Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR / BIKARÚRSLIT FH bikarmeistari ífjórða sinn: FH-ingar héldu hreinu í 22 mín. í fyrri hálfleik Valsmenn réðu ekki við vörn FH-inga og skoruðu ekki úr 15 sóknum í röð KRISTJÁN Arason og læri- sveinar hans í FH sýndu á laug- ardaginn hvers þeir eru megn- ugir, þegar þeir unnu Val 25:20 íbikarúrslitum karla í Laugar- dalshöll eftir að hafa verið fjór- um mörkum yfir í hálfleik, 10:6. Þremur dögum áður tryggðu FH-ingar sér deildarmeistara- titilinn og þátttökurétt í Evr- ópukeppni félagsliða, en með sigrinum gegn Val eru þeir að sjálfsögðu í Evrópukeppni bik- arhafa, en Víkingur í IHF- keppninni. Með sama áfram- haldi í úrslitakeppni íslands- mótsins verður FH í Evrópu- keppni meistaraliða í haust, en Valsmenn fá þá keppni bikar- hafa í sárabætur. Allt annað var að sjá til FH-inga en í tveimur síðustu leikjum. Þeir vissu hvað var í húfi og stóðu undir nafni, þegar á Steinþór reyndi. Gott lið læt- Guðbjartsson ur ekki bugast á skrifar úrslitastundu og FH-ingar héldu sínu striki, þrátt fyrir mótlæti fyrstu fimm mínúturnar. Bergsveinn lokaði markinu Eftir að hafa átt skot í stöng og slá og fengið á sig mark úr horni, annað eftir hraðaupphlaup og tvö fyrir utan sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra. 6-0 vörn þeirra var sem óyfirstíganlegur múr og Berg- sveinn Bergsveinsson lokaði mark- inu í 21 mínútu og 40 sekúndur. Á þessum tíma fengu Valsmenn 15 sóknir án þess að skora. FH-ingar voru 4:1 undir en komust í 7:4 og FH-Valur 25:20 Laugardalshöll, úrslitaleikur i bikar- keppni karla í handknattleik laugar- daginn 22. febrúar 1992. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 7:4, 8:6, 10:6, 10:7, 10:9, 12:11, 13:12, 16:12, 16:14, 19:14, 20:16, 23:16, 26:18, 25:20. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 6, Hans Guðmundsson 5, Kristján Arason 4, Guðjón Ámason 4, Gunnar Bein- teinsson 3, Sigurður Sveinsson 2, Hálf- dán Þórðarson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 15/1 (þar af fjögur, þegar boltinn fór aftur til mótherja). Utan vallar: Átta mínútur. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 5, Jón Kristjánsson 5/3, Dagur Sigurðsson 4, Ármann Sigurvinsson 3, Ólafur Stef- ánsson 2, Jakob Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkeisson 5/1 (þar af 3/1, þegar boltinn fór aft- ur til mótherja). Utan vallar: Tvær mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P. Ólsen. Áhorfendur: 1.389 greiddu aðgangs- eyri. grunnurinn var lagður að sigrinum. Bergsveinn varði átta skot á þess- um kafla, þar af fjögur úr horni og tvö eftir hraðaupphlaup. Það segir sig sjálft að lið, sem skorar ekki í 22 mínútur í röð og gerir ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik, á sér ekki viðreisnar von, allra síst í úrslitaleik. Valsmenn fengu reyndar óskabyijun í báðum hálfleikjum og voru með 100% sóknarnýtingu fyrstu mínúturnar, gerðu fjögur mörk úr fyrstu fjórum sóknunum fyrir hlé og þrjú í jafn- mörgum sóknum í upphafi seinni hálfleiks, en þeir höfðu ekki burði til að bregðast rétt við, þegar FH- ingum óx ásmegin. Þar skiptu reynsluleysi Valsmanna og leik- reynsla FH-inga sköpum. Fjölbreytni — einhæfni Markvarslan og vörnin voru aðal FH-inga, en sóknarleikur þeirra var einnig mun fjölbreyttari, ákveðnari og markvissari.en hjá Valsmönnum. Allir FH-ingar tóku virkan þátt í sókninni, en brotalamir voru hjá Valsmönnum. Til marks um það gerði Dagur Sigurðsson öll fjögur mörk Vals fyrir utan, hinar skytt- urnar nýttust ekki sem