Morgunblaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 8
“8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992
iH Dictaphone
A Rtney Bowes Company
Gæðatæki til hljóðupptöku,
afspilunar og afritunar.
Falleg hönnun. Vandaðar upptökur.
Umboð á íslandi:
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Stjórnun
edaheilar
samstæour
f -
V / \ / .
7/\
Níðsterkarog
hentugar stálhillur.
Auðveld
uppsetning.
Margarog
stillanlegar stærðir.
Hentarnánast
allsstaðar.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga
UMBOÐS- OC HBILDVEfíSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 6724 44
VERSLANA
INNRÉTTINGAR
Afgreiðsluborð og
sýningarskápar úr
álprófílum. Ótal
möguleikar. Margir litir.
fidis
Fatastatíf.
Mikið úrval.
HF.OFNASMIBJAN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220
Hið námsfúsa fyrirtæki
- fyrirtæki framtíðar?
PETER SENGE er einn af
yngstu, en jafnframt frægustu
og vinsælustu prófessorum í við-
skiptafræðum við hinn þekkta
háskóla Massachusetts Institute
of Technology í Bandaríkjunum.
Hann er einn helsti forvígismað-
ur nýjustu tískunnar í stjórnun-
arfræðum í viðskiptalífinu.
Kenningar Senge, sem eiga ræt-
ur sínar að rekja. til Evrópu og
hugmynda sem þar komu fram upp
úr 1940, stefna nú í það að verða
næsta tískufyrirbærið í Bandaríkj-
unum í stjómun og rekstri fyr-
irtækja. Að sögn Senge byggist
kenningin á kynnum hans á hæfi-
leikamiklum og gæfuríkum stjórn-
endum. Reynsla hans er að um-
fram allt eigi þeir allir sameiginleg-
an hæfuleikann og viljann til að
læra stöðugt meira, bæði á eigin
spýtur og með öllum samstarfsaðil-
um. Útfrá þeirri reynslu varð til
kenningin um námsfúsa fyrirtæk-
ið.
Kenning Senge er reist á þeim
rökum að nú á tímum þegar gæði,
tækni og fjölbreytileiki eru fyrir-
tækjum auðfáanleg með tiltölulega
litlum kostnaði, sé eina varanlega
forskotið á keppinauta sem fyrir-
tæki geti skapað sér, getan til að
læra hraðar og tileinka sér þannig
nýjungar á markaðnum á undan
keppinautunum.
Helstu einkenni hins námsfúsa
fyrirtækis eru að ýta undir nám
og þekkingaröflun á öllum stigum
innan fyrirtækisins. Það hefur skil-
virkar boðleiðir til að flytja þekk-
ingu innan fyrirtækisins þangað
sem þörf er á hénni og getur nýtt
sér þekkinguna bæði fljótt og ör-
ugglega til aðlögunar innan fyrir-
tækisins sem utan.
Sem dæmi um fyrirmyndar
námsfús fyrirtæki nefnir Senge
Hanover Insurance, sem er trygg-
ingarfélag í Nýja-Englandi, Herm-
an Miller, húsgagnaframleiðanda í
Miðvesturríkjunum, og ennfremur
dáist hann að námshæfileikum
Shell.
Öllu þessu, og því hvernig skapa
megi og viðhalda slíkum fyrirtækj-
um, lýsir Senge í bók sinni : „The
Fifth Discipline - The Art and
Practice of The Learning Organis-
ation“, en bókin var ein af sölu-
hæstu bókunum um viðskipti og
r- og
r
Viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Ráðgjafarnefnd um
upplýsinga- og tölvumál (RUT), SKÝRR, EDI-félagið,
ICEPRO-nefndin, Upplýsingatæknisvið viðskipta-
fræðiskorar, Tölvunarfræðiskor, Félag tölvunarfræð-
inga og Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands
boða til kynningar- og umræðufundar mánudaginn
9. mars 1992 kl. 14.00-16.30 í Borgartúni 6.
Dagskrá:
14.00 Stefna framkvæmdastjórnar EB í málum upp-
lýsingatækni frá sjónarhóli notenda:
- Áhrif sameiningar Evrópu 1993 og framtíð-
arsýn.
- Vettvangur samstarfs notenda upplýs-
ingatækni.
- Árangur í staðalmálum.
- Samtenging neta í Evrópu.
- Aðferðir við útboð á opnum kerfum.
- Höfundarréttur á hugbúnaði og gagna-
söfnum.
- Reglur um öryggi og verndun gagna.
Tilo Steinbrinck, forstjóri Datenzentrale Schleswig-
Holstein og formaður Samtaka félaga tölvunotenda
í Evrópu (Confederation of European Computer
Users Associations).
14.45 Pallborðsumræður
Staða íslands, hvar erum við á vegi stödd?
Fundarstjóri:
Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri.
Aðgangur er ókeypis og þátttaka tilkynnist
í síma (91)695165.
efnahagsmál _ í Bandaríkjunum á
síðasta ári. í bókinni lýsir hann
fimm grundvallaratriðum sem ein-
kenna hið námsfúsa fyrirtæki.
Heildarhugsun
Þó að þetta atriði sé tekið fyrst
fyrir í bókinni og lögð á það megin-
áhersla kallar Senge það engu að
síður fimmtu regluna. Hann bendir
á að bæði einstaklingar og samtök
einbeiti sér yfirleitt aðeins að ein-
um eða tveimur augljósustu hlut-
um vandamálsins sem við er glímt,
fremur en að beina sjónum sínum
að heildinni allri. Þannig sé til
komin sú tilhneiging að velja ein-
faldar lausnir og útskýringar.
