Morgunblaðið - 16.04.1992, Page 3

Morgunblaðið - 16.04.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 C 3 Sjónvarpiö: Leikrit Davíðs Oddssonar Allt gott frumsýnt Texti: Hildur Fridriksdóttir Sjónvarpið frumsýnir nýtt sjónvarps- leikrit, Allt gott, eftir Davíð Odds- son á páskadag. Um er að ræða 35 mínútna langt leikrit í gaman- sömum tón. Þetta er þriðja sjón- varpsleikritið sem Sjónvarpið sýnir eftir Davíð, en hin tvö eru Róbert Elíasson kem- ur heim, sem sýnt var 1977 í leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar, og Kusk á hvít- flibbann, sem sýntvar 1981 íleikstjórn Andrésar Indriðasonar. Hrafn Gunnlaugs- son er leikstjóri að þessu sinni. „Mér þótti strax vænt um handritið þegar ég sá það fyrir nokkrum árum,“ sagði Hrafn í sam- tali við Morgunblaðið, „vegna þess að ég man sjálfurtímann áðuren viðreisnar- stjórnin tók við á íslandi, þannig að epli voru eingöngu til um jólin. Á mig virkaði verkið pínulítið pólitískt vegna þess að það sýnir okkur tíma þegar sjálfsagt þótti að höft ríktu í innflutningi á ákveðnum vöru- tegundum, sem stjórnvöld vildu ekki leggja blessun sína yfir. Eg veit hins vegar ekki hvort Davíð lítur svo á verkið.“ Bernskuminningar höfundar Leikritið er byggt á berskuminningum höfundar og gerist á Selfossi á þeim tíma þegar eplalyktin var ilmur jólanna og á Islandi ríktu höft í innflutningi munaðar- vöru frá útlöndum. Sagan segir frá tveimur sjö ára strákum og ráðabruggi þeirra til að höndla þau verðmæti, sem þá þóttu topp- urinn á tilverunni. Þeir reyna að ná sam- bandi við Guð og þá dreymir um að hann geti hlutast til um að þeir verði ekki útund- an í tilverunni hvað það snertir. Einnig kemur við sögu kaupmannsfjölskylda sem virðist hafa úr meiru að spila en sauðsvart- ur almúginn. Það var fyrirtæki Hrafns Gunnlaugsson- ar sem tók að sér að framleiða leikritið og er þetta í fyrsta skipti sem leikrit fyrir alla fjölskylduna er tekið algjörlega utanhúss, að sögn Sveins Einarssonar dagskrárstjóra. Hann segir að yfirleitt hafi leikin verk Sjón- varpsins verið unnin af starfsfólki þess nema einstaka leiknar barnamyndir eins og til dæmis Pappírspési og Gamla brúðan. Samvinna frá gamalli tíð Hrafn Gunnlaugsson er ekki að stíga sín fyrstu skref í samvinnu við Davíð Oddsson eins og flestum er kunnugt, því saman sáu þeir um Utvarp Matthildi ásamt Þórarni Eldjárn. Einnig unnU þeir þrír saman að leikritinu Ég vil auðga mitt land, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hrafn segir að staðið hafí til að hefja tökur á myndinni fyrir nokkrum árum, en það hafi dregist vegna þess að hann hafi verið í risavöxnum verkefnum. „Þess vegna var óskaplega gaman að koma og vinna að þessu litla, netta verkefni, sem er allt öðru vísi en það sem ég hef fengist við að undanförnu. Það varð til þess að ég gat slakað á og haft ánægju af þessu á meðan upptökur fóru fram. Guðlaugur Hrafn Ölafsson (t.v.) og Ragnar Nikulásson reyndu að semja við Guð um að þeir misstu ekki af lystisemdunum. Ragnar Nikulásson leikur Jóhannes, Guðlaugur Hrafn Ólafsson er Daníel, Hólm- fríður Þórhallsdóttir fer með hlutverk ömmunnar, Már Magnússon er kaupfélags- stjórinn, Theódór Kr. Þórð- arson leikur tollþjón, Jón Tryggvason leikur bílstjóra og Þórunn Pálsdóttir er í hlutverki kaupmannsfrúar- innar. Vinnan gekk þægilega fyrir sig og góð stemmning ríkti þegar við vorum að taka upp. Ég hafði líka góða menn með mér, Karl Júlíusson, sem hefur gert búninga í öllum mínum myndum, Ara Kristinsson í tökunni og Hilmar Örn í tónlistinni.“ — Hvað tóku myndatökur langan tíma? „Átta daga. Hins vegar æfðum við í tvo mánuði fyrir töku.“ — Núþegarþúlíturtilbakahvaðþótti þér skemmtilegast við upptökurnar? „Ég hef alltaf haft gaman af börnum. