Morgunblaðið - 05.03.1992, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992
Verslunarráð
Skjaldborg um fijálst
og heilbrigt viðskiptalíf
lenskra stórkaupmanna ?
„Það hefur aldrei staðið á því.
Við höfum vonað, frá því að Ijóst
var um mitt ár 1991 að líklega
yrði ekki um áframhaldandi sam-
starf á Skrifstofu viðskiptalífinsins
að ræða, að bæði uppskiptin á skrif-
stofunni og áframhaldandi sam-
skipti þessara samtaka yrði á frið-
samlegum grunni. Verslunarráð
hefur ekkert út á FÍS að eða önnur
samtök í atvinnurekstri að setja.“
Formaður Verslunarráðs íslands, Einar Sveinsson, í viðtali við Morgunblaðið
ILLVÍG átök og persónuleg hafa einkennt samskipti Verslunarráðs
íslands og Félags íslenskra stórkaupmanna að undanförnu. Atök sem
teygja anga sína víða og sumir segja að séu einungis persónulegar
deilur nokkurra manna sem við stjórnvölinn hafa setið. Aðalfundur
Verslunarráðs var haldinn nýverið og í stað Jóhanns J. Olafssonar,
sem hafði verið formaður ráðsins í 6 ár, var Einar Sveinsson, fram-
kvæmdasljóri Sjóvár/Almennra, kosinn formaður. Einar hefur verið
í stjórn Verslunarráðs frá árinu 1986, í frámkvæmdastjórn frá 1988
og varaformaður ráðsins sl. tvö ár. í viðtali við Morgunblaðið segist
hinn nýji formaður umfram allt vilja frið og sættir þannig að hægt
sé að vinna að þeim mikilvægu málum sem Verslunarráði sé ætlað
að gera.
— Er ekki erfitt að hefja störf
sem íormaður Verslunarráðs í þeim
miklu átökum og hræringum sem
verið hafa ?
„Það er vissulega ekki óskastaða
þar sem ég tel mig friðarins mann.
Tildrög þess að ég gef kost á mér
sem formaður eru þó eldri en það
ástand sem ríkt hefur. Fyrir tveim-
ur árum var það ámálgað við mig
hvort að ég gæfi ekki kost á mér
til formanns. Á þeim tíma var ég
ekki undir það búinn og tók því
víðsfjarri. Þá var ég spurður að því
hvort leita mætti til mín að tveimur
árum liðnum og sagði ég það vera
allt annað mál. Ef ég hefði bakkað
núna hefði ég talið mig vera að
ganga bak orða minna í ljósi þess
ástands sem nú ríkir.“
—Nú voru 19 aðilar kosnir í aðal-
stjórn félagsins á sl. aðalfundi þar
af eru nú 9 sem ekki sátu í stjórn-
inni á síðasta kjörtímabili. Munu
einhveijar grundvallarbreytingar
verða á starfsemi ráðsins ?
„Ég á ekki von á miklum brejd-
ingum á störfum ráðsins. Verkefnin
sem þar eru til umijöllunar innan
stjórnarinnar hveiju sinni eru þess
eðlis að mannabreytingar valda
ekki meiriháttar röskun þar á.
Hlutverk Verslunarráðs er mjög
mikilvægt ekki síst þegar markaðir
Evrópu eru að opnast líkt og nú
er að gerast. Starf okkar mun mik-
ið verða mótað af þessu í náinni
framtíð líkt og verið hefur undan-
farið. Samstarf við alþjóðalega að-
ila hefur verið nokkuð t.d. við Euro-
chambers og norræn verslunarráð.
Svo komum við auðvitað til með
að vinna að því sem Verslunarráðið
hefur alltaf gert, þ.e. að vera mál-
svari atvinnulífins gagnvart stjórn-
völdum. Fijálsir atvinnuhættir,
jafnrétti og samkeppni eru þar höfð
að leiðarljósi. Starf VÍ hefur verið
mjög umfangsmikið. Allt sem horf-
ir til framfara hjá viðskiptalífmu
látum við okkur varða, t.d. erú
haldin viðskiptaþing ráðisins annað
hvert ár og á aðalfundum er tekið
á mjög mikilvægum málum fyrir
viðskiptalífið. Á síðasta aðaifundi
var lögð fram ítarlega skýrsla um
framleiðni í íslenskum viðskiptum.
Bílamerkingar
AUGLYSINGAR - SKILTAGERÐ
SILKIPRENTUN
SKEIFUNNI 3c - 108 REYKJAVlK
SlMI: 68 00 20 - FAX: 68 00 21
Þá eru reglulega haldnir fundir sem
eru öllum opnir um hin ýmsu hags-
munamál atvinnulífínsin. Síðan er
Verslunarráðið ábyrgðaraðili að
Verslunarskóla íslands og skipar í
skólanefnd hans.“
rýnt fyrir að vera félag hinna stóru
sterku afla í viðskiptalífinu, en
smærri aðilar hafi mátt sín lítils
innan ráðsins. Hveiju svarar þú
slíkri gagnrýni ?
