Morgunblaðið - 05.03.1992, Side 11

Morgunblaðið - 05.03.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992 B 11 Tölvur Marinó G. Njálsson Breytingar hjá Borland Nýr hugbúnaðarrisi verður til við yfirtöku Borland á Aston-Tate Borland International kastaði sprengju inn í tölvuheiminn síðastlið- ið haust, þegar fyrirtækið gerði hluthöfum Aston-Tate-fyrirtækis- ins tilboð í hlutabréf fyrirtækisins í skiptum fyrir hlutabréf í Bor- land International. Með þessu sameinast tveir af stærstu hugbunað- arframieiðendum fyrir PC-tölvur og hatrammir keppinautar til skamms tíma. En hvernig veíður það fyrir söluaðila Borland, sem hingað til hefur ekki átt erfitt með að lýsa ókostum dBase gagna- grunnsins, að byrja nú allt í einu að selja hann. Bjarne Schytte svæðissljóri Borland á Norðurlöndum var staddur hér á landi fyr- ir skömmu og fræddi mig um þetta og ýmislegt annað varðandi framtíð hins nýja hugbúnaðarrisa. Fyrir tíu árum kom snaggara- legur Frakki, Philippe Kahn að nafni, til Bandaríkjanna með 2.000 dali í vasanum. En án atvinnuleyf- is gat hann hvergi fengið vinnu, svo hann stofnaði ári seinna hug- búnaðarfyrirtækið Borland Inter- nationai, sem varð snemma þekkt fyrir Turbo Pascal forritunarum- hverfið. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur Kahn náð að breyta Borland úr litlu fyrirtæki með fáa starfsmenn í 2.000 manna fyrir- tæki með veltu upp á 500 milljón- ir Bandaríkjadala. Aston-Tate yfirtakan Aston-Tate-hugbúnaðarfyrir- tækið hefur allt frá því að dBase gagnagrunnurinn kom á markað, haft vissa sérstöðu á bandaríska hugbúnaðarmarkaðinum. Mark- aðshlutdeild dBase á PC-markað- inum var um tíma um 70%, en undanfarin 2-3 ár hefur Borland verið að kroppa í'þennan markað með Paradox gagnagrunninum sínum. Fjárhagsstaða Aston-Tate hafði farið versnandi. Mátti fyrst og fremst rekja það til mistaka við útgáfu dBase IV, sem kom á mark- aðinn fyrir um tveimur árum. For- ritið reyndist grálúsugt og upp- fyllti engan veginn þau loforð, sem Aston-Tate hafði gefið viðskipta- vinum sínum. Einnig lenti Aston- Tate í kostnaðarsömum mála- rekstri vegna höfundarréttar á dBase hugbúnaðinum, en málið vannst fyrir áfrýjunarrétti. Aston-Tate hafði fleira í far- angrinum. Þar ber hæst Interbase gagnagrunnurinn, sem Bjarne Schytte sagði að væri aðalástæðan fyrir því að Borland keypti Aston- Tate. Interbase mun „uppfæra“ Borland inn í biðils-miðils umhverf- ið og gera fyrirtækinu kleift að bjóða stórfyrirtækjum gagnagrunn við hæfi. Þetta þýðir að Borland ætlar í samkeppni við gagna- grunna á borð við Oracle, Informix og Ingres. En hvernig gengur að selja dBase eftir að hafa keppt við hann öll þessi ár? Bjarne sagði, að í Danmörku væri þetta dálítið erfitt. Með Paradox söluherferð síðustu tvö ár hefði Borland nokkurn veg- inn náð að þurrka dBase út af landakortinu og nú ættu þeir að fara selja forritið. Hann reiknaði með að það tæki starfsfólk Borland Scandinavia einhvern tíma að átta sig á breytingunum, en nýjar Bor- land-útgáfur aí' Aston-Tate-hug- búnaðinum mundu hjálpa sölu- mönnum að ganga í gegn um þessa breytingu. Margvíslegar nýjungar Varla var blekið fyrr þornað á yfirtökusamkomulaginu, en Bor- land tilkynnti tvær nýjar útgáfur af dBase. Annars vegar dBase IV 1.5 fyrir DOS, hins vegar dBase fyrir Windows með innbyggðum þýðanda (sem var búinn að vera í þróun hjá Borland í þijú ár!!). Þar með svaraði fyrirtækið strax áhyggjufullum spurningum dBase notenda um allan heim um hver framtíð dBase yrði. Á sama tíma hóf Borland mikla söluherferð í Bandaríkjunum, þar sem Interbase var boðinn á mjög freistandi verði, ef kaupendur vildu skipta út gagnagrunnum frá öðrum seljend- um. (Nú verður fróðlegt að fylgj- ast með hvort það endi í yfirtöku Borland á Oracle.) Hjá Borland sjálfu eru nýjung- arnar engu minni. Væntanlegar eru nýjar útgáfur af öllum helsta viðskiptahugbúnaði frá fyrirtæk- inu. Fyrst er þar að nefna nýjar DOS útgáfur af Paradox gagna- grunninum (Paradox 4.0) og Quattro Pro töflureikninum .