Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992- C 7 þús. og dánarbætur kr. 120 þús. Miðað við innbúsmat hjónanna kost- ar tryggingu þau kr. kr. 8.383 (inn- if. viðlagatr. + brunav.gj.) Gert er ráð fyrir að hjónin hafi unnið mikið í íbúð sinni og parket- lagt öll gólf. M.a. þess vegna gæti t.d. vatnsleki valdið þeim miklu fjár- hagstjóni. Þá eru fleiri íbúar í húsinu og hjónunum því nauðsynlegt að tryggja fasteign sína sérstaklega með húseigendatryggingu. Hún bætir tjón á fasteigninni af vöidum, leka úr leiðslukerfi hússins, foks, brotins glers, innbrots, sótfalls og sprenginga og greiðir fyrir viðgerðir þannig að húsnæðið komist í samt horf og fyrr. í húseigendatrygging- unni eru engar sjálfsábyrgðir v. of- angreindra tjóna. Þá innifelur hún einnig ábyrgðarti'ygging v. skaða- bótaskyldra tjóna af völdum hús- eignárinnar. T.d. ef vatn lekur úr leiðslum og veldu tjóni á íbúð ná- granna. í slíku tjóni er 10% sjálfs- ábyrgð, minnst kr. 12 þús., mest kr. 112 þús. Ársgreiðsla kr. 10.500. Þá þurfa hjónin að huga að bif- reiðum sínum. Gert er fyrir innan- bæjarakstri eingöngu og alm. minni notkun á Lada Samara en Toyota Touring. Hjónin hafa verið farsælir ökumenn og náð fullum bónusrétt- indum, 70%. Ábyrgðartryggingar eru skyldutryggingar sem kosta þau hjá Skandia fyrir Lada Samara kr. 20.424 á ári (innif. slysatr. öku- m./eig., ekki framrúðurtr.) Gert er ráð fyrir að bílnum sé ekið minna en 10 þús. km á ári og að ökumað- ur sé ekki 25 ára eða yngri. Ársiðgjald ábyrgðartryggingar fyrir Toyota Touring árg. 1990 er kr. 27.256 (innif. slysatr. ökum./eig. + framrúðurtr). Vegna skuldar í Toyotunni er kaskótrygging nauð- synleg. Ráðlagt er að valin sé sjálfs- áhætta, kr. 46 þús., sem er þá sú hámarksupphæð sem hjónin greiða sjálf í tjóni. Ekki er gert ráð fyrir að ökumaður 25 ára eða yngri aki bifreiðinni. Ársiðgjald er kr. 23.860. Þessar tryggingar eru fjölskyld- unni nauðsynlegar, en æskilegar t*'yggingar eftirfarandi: Líftrygging. Hjónin eru talsvert skuldug og ættu að gera ráðstafanir svo að annað þeirra geti mætt fjár- hagslegu breytingum sem kunna að koma til, falli maki frá. Hæfilegt þykir að konan sé líftryggð fyrir kr. 4 millj. en maðurinn fyrir kr, 5 millj. Mismunurinn _er vegna mismikillar tekjuöflunar. Ársiðgjöld líftrygging- um þeirra yrðu kr. 18.405. Þá er heilsutrygging æskileg a.m.k. fyrir manninn, m. tilliti til tekjutaps fjölskyldunnar verði brest- ur á heilsu lians. Heilsutryggingin greiðir bætur vegna heilsutjóns eða slyss til 60 eða 65 ára aldurs. Við gerum ráð fyrir að maðurinn óski eftir 100 þús. króna bótum á mán- uði og að tryggingin gildi til sex- tugs. Greiðsla bóta hefst þremur mánuðum eftir slys eða veikindi. Ársiðgjald af slíkri tryggingu er kr. 31.032 Þá er bent á að ferðatryggingu geta hjónin fengið í pakka, með ferð- aslysa- og farangurstryggingu. Pakkinn væri svohljóðandi: Dánar- og örorkubætur kr. 2 millj., vikuleg- ir slysadagpen. kr. 15 þús., sjúkra- kostn. kr. Vh millj., ábyrgðartrygg- ing