Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 c Mainma, kauptu bara pening Þegar unglingur hættir í skóla og fer að afla eigin tekna án þess að flytja að heiman veldur það oft vandamálum, vangaveltum og viðkvæmni. Á hann að taka þátt í heimiliskostnaði? „Engum einstaklingi er hollt að lifa við óraunveru- leg skilyrði, afla jafnvel verulegra tekna án þess að greiða nokkum framfærslu- kostnað" segir í heimilisbókhaldi Neytendasamtakanna frá 1988. Þar var birt þessi tillaga sem hefur hér verið framreiknuð m.v. framfærsluvísitölu. Upphæð og hlutföllum getur hver fjölskylda breytt skv. sínum aðstæðum þannig að niðurstaðan sýni nokkuð raunhæfa mynd af framfærslukostnaði unglingsins. Vörutegund Verð/Magn á mánuði Hlutfall Greiðslaunglings Nýlenduvörur 47.000 kr. 25% 11.750 kr. Sími 2.400 kr. 30% 720 kr. Útvarp, sjónvarp, blöð 4.000 kr. 25% 1.000 kr. Húsnæði, húsmunir 38.000 kr. 15% 5.700 kr. Brfreið 28.000 kr. 10% 2.800 kr. Samtals: 119.400 kr. 21.970 kr. uppfræðsla um gildi peninga hefur þjónað sínum tilgangi. Unglingar í grunnskóla þurfa ákveðið reiðufé sem sjaldnast verður sótt annað en í vasa foreldra. En hvað á fjárhæð- in að vera há og innan hvaða tak- marka getur unglingurinn ráðstaf- að henni? HVAR EIGA MÖRKIN AÐ VERA? „Það er með vasapeningana eins og útivistina, að þetta eru mál sem foreldrar velta fyrir sér á hveiju hausti. Hvar eiga mörkin að vera?“ segir Arthúr Farestveit, formaður Foreldraráðs Garðaskóla í Garðabæ, en foreldraráðið hefur á hverju hausti gengist fyrir umræð- um um þessi mál. „Það hefur aldrei fengist niður- staða sem allir eru sáttir við, enda em viðhorf foreldra mjög misjöfn í þessum efnum. Bæði hvað varðar upphæðir og í hvað þær eiga að fara. En með þessu móti skapast umræður og hvaða leið sem foreldr- ar ákveða að fara í þessum efnum, þá vita þeir a.m.k. hvað aðrir for- eldrar eru að hugsa. Það er nefni- lega ekki ósvipað með foreldra unglinga, fremur en unglingana sjálfa, að þeir vilja ekki verða öðru- vísi en allir hinir," segir Arthúr. Hann bendir einnig á að með þessu móti sé reynt að fyrirbyggja að foreldrar ákveði vasapeninga og útivistarreglur samkvæmt því sem unglingarnir segji að að aðrir megi. „Samt sem áður er þetta mjög mis- munandi. í 8. og 9. bekk eru dæmi allt frá því að unglingar fái 300 krónur í vasapening vikulega og upp í 2.000 krónur, en skilyrðin sem fylgja vasapeningunum eru mjög mismunandi. Sumir eiga að nota þá til að mæta öllum sínum þörfum, aðrir mega nota peningana í sæl- gæti, bíófet'ðir og annað aukreitis. Eins hefur það verið regla fyrir t.d. ferðalög nemenda að kennarar kalli foreldra saman á fund og þar séu lagðar línur um hvað unglingarnir eigi að hafa meðferðis, hversu mik- ið af vasapeningum og hve mikið af sælgæti, til dæmis.“ UNGLINGAR VILJA AÐHALD Aðspurður um hvaða skoðanir unglingar hafí sjálfir á samráði for- eldra, segir Arthúr að undantekn- ingalítið hafi viðbrögð unglinga verið jákvæð. „Við megum ekki líta framhjá því að unglingar vilja hafa aðhald, þótt þeir séu auðvitað jafn mannlegir og allir aðrir og reyni að ganga eins langt og komist verð- ur. En þeir vilja geta treyst sínum foreldrum og flestum þykir gott að vita að foreldrar sínir eru ekkert öðruvísi en aðrir. Þetta byggir ekki bara á kröfuhörku unglinganna.