Morgunblaðið - 05.03.1992, Page 12
JÍlnrgnmM&foifo
VIÐSKIFn AIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992
Markaðstorg
62% þjóðarínnar hafa
komið íKolaportið
Alls hafa 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins komið í Kolaportið sam-
kvæmt könnun sem Islenskar markaðsrannsóknir unnu fyrir Kolap-
ortið í febrúar sl. Talsverður munur var á svörum eftir búsetu og
ef tekið var mið af landinu í heild hafði 62% þjóðarinnar komið
þangað minnst einu sinni. Af 1200 manna úrtakl sögðust tæplega
6% hafa leigt sölubás eða selt í Kolaportinu.
„Fastir seljendur í Kolaportinu
hafa í vaxandi mæli viljað taka upp
notkun sjóðvéla og við höfum reynt
að útvela þeim rafmagn til bráða-
birgða," segir Jens Ingólfsson fram-
kvæmdastjóri Kolaportsins. „Al-
menn notkun sjóðvéla verður þó
ekki möguleg fyrr en að loknum
framkvæmdum í rafmagnsmálum
hússins sem vonandi leysast fljótt.
Við munum þá auðvelda seljendum
notkun á sjóðvélum með því að
leigja þær á staðnum. Lögum sam-
kvæmt er þó meirihluti seljenda í
Kolaportinu undanþeginn virðis-
aukaskatti, eins og t.d. allir þeir
sem selja fyrir minna en 180.000
á ári og því eru ómaklegar þær
fullyrðingar að Kolaportið sé ein-
hvers konar svarti markaður þar
sem allir steli undan virðisauka-
skatti."
Nú hefur Kolaportið starfað í
tæplega þrjú ár og athyglisvert er
að 62% þjóðarinnar hefur komið
þangað minnst einu sinni. Sam-
kvæmt könnuninni er Kolaportið í
mestum vinsældum hjá yngsta
hópnum sem könnunin náði til,
15-24 ára og hafði 87% þjóðarinnar
á þeim aldrí heimsótt markaðstorg-
ið. Af elsta aldurshópnum sem
könnunin náði til, 55-69 ára, höfðu
um 45% komið í Kolaportið einu
sinni eða oftar.
Að sögn Jens hafa margar rang-
hugmyndir verið uppi um gesti
markaðstorgsins. „Margir hafa tal-
ið að það sé alltaf sama fólkið sem
komi hvern markaðsdag en sam-
kvæmt könnuninni er ljóst að gest-
ir Kolaportsins eru mun stærri hluti
þjóðfélagsins en nokkurn óraði fyr-
ir. Þrátt fyrir það eigum við greini-
lega stóran hóp tryggra viðskipta-
vina,“ segir Jens. Hann segir meiri-
hluta seljenda í Kolaportinu í fyrsta
lagi vera einstaklinga og félaga-
samtök sem komi tvisvar til fjórum
sinnum á ári til fjáröflunar. I öðru
lagi eru þar fyrirtæki sem koma
nokkrum sinnum á ári til að selja
afgangslagera og tii að kynna vörur
sínar. í þriðja lagi er í Kolaportinu
hópur seljenda sem eru þar oft eða
alltaf og eru það aðallega þeir sem
hingað til hafa notað sjóðvélar í
einhveijum mæli.
í könnuninni var spurt um við-
horf fólks til Kolaportsins og kom
fram að langflestir eru jákvæðir
gagnvart markaðstorginu. Tæplega
43% sögðust vera mjög jákvæðir
en tæplega 32% frekar jákvæðir.
Einungis 3% aðspurðra voru nei-
kvæðir gagnvart Kolaportinu.
„Það kom okkur á óvart hversu
stór hluti þjóðarinnar segist hafa
selt í Kolaportinu og þá ekki síður
hve stór hluti hinna segist vel geta
liugsað sér að gera það,“ segir Jens.
„Það styrkir okkur í þeirri trú að
Kolaportið eigi langa og bjarta
framtíð fyrir sér og muni halda
áfram að þróast og breytast.“
Fólk
Breytmgar
ílsafoldar-
prentsmiðju
WRAGNAR Ragnarsson hefur
verið ráðinn í starf prentsmiðju-
stjóra Isafoldar-
prentsmiðjunnar
hf. Ragnar var
áður verkstjóri í
prentsal og hefur
starfað hjá ísa-
foldarprentsmiðju
í rúm 2 ár. Ragn-
ar mun sjá um til-
boðsgerð, þjón-
ustu við viðskipta-
menn, ráðgjöf og annað sem teng-
ist prentun.
KOLAPORTIÐ — Eins og sjá má á þessum niðurstöðum
þá eru tæplega 62% sem hafa einhvern tíma komið í Kolaportið en
rúmlega 38% hafa aldrei komið þangað.