kr. 5 millj., ferðarofstrygging kr. 70 þús., heil heim kr. 70 þús. og farangurstrygging kr. 70 þús. Iðgjald tryggingarinnar er kr. 9.286, en bent er á að sambærilegar ferðatryggingar eru innifaldar í greiðslukortum sé helmingur ferðar greiddur með því og farangurstrygg- ing að auki innifalin í Gullkorti og Farkorti. Því skyldu hjónin athuga livað er 'ódýrast, en ársgjöld af greiðslukortum Visa, eru kr. 8.500 af Gullkorti, kr. 5.800 af Farkorti og 3.750 af almennu korti. Þá fá allir FÍB-félagar 10% afsl. af öllum H'yggingum Skandia nema líftrygg- ingurn. Ársgjald FÍB er kr. 3.100 og því borgaði _sig að annað hjón- anna gengi í FÍB. ÁBYRGÐ Þegar við ráðleggjum um trygg- ingar tölum við gjarnan um „ti-ygg- ingaþörf fjölskyldunnar11 . Hún felur í sér þær tryggingar sem hin al- menna fjölskylda þarf á að halda og miðast við að tryggja þurfi eign- ir, þ.e. innbú, húseign og bíla, sjálfa fjölskyldumeðlimina og loks trygg- ingar vegna ábyrgða sem kunna að falla á íjölskylduna, sem einstakl- inga, eiganda fasteignar eða eiganda ökutækja. Eftirtaldar ti-yggingar innihalda þessi tryggingasvið: Við mælum með að þau kaupi altryggingu fyrir heimili og fjöl- skyldu. Hún er víðtækari en almenn heimilistrygging, þar sem hún bætir margvísleg tjón sem kunna að verða á innbúi og öðrum lausafjármunum fjölskyldunnar skv. skilmálum tryggingarinnaf, en nær að auki til örorkuslysa ijölskyldumeðlima í frí- tíma og er hámarkstryggingafjár- hæðin kr. .1 millj. og 300 þús. Að auki greiðist útfararkostnaður vegna frítímaslysa. Slysatryggingin gildir í ferðalögum innanlands sem utan, t.d. er greiddur lækniskostnað- ur erlendis. Innifalin er ferðarofs- trygging, sem og afpöntunartrygg- ing. Altryggingin innifelur einnig skaðabótaábyrgð, sem nær til lík- amstjóns er fjölskyldumeðlimur verður fyrir af hendi aðiia sem ekki næst í eða ekki er borgunarmaður fyrir tjóninu. Kaupi hjónin altrygg- ingu er sérstök ferðatrygging óþörf, en mælt er með að þau hækki ör- orkuupphæðina meðan á utanlands- ferð stendir. Dánarbætur eru inni- faldar í ti'yggingunni. Þá tryggir altryggingin íjölskyldumeðlimi fyrir tjónum sem þeir verða ábyrgir fyrir, hvort sem er líkams- eða eignatjón . Iðgjald miðað við tryggingarupp- hæð innbús hjónanna yrði samtals á ári kr. 16.306 (m. 15% afsl. við- lagatr., brunavarnagj. og stimpilgj.). Einnig geta hjónin fengið almenna heimilistryggingu sem kostaði þau kr. 8.233 miðað við sömu forsendur, en hún nær fyrst og fremst til tjóns á innbúi af völdum bruna, vatns og innbrota, auk þess að greiða ábyrgð- arskyld tjón. Þá er hjónunum talin nauðsynleg fasteignatrygging, þ.e. altrygging fyrir húseign. Skilmálar hennar ná yfir húseignina og bæta margvísleg tjón sem á henni kunna að verða sem og mögulega skaðabótaskyldu eig- enda v. tjóns af völdum fasteignar- innar. Undanþegin eru tjón sem rekja má til óviðunandi viðhalds, hönnunar- eða steypugalla eða kær- uleysis eiganda í umhirðu eignarinn- ar. Tryggingargjaldið miðast við brunabótamat eignarinnar