“ ÞAKKLÁTIR UNGLINGAR Talandi um kröfuhörku þá spurð- umst við fyrir í tískuvöruverslun hvort starfsfólk merkti kröfuhörku unglinga í garð foreldra. Lára Birg- isdóttir hjá Karnabæ varð fyrir svörum og sagðist hún ekki geta sagt að unglingar sem kæmu að versla með foreldrum sínum t.d. þessa dagana fyrir fermingar, væru svo óskaplega kröfuharðir. „Það sem kemur mikið meira á óvart er að sjá hvað þessir unglingar eru yfirleitt þakklátir og ófeimnir við að sína það með því að kyssa for- eldra sína inni í versluninni." MINNA UM VINNU MEÐ SKÓLA Arthúr segir að núorðið sé lítið um að nemendur í Garðaskóla vinni með skólanum, enda erfitt fyrir krakka á þessum aldri að verða sér úti um aukavinnu. „Flestir fá ein- hvetja vasapeninga að heiman og sjálfur held ég að einna farsælasta leiðin sé að leyfa þeim sjálfum að bera ábyrgð á því hvernig þeim er ráðstafað. Þau verða að finna að þeim sé treyst og vita innan hvaða marka vasapeningarnir eiga að duga. Að þessu leyti er ég hlynnt- ari því að unglingar fái ákveðna upphæð til vikulegrar ráðstöfunar, en að engir ákveðnir vasapeningar séu greiddir, heldur geti þeir geng- ið í sjóði foreldranna eftir þörfum. Á hinn bóginn er ég ekki sammála þeirri skoðun að vasapeningar eigi að duga fyrir öllum þörfum ungl- ingsins. Að minnsta kosti sýnist mér að þá þyrftu upphæðirnai' að vera mjög háar. Sem dæmi getum við nefnt að ef unglingur er í íþrótt- um og þarf að endurnýja íþróttaskó sem kosta á bilinu 5.000-7.000 krónur af vasapeningum sínum, þá þurfa þeir að vera dtjúgir," segir Arthúr. Eitt atriði sem foreldrar þurfa að velta fyrir sér þegar ákvarðanir eru teknar um vasapeninga er á hvaða degi þeir skulu greiddir. Nú er það svo að eyðsla unglinga er oft nokkuð meiri um helgar en á virkum dögum og vilji foreldrar nota vasapeningana sem grunn að fjármálaskilningi unglinga er kannski óvitlaust að greiða vasa- peningana út á sunnudagskvöldi, þannig að unglingurinn verði að leggja það niður fyrir sig hvernig hann ætli að spara við sig yfir vik- una, vilji hann t.d. eiga nóg af- gangs fyrir bíóferð, strætó og sæl- gæti á laugardagskvöldi. UNGLINGAREIKNINGAR Annars verður æ algengara að unglingar eigi eigin bankareikning og eigið hraðbankakort og inn á reikninginn séu vasapenmgarnir lagðir. Unglingareikningur íslands- banka, UK-17, er reikningur sem hefur verið í gangi um tíma fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára og Búnaðarbanki íslands bauð í sl. viku upp á samskonar þjónustu fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, sem ber heitið „Vaxtalínan". Þá breytti Landsbanki íslands námsmanna- reikningi sínum, Námunni, á sl. ári þannig að þjónustan stóð ungling- um 16 ára og eldri til boða. Eitt foreldri með tvo unglinga í UK-17 sagðist leggja vasapeninga þeirra vikulega, sínar 1.500 krón- urnar hjá hvorum, inn á reikning- ana og staðreyndin væru sú að peningarnir entust betur. Einfald- lega vegna þess að áður hefðu þeir verið greiddir út í seðlum og krakk- arnir haft alla upphæðina í vasanum frá vikubytjun. En með tilkomu hraðbankakortanna tækju þeir yftr- leitt ekki út nema 500 krónur í einu og satt best að segja þætti þeim svolítið flott að fara í hraðbankann. Eftir að unglingareikningarnir komu til sögunnar hafa misjafnar skoðanir manna á þeim heyrst. En viðhorf bankanna er m.a. að því fyrr sem skilningur unglinga á starfsemi bankastofnanna hefjist, því betra, þat' sem fáir fullorðnir landsmenn komist hjá því að eiga viðskipti við banka síðat' meir. Og vissulega fá unglingar meira en hraðbankakortið. Við inngöngu í UK-17 fæt’ viðkomandi penna, spólu og skóladagbók, sem í er að finna ýmsa fræðslu um peninga- mál, hugtök og skýfingar þar að lútandi, kynfræðslu og svo einfalt bókhald, sniðið að þörfum unglinga, svo