Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 1
fl n
, ........v,„rT n fi!/'iT>r(v
FJÁRMÁL
UNGLINGA
BLS. 4/5
TJÓN AF
BIFREIÐA-
TRYGGINGUM
BLS.5
LÍFTRYGGINGAR
BLS.6
MAMMA, KAUPTU
BARA PENING
BLS. 2/3
HVAÐA
TRYGGINGAR ERU
NAUÐSYNLEGAR
BLS. 6/7
FRAMTÍÐIN
í LÍFEYRIS-
SJÓÐSMÁLUM
BLS.8
HEIMILIS-
GREIÐSLUR
UNGLINGA
BLS.4
Morgunblaðid/Þorkell
„En ég hélt að við
værum tryggð..
Einhverjir kunna að hafa hrokkið í kút við gerð greiðsluáætlunar
þessa árs þegar í liðnum „tryggingar" blasti við upphæð, sem jafn-
vel nam einum mánaðarlaunum fjölskyldunnar. Það getur verið
dýrt að tryggja sig og eigur sínar, en að sama skapi dýrt að standa
uppi bótaiaus í tjónum.
í umræðum um tryggingamál
kemur m.a. í ljós að oft hugsar fólk
fremur um að tryggja eigur sínar,
en sjálft sig s.s. vegna heilsubrests
eða slysa. Þarna er átt við viðbótar-
ti-yggingar fyrir einstaklinga þegar
um launþega er að ræða, því þeir
eru með skyiduslysatiyggingu af
hálfu atvinnuveitenda, sem þó eru
misjafnar eftir kjarasamningi stétt-
arfélags viðkomandi. Sama á við um
iðgjöld atvinnuveitanda, því störf eru
flokkuð eftir áhættu í 7 flokka skv.
iðgjaldaskrá Sambands slysatryggj-
enda. Minnst áhætta er í 1. flokki'
og mest í þeim 7, þannig að kostnað-
ur fyrirtækis af tryggingum starfs-
manna getur verið mjög misjafn,
bæði vegna áhættuflokka og einnig
ef mennirnir eru í stéttarfélögum
með ólíka samninga.
Þannig er t.d. einkabílstjóri í
áhættuhóp 2, en leigubílstjóri í
áhættuhóp 6. Sumum störfum fylgir
að auki svokallað þrefalt dánargjald.
Það eru t.a.m. kafarar og allir í skips-
höfn vélbáta undir 75 lestum. Þre-
falds dánariðgjalds er krafist í trygg-
ingum allra sem vinna á sjó, burtséð
frá áhættuflokki. Miðað við iðgjöld
í alm. slysatiyggingu má búa til
dæmi um fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtæki, sem greiðir kr. 9.360 í
ártegt slysatryggingariðgjald fyrir
10 skrifstofustarfsmenn, kr. 20.280
fyrir sömu tiyggingar 10 manna
hópsins sem starfar í vinnslusal og
samtals 152.000 krónur fyrir slysa-
tryggingu tíu sjómanna á 100 tonna
bát. Að auki ber fyrirtækinu skylda
skv. siglingalögum að kaupa fyrir
þá farangurstryggingu og skv. kjara-
samningum að kaupa líftiyggingu
fískimanna (sóttdauðabætur). Því er
greiðslán alls kr. 212.500 fyrir tíu
manna áhöfnina. Ábyrgðartrygging
v. útgerðar skipsins er ekki inni í
þessu dæmi.
Heimavinnandi einstaklingar eiga
heimtingu á bótum frá Trygginga-
stofnun ríkisins, en þurfa að öðru
leyti að kaupa sínar tryggingar sjálf-
ir. Tilkoma svokallaðra frítímaslysa-
tiygginga inni í heimilistryggingum
er ekki síst hugsuð með heimavinn-
andi fólk og börn í huga, því hún
gildir fyrir alla fjölskylduna í frítíma.
Hjá launþegum tekur tryggingin við
þar sem skyldutryggingu atvinnu-
veitanda sleppir. Slasist maður t.d.
á eðlilegri leið heim úr vinnu, fellur
skaðabótaskylda á atvinnuveitanda,
en slasist hann á leið á skíði, reynir
á frítímaslysatrygginguna.
Þekking fólks lítil
Svo virðist sem þekking fólks á
sínum launþegatryggingum sé al-
mennt lítil. Að sögn Emilíu Emils-
dóttur á skrifstofu Dagsbrúnar virð-
ist ósjaldan svo að fólk skoði ekki
tryggingar fyrr en á reynir, „þótt
að flestir fái reglulega upplýsingar
um tryggingamálin í fréttabréfum
og geti að auki flett þeim upp í kjara-
samningum“. Svipuð svör fengust
hjá öðrum stéttar- og verkalýsðfélög-
um og hjá tryggingafélögum. Þar
sögðust menn sérstaklega verða var-
ir við vanþekkinguna í fyrirspurnum
um sjúkra- og slysatryggingar, en
yfirleitt er miðað við að þær taki við
þar sem launþegatryggingum slepp-
ir. Innihald launþegatrygginga er
misjafnt, hvað varðar bótasvið, vá-
tryggingafjárhæðir og mögulegar
viðbótartryggingar og þær ættu allir
launþegar að kynna sér. Öðruvísi er
ekki hægt að gera viðbótarráðstafan-
ir og setningin „en ég hélt að ég
væri tryggður," bætir engin tjón.
Til viðbótar við launþegatrygging-
ar, hafa ýmis stéttarfélög keypt
tryggingar sérstaklega fyrir sína fé-
lagsmenn og á t.d. stór hluti félags-
manna ASÍ rétt á líftryggingu sem
verkalýðsfélögin hafa keypt að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum. Hjá
Dagsbrún t.d. eru iðgjöld líftrygg-
inga félagsmanna sótt í sjúkrasjóð
og standa öllum til boða, að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum s.s. að 6
mán. greiðslum til félagsins. Það
segir enn dálitla sögu um trygginga-
viðhorf landans, að stundum þurfa
félögin að leita uppi eftirlifandi maka
eða börn undir 21 árs aldri til að
greiða þeim bætur, þar sem fólkið
áttaði sig ekki á réttindum sínum.
Ekki sama fótbrot og fótbrot
Heimilistrygging, hvaða nafni sem
hún nefnist, er einna algengasta
tiyggingin sem fjölskyldur kaupa til
viðbótar við skyldutryggingarnar
(SJÁ NÆSTU SÍÐU)