og aldur, í þessu tilviki 10 'h millj. króna og 20 ára gamalt hús. Samtals árs- greiðsla hjónanna fyrir altryggingu á fasteigninni er kr. 19.278 (m. 15% afsl. og stimpilgj.). Önnur heimilistrygging kemur einnig til greina, húseigendatrygg- ing sem nær einkum til tjóna á húseigninni s.s. vatnstjóna v. leka úr ieiðslum innanhúss, rúðubrota og fárviðris (11 vindstig eða meira). Að auki nær tryggingin til ábyrgðar- skyldra tjóna sem falla kunna á eig- endur vegna fasteignarinnar. Miðað við ofangreindar forsendur yrði árs- iðgjald hjónanna af húseigenda- tryggingu kr. 10.603. Hjónunum er ráðlagt að slysa- tryggja sig eftirfarandi almennri slysatryggingu, sem gildir jafnt í vinnutíma sem frítíma. Slysa- og dánarbætur kr. 5 mill. slysa- og örorkubætur (m.v. 100% örorku) kr. 6 millj., síysadagpening- ar kr. 30 þús. á viku, í allt að 1 ár, með 4 vikna biðtíma. Áhættuflokkur 1 er valinn vegna starfa hinna tryggðu. Samtals yrði ársgreiðsla slíkrar tryggingar fyrir einstakling kr. 19.951 (innif. 15% afsl.+ stimp- ilgj-)- Þá ráðleggjum við þeim að taka einnig eftirfarandi sjúkratrygg- ingu sem gildir jafnt í vinnutíma sem frítíma: Sjúkra- og örorka (100%) kr. 6 millj., sjúkradagpen. kr. 30 þús. á viku, í allt að eitt ár, biðtími 4 vik- ur. Miðað við 37 ára aldur yrði sam- tals ársgreiðsla kr. 26.448 á ein- stakling (m. 15% afsl + stimpilgj.). Gert er ráð fyrir að lijónin eigi að baki 15 ára samfelldan og tjón- lausan feril lrjá Ábyrgð hf. og því rétt á 75% afsl. í ábyrgðartryggingu ökutækjanna. Einnig er gert ráð fyrir rétti þeirra á aðildarafslætti, v. aðildar að félagasamtökum eða söfnuði sem hefur bindindi á stefnu- skrá sinni. Þetta þýðir að ábyrgðartrygging á bifreiðinni Lada Samara (innif. slysatr. ökum./eig. + framrúðutr.) kostar þau árlega kr. 19.956 (með kr. 3.000 viðsk.afsl og kr. 2.000 aðildarafsl.). Vilji hjónin kaskó- tryggja bifreiðina miðað við 50% bónus og eigin áhættu kr. 70.396, verður ársgreiðsla fyrir báðar trygg- ingar kr. 28.570 (með kr. 6.000 viðsk. afsl. og kr. 3.000 aðildarafsl.). Hjónunum er nauðsynlegt að kaskótryggja Toyota Touring, árg. 1990. Miðað við 75% bónus í ábyrgð- artryggingu, kaskótryggingu með 50% bónus og eigin áhættu kr. 70.396, auk viðskiptaafsl. og aðild- arafsl., er ársgreiðsla af ábyrgðar- og kaskótryggingu Toyotunnar kr. 39.412. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS Um leið og hjónunum er ráðlagt um sínar tryggingar, ber að skýra nokkuð þá valkosti sem trygginga- takar standa frammi fyrir við val á tryggingavernd. Fyrst er þeim bent á fjölskyldu- tryggingu F+, sem er samsett trygging fyrir fjölskyldufólk og inni- felur víðtæka heimilis- og húseig- endatryggingu, ábyrgðartiyggingu og frítímaslysatryggingu, auk eftir- talinna trygginga sem eru í gildi allt árið: Farangurstryggingar er- lendis, ferðasjúkratryggingar og ferðarofstryggingar. Sé þessi trygging tekin er veittur 15% afsláttur af iðgjöldum. Séu bílar einnig tryggðir hjá VÍS veitir fyrsti bíil 10% viðbótarafsl. á