Morgunblaðið - 25.02.1992, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
KIMATTSPYRNA / ENGLAND
Manchester United
í mjög vænlegri stöðu
FráBob
Hennessyi
Englandi
MANCHESTER United stefnir
hraðbyri að fyrsta Englands-
meistaratitli sínum síðan 1968.
Liðið vann Crystal Palace ör-
ugglega á heimavelli um helg-
ina, 2:0, en Leeds gerði aðeins
jafntefli við Everton, 1:1, á úti-
velli. Staða United er þvi væn-
leg.
|ark Hughes var í aðalhlut-
verki hjá United á laugar-
dag. Hann gerði fyrsta sinni tvö
mörk í leik í vetur
og var illviðráðan-
legur. En hann fékk
gult spjald fyrir brot
og fer í bann. Missir
af leik gegn Middlesbrough í undan-
úrslitum deildarbikarkeppninnar og
deildarleik gegn Sheffield United.
United hafði ekki leikið í deild-
inni í tvær vikur, og sagði Alex
Ferguson, stjóri liðsins, leikmenn
sína greinlega haft gott af hvíld-
inni. „Það var eins og nýtt keppnis-
tímabil væri að hefjast," sagði
hann.
Steve Coppell, stjóri Palace og
fyrrum leikmaður United, sagði það
í höndum leikmanna United-liðsins
hvert meistaratitillinn færi. „Útlitið
er gott fyrir þá, og ég vona að
þeir vinni.“
Lundúnarisarnir Tottenham og
Arsenal skildu jöfn á White Hart
Lane, heimavelli Spurs. Ian Wright
jafnaði á 89. mín. Kevin Campbell
þrumaði á markið, Erik Thorstvedt
varði en Wright var réttur maður
á réttum stað og potaði í markið
af stuttu færi. Þetta var 20. mark
hans í vetur.
Tony Adams, fyrirliði Arsenal,
var ekki með. Lá heima með flensu
og David Rocastle ekki heldur, þar
sem hann er meiddur á ökkla.
Menn voru sammála um að Tott-
enham hefði átt að vera búið að
tryggja sér sigur löngu áður en
Wright jafnaði. Durie skaut fram-
hjá opnu marki í fyrri hálfleik og
Gary Lineker klúðraði tveimur fær-
um í þeim seinni; á 75. og 84. mín.
Tottenham aðeins unnið einn deild-
arleik af síðustu 12. Hefur ekki
leikið illa, en gengið illa að skora.
Guðni Bergsson var ekki með
Tottenham og ekki á varamanna-
bekknum.
George Graham, stjóri Arsenal,
sagði: „Þeir hefðu átt að vinna 6:4.
Spurs lék mjög vel en við ekki.“
Peter Shreeves, stjóri Spurs,
sagði: „Við eigum tvo mikilvæga
bikarleiki gegn Nottingham Forest
og Feyenoord framundan svo ég
verð að vera ánægður með þessa
frammistöðu. En við hefðum átt að
fá þijú stig í dag.“
Norwich vann öruggan sigur á
Liverpool á heimavelli sínum,
Carrow Road. Hroðaleg vamarmi-
stök gestanna stuðluðu að tveimur
síðari mörkunum sem Robert Fleck
gerði. Fyrst átti Mark Wright laf-
lausa sendingu ætlaði markverði
sem Fleck komst inn í og síðan
náði hann knettinum af Svíanum
Glen Hysen, sem var að væflast við
miðlínu, óð upp völlinn og einn í
teig og skoraði örugglega.
„Ég vona að menn haldi ekki
áfram að tala um meiðslin hjá Li-
verpool. Mínir menn áttu skilið að
vinna,“ sagði David Stringer, stjóri
Norwich. Það voru orð að sönnu,
liðið var mun betra.
Ungveijinn Istvan Kozma var
með Liverpool í fyrsta sinn, lék
hægra megin á miðjunni, en náði
sér ekki á strik og var skipt út af.
Dean Saunders var einnig tekinn
út af í síðari hálfleik. Ronnie Ros-
enthal og Mark Walters komu inn
í stað þeirra.
Aston Villa, sem hafði ekki sigr-
að í deildinni síðan 28. desember
og ekki skorað í 518 mínútur, vann
Oldham 1:0. Gamla brýnið Cyrille
Regis skallaði í netið eftir fyrirgjöf.
Brian Stein, sem orðinn er 34
ára og kom aftur til Luton sl. vor
eftir að hafa leikið í Frakklandi,
kom liðinu yfir gegn Sheffield Un-
ited. Þetta var fyrsta mark hans í
26 leikjum. Mick Harford gerði sig-
urmarkið, 2:1, með skalla.
Nottingham Forest fékk óska-
byijun gegn Chelsea, Teddy Sher-
ingham skoraði efetir 45 sekúndur.
Þetta var 19 mark hans í vetur.