skyldi og vinstra hornið var illa notað. FH-ingar héldu sínu striki allan tímann og treystu á sömu mennina. Þeir unnu sem ein heild og og hættu ekki fyrr en settu marki var náð. Bergsveinn tryggði sér endanlega landsliðssæti í b-keppninni með markvörslu sinni; Kristján sýndi að jafnvel meiddur _ er hann öðrum fremri; Þorgils Óttar lék eins og hann getur best; Guðjón styrkti sóknarleikinn; Hans var öflugur; Gunnar sýndi fjölhæfni og Sigurður gaf hvergi eftir í vörn sem sókn. Valsmenn mættu ofjörlum sín- um, en þrátt fyrir að á brattann hafi verið að sækja, gáfust þeir ekki upp og ber að meta viljann fyrir verkið. Ármann lék sennilega besta leik sinn á línunni, en auk þess að gera þrjú mörk fiskaði hann þijú vítaköst. Jón Kristjánsson styrkti liðið, en hefði að ósekju mátt reyna meira sjálfur. Valdimar Grímsson stóð fyrir sínu og Dagur Sigurðsson var ógnandi, en þegar á heildina er litið var við ofurefli að etja og því fór sem fór. Morgunblaðið/Einar Falui Þorgils Óttar Mathiesen var markahæstur FH-inga í úrslitaleiknum, gerði sex möi og lætur hér óspart gleði sína í ljós eftir að hafa gert 18. mark liðsins eftir hraðauf hlaup. Sigurinn þá svo til örugglega í höfn. Bergsveinn markvörður FH: Einvígi - ég hafði betur! Fyrir úrslitaleik bikarkeppninn- ar höfðu margir á orði að fyrst og fremst yrði um einvígi landsliðsmarkvarðanna Berg- sveins Bergsveinssonar, FH, og Guðmundar Hrafnkelssonar, Val, að ræða. Bergsveinn sagði við Morgunblaðið að hann hefði farið í leikinn með því hugarfari. „Þetta var einvígi — og ég hafði betur! Það var alveg ljóst að ég varð að taka á og hafa fyrir hlut- unum. Dæmið gekk upp hjá mér, en enn mikilvægara er að ég var með ofboðslega góða vöm fyrir framan mig, sem gerði markvörsl- una mun auðveldari. Þess vegna er ekki hægt að taka mig út úr heildinni — vömin á rosalega mik- ið skilið, alveg rosalega." Bergsveinn varði snilldarlega, þegar mest á reið í fyrri hálfleik, en sýndi einnig góða takta eftir hlé og kórónaði daginn með því að veija vítakast í stöðunni 20:16. „I vetur hefur loðað við okkur að vera kærulausir í byijun og það er eins og við þurfum tíma til að komast í gang. Það blés ekki byrlega fyrstu mínúturnar og eins og útlitið var gátum við alveg eins tapað. Það var hins vegar ekki á dagskrá og hugurinn um sigur bar mig hálfa leið, en ég var fyrst öruggur með titilinn, þegar ég varði vítið.“ Morgunblaðið/KG/ Sigrinum fagnað. Frá vinstri eru: Gunnar Beinteinsson fyrirliði FH, Óskar Helgason, Siggi lukkutröll og Bergsveinn Bergsveii son markvörður. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 B 7 H Vamarleikur og markvarslaá heimsmælikvarða - sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH, um frammistöðu bikarmeistaranna Kristján Arason tók við þjálfun FH fyrir keppnistímabilið og verður ekki annað sagt en þjálfara- ferillinn byiji vel. FH sigraði í svo- kölluðu átta liða haustmóti, þar sem flest bestu lið landsins voru á með- al þátttakenda; liðið varð deildar- meistari og nú bikarmeistari. „Ég er himinlifandi með árangur- inn,“ sagði Kristján Arason, þjálf- ari og leikmaður FH, við Morgun- blaðið eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn á laugardaginn. „Bikar- úrslitaleikurinn er hápunktur vetr- arins hveiju sinni og sigurinn veitir okkur byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppni íslandsmótsins. Þá verður eingöngu um úrslitaleiki að ræða og við vitum að hveiju við göngum — mætum reynslunni rík- ari, þegar þar að kemur.