iðgjöld F+- tryggingarinnar og bíll númer 2 annan 5% viðbótarafsl., samtals alls 30% afsl. af iðgjöldum F+. Einnig er bent á að þeir sem taka F+-trygginguna geta valið 3 viðbót- artryggingar m. 15% afsl. Þ.e. sum- arbústaðatryggingu skv. sömu skil- málum og gilda í innbús- og húseig- endatryggingu. Víðtæka eigna- tryggingu, ætluð þeim sem vilja tryggja einstaka dýra muni sérstak- lega , s.s. bókasöfn, frímerkjasöfn, skartgripi, listmuni, tölvur o.fl. Loks fijálsa ábyrgðartryggingu, sem greiðir skaðabætur reynist trygg- ingataki ábyrgur í skaðabótamáli, eða verði að ósekju fyrir skaðabóta- kröfu og beri kostnað af. Algengast er að þessi trygging sé tekin vegna skotvopna, báta, hesta og hunda í eigu tiyggingataka. Hjónunum er gert tilboð um Fplús-fjölskylduti-yggingu sem inni- felur húseigendatryggingu fyrir 10 'h millj. króna, heimilistiyggingu fyrir 3'/2 millj. króna, slysa- tryggingu með örorkubótum, 2 millj. 906 þús. krónur og frí- tímaslysatrygg- ingu með dánar- bótum að uppp- hæð 1 millj. 453 þús. krónur, vikulega . dag- peninga kr. 7.206, 4 vikna biðtíma og 48 vikna bótatíma. Einnig er í til- boðinu ábyrgðartrygg- ing með bóta- upphæð allt að 22 millj. 650 þús. krónur, sjúkrakostnaður á ferðalögum erlendis fyrir 1 millj. 453 þús. krónur, farangurstrygg- ingu á ferðalög- um erlendis að upphæð kr. 700 þús. krónur og greiðslukorta- trygging sem bætir tjón allt að kr. 107.900 Gert er ráð fyrir eftirfar- andi sjálfs- ábyrgðum: Vegna innbús og greiðslukorta kr. 9.700 og vegna vatns- tjóna á fasteign kr. 31.800. Sjálfsábyrgð v. ábyrgðartrygg- inga er 10% af tjónsupphæð, lágm. kr. 11.900, hámark kr. 118.700. Miðað við að hjónin fái 15% af- slátt vegna Fplús-tryggingar og að auki 15% afsl. þar sem bílarnir eru tryggðir hjá VIS, kostar ársiðgjaldið kr. 25.839 (innif. viðl.tr. + brunav.gj. en ekki st.gj). Þetta er hjónunum nauðsynleg trygging. Sama gildir að sjálfsögðu um trýggingar á bíiunum. Það er eðli- legt að hjónin kaskótryggi dýrari bílinn, enda hvílir á honum skuld og líklega hefur seljandi gert kröfu um kaskótryggingu. Þeim er því ráðlagt að taka AL-kaskó á bifreið- ina Toyota Touring, árg. 1990, sem er víðtækasta kaskótrygging VÍS. Hins vegar er spurning hvort hjónin láti sér ekki nægja að kaupa um- ferðar-kaskó á Lada Samara, árg. 1987. Umferðar-kaskó er mun ódýr- ari og tekur sama bónus og ábyrgð- artryggingin. Miðað við tjónlausan akstur gerir VÍS þeim eftirfarandi tilboð: Toyota Touring, árg. 1990. Ábyrgðartrygging m.v. 70% bónus (innif. afsl., slysatr. ökum./eig. + framrúðutr.) ársiðgjald samtals kr. 28.655. Al-kaskó, m.v. 40% bónus og sjálfsábyrgð kr. 73.900, auk afslátt- ar, ársiðgjald samtals kr. 24.710. Samhljóðandi ábyrgðartrygging fyrir Lada Samara kostar hjónin kr. 28.655 og umferðar-kaskó m.v. 70% bónus og sjálfsábyrgð, kr. 48.800, auk afsl. gerir ársiðgjald umferðar- kaskó samtals kr. 8.013. Við ráðleggjum hjónunum að kaupa sér viðbótartiyggingar varð- andi slysatryggingar, þar sem slysavernd í