En Clive Allen tryggði Chelsea eitt
stig með jöfnunarmarkinu. Hann
hefur heldur betur náð sér á strik
eftir mögur ár hjá Bordeaux og
Man. City. Chelsea keypti hann á
250.000 pund í desember og hefur
hann síðan gert átta mörk í 16 leikj-
um. „Ég er farinn að skora á ný
vegna þess að ég hamingjusamur
hjá félaginu," sagði kappinn.
QPR gerði 15. jafntefli sitt í vet-
ur. Að þessu sinni heima gegn
Notts County, 1:1. Gerry Francis,
stjóri QPR, sakaði dómarann um
að hafa brugðist þegar langt var
liðið á leikinn. Brot hefði verið fram-
ið innan teigs, en hann aðeins dæmt
aukaspymu utan hans. „Þetta sann-
ast á myndbandsupptöku," sagði
hann.
Mark Hughes lan Wright
SPANN
Spenna á Spáni
SPÆNSKU meistararnir í Barc-
elona misstu af gullnu tækifæri
til að komast upp að hlið Real
Madrid á toppi deildarinnar þar
ílandi um helgina. Liðið gerði
aðeins jafntefli, 1:1, heima
gegn Sporting Gijon. Real hefur
eins stigs forskot á Barcelona
eftir 0:1 tap úti gegn Sevilla.
Real sigraði Athletico Bilbao 5:0
um fyrri helgi og áhangendur
þess vonuðust að leiðin lægi upp á
við eftir erfitt gengi undanfarið.
En leikmenn komu aftur niður á
jörðina er þeir fóru til Sevilla. Tap-
ið var hið fjórða í röð á útivelli. Það
var miðjumaðurinn Rafa Paz sem
gerði eina mark leiksins á 30. mín.
Hollendingurinn Leo Beenhak-
ker, sem tók við liðinu í lok janúar
af Radomir Antic, hefur því lítið
haft til að brosa yfir að undanf-
örnu. Árangur liðsins síðan hann
tók við er tvö töp, eitt jafntefli og
einn sigur.
ÞYSKALAND
Real hefur nú 34 stig en Barcel-
ona 33. Michael Laudrup skoraði
strax á 11. mín. fyrir lið Barcelona
og byijunin lofaði góðu. En aðeins
tveimur mín. síðar jöfnuðu gestirnir
og þar var að verki Juanele Castano
úr vítaspymu. Heimamenn sóttu
ákaft í síðari hálfleik en án árang-
urs.
Þess má geta að búlgarska fram-
heijanum Kristo Stoichkov var skipt
af leikvelli á 67. mín. og er það í
tólfta skipti í vetur sem hann er
tekinn út af í leik. Áhorfendur voru
ekki ánægðir með það; vildu frekar
að Juan Goikoetxea yrði hvíldur,
en hann hafði átt erfitt uppdráttar
að þeirra mati. Atletico Madrid
er í þriðja sæti, fjórum stigum á
eftir Real. Fyrirliði liðsins, Portúg-
alinn Paulo Futre, átti enn einn
stórleikinn nú er liðið burstaði Real
Sociedad, 5:1. Jafnræði var með lið-
unum fyrir hlé en ekki að því lo-
knu. Futre lagði upp fjögur mörk
í leiknum.
íÞftimR
FOLK
H GEOFF Thomas, fyrirliði
Crystal Palace, fékk högg á höfuð-
ið í leiknum gegn Man. Utd. á laug-
ardag, og sagðist ekkert muna eft-
ir seinni hálfleiknum!
■ ASTON Villa keypti varnar-
manninn sterka Earl Barrett frá
Oldham fyrir helgina á 1,7 milljón-
ir punda. Liðin mættust einmitt á
laugardag, en þar sem ekki hafði
formlega verið gengið frá kaupun-
um fyrir kl. 17 á föstudag gat hann
ekki verið með.
■ BARRETT, sem var fyrirliði
Oldham, kom frá Man. City árið
1987. Þá greiddi Oldham 30.000
pund fyrir hann, þannig að hagnað-
ur félagsins af honum er dágóður!
H KEVIN Keegan, nýráðinn
stjóri 2. deildarliðsNewcastle, fékk
fyrir helgina gamla vamaijaxlinn
Brian Kilcline að láni frá Oldham
út keppnistímabilið, en hann lék þar
áður með Coventry.
H KEVIN Sheedy er einnig kom-
inn til Newcastle. Hann fékk
fijálsa sölu frá Everton fyrir dygga
þjónustu við félagið og Keegan
samdi við hann. Sheedy er 31 árs
og lék fyrsta leik sinn með Newc-
astle á laugardag.
H GRAEME Souness, stjóri Li-
verpool, dreif sig til Italíu eftir
tapið gegn Norwich. Ekki þó í fel-
ur, heldur til að sjá Genoa spila
gegn AC Milan í deildinni, en lið
hans mætir Genoa í Evrópukeppn-
inni í næsta mánuði.