“ FH-ingar léku eins og þeir hafa best leikið í vetur og því var ekki að spyija að leikslokum. Liðið lék ekki vel í síðustu tveimur leikjum, en nú hvað við annan tón. „Að undanförnu höfum við verið með hugann við bikarúrslitaleikinn og það kom niður á okkur gegn Víkingi og Gróttu. Ég er meiddur og hlífði mér í þessum leikjum, en nú var að duga eða drepast. Við gerðum okkur grein fyrir að Vals- menn legðu allt í úrslitaleikinn, en vorum ákveðnir í að láta þá ekki slá okkur út af laginu, heldur halda okkur við fyrirfram ákveðin leik- kerfi, hvað sem gerðist. Leikreynsl- an hafði mikið að segja og við vor- um ekkert að æsa okkur, þrátt fyr- ir óheppni í byijun. Við sögðum að þetta hlyti að koma fyrr eða síðar og út frá því gengum við minnugir þess að við höfum oft lent í ámóta stöðu fyrr í vetur.“ Kristján sagði ennfremur að breiddin hefði haft mikið að segja og mikill fengur hefði verið að fá Guðjón Árnason inn á ný, „en ekki fer á milli mála að vörnin var eins og best verður á kosið og Berg- sveinn var sérstaklega góður. Þetta var varnarleikur og markvarsla á heimsmælikvarða. “ Dýrkeypt mistök - sagði ÞorbjörnJensson, þjálfari Vals Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, kenndi lélegri sóknamýtingu manna sinna í fyrri hálfleik fyrst og fremst um tapið. „Fyrri hálfleikur var slakur hjá okkur. Ef við hefðum nýtt þó ekki væri nema brot af færunum hefði leikurinn þróast allt öðru vísi og við jafnvel staðið uppi með pálmann í höndunum. En það er ekki hægt að sigra með svona nýtingu og mistökin voru allt of dýrkeypt.“ Þorbjöm sagði að leikmenn Vals hefðu ekki þolað spennuna, „en ég óska FH til hamingju — liðið átti skilið að sigra. Hins vegar er umhugsunarefni hvað dómararnir voru slakir. Ég vil ekki kenna þeim um hvernig fór, en það er orðið tímabært að taka dómaramálin föstum tökum.“ Morgunblaðið/KGA Kristján Arason hafði sannarlega ástæðu til að fagna. Þetta er fyrsta keppn- istímabil hans sem þjálfara og hefur liðið þegar sigrað í þremur mótum undir stjórn hans; haustmóti og deildar- og bikarkeppni HSI. FOLK ■ FH hafði ekki sigrað í bikar- keppninni síðan 1977 eða í 15 ár. ■ BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður FH, og Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, voru valdir bestu menn liða sinna. Þorbergur Jensson, þjálfari Vals, og Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, völdu. ■ GUÐMUNDUR Árni Stefáns- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, af- henti bikarmeisturunum sigurlaunin og sagði að sér hefði ekki leiðst það. ■ MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri í Reykjavík, afhenti Valsmönnum silfrið. ■ FH-INGAR fengu tvö vítaköst, en skoruðu úr hvorugu. Valsmenn nýttu hins vegar þijú af fimm víta- köstum sínum. ■ FH-INGAR gerðu sjö mörk með langskotum, en Valsmenn fjögur. B SEX mörk FH-inga komu eftir hraðaupphlaup, en Valsmönnum tókst þrisvar að nýta slík tækifæri. ■ FH gerði fimm mörk af línu og jafnmörg með gegnumbrotum, en samsvarandi tölur hjá Val voru þriú og þijú. ■ KRISTJÁN Arason á stóran þátt í velgengni FH í vetur. Hann lét sitt ekki eftir liggja í bikarúrslit- unum; gerði fjögur mörk, átti þrjár línusendingar, sem öllum lauk með marki, „stal“ boltanum einu sinni — hraðaupphlaup og mark — og fiskaði vítakast. ■ KRISTJÁN braust í gegnum vörn Vals, þegar 5,16 mín. voru til leiksloka og skoraði, 21:16. Þungu fargi var af Hafnfirðingum létt og þeir sungu: „Bikarinn í Fjörðinn, bik- arinn í fjörðinn... ■ HÁLFDÁN Þórðarson kom inná hjá FH undir lokin og skoraði 24 markið við mikinn