eitthvað sé nefnt. Við inngöngu í Vaxtalínuna fær unglingurinn m.a. afsláttarkort, bol og fjármálabók, sem þjónar tvenn- um tilgangi, annars vegar því að fylgjast með stöðu á reikningum og hins vegar að færa inn útgjöld og gera áætlanir. Þá fá unglingarn- ir einnig skóladagbók með ýmsum fróðleik og ársfjórðungslega verður þeim boðið að taka þátt í hug- myndasamkeppni þar sem 10 bíl- prófsstyrkir eru í boði. Að sögn Eddu Svavarsdóttur, markaðsstjóra Búnaðat'bankans, er tilgangurinn með Vaxtalínunni ekki síst að halda fjármálanámskeið fyrit' unglinga í útibúum bankans um allt land. Slík námskeið hafa einnig verið haldin í einstökum útibúum sparisjóðanna þar sem mismunandi ávöxtunarleið- ir eru útskýrðar, krökkunum kennt um ávísanareikninga, greiðslukort, lántökur og fleira. Og víst er að öll fræðsla um þessi efni hlýtur að skila sér þegar unglingsát'in eru að baki og alvara lífsins tekin við. En þótt bankastofnanir og í sum- um tilvikum skólanir séu í auknum mæli að taka að sér fjármála- fræðslu unglinga, breytir það eigi að síður staðreyndinni sem nefnd var hér í upphafi, það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra að kenna börnum sínum að verða fjárhags- lega ábyrgir einstaklingar. VE SJOÐSBREF 7 Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar í þýskum hlutabréfum. Góð áhættudreifmg fyrir þá sem eiga nokkurt sparifé. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavlk. Simi 68 15 30. 4- „Hvað ef bankinn verður gjaldþrota?u ÞÆR RADDIR heyrast oft að unglingar nú til dags þyki þurftaf- rekir á fé og hugsi lítt út í það hvað hlutirnir kosti. Það er margt sem glepur og ntargur unglingur- inn hefur áreiðanlega oftar en ekki staðið frammi fyrir því að sumarhýran sem átti að endast eitthvað fram á veturinn er uppur- inn þegar á fyrstu skóladögunum. Undanfarið hafa bankar þó séð ástæðu til þess að leita eftir við- skiptum við þennan aldurshóp og höfðað til þeirra með sérstökum unglingaklúbbum. Nemendur tí- unda bekkjar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafa auk þess átt þess kost á því að kynna sér starfsemi bankanna og þjónustu þeirra við unglinga á námskeiði á vegum Islandsbanka. Námskeiðið er valfijálst innan skólanna, svo kölluð stai'fsfræðsla. í upphafi leituðu skólarnir til Banka- mannaskólans en hann sá sér ekki fært að sinna þessu og ákvað Islands- banki þá að taka þetta að sét' og hefur haldið þessi nántskeið í tvö ár, ekki aðeins í Reykjavíl? því í fyrra voru skólar á Norðurlandi heimsóttir og einnig hafa námskeiðin verið hald- in á Suðurnesjunum. Svavar Svav- arsson og Sigrún Kjartansdóttir hjá íslandsbanka hafa haft veg og vanda af þessu námskeiði og þróað það kennsluefni sem þar et' notað. Nám- skeiðin eru yfirleitt fimnt tímar að lengd og segir Svavar aðsókn hafa verið góða og krakkana hafa verið ánægða. Blaðamaður brá sér á eitt nám- skeið ásamt nemendum tíunda bekkj- ar úr Austurbæjarskóla. Svavar hóf kennsiuna á því að gefa öllum kver með kennsluefninu, penna og ópal og bað síðan nemendur að skrifa niður allt það sem þeim dytti í hug tengt orðinu banki. Krakkarnir voru frekar seinir í gang, enda oft erfitt að hugsa á mot'gnanna, en svo fóru að heyrast orð eins og peningar, lán, vextir, víxlat' og skuldir. Ekki stóð hins vegar á svari þegar Svavar spurði hvað þau myndu gera ef eng- ir bankar væru til að geynta pening- ana þeirra; „Nú bara eyða þeim“! Svavar benti þeim þá á að þau gætu samt þurft að geyma peningana sína eitthvað og ekki væri það trygg að- ferð að stinga þeim undir