Morgunblaðið - 16.04.1992, Side 1

Morgunblaðið - 16.04.1992, Side 1
BLAÐ VIKUNA 17. — 23. APRÍL PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Kristnihald íMoskvu Sjónvarpið: Hvað varð um rússnesku kirkj- una á dögum kommúnista í Rússlandi? Var trúin upprætt og kirkjan þurrkuð út? Séra Rögnvald- ur Finnbogason fór til Moskvu á dögunum og leitaði svara við þess- um spurningum og fleiri. Afrakstur ferðarinnar verður sýndur í Sjón- varpinu föstudaginn langa kl. 20.25. Myndin er gerð á síðustu dögum perestrojkunnar, en séra Rögnvald- ur hefur allt frá árinu 1984 kynnt sér endurkomu kirkjunnar í rússn- esku samfélagi. Myndin er tekin í Moskvu og skammt utan hennar, í Zagorsk, þar sem Þrenningar- klaustur Sergiusar af Radonez er, og í Volokolamsk, öðru fornfrægu klaustri sem staðið hefur í eyði í hálfa öld. Reynt er $ð kynnast viðhorfi manna til kirkjunnar og opna mönn- um sýn til þess innra iífs sem fólk lifir í nýju sambandslýðveldunum. Ungt fólk er tekið tali og spurt um sögu hennar. Einnig er rætt við fólk af öðrum trúarbrögðum, bæði múslíma og gyðinga. Stjórnvöldum Sovétríkjanna tókst aldrei að þurrka út trúarlíf fólks eða knésetja kirkjuna að fullu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess um áratuga skeið. Margt bendir til þess að trúin hafi aldr- ei haft dýpri rætur í hugum manna í Rússlandi en einmitt á þeim tímum þegar kirkjan galt mest afhroð af hendi stjórn- valda. En nú er ný tíð runnin, hvarvetna er verið að endur- byggja gamlar kirkjur og reisa forn klaustur úr rúst. Rússnesk- ur kirkjusöngur er endurvakinn og íkónalistin gamla blómstrar á ný. En verður það rússneska kirkjan eða efnisleg gæði Vesturlanda sem koma til með að heilla til sín ungu kynslóðina í Rússlandi dagsins í dag? Ef til vill gefur þessi stutta mynd einhverja hugmynd um hvert stefnir í trúarlegum efnum hinna nýju sambandslýðvelda. Sjónvarpið: Judy í herþjónustu Sjónvarpsdagskrá bls. 2-12 Útvarpsdagskrá bls. 2-12 Fyrri bíómynd Sjónvarpsins laugardagskvöldið 18. apríl heitir á frummálinu Private Benj- amin. Goldie Hawn leikur Judy Benjamin sem hyggst finna lausn á tilvistarvanda sínum með því að gerast sjálfboðaliði hernum. Judy á tvö hjónabönd að baki, annað ent- ist í sex mánuði en hitt í klukkutíma. herþjón- ust- Sjónvarpið: Heimssýningin í Sevilla unni fær Judy að upplifa eitt og annað sem sældarlíf hennar í föðurgarði hefur ekki búið hana undir, enda er hún fordekruð og ofvernduð pjattrófa. Leik- stjóri er Howard Zieff, en auk Goldie leika Eileen Brennan, Armand Assante, Robert Web- ber og Harry Dean Stanton. vikmyndahandbók Maltin’s gefur ★ ★ ★. Hvernig skyldi Judy ganga íhernum, hún sem er Sjónvarpið sýnir næstkomandi þriðjudag kl. 22.00 frá opn- unarhátíð heimssýningarinnar í Sevilla, en þar gefur að sjá allt það helsta sem er að gerast á sviði lista í heim- inum í dag. Opn- unarhátíðin sem fer fram mánu- daginn 20. apríl, verður fest á band með full- tingi 70 sjón- varpsupptöku- véla. I þættinum verður sýnishorn af öllum listviðburðunum á sýn- ingunni með öllu því besta frá heimsálfunum fimm á sviði óperu, balletts, rokktón- listar, sinfóníu, þjóðdansa, jass- tónlistar, leikhúss, kvikmynda, o.fl. Meðal þeirra lista- manna sem koma fram eru Placido Domingo, Mons- errat Caballé, Christina Hoyos, Ruben Blades, Celia Cruz, New Kids on the Block, Yusus NDoorf og Edoku Madaiko. Viðtal við Jónas Jónasson bls. 5 Placido Domingo Myndbönd bls. 8 Bíóin í borginni bls. 10 Stöð 2: Vinstri fóturinn - saga Christy Brown Stöð 2 sýnir myndina Vinstri fót- urinn - saga Christy Brown föstudaginn langa kl. 21.20. Tveir leikaranna, Daniel Day-Lewis og Brenda Fricker, hlutu Oskarsverð- laun fyrir túlkun sín á unga mannin- um Christy Brown og móður hans. Á árunum í kringum 1970 kynnt- ist leikhússtjórinn Noel Pearson rit- höfundinum og málaranum Christy Brown, sem var bæklaður frá fæð- ingu. Kunningsskapur þeirra varð að vináttu og Pearson var nokkurs konar umboðsmaður Brown, þar til hann lést árið 1981. Pearson hafði keypt réttinn til að kvikmynda sög- una „My Left Foot" og samdi við Shane Connaughton um handrits- ge'rð. Síðarfékk hann annan íra, Jim Sheridan, til samstarfsins, og sá hann um leikstjórn myndarinnar. Myndatökurnar fóru allar fram í og umhverfis Dublin og í Ardmore- myndverinu á írlandi. Lokið var við tökur myndarinnar á einungis sjö vikum, síðsumars 1988, vegna anna Daniels Day-Lewis, en gagnrýnend- ur voru á einu máli um að hann hefði sýnt afburðaleik i myndinni. Snilld hans hefði ekki síst falist í því að túlka hugarheim fatlaðs manns og baráttu hans við að tjá sig. Kvik- myndahandbók Maltin's og Mynd- bandahandbókin gefa báðar ★ ★ ★ ’/2. Listamaðurinn Christy Brown var bæklaður frá fæðingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.