fögnuð stuðn- ingsmanna liðsins. ■ EINN ungur stuðningsmaður FH fór heim þegar staðan var 4:1. Ástæðan var ekki sú að hann taldi leikinn tapaðan fyrir FH, heldur fékk hann mikinn höfuðverk og kenndi lúðrablæstri áhorfenda um. ■ DÓMARAR eru stöðugt undir smásjánni og eru leikmenn og þjálf- arar oft ósáttir við frammistöðu þeirra. í Höllinni var spurt hvort ekki mætti koma í veg fyrir leiðindi manna á milli með því að þjálfarar viðkomandi liða veldu dómaraparið,' þegar um úrslitaleik væri að ræða. Spumingunni er hér með komið á framfæri. Hvað sögðu þeir eftir leikinn? orgils Óttar Mathiesen var markakóngur leiksins og þótti honum það við hæfi. „Það verður einhver að taka af skarið! En að öllu gamni slepptu þá var þetta sigur reynslumikillar liðsheildar og það er ánægjulegt að fagna tveimur titlum á þremur sólarhringum.“ Hann bætti við að endurkoma Jóns Kristjánssonar í Valsliðið hefði þjappað FH-ingum betur saman. „Við vorum ekki hræddir við Jón, en þvert á móti gerði hann það að verkum að við einbeittum okkur enn betur að leiknum.“ Óttar, sem hefur verið leikstjórn- andi FH í íjarveru Guðjóns Árnason- ar í vetur, lék lengst af á línunni, en kom út, þegar Valmenn brugðu á það ráð að taka Kristján og Hans úr umferð. „Það var einhver tauga- titringur í þessu hjá okkur í byijun, en við vorum fljótir að komast yfir hindrunina og eftir það var ekki aft- ur snúið. Reyndar var aldrei spuming um hvort liðið sigraði — ég var ör- uggur um sigur þegar ég vaknaði mörgum stundum fyrir leik!“ Framtíðin björt Valdimar Grímsson sagði að leik- reynsla FH-inga hefði ráðið úrslitum, en benti á að Valsmenn þyrftu ekki að örvænta. „Það er lítið hægt að segja. Meiri hluti okkar manna er óvanur svona leikjum og fyrir flesta var þetta fyrsti leikur sinnar tegundar. Reynsluleysið varð okkur því að falli.“ Hann sagði að mótlætið í fyrri hálfleik hefði gert Valsmenn taugaó- styrka. „Þegar ekkert gekk upp hjá okkur fóm menn á taugum. FH-ing- ar eru hins vegar með mjög gott lið, þar sem reynslan ræður ríkjum. Allir leikmenn liðsins hafa verið í landsliði og leikið úrslitaleiki. Með öðrum orð- um þekkja þeir vel að leika undir miklu álagi — þeir hafa svo oft geng- ið í gegnum þetta.“ En hornamaðurinn leit á björtu hliðarnar. „Við höfum gengið í gegn- um ýmislegt á tímabilinu og með ólíkindum er hvað margir hafa verið á sjúkralista. Miðað við ástandið er árangurinn ekki svo slæmur og þess ber að geta að það tekur tíma að öðlast reynslu. En við erum með unga og efnilega stráka og því er framtíðin vissulega björt.“ Viðunandi Jón Kristjánsson, sem hefur leikið með þýska liðinu Suhl í vetur, skipti aftur yfir í Val og lék með liðinu á ný. „Ég náði hálfri æfingu með strák- unum á föstudaginn eftir að hafa ekkert æft í 10 daga vegna lungna- bólgu. Það er alltaf erfitt að koma svona skyndilega inní lið og ég var hræddur um að ég félli ekki inní lið- ið einn, tveir og þrír, en sá ótti var ástæðulaus. Reyndar er ég ekki í 100% æfingu vegna veikindanna og því er ég ánægðastur með að ég hélt út leikinn." Jón sagði að Valsmenn gætu vel við úrslitin unað. „Ég held að Vals- menn geti verið ánægðir með að hafa komist þetta langt. í fyrri hálf- leik fengum við vissulega tækifæri til að gera betur, en sóknir okkar strönduðu á Begga [Bergsveini Berg- sveinssyni]. Eftir að FH-ingar höfðu náð undirtökunum komumst við tvi- svar nálægt þeim, en í stöðunni 20:15 sprakk þetta endanlega hjá okkur og eftir það áttum við ekki mögu- leika.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.