Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992
Frá baltneskum menningardögum á Kjarvalsstöðum 7.-8. mars sl.
UM FRELSI
eftir Inga Boga
Bogason
Ef tilfinningin spenna og kyrrð
gætu með einhverju móti
mæst þá sýnist mér slíkt stefnu-
mót hafa átt sér stað á „Baltnesk-
um menningardögum“ sem haldnir
voru á Kjarvalsstöðum fyrir
skömmu. Litháíski strengjakvart-
ettinn, kenndur við Ciurlionis, lék
verk eftir meistara á borð við
Hándel, Dvorak og Ravel af klass-
ískri yfírvegun. En þótt tónlistin
væri á köflum full af léttum takti
barst hún til eyrna manns af ein-
kennilegum þunga, nánast trega.
Og þyrlaði upp minningum.
Hvernig má þetta öðruvísi vera.
Aðeins eitt ár liðið síðan þessi blek-
beri reikaði um götur Tallinn, kuld-
inn einkennilega nístandi í brún-
gráma aprílmánaðarins. Við vlss-
um ekki hvert við stefndum. Við
fylgdum bara Andres Langemets,
útgáfustjóra Looming-bókaútgáf-
unnar, eftir Haijustræti fram hjá
blómasölukonunum gegnum gamla
virkishliðið í áttina að þinghúsinu.
Þar blöstu við margra tonna stein-
blokkir sem lýðveldi'ssinnar höfðu
komið fyrir til að hindra hugsan-
lega árás svarthúfusveitanna á
þinghúsið.
Stönsuðum öðru hveiju til að
líta gömul nýviðgerð hús, kannski
skærrauð eða skærgul í þessum
annars alltumlykjandi brúngráma.
Svo gengum við áfram. Alls staðar
söguminjar. Hér féll Dannebrog
af himnum ofan. Þarna höfðu Svíar
farið um. Og annars staðar stóðu
hús sem þýskir Hansakaupmenn
höfðu reist.
Á einum veggnum var skrifað
stórum stöfum: RUSSIANS GO
HOME. En rússajeppar lögregl-
unnar óku frunfalega hjá eins og
til að storka veggjakrotinu. Og ein-
hvers staðar voru svarthúfusveit-
irnar á sveimi.
Við námum staðar við hús. Stóra
klunnalega steinbyggingu. Rimlar
fyrir gluggum. Gæti hafa verið
bókasafn eða geymslulager. Nei.
„Hér hafa bestu vinir mínir látið
lífið,“ sagði Andres hægt. „Barðir
í hel.“ Húsið fékk strax óhuggu-
legt svipmót. „Þeir tóku mig einu
sinni og yfirheyrðu mig. Brýndu
fyrir mér að ég mætti ekkert segja
frá því sem þarna gerðist. Ég sagð-
ist vera alkóhólisti. Gæti ekki þag-
að yfír neinu. Þá slepptu þeir mér.“
Fólkið á götunum er varkárt.
Óöruggt í viðmóti. Ég spyr til veg-
ar. Einhver strunsar hjá og ypptir
áhugalaus öxlum. Annar stoppar
hikandi, klórar sér í hökunni og
svarar á brogaðri ensku. Gömul
kona byijar að tala rússnesku og
ég hristi hausinn. Þá skiptir hún
umsvifalaust yfir í þýsku. Yfir-
bragð þessarar borgar er býsna
alþjóðlegt þótt ekki sé hún stór-
borgarleg; einn og einn bíll brunar
hjá, engin ljósaskilti.
Það renna á mig tvær grímur.
Ég er staddur fyrir utan hús sem
virðist hafa verið yfírgefið fyrir
áratug. Óræktin í garðnefnunni,
sprungin múrhúðin og óhreinar
gluggarúðurnar benda ekki til ann-
ars.
Ég lem á jámslegna hurðina sem
innan skamms opnast með lágu
rafmagnssuði. í bakherbergi eru
nokkrir norrænir blaðamenn: einn
er frá Svenska dagbladet, annar
frá lnformation, sá þriðji frá
Norska ríkisútvarpinu. Við eigum
tal við Mihkel Mutt, eitt þekktasta
skáldið af yngstu kynslóðinni. And-
rúmsloftið er í senn spennt og
kyrrt. Mihkel er yfirvegaður, talar
hægt og leggur áherslu á hvert
orð. En fyrst og fremst er hann
varkár. Greinilegt er að ýkjur eru
honum fjarri. Jafn greinilega vill
hann ekki draga fjöður yfir neitt.
Mihkel kýs að tala ekki mikið
um pólitískt ástand eitt og sér.
Nefnir þó að íslenski utanríkisráð-
herrann hafi heimsótt Eystrasalts-
löndin á hárréttum tíma. Hann
endurtekur það sem ég fékk svo
oft að heyra: Stuðningur íslend-
inga var ómetanlegur.
Nei, Mihkel Mutt talar um skáld-
skap og hlutverk hans i Eistlandi.
Tilvera skáldanna gjörbreyttist
þegar hætt var að ritskoða bækur.