Heildarhugsunin felst aftur á
móti í því að notfæra sér áratuga
reynslu og safn kenninga til að
útbúa aðferðir sem aðstoða fólk
við að sjá heildarmyndina; að skilja
innra samhengi og sjá flókin sam-
bönd sem liggja bak við flóknar
aðstæður.
Heildarhugsunin leggur einnig
áherslu á að skoða breytingar og
samhengi með tilliti til tíma. Þar
bendir Senge á að orsök og afleið-
ing eru sjaldan nátengd í tíma í
viðskiptalífinu. Ennfremur er bent
á að flestar augljósar lausnir vand-
amála virka ekki í raun.
Sem dæmi um tilfelli þar sem
aðferðin er nauðsynleg mætti
nefna samstarf framleiðenda,
dreifíngaraðila og smásala. Meðan
kerfið er í jafnvægi er allt í góðu
lagi, en um leið og einhver skakka-
föll verða má kerfíð ekki við því
að ákvarðanir um framleiðslu, verð
og fleira séu teknar hver í sínu
horni heldur kallar á skilning á
heildarmyndinni og hvemig
ákvarðanir eru teknar hjá öðrum
aðilum heildarinnar. Senge hefur
nefnt vígbúnaðarkapphlaupið og
umhverfismengun sem dæmi um
skort á heildarhugsun.
Aðrir þættir
Senge leggur áherslu á að vel
heppnuð heildarhugsun geti þó
ekki orðið án þess að nægilegt
innsæi sé til staðar. Hann hafnar
því að breytingar á stjómun fyrir-
tækja verði aðeins þegar erfíðleik-
ar eða ógnir skapast og varar ein-
dregið við að setja starfsmenn sem
TISKUBOLA — Nýj-
asti gúrúinn í stjómunarfræðum
er Peter Senge
ekki hafí ná fullu valdi á námsferl-
inum í valdastöður.
í bókinni er einnig fjallað um
nauðsyn þess að grafa upp og eyða
ýmsum ósjálfráðum hugmyndum
um menn, fyrirtæki og ýmsar að-
stæður sem hafi fest sig í sesi frá
fornu fari en séu ekki endilega á
rökum reistar. Þar hefur sérstak-
lega verið bent á tregðu banda-
rískra bílaframleiðenda til að
breyta hugsunarhætti sínum og
framleiðslu í takt við nýja tíma.
Fjórða atriðið sem nefnt er til
sögunnar er sameiginleg framtíð-
arsýn. Senge telur það vera lykil-
atriði að slíkri framtíðarsýn sé
ekki þröngvað fram heldur verði
til því sem næst af sjálfu sér. Senge
lítur svo á að sé slíku þröngvað
upp á starfsmenn dragi það úr
hvatningunni til að læra. Sömu
áhrif geti of miklir persónuleikar
stjómenda haft.
Að síðustu fjallar Senge um
hæfíleika hópsins, eða fyrirtækis-
ins, til að læra. Þar er Senge ósam-
mála mörgum sérfræðingum sem
telja að slíkum hæfíleikum geti
aðeins einstaklingar búið yfir.
Öll þessi atriði eru auðsýnilega
góð og gild hvert í sínu lagi. Hins
vegar má deila um þá kenningu
Senge að tengja þau öll saman á
þennan hátt inn í fímmtu regluna
um heildarhugsun. Þá er umhugs-
unarvert að í bók hans er hvergi
að fínna líkan af því hvernig fyrir-
tæki læra, heldur er hún full gagn-
legra ráðlegginga og hugmynda
um heildarhugsunina. En þegar
allt kemur til alls'þá hefur Senge
tekist að setja fram á skýran og
skilmerkilegan hátt kenningu sína
um hið námsfúsa fyrirtæki, og það
á þann hátt að hún hlýtur að telj-
ast líkleg til vinsælda.
Svíþjóð
V
Nóbelsverðlaun “
viðskiptalífsins
í SVÍÞJÓÐ er nú verið að undirbúa keppni um eins konar Nóbels-
verðlaun viðskiptalífsins. Sænska gæðaþróunarstofnunin hefur
unnið að þessum undirbúningi en um er að ræða svipuð verðlaun
og veitt hafa verið t.d. í Japan og Bandaríkjunum fyrirtækjum
sem skara fram úr í gæðum. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn
í desember á þessu ári og er ætlunin að vanda valið á fyrirtækjun-
um.
í Japan hófust þessar verðlauna-
veitingar á sjötta áratugnum og í
Bandaríkjunum árið 1987. Hug-
myndin með þeim er að brýna fyrir-
tæki í iðnaði og þjónustu til að
keppa að gæðum og fá umbun sína
fyrir það. Forráðamenn í sænsku
atvinnulífi hafa síðustu árin haft
áhyggjur af því að Svíar séu að
missa af lestinni í samkeppninni
við umheiminn og því sé orðið
iöngu nauðsynlegt að grípa til ein-
hverra ráða. Hafa þeir fylgst með
gæðaverðlaununum í Japan og
Bandaríkjunum en þau hafa ýtt
mjög undir framfarir og þróun í
atvinnulífínu.
Fyrirtæki sem keppa vill að
þessum verðlaunum verður að
senda umsókn til Gæðaþróunar-
stofnunarinnar. Um er að ræða
42ja síðna bók þar sem farið er
ofan í öll málefni fyrirtækisins. Þau
atriði sem koma til skoðunar við
dóminn eru meðal annars yfírstjórn
fyrirtækisins, uppbygging gæðaá-
ætlana, endurmenntun starfs-
manna og samskipti við viðskipta-
vini.