MERLING Erlingsson cand.mag.
hefur verið ráðinn sem deildarstjóri
í ísafoldarprent-
smiðju. Meðal
verkefna Erlings
verða bókaútgáfa,
markaðsmál, sam-
skipti við við-
skiptamenn og
önnur verkefni
sem lúta að þjón-
ustu og upplýs-
ingamiðlun.
Erling
Framkvæmda-
sijóri Oracle
ísland
MELVAR Steinn Þorkeisson hóf
störf sem framkvæmdastjóri
Oracle ísland 1.
desember sl. El-
var sem er 30 ára
lauk stúdentsprófi
frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
úr Eðlisfræðideild
I árið 1981 og sem
tölvunarfræðingur
frá Califörnia
State University,
Chico árið 1985. Hann gegndi starfi
framkvæmdastjóra Hughönnunar
frá 1985 til 1988, en starfaði síðan
sjálfstætt við ýmis verkefni. Meðal
verkefna má nefna Húsbréfakerfið
fyrir Húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar ríkisins og tilraunakerfið
Hippocrates fyrir heilsugæslustöðv-
ar sem unnið var sem samstarfs-
verkefni Heilbrigðisráðuneytisins,
Tryggingastofnunar og Landlækn-
isembættisins.
Torgið
Húsbréfin fá uppreisn æru
í TORGINU í byrjun desember velt-
um við fyrir okkur mismunandi áliti
í greinargerð Seðlabankans um
peningamál annars vegar og hins
vegar skýrslu starfshóps á vegum
félagsmálaráðherra um reynsluna
af húsbréfakerfinu og áhrifum þess
á vaxtamyndunina á fjármagns^
markaðinum í heild. Seðlabankinn
dró upp dökka mynd af húsbréfun-
um í þessu samhengi en starfshóp-
urinn taldi þau hafa gefist vel. Svo
ólík var niðurstaða þessara tveggja
hópa um sama hlutinn að allt
stefndi í að hið æsilegasta hag-
fræðidrama væri í uppsiglingu, en
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra sló á þá skemmtan með
því að skipa annan starfshóp til að
fara yfir og gefa umsögn um þau
atriði sem greindi á milli sjónarmiða
þessara tveggja aðila. Af hálfu
Seðlabankans tók Bjarni Bragi Jóns-
son aðstoðarbankastjóri sæti í
hópnum, viðskiptaráðuneytið lagði
til Finn Sveinbjörnsson skrifstofu-
stjóra og Húsnæðisstofnun Grétar
J. Guðmundsson þjónustuforstjóra
sem jafnframt var formaður nefnd-
arinnar. Nú liggur álit nýja starfs-
hópsins fyrir. Það er í alla staði
diplómatískt eins og vænta mátti,
en þó verður ekki annað lesið á
milli línanna en Seðlabankinn hafi
farið offari í greinargerð sinni og
gert húsbréfakerfið að óþarflega
miklum sökudólg vegna þess mis-
vægis sem varð á peningamarkað-
inum 1991.
Áður en lengra er haldið er rétt
að rifja upp aðalatriðin í álitum
þessara tveggja hópa. Fyrri starfs-
hópur félagsmálaráðherra komst
að þeirri niðurstöðu að í öllum
meginatriðum hafi húsbréfakerfið
reynst vel og valdið verkefni sínu.
í húsabréfakafla Seðlabankans var
hins vegar m.a. fundið út að gífur-
leg skuldasöfnun einstaklinga hafi
átt að langmestu leyti rót sína að
rekja til húsbréfa og annarra lána
hins opinbera íbúðalánakerfis á 12
mánaða tímabili til septemberloka
1991. Það sem ef til vill skiptir
meira máli er mat greinargerðar
Seðlabankans á því hvernig þess-
um fjármunum var varið. í nýju álits-
gerðinni er greint frá því mati Seðla-
bankans að af 35,7 milljarða raun-
aukningu útlána til heimilanna hafi
24,5 milljarðar komið úr opinbera
húsnæðislánakerfinu. Samkvæmt
áætlun Þjóðhagsstofnunar sé verg
fjármunamyndun í ibúðarhúsnæði
talin nema 15,9 milljörðum á árinu
1991, og á grundvelli þessara talna
álykti Seðlabankinn að ekki meira
en helmingur lánsfjárnotkunarinnar
hafi fariö til fjárfestinga í nýju íbúð-
arhúsnæði.