koddann eða fela þá úti í gat'ði en það kom í ljós að sumum þóttu bankarnir ekki endilega of traustvekjandi stofn- anir: „En hvað ef bankinn verður gjaldþrota?" spurði snaggarleg stelpa og bætti við „það var banki í Japan sem fór á hausinn um daginn og fullt af fólki varð gjaldþrota". Eftir að hafa leitt í ljós að ekki væru miklar líkur á því að svona atburðir gerðust hér á landi þar sem hér giltu reglur sem kvæðu á um ákveðna ábyrgð banka gagnvatt viðskiptavin- um hélt Svavar áfram að fjalla al- mennt um hlutverk banka og spari- sjóða og hvers konar innlánsþjónustu bankarnit' byðu upp á. Það kom í ljós að talsvert margir nemendur voru meðlimir í UK-17 og Svavar benti þeim á það að foreldrai' þeirra gætu, ef þeir væru með reikning í íslands- banka, látið færa vasapeningana Finnst pen- ingamál flókin „MÉR FINNST frekar flókið að fylgj- ast með peningamálunum, sérstak- lega ot'ðum eins og víxlum, iánum og skuldabréfum," sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir úr 10. bekk Austur- bæjarskóla. Hún var þó dugleg að spvrja á námskeið- inu og áhugasöm. Sagðist fylgjast svolítið með fréttum, en hefði annars litla fræðslu hlotið nema helst í bók- færslutímum. Katrín er í UK-17 og sagði það kost að geta notað hrað- bankann um helgat' ef sig vantaði pening. Hún freistaðist þó aldrei til að fara yftr strikið og fylgdist með innistæðunni. Sumarkaupið setti hún inn á trompbókina sína. „Mamma lagði peninga inn á hana þegar ég var sex ára og svo hef ég bara hald- ið áfram." Hvað um vexti? „Ég er ekki viss, held þó að það séu 12,9% vextir." Sumarpeningamir eru að vetða búnir, en hún fær 2.500-3.000 kr. í vasapeninga á mánuði, sem fara jafnóðum í eyðslu, föt, skemmtanir, bíó og nammi. Hún segist stundum passa börn gegn greiðslu. Katrínu finnst að unglingar eigi að fá að ráða hvernig þeir ráðstafi peningum sem þeir sjálfir afla. mánaðarlega inn á reikning barna sinna. Einn drengurinn ’gerðist þá afar áhugasamur utn þessar milli- færslur og spurði hvort foreldrarnir þyrftu endilega að samþykkja þær! Þrátt fyt'ir að krakkarnir vissu svona sitt lítið af hvetju um banka- kerfið voru samt ýmis hugtök sem vöfðust fyrir þeim og að sögn Svav- ars et' mikið spurt um það hvað er að vera ábyrgðarmaður og þá þekkja þau kannski einhvern sem hefur far- ið illa út úr því að skrifa upp á víxil fyrir kunningja. Aftast í kennslu- kverinu er listi yfir algengustu fjár- mála- og efnahagshugtök og þau skýrð stuttlega út. Svavar segir miklu máli skipta að halda þessi námskeið fyrir utan skól- ana því þá verði þau að tilbreytingu í hinu hefðbundna skólakerfi og áhersla er á örar skiptingar í nánis- efninu svo krakkarnir missi ekki áhugann. Ekki vantaði einbeitinguna í svo kölluðum „hlutverkaleik“ en þá unnu krakkarnir í hópum við það að skipuleggja fjármál grunnskólanem- anda. Grunnskólanemandinn Jóna er 15 ára gömul og fékk 45.000 kr á mánuði í sumarvinnunni og af þeim þurfti hún að greiða 6% í skatt. Verk- efni hópanna var svo að ákvarða eyðslu Jónu, í hvað peningarnir færu og hvað hún fengi mikið í vasapen- inga yftr veturinn. Ákveðið var að Jóna myndi kaupa sér föt úr pöntun- arlista og þá þurftu krakkarnir að ákveða hvað hún myndi kaupa mikið og finna upphæðina út í íslenskum krónum. Einnig stefndi Jóna að því Innbústryggingar „Varðandi innbústryggingar er hættan alltaf sú að að menn telji innbúið gamalt og lítils virði, en standi svo frammi fyrir því eftir tjón að það kostar talsvert að endurnýja þessa hluti,“ segir Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar og bendir fólki .