Hingað til hafði ákveðin tegund
andspyrnubókmennta skipt miklu
máli. í áranna rás hafði þróast
sérstakt táknmál; skrifaðar voru
barnasögur og ævintýri sem
geymdu pólitískan boðskap. Þær
þjónuðu engum tilgangi lengur.
Sjálfur hafði Mihkel skrifað póli-
tískar lykilbókmenntir, háðsádeilur
í þessum anda. Núna stóð hann á
krossgötum.
Mihkel nefndi annað dæmi um
einkennilega stöðu eistneskra bók-
mennta. í áranna rás var almennt
álitið að í kjöllurum og á háaloftum
lægju dýrmæt handrit sem ekki
hefðu fengist gefín út vegna and-
kommúnísks áróðurs. Mihkel Mutt
horfir á okkur írónískt þegar hann
bætir við að þetta hafi allt saman
verið óskhyggja. Eftir að yfirvöld
hættu að skipta sér af blaða- og
bókaútgáfu komu þessi handrit
ekki fram. Þau voru ekki til, höfðu
aldrei verið til.
Þannig reikar hugurinn meðan
Ciurlionis strengjakvartettinn leik-
FRÁ
TALLIN
ur verk meistaranna.
Og þegar tónlistinni lauk varð
þessi þungi, kyrri þungi, spennti
þungi, áleitnari í máli framsögu-
mannanna. Þeim varð öllum tíð-
rætt um frið, hugtak sem við köst-
um á milli okkar í hversdagsum-
ræðunni án þess að hugleiða ræt-
urnar. Þeir töluðu um frið í landi
sínu, frið við sögu sína, frið til að
géta lifað sáttir við tilveruna, frið
til að skrifa.
Arvo Jörgen Alas er íslending-
um vel kunnur. Um þessar mundir
muna flestir eftir honum sem
sendiherra Eistlands í Kaup-
mannahöfn. Hann hefur lengi verið
áhugamaður um ísland og íslensk-
ar bókmenntir, taiar enda reip-
rennandi íslensku. Hann hefur lagt
sig fram um að kynna norrænar,
sérstaklega íslenskar, bókmenntir
í heimalandi sínu. Meðal þýðinga
hans eru íslenskar smásögur og
Grettissaga.
Hann rakti í stórum dráttum
sundurtætta og blóði drifna sögu
Eistlendinga og það hve sameigin-
leg tunga og bókmenntir hafa skipt
miklu máli til að varðveita sjálf-
stæðisviðleitni þjóðarinnar. Um
það leyti sem við erum að ljúka
við að skrifa íslendingasögurnar
er eistneska þjóðin undirokuð
dönsku valdi. Danir selja síðan
Þjóðverjum land og þjóð. Öldum
síðar ná Svíar landinu undir sig
og að lokum er Eistland innlimað
í Rússneska keisaraveldið. Svo
þegar kommúnistar vinna sigur
1917 tekur við tímabil tveggja ára-
tuga frelsis sem félagarnir Stalín
og Hitler binda enda á með sam-
komulagi 1940. Framhaldið þekkja
allir.
Þessa sögu rakti Alas í stórum
dráttum og spurning hékk í loft-
inu: „Hvers konar bókmennt.ir hef-
ur slík þjóð skrifað?"
Arvo nefndi strax að engar
„Eistlendingasögur" hefðu verið
skrifaðar. Fyrstu bókmenntirnar
voru skráðar á 16. öld og fyrstu
rit Biblíunnar voru þýdd snemma
á 18. öld enda lútherstrú játuð af
þjóðinni. Um svipað leyti var al-
gengt að fólk kynni að lesa og
skrifa. Sem vitnisburður um
menntunarlegt ástand þjóðarinnar
er sú staðreynd að ein elsta mennt-
astofnun í Evrópu er Tartuháskól-
inn, stofnaður 1632.
Smátt og smátt eignuðust Eist-
lendingar þýðingar á norrænum
bókmenntum. T.a.m. voru ævintýri
H.C. Andersens þýdd seint á 19.
öld.
Og Arvo Alas benti á að það
væri einmitt bókaútgáfan sem end-
urspeglaði best sjálfstæðisviðleitni
eistnesku þjóðarinnar: „Sú stað-
reynd að einnar milljón manna
þjóð, Eistlendingar, kaupir alfræði-
bók á eigin tungu í 200 þúsund
eintökum segir meira en nokkur
þjóðaratkvæðagreiðsla um full-
veldisvilja hennar."
Jaan Kaplinski lék sér að ákveð-
inni þversögn. Sagðist ekki vera
dæmigerður eistneskur rithöfund-
ur. Að vísu væri það almennt ein-
kenni á rithöfundum að vera dæmi-
gerðir fyrir fátt. Að því gefnu
mætti segja um sig að hann væri
eftir allt dæmigerður eistneskur
rithöfundur.
Kaplinski hefur komið nálægt
ýmiss konar ritstörfum. Hann hef-
ur ritað bækur fyrir böm og gert
kvikmyndahandrit. Einkanlega er
hann þó þekktur fyrir ljóð sín.