„Ég er algjörlega ósammála
þessari gagnrýni. Verslunarráðið
er ekki félag hinna stóru heldur
samtök sem mynda skjaldborg um
fijálst og heilbrigt viðskiptalíf. Inn-
an þess ramma rúmast allir hags-
munir stórra og smárra fyrirtækja
og jafnvel einyrkja. Ráðið hefur
heildarhagsmuni að leiðarljósi og
er sú bijóstvörn sem viðskiptalífið
hefur t.d. gagnvart stjórnvöldum.
Það endurspeglast í stjórn Verslun-
arráðins að þar eiga sæti fulltrúar
Verslunarráðs ásamt formanni. Á
fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar í
sl. viku var Kristinn Björsson, for-
stjóri Skeljungs hf. kosinn varafor-
maður, aðrir í framkvæmdastjórn
eru Sverrir Bernhöft í Barr hf.,
Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup
hf. og Kolbeinn Kristinsson í Brauð
hf._
í stjórninni fer hver maður með
eitt atkvæði en reyndar kannast ég
ekki við að mál séu afgreidd þar
eða í framkvæmdastjórn með at-
kvæðagreiðslu heldur er leitað sam-
komulags um niðurstöðu og þannig
mun það áfram vera innan Verslun-
arráðs.
Það að stjórnarkjörið væri ólýð-
Morgunblaðið/K.nstjan u. Arngnmsson
VERSLUNARRAÐ —Hinn nýi formaður , Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár/Almennra,
á skrifstofu sinni. Út um gluggann sést í Hús verslunarinnar þar sem skrifstofur Verslunarráðs eru til húsa.
Um deilur Verslunarráðs og Félags íslenskra stórkaupmanna segir Einar m.a.: „Ég hef frekar trú á að um
persónulega árekstra sé að ræða en efnislega.“
Sveiflur í stjórn eðlilegar
—Fráfarandi formaður Verslun-
arráðs, Jóhann J. Ólafsson, náði
ekki kjöri í aðalstjórn ráðins,
má túlka þessa niðurstöðu sem
óánægju meðal félaga VÍ um hans
störf sem formanns ?
„Það munar einungis um 400
atkvæðum á því að Jóhann næði
sæti í aðalstjórninni. Reyndin er sú
að á milli aðalfunda eru miklar
sveiflur á endanlegri röð manna í
kosningu til stjómarinnar. Ég
reikna með því að ef Jóhann hefði
rekið kosningabaráttu þá hefði
hann væntanlega náð fleiri atkvæð-
um og verið kosinn í aðalstjórn. Það
er regla að varamenn mæta tölu-
vert mikið á stjórnarfundi. Því á
ég von á og vona að Jóhann muni,
sem hingað til, starfa mikið áfram
innan Versiunarráðs þar sem mjög
gott hefur verið að vinna með hon-
um. Jóhann hefur átt undir högg
að sækja að undanfömu þar sem
hann var því miður fórnarlamb
þeirrar óánægju sem upp kom eftir
að ljóst var að ekki yrði um áfram-
haldandi rekstur á Skrifstofu við-
skiptalífsins, sem var samrekstur
Félags íslenska stórkaupmanna og
Verslunarráðs á ámnum 1990 og
1991.“
—Verslunarráð hefur verið gagn-
úr ýmsum fyrirtækjum og greinum
viðskiptalísins, fulltrúar stærri og
minni fyrirtækja. Þessi skipting og
breidd endurspelgast líka í 5 manna
framkvæmdastjóminni.
Annað atriði sem hefur verið
gagnrýnt er að ekki sé lýðræðislega
kosið til stjórnar ráðsins. Stjóm
Verslunarráðs er kosinn skriflegri
kosningu. Öllum félagsmönnum eru
send kjörgögn ásamt ábendigalista
með nöfnum 57 aðila sem hafa
gefið kost á sér í kjör stjórnar.
Hver félagi kýs 12 manns og síðan
mynda þeir 19 sem fá flest atkvæði
stjórnina og 19 eru kosnir til vara.
Þetta teljum við mjög lýðræðislegt
form á skipan stjórnar enda hefur
reyndin orðið sú að þeir sem hafa
haft áhuga á að starfa í stjóm og
njóta almenns trausts ná kosningu.
í raun fá hin stærri fyrirtæki mun
færri atkvæði en þau ættu að hafa
ef eingöngu væri farið eftir veltu.
Auk þess eru settar takamarkanir
við það að enginn aðili getur farið
með meira en 4% atkvæða. Ég held
að stærstu aðilarnir fari með um
1% atkvæða hver.
Ástæður fyrir ágreiningi
fundnar upp
Hin 19 manna stjórn velur Qóra
til að vera í framkvæmdastjórn
ræðislegt var ekki atriði sem Versl-
unarráð og FÍS greindi á um þegar
rætt var um áframhaldandi starf-
semi Skrifstofu atvinnulífins heldur
var það fundið upp seinna sem
ástæða fyrir ágreiningi.“
—Nú er verksvið Verslunarráðs
umfangsmikið og þú segir að í ráð-
inu séu fulltrúar alls staðar að úr
viðskiptalífinu. Ætti ráðið þvl ekki
að geta sinnt t.d. þeim verkefnum
sem hið nýja Flutningakauparáð
ætlar að gera, m.a. að standa vörð
um hagsmuni hinna smærri aðila
sem eru kaupendur að flutningum ?