á að fylgjast einnig með verðmætaaukningu og auka vátryggingafjárhæðina til samræm- is við það. Ólafur Jón Ingólfsson, hjá Sjóvá- Almennum tekur undir þetta og segir ágæta viðmiðun að hækka matið við hver 500 þúsund sem menn telja að verðmæti innbúsins hafa aukist um. Hann vekur enn- fremur athygli á því að hafi menn tryggt innbú sitt of lágt verði raun- verulegt tjón meira en flestir halda. Því sé innbú að verðmæti 10 millj- ónir króna aðeins tryggt fyrir 5 milljónir og til altjóns komi, verða tryggingabæturnar 2,5 milljón króna, þar sem tjónið er bætt hlut- fallslega miðað við trygginguna. „Veit ekki hvað ég fæ í vexti“ „JÚ, JÚ, mér líst ágætlega á þetta námskeið, fínt að fá frí í skólanum og svo er þetta ágætis bæklingur sem við fengum," sagði Ölvir Gíslason, nemandi. Hann sagðist litla fræðslu hafa fengið um v peningamál, sér fyndust þau frekar flókin og oft skyldi hann ekki orð sem væru í fréttum um peningamarkáðinn. Sumarkaupið lagði Ölvir tnn á spari- sjóðsbók en lítið er eftir af því núna. „Nei, ég veit ekki hvað ég fæ mikla vexti," sagði hann þegar hann var spurður út í ávöxtunina en það var hans ákvörðun að stofna sparisjóðs- bók fyrir tveimur árum, „það er betra að geyma peningana þar en heima“. Ölvir sagðist fá þúsund krónur í vasa- pening á viku, „en þetta fer allt beint í nauðsynjar: bíó, kók, föt og þess háttar. En ef ég græði eitthvað óvænt legg ég það inn. Ef ég myndi vinna til dæmis 100.000 kr. í happ- drætti myndi ég leggja þær inn og safna fyrit' bíl kannski“. Borgar það sig þá að spara? „Já, já það borgar sig örugglega að spara, ég er alveg viss um það þótt ég eigi kannski ekki svo mikið í banka núna. Kannski 20.000.“ Morgunblaðið/Þorkell Það var mikil spenna í kringum það að reikna út eyðsluna hjá henni Jónu grunnskólanemanda. Svavar Svavarsson leiðbeinir við útreikn- inga úr vörulista. að fara í ferðalag með fjölskyldu sinni næsta vor og þá þurfti að finna út hvernig ljárhagsstaða Jónu yrði eftir veturinn og hvort hún hefði efni á ferðinni og ef svo væri þá var að skoða ferðabæklinga til þess að ákveða hvert hún færi og hvað ferð- in mætti kosta og hvað hún tæki með sér í gjaldeyri. Að hópvinnunni lokinni gaf hver hópur skýrslu um eyðslu Jónu yfir sumarið, hvað færi mikið í fatakaup um haustið, hvað hún þyrfti mikið í vasapeninga á mánuði yfir vetrartím- ann, hvert hún færi í fet'ðalag og að lokum hvernig fjárhagsstaða hennar væri eftir ferðina. Svörin voru nokkuð mismunandi og t'éði þar engu um hvort um stráka- eða stelpuhóp var að ræða. Flest töldu þau Jónu eyða um 30.000 kr yfir sumarið, lægst 12.500 og hæst 40.000. Fatakaupin voru allt frá 10.000 kr upp í 45.000. Mikill mun- ur var einnig á vasapeningaþörfinni, þannig gaf einn hópurinn Jónu 350 kr í vasapeninga en mest fékk hún 10.000. Allir hóparnir ákváðu að Jóna kæmist í ferðalagið og var Mallorca vinsæll ákvörðunarstaður en fararkostnaður var ákaflega mis- munandi. Yfirleitt stóð Jóna í núlli eftir ferðina, hjá einum hópnum var hún í 16.000 króna mínus en einn hópurinn hélt vel um spaðana og Jóna átti ríflega 80.000 kr. í afgang. Það var greinilegt þegar krakkarnir voru að skipuleggja eyðslu Jónu að þau voru ekki alltof vön því að taka mikið saman í hvað þau eyddu pen- ingunum nákvæmlega í hvetjum mánuði og ein stúlka sagði blaða- manni að hún eyddi bara þegar hún ætti pening og það væri þá helst á sumrin annars keypti hún voðalega lítið. Hvaða álit sem menn hafa á ungl- ingum sem íjármagnseigendum er ljóst að svona