„Við þessa greiningu er ýmislegt
að athuga enda er henni aðeins
ætlað að gefa grófa vísbendingu. í
fyrsta lagi eru meiri háttar viðhald
og endurbætur undanskilin í tölum
um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði en
ávallt gengur nokkur hluti af lántök-
um einstaklinga og fjölskyldna til
slíkra þarfa. Séu húsbréf reiknuð á
markaðsvirði í stað nafnverðs
lækka húsnæðislán um 2-3 mrð.
kr. Greiðsluerfiðleikalán námu tæp-
lega 3 mrð. kr. árið 1991 og í flest-
um tilfellum var þeim varið til að
greiða upp skammtímaskuldir ein-
staklinga og fjölskyldna í bankakerf-
inu vegna fyrri fjárfestinga í íbúðar-
húsnæði. Vegna eiginleika hús-
næðislánakerfisins frá 1986 voru
öll lán, sem veitt voru úr því á árinu
1991, vegna fjárfestinga frá fyrri
árum. Þá má nefna að allt að 35%
af húsbréfum verða eftir í eigu ein-
staklinga og fjölskyldna, þannig að
hluti af húsnæðislánum á sér eðli-
legt mótvægi í húsbréfaeign," segir
m.a. í álitsgerð nýja starfshópsins,
og síðan:„Þegar tekið hefur verið
tillit til allra ofangreindra þátta er
munurinn á milli lánveitinga úr hús-
næðiskerfinu og fjárfestingar í íbúð-
arhúsnæði á árinu 1991 mun minni
en fram kemur í greinargerð Seðla-
bankans."
Á það er einnig bent að vaxandi
þáttur opinbera húsnæðiskerfisins
í fjármögnun íbúðarbygginga hafi
létt húsnæðislánafyrirgreiðslu af
bankakerfinu og lífeyrissjóðunum í
auknum mæli en þessir aðilar hins
vegar ekki nýtt það svigrúm til auk-
inna lánveitinga annarra aðila í
þjóðfélaginu heldur haldið áfram
að veita einstaklingum og fjölskyld-
um neyslulán, e.t.v. vegna takmark-
aðrar eftirspurnar atvinnulífsins eft-
ir lánum. Það segir okkur kannski
þá sögu að almenningur sé ennþá
á þeim buxunum að fara áþekka
leið og ríkissjóður gerði til skamms
tíma - að brúa samdráttarskeiðin
með lántökum - meðan atvinnulífið
hafi látið sér segjast af háum vöxt-
um og takmarki lántökur eins og
kostur er.
En ef reynt er að draga saman
niðurstöður nýja starfshópsins í
sem skemmstu máli er þar í fyrsta
lagi bent á að árið 1991 hafi á
ýmsan hátt verið sérstakt vegna
þess að þá hafi húsnæðiskerfið
verið þanið til hins ýtrasta, m.a.
vegna þess að þetta var fyrsta árið
sem það var öllum opið, gefin voru
út greiðsluerfiðleikalán og gamla
húsnæðislánakerfinu frá 1986 var
ekki lokað þótt öllum stæðu hús-
bréfin til boða.
Niðurstaða starfshópsins nýja
er að misvægi á lánsfjármarkaði
1991 megi rekja til margslungins
samspils ýmissa þátta. Húsbréfin
og húsnæðislánakerfið eru þó ekki
lengur aðal skúrkarnir, eins og lesa
mátti út úr greinargerð Seðlabank-
ans. Í álitsgerðinni eru þó húsbréfin
ekki algjörlega sýknuð því að þar
segir einnig að ekki sé unnt að full-
yrða hversu stóran þátt einstakir
liðir í húsnæðislánakerfinu, eins og
húsbréfin, eigi í misvæginu.
„Jafnframt telur þessi starfshóp-
ur augljóst að ábendingar Seðla-
bankans um að lántökur til hús-
næðismála hafi að miklu leyti runn-
ið til annarra þarfa eigi ekki við um
ráðstöfun fjárins af hálfu upphaf-
legra lántakenda. Fremur sé um að
ræða ábendingu um að með þess-
ari aukningu opinbera húsnæðis-
lánakerfisins skapist aukið svigrúm
annars staðar til að veita neyslulán
og lán til annarra fjárfestinga en í
húsnæði," segir í niðurlagi álits-
gerðarinnar og ennfremur:„Hús-
bréfakerfið er nýjung í húsnæðis-
lánakerfinu og húsbréf nýjung á
lánsfjármarkaðinum. Fjölmiðlar
hafa fylgst grannt með stöðu hús-
bréfa á markaðinum. Að ýmsu leyti
virðist sem húsbréfakerfið hafi ver-
ið gert að samnefnara fyrir hús-
næðislánakerfið. Að mati þessa
starfshóps gætir þessarar afstöðu
í greinargerð Seðlabankans því að
víða er húsbréfakerfið dregið fram
sérstaklega þegar vikið er að hús-
næðislánakerfinu og þróun hús-
næðislána. Þessi framsetning
bankans hefur valdið því að greinar-
gerð hans hefur að ófyrirsynju verið
túlkuð sem gagnrýni á húsbréfa-
kerfið."
BVS