„Menn hafa fullt frelsi til að
stofna öll þau samtök sem þjóna
þeirra hagsmunum. Innan Verslun-
arráðs starfa hins vegar ýmis undir-
samtök, þar sem menn safnast í
hópa eftir sameiginlegum hags-
munum sínum, t.d. eru samtök
smáfyrirtækja innan ráðsins. Ef
eftir því hefði verið leitað hefði
Verslunarráð alveg getað hýst
menn með áhuga á flutningakaup-
um sérstaklega. VÍ er þó ekki sam-
keppnisaðili við sérhagsmunasam-
tök. Það er full þörf fyrir að menn
safnist í samtök sem þeir telja að
geti unnið best að sínum hagsmun-
um, það er ekkert nema gott um
það að segja.“
— Er Verslunarráð tilbúið að
hefja aftur samstarf við Félag ís-
Breyta þarf kjöri í stjórn
Lífeyrissjóðs
verslunarmanna
— Hvernig lítur þú á þær deilur
sem verið hafa innan Lífeyrissjóðs
verslunarrmanna um hveijir skuli
sitja í stjórn sjóðsins ?
„Lífeyrissjóðurinn var stofnaður
1956 og tveimur árum síðar var
gert samkomulag milli þeirra sam-
taka vinnuveitenda sem að sjóðnum
standa um hvernig þau skildu til-
nefna í stjórn sjóðsins. Þetta sam-
komulag var síðan ítrekað árið 1977
milli Verslunarráðs, Stórkaup-
manna og Kaupmannasamtaka.
Samkomulagið um tilnefningu í
stjórn Lífeyrissjóðsins gekk eftir
þangað til nú. Það sem virðist vera
að gerast núna er það að FÍS hefur
ákveðið að standa ekki við þetta
samkomulag og tilnefná sína menn
án samráðs við Verslunarráðið.
Okkur ber skylda til að mótmæla
slíkum vinnubrögðum. Af hverju
þetta verður veit ég ekki. Ég hef
frekar trú á að um persónulega
árekstra sé að ræða en efnislega.
Vonandi finnst á þessu farsæl
lausn. Deilur og ósætti milli aðila
innan viðskiptalífins sem eiga sam-
leið eru öllum til tjóns og þjóna
engum tilgangi. Hvernig niðurstað-
an verður er nú ekki ljóst. Sá tími
er kominn að breyta þurfi því fyrir-
komulagi sem hefur verið á kjöri
manna í stjórn Lífeyrissjóðsins.
Breytingarnar eru viðkvæmt mál
og um þær þarf að vera sem víðtæk-
ust samstaða. Opnun þjóðfélagisins
í öllum skilningi leiðir til þess að
menn vilja fá að sjá betur hvað líf-
eyrissjóðir eru að gera. Því er eðli-
legt að kosið sé í stjórn til skemmri
tíma en þriggja ára, árlega séu
haldnir aðalfundir og að sjóðirnir
geri grein fyrir sinni starfsemi, en
á þetta hefur nokkuð skort. Þetta
gerist þó ekki í einu vetvangi og
með einhveijum látum heldur verð-
ur þróunin að taka sinn tíma.“
Lög VÍ tekin til
endurskoðunar
— Á aðalfundi Verslunarráðs
voru einhveijir þeirrar skoðunar að
ráðið mætti alls ekki afsala sér
völdum I Lífeyrirssjóðnum, ert þú
sammála þeim ?
„Verslunarráð er eitt af þeim
samtökum sem eru aðilar að Lífeyr-
issjóði verslunarmanna. Ég reikna
með að á aðalfundinum hafi menn
átt við að Verslunarráð megi ekki
segja að Lífeyrissjóðurinn komi ráð-
inu ekki við. Sjóðurinn kemur okkur
við, Verslunarráð ber ábyrgð á
sjóðnum með örum og um það snýst
málið."
Nú liggur fyrir að innan VI verði
stofnuð sérstök laganefnd til endur-
skoðunar á lögum ráðsins. Að
hveiju er líklegast að þessi nefnd
einbeiti sér ?
„Lög Verslunarráðs voru síðast
endurskoðuð árið 1977 og það er
tímabært að gera það aftur. Niður-
staða aðalfundar var sú að breyta
ekki atkvæðavægið í ráðinu líkt og
lagt var til heldur verður laganefnd
skipuð til að gera heildarúttekt á
Iögunum. Líkt og Iögð hefur verið
áhersla hingað til þarf nefndin að
hafa í huga með hvaða hætti Versl-
unarráð getur verið þessi fulltrúi
viðskiptalífins út á við, sem það
þarf nauðsynlega að vera til að
skapa mótvægi gagnvart stjórn-
völdum og til að þjóna hagsmunum
almennings, t.d. með aukinni sam-
keppni. Lögin þurfa að vera í takt
við það sem er að gerast 1 þjóðfélag-
inu,“ segir Einar Sveinsson.
ÁHB