H ANDY Gray, miðjumaðurinn
þeldökki hjá Crystal Palace, verð-
ur líklega lánaður til Tottenham
út keppnistímabilið. Eftir það kaup-
ir félagið hann líklega á 750.000.
Hann er 28 ára og neitaði að fara
til Wimbledon sem bauð eina millj-
ón punda, og Palace hafði sam-
þykkt það.
H ROB Jones, bakvörðurinn ungi
hjá Liverpool, sem lék fyrsta
landsleikinn fyrir England í síðustu
viku gegn Frakklandi, meiddist lí-
tillega á föstudag og lék ekki í
Norwich. Hann er sá níundi á
sjúkralistanum hjá Liverpool.
H GLEN Hysen var kominn út á
flugvöll í Liverpool á fimmtudags-
kvöldið er Souness, stjóri félagsins,
hringdi og lét kalla hann upp. Sagði
Svíann verða að spiia í Norwich,
vegna þess hve margir væru meidd-
ir! Hysen var á leið til Svíþjóðar
að ræða við GAIS í Gautaborg um
samning.
H MARTIN Hayes er kominn til
Wimbledon frá Celtic. Hann fór
til skoska félagsins frá Arsenal
fyrir 18 mánuðum á 600.000 pund,
en Celtic fékk ekkert fyrir hann
nú. Gaf honum fijálsa sölu, enda
hefur hann varla komist í liðið.
ITALIA
Óbreyttstaða
MUNUR efstu liða á toppi ít-
ölsku 1. deildarinnar hélst
óbreyttur um helgina. Bæði
gerðu markalaust jafntefli;
AC Milan í leiðinlegum leik
gegn Genoa á útivelli og Ju-
ventus gegn Bari, einnig á
útivelli. Milan hefur því enn
fjögurra stiga forskot.
Leikurinn í Genoa einkenndist
frekar af hörku en leikni.
Gullit og Albertini hjá Milan og
Branco hjá Genoa voru allir bók-
aðir. Heimamenn voru ágengari
og var toppliðið heppið að sleppa
með annað stigið á brott.
Rómarliðin tvö eru ekki vinsæl
meðal stuðningsmanna sinna nú,
og leikmönnum beggja fylgdi baul
og blístur er þeir gengu af velli á
sunnudag. AS Roma tapaði
heima, 1:3, gegn Fiorentina og
Lazio tapaði 0:1 úti gegn Inter,
þar sem Lothar Mattháus gerði
eina markið úr víti.
Argentínumaðurinn Gabriel
Batistuta var í aðalhlutverkinu
hjá Fiorentina. Hann skoraði tví-
vegis, á 36. og 59. mín. og á 65.
mín. var markvörður Roma rekinn
út af fyrir brot á Argentínumann-
inum. Þjóðveijinn Rudi Völler
minnkaði muninn fyrir Rómveija
á 79. mín. en Carlos Dunga gull-
tryggði sigur Fiórensbúa á síðustu
mínútu er hann skallaði í mark.
H Úrslit / BIO
H Staðan / BIO
Eyjótfur lagði
upp sigurmarkið
Stuttgart aðeins tveimur stigum á eftir Dortmund
Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson lagði upp sig-
urmark Stuttgart gegn
Schalke á útivelli. Þetta var frysta
tap Schalke á
FráJóni heimavelli sínum í
Halldóri deildinni í vetur.
Garðarssyni Eyjólfur náði að
i Þýskaiandi skalla knöttinn eftir
aukaspyrnu og Ieggja bolltann fyrir
Matthias Sammer, sem átti auðvelt
með að skora af stuttu færi. Stuttg-
art er nú aðeins tveimur stigum á
eftir Dortmund, sem gerði marka-
laust jafntefli við Dynamo Dresden.
Gaudino var besti leikmaður Stuttg-
art og hefur sýnt mjög góða leiki
að undanförnu. Eyjólfur lék á miðj-
unni og átti góðan leik.
Christoph Daum, þjálfari Stuttg-
art, sagði að leikurinn hafi verið
„dramtískur" en án hörku. Schalke
pressaði nokkuð stíft og við vorum
nokkrum sinnum heppnir," sagði
þjálfarinn.
Frankfurt mátti teljast heppið að
ná jafntefli gegn Kaiserslautern á
útivelli. Norðmaðurinn Andersen
skoraði mark Frankfurt - vippaði
yfir markvörðinn, eftir slæm mistök
í vöm Kaiserslautern. Það var síðan
Stefan Kuntz sem jafnaði 12 mínút-
um fyrir leikslok. Köln vann Niim-
berg örugglega, 4:0, og var staðan
3:0 í hálfleik og gerði Frank Ord-
enwitz, fyrrum landsliðsmaður, tvö
marka Kölnar.
Annars var mikið um leiðinlega
leiki í þessari umferð og m.a. sjö
jafntefli.