námskeið á fullt erindi inn í skólanna, þó ekki væri’nema til annars en að gera þeim peninga- heiminn kunnuglegan og bénda þeim á kosti sparnaðar. Reyndar voru flestir á því að það borgaði sig að spara þrátt fyrir að fæstir þeirra legðu mikið fyrir í dag og kostnaðar- vitundinni væri eitthvað ábótavant. gþgr Ökutækjatryggingar frá árinu 1988: Tap tryggingafélag- anna vel á 3. milljarð KONNUN tryggingafélaganna á afkomu ökutækjatrygginga bendir til að tapið í þessari grein nemi vel á þriðja milljarð króna frá árinu 1988 þegar slysatrygging ökumanns og eigenda var fyrst tekin upp. Endanlegar tölur um afkomuna inunu liggja fyrir á næstu vikum þegar úrvinnslu könnunarinnar lýkur. Ekkert lát hefur orðið á tap- inu í greininni þrátt fyrir hækkanir á iðgjöldum í byrjun ársins 1991. Undanfarin ár hefur fjölgað mjög umferðarslysum þar sem hafa orðið meiðsl á fólki. Einkum hefur svokölluðum hálshnykkja- áverkum fjölgað og nam aukningin 250% á árunum 1987-1990 sam- kvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Meiðsli hafa ennfremur í vaxandi mæli verið metin til læknisfræðilegrar örorku og bætur í framhaldi af því farið hækkandi. Vonir eru bundnar við að nýtt frumvarp til skaðabótalaga sem lagt hefur verið fram á aL- þingi muni skapa betri og einfaldari grunn til uppgjörs vegna slysa og snúa við þróun síðustu ára. í ársskýrsluin stóru tiygginga- félaganna,_ Vátryggingafélags Is- lands (VÍS) óg Sjóvá-Almennra trygginga, sem lagðar voru fram á aðalfundutn félaganna nýverið er gerð sérstök grein fyrir tjónaþróun qg afkomu ökutækjatrygginganna. í ársskýrslu VÍS segir m.a að þrátt fyrir slæma afkomu greinarinnar hafi iðgjöld ekki hækkað í samt'æmi við þarfír og hafi greinin því frá upphafi verið rekin með verulegu tapi fyrir tryggingafélögin í heild. Þar kemur einnig fram að öll ís- lensku bifreiðatryggingafélögin gerðu með sér samkomulag um breyttar uppgjörsreglur vegna skaðabótamála og tóku þær gildi hjá VÍS þann 1. nóvember sl. Sam- kvæmt hinum nýju uppgjörsreglum eru gerðar auknar kröfur til rökst- uðnings fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum slyss, þegar læknisfræðileg örorka er metin-15% eða lægra. 1 slíkum tilvikum standa tjónþola til boða staðlaðar bætur í samræmi við örorkustig án tillits til tekna viðkom- andi fyrir slys. Fallist tjónþoli ekki á uppgjör á þessum grunni er gert ráð fyrir að uppgjör fari fram 3 árum eftir tjónsatburð þannig að varanleg áhrif tjóns geti verið komirt fram. Hið nýja frumvarp til skaðabóta- laga er samið með hliðsjón af ákvæð- um danskra laga en ekki er ljóst hvort það nær fram að ganga á yfir- standandi þingi. I ársskýrslu Sjóvár-Almennra er á það bent að ýmsit' sem metnir hafi verið til lágrar örorku hafi ekki orðið fyrir neinu fjárhagstjóni í sam- ræmi við þær bætur sem þeir fái.^ Varðandi áhrif hins nýja frumvarps segir í skýrslunni að tjónsuppgjör verði einfaldara en áður, miskabæt- ur hækki en örorkubætur lækki ef örorkustig sé lágt. Þær hækki hins vegar hjá þeim sem hljóti mikil var- anleg örkuml. Þá segir ennfremur: „Nú fyrir skömmu var frumvarp þetta lagt fram á Alþingi og er þess vænst að það tryggi sanngjarnari skiptingu bóta en áður. Vonandi mun það stöðva þá stöðugu hækkun á tjónakostnaði og iðgjaldahækkanir sem í kjölfarið hafa fylgt." ISLENDINGAR sýnum samstöðu setjum ÍSLENSKT í öndvegi! Þegarþú kaupir ís/enska vöru skaparþú atvinnu í iandinu SÓL Qpal HF,- 4 mona m ^gUs r 1 LU® Kaffibrennsla Akureyrar hf JJ23 l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.