Sjálfur segist hann hafa hrifist af
búddisma og austurlenskri speki.
Að vísu sé ýmislegt að austurlensk-
um lifnaðarháttum en vestrænn
sjúkleiki sé óþekktur í aust-
urlenskri heimspeki. Hann telur
einræði og hugarfar rannsóknar-
réttarins, af því tagi sem við-
gengst í okkar heimshluta, vera
óþekkt þar. „Evrópa þarfnast „ein-
hvers annars“,“ sagði Kaplinski og
vitnaði um leið í orð Gunnars Ekel-
öfs.
Ljóðagerð Kaplinskis er gegn-
sýrð af samkennd og heildrænni
lífssýn. Ljóð hans eru myndrík. Þau
hafa yfir sér rólyndislegt yfirbragð
höfundarins og endurspegla visst
innra jafnvægi. Sjónarhornið er
yfirleitt vítt. Umbreytingum er
teflt fram sem hliðstæðu við kyrr-
stöðuna; þetta tvennt lagar sig
hvort að öðru. I eistneskri bók-
menntasögu er ljóðagerð Kaplinsk-
is talin framúrskarandi.
Kaplinski sagði sjálfur að hann
stefndi ekki að neinu sérstöku
markmiði með ritstörfum sínum
öðru en því að styðja frelsið í sér-
hverri mynd.
Uldis Berzins er' ljóðskáld og
kemur frá Riga í Lettlandi. Frels-
ið, eins og Uldis Berzins skiíur
það, felst ekki eínungis í leyfi til
þess að hafa áhrif á umheiminn,
heldur fremur í því að geta látið
sig dreyma um að hafa sömu áhrif.
Fantasían er ekki langt undan í
skáldskaparlegri afstöðu hans. í
ljóðum hans nær draumurinn út
fyrir öll tímamörk. Hann leyfir sér
að dreyma um að breyta jafnt orðn-
um hlutum sem óorðnum.
Hann ræddi um frelsið frá kunn-
uglegu sjónarhorni, hugmyndalega
séð. Margir vina hans höfðu verið
hnepptir í fangabúðir vegna skoð-
ana sinna. Einn þeirra fullyrti að
hann hefði aldrei glatað frelsinu
innan fangelsismúranna, frelsistil-
finningunni væri aldrei hægt að
ræna frá manni. Eftir þessu að
dæma virðist það eftir allt \era
veruleiki að frelsið lifi glatt í bijósti
barða þrælsins.
Ljóðabók
tíunda áratugar
Önnur þeirra bóka sem Danir
lögðu fram til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 1992 var Hjem-
falden (útg. Vindrose 1991), ljóð
eftir Saren Ulrik Thomsen.
í tímaritinu Standard er Hjem-
falden kölluð besta ljóðabók tíunda
áratugar í Danmörku. Þessu hefur
ekki verið auðvelt að mótmæla, en
bent hefur verið á að yfirlýsingin
sé snemma á ferðinni, áratugurinn
sé nýlega hafinn. Gagnrýnendur
eru þó yfirleitt sammála um að
Hjemfalden sé besta danska ljóða-
bókin 1991.
Soren Ulrik Thomsen var í farar-
broddi danskra skálda á níunda
áratugnum. Þá komu út City Slang
(1981), Ukendt under den samme
máne (1982) og Nye digte (1987),
einnig Mit lys brænder (1985), bók
um ljóðlist sem var sögð vasabiblía
danskra skálda þessa áratugar.
Það sem einkenndi ljóð Soren
Ulriks Thomsens og kynslóðar hans
(meðal þeirra Pia Tafdrup og Mich-
ael Strunge) var ekki síst hvernig
þau ortu um líkamann, snerting-
una. Kynlífið og dauðinn voru
helstu yrkisefni og borgin öðlaðist
nýtt líf í ljóðum þeirra.
f Hjemfalden er viss innileiki sem
á sér hefð í danskri ljóðlist. En þar
Soren Ulrik Thomsen
eru líka óróleiki og efasemdir sam-
tímaskálds og hið ódrepandi við-
fangsefni skáldskapurinn sjálfur,
orðin, merking þeirra og gildi-. Þetta
speglast í eftirfarandi línum þar
sem lífstilganginum er lýst: „Á
hveijum morgni fer ég klukkutíma
fyrr á fætur/ til að yrkja mig til
lífsins ..."
Þess má geta að í ljóðabók ára-
tugarins er ljóð sem sækir innblást-
ur í íslandsferð skáldsins.
Magnúx Gezzon sem þýtt hefur
Ijóð eftir Soren Ulrik Thomsen (sjá
Líkami borgarinnar, útg. Sögu-
snældan 1990) fjallaði sérstaklega
um Hjemfalden í Morgunblaðinu
4. desember í fyrra og 21. janúar
sl. gerði Dagný Kristjánsdóttir það
í yfirlitsgrein hér í blaðinu um
bækur tilnefndar til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs.
Jóhann Hjálmarsson