(Quattro Pro 4.0). Með þessum tveimur útgáfum er Borland að svara annars vegar ásókn FoxPro inn á gagnagrunnsmarkaðinn og hins vegar endurbætum á Lotus 1-2-3 töflureikninum. En Borland ætlar ekki að láta þar við sitja. Windows-útgáfur eru væntanlegar af bæði Paradox og Quattro Pro. Og talar Bjarne Schytte um hvort tveggja, sem algera byltingu á sínu sviði. Báðar útgáfurnar eru skrif- aðar með hlutbundinni forritun sérstaklega fyrir Windows- umhverfíð. Með þessu heldur Bor- land áfram forustu sinni í hlut- bundum forritum, sem valdið hefur algerri byltingu í því hvernig not- endahugbúnaður er hannaður. Quattro Pro fyrir Windows mun að sögn Bjarne verða verðugur keppinautur fyrir Microsoft Excel, sem hefur verið eini töflureiknirinn að viti fyrir Windows. Borland lofar fleiru. Veikasti hlekkur fyrirtækisins í nokkurn tíma hefur verið í ritvinnslu. Bjame Schytte sagði, að væntanlegt væri ritvinnsluforrit, sem ætti ekki sinn líka. Það mun keyra í Windows- umhverfinu og er væntanlegt „fyrr en maður gæti haldið". Framtíðin Fyrir nokkrum árum gerðu Bor- land og IBM með sér samkomulag þess efnis, að Borland mundi skrifa alla sinn hugbúnað fyrir OS/2 stýrikerfið. Fyrir tveimur árum snerist Borland hugur og ákvað að taka stefnuna fyrst á Windows og styðja þannig Microsoft í bar- áttunni við IBM. Síðastliðið sumar endurnýjuðu IBM og Borland eldra samkomulag og er Borland nú búið að skuldbinda sig til að koma með öll helstu forrit sín fyrir OS/2. Sidekick er þegar komið fyrir OS/2, en væntanleg eru Object- Vision (sem er nokkurs konar inn- sláttar forrit fyrir Paradox) og Borland C++. í framhaldi af ObjectVision má sterklega reikna með að Paradox fylgi á eftir. Til þess að þetta verði, verður IBM, að sögn Bjarne, „að koma með stöðuga útgáfu af OS/2‘.‘. Stór kostur við Aston-Tate yfir- tökuna er, að Aston-Tate er þegar búið að hasla sér völl með sinn hugbúnað undir mismunandi stýri- kerfum og notendaskilum. Borland mun njóta góðs af þessu og ætti það að flýta fyrir því að annar Borland-hugbúnaður verði líka færður yfir í þetta umhverfi. Fyrr en seinna má svo búast við „Para- Base“, þ.e. gagnagrunninum, sem til verður þegar Paradox og dBase renna saman í eitt. Hversu ör þró- unin verður, er erfítt að segja en Bjarne Schytte bjóst ekki við því að viðskiptavinir Borland þyrftu að kvíða framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur. FRAMKVÆMDASTJORI Hér með er auglýst laust til umsóknar starf fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vesturlands. Skrifstofa lífeyrissjóðsins er á Akranesi. Starfssvið: Stjórnun á daglegum rekstri, s.s. innheimtu, mót- töku og skráningu iðgjalda og greiðslu lífeyris. Yfirumsjón og skipulagning fjárfestinga í samráði við stjórn. Eftirlit með verð- bréfaeign sjóðsins. Undirbúningur stjórnarfunda og fulltrúa- funda ásamt stjórnarformanni. Framkvæmdastjóri er ábyrgur gagnvart stjórn sjóðsins. Við leitum að starfsmanni á aldrinum 25-45 ára með viðskipta- lega menntun og/eða reynslu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórinn hefji störf um mánaða- mótin apríl-maí eða fyrr eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnað- armál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningaþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Lífeyrissjóður Vesturlands" fyrir 14. mars nk. Hasvai ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Simi 813666 — Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir rumkvæði ramkvæmd Markmið verkefnisins Frumkvæði - Framkvæmd er að aðstoða iðnfyrirtæki við að afla sér ráðgjafar. Það er gert undir stjórn verkefnisstjóra og með fjárhags- legum stuðningi. Aðstoð er veitt á eftirtöldum sviðum: ► Stefnumótun ► Fjárhagsleg endurskipulagning og fjármálastjórnun ► Vöruþróun og markaðsaðgerðir ► Skipulagning framleiðslu ► Gæðastjórnun Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun, Iðnlánasjóði og atvinnuráðgjöf- um víðs vegar um landið. Frekari upplýsingar gefur Karl Friðriksson í síma 687000. <0> IDNLANASJÓÐUR Iðntæknistofnun n Ármúla 13A, 155 Reykjavík. Sími 91-680400. Telex 3084 llfund. Telelax 91-680950. Keldnaholt, 112 Reykjavík. Simi 91-68 7000. Telex 3020 Istech is. Teleíax 91-687409. IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.