launþegatryggingum er þeim ekki nægjanleg. Við ráðleggj- um þeim að kaupa bætur vegna ör- orku til viðbótar við aðrar trygging- ar, ásamt dagpeningum í eitt ár og 3ja mánaða biðtíma. Örorkubætur ráðleggjum við þeim að hafa 6 millj- ónir króna, sem jafngildir 2ja ára launum þeirra beggja. Dánarbótum er hins vegar sleppt hér, þar sem við gerum tillögu um að þau taki sérstaka líftryggingu. í forsendum tilboðsins sem þeim er gert, er geng- ið út frá því að maðurinn hafi kr. 160 þúsund í mánaðarlaun og konan kr. 90 þúsund. Eðlilegt er að dagpen- ingar séu miðaðir við um 75% af launum í slíkri tryggingu. Tilboðið er því eftirfarandi: Slysabætur fyrir manninn eru ör- orkubætur 6 millj. króna, 30.000 krónur í vikulegar bætur með 12 vikna biðtíma og 40 vikna bótatíma. Slysabætur fyrir konuna eru kr. 6 millj. í örorkubætur, vikulegar bætur að upphæð kr. 17.000, m. 12 vikna biðtíma og 40 vikna bótatíma. Sam- tals kostar tryggingin fyrir manninn kr. 14.866 og fyrir konuna kr. 12.513. Innifalið í verði beggja er afsláttur vegna F+tiyggingar. Að iokum er hjónunum ráðlagt nauðsynlegt að kaupa sér Líftrygg- ingu, þar sem þau eru nokkuð skuld- sett. Álmennt ráðleggjum við fólki að líta ekki svo á að verið sé að kaupa tryggingu fyrir tekjum ævi- langt, heldur sé um að ræða nauð- synlega tryggingu til að brúa bilið, ef andlát ber að. Þannig er maðurinn með hærri líftryggingu en konan, þar sem hann er aðalfyrirvinna heimilisins og er yfirleitt miðað við þá upphæð sem nemur samanlögð- um skuldum hjónanna. í þessu til- viki er þó upphæð líftryggingar mannsins nokkru lægri, þar sem skuldir hjónanna liggja aðallega í langtímalánum. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að þau taki sér svokallaða hjónalíftryggingu, en af henni er veittur sérstakur 10% afsl. Þá dregst 5% bónus frá iðgjaldi líftrygginga LÍFÍS, en hann er ekki sýndur hér. Tilboðið sem VÍS gerir hjónunum um líftryggingar er þann- ig að vátryggingarupphæð fyrir manninn nemur 4 millj. króna og kostar með afsl. v. Fplús-tryggingar kr. 19.761. Vátryggingarupphæð fyrir konuna er 1 millj. króna og kostar með sama afslætti kr. 4.940. Hjónin eru 37 ára ogbörn þeirra ívö, 5 ára og 12 ára. Hjónin eru heilsuhraust og útivinnandi, hún í hálfu starfi hjá Ríkisspítölum, en hann starfar í markaðsdei/d einkafyrirtœkis. Mánaðar/aun samtals eru kr. 250þúsund. 120 fm ibúð þeirra og 30 fm ^ bilskúr eru í 20 ára í Reykjavik. Á fasteigninni hvíla langtíma- lán; kr. 4 millj.frá Húsnœðisst. ríkisins og eftirstöðvar lífeyris- sjóðs/áns, kr. 600þúsund. Brunabótamat fasteignar er kr. 10 millj. og 50Öþús. Innbúsmat er kr. 3 millj. og 500 þús. Iijónin eiga 2 bíla. Lada Sam- ara, árg. 1987 (skuld/aus) og Toyota Touring, árg. 1990 • (skuld 450þús til 2ja ára). Samanlagðar skuídir hjónanna eru kr. 5 mi/lj. og 50 þús. Fjölskyldan fer ár/ega í 2ja vikna Evrópuferð. SJÓÐSBRÉF5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir í ríkistryggðum verðbréfum. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.