta stórmótið erlendis - sagði læknisfræðineminn Örnólfur Valdimarsson ÖRIMÓLFUR Valdimarsson hafnaði í 35. sæti í sviginu á Ólympíuleikunum á iaugardag- inn og var mjög sáttur við það. „Þegar haft er í huga að menn ífremstu röð, atvinnumenn, sem taka þátt íheimsbikarn- um, voru í 20. til 30. sæti get ég ekki annað en verið sáttur við minn hlut,“ sagði Örnólfur við Morgunblaðið. ■ ■ Ornólfur fékk samanlagðan tíma 1:56.48 mín. og va'r hann 12,09 sek. á eftir ólympíumeistar- anum, Finn Christian Jagge frá Noregi. Örnólfur hafnaði í 35. sæti af 65 sem komust í gegnum báðar umferðirnar, en 119 hófu keppni. „Maður reynir ávallt að gera sitt besta, en síðan er spurningin hvern- ig gengur,“ sagði Órnólfur aðspurð- ur um hvort hann hefði tekið mikla áhættu. „Ef skíðamaður sveiflar ekki höndunum eða missir fæturna halda margir að hann taki ekki áhættu, en tilfellið er að það er hægt að taka áhættu án þess að gera mistök. Þetta er alltaf spurn- ing um hvað menn sleppa sér í brautunum. Fyrri ferðin í sviginu gekk ekki alveg nógu vel hjá mér, en ég sleppti mér alveg í seinni umferðinni og þá gekk mér ágæt- lega.“ Hann sagði að allur aðbúnaður hefði verið uppá það besta, „en eina sem skyggði á var að alpagreina- karlarnir voru einangraðir frá öllum öðrum keppendum og því var varla um samskipti við aðra að ræða.“ Hann bætti við að mikið hefði verið spurt um alþjóðlegu mótin á íslandi í apríl n.k. og taldi að þau yrðu áhugaverðari en áður vegna fleiri erlendra keppenda. Örnólfur, sem er á þriðja ári í læknisfræði við Háskóla Islands, sagði að nú tæki námið við á ný. „Þetta var sennilega síðasta stór- mótið mitt erlendis. Ég ætia að taka þátt í íslandsmótinu og alþjóð- legu mótunum, sem verða heima í apríl, en síðan verð ég að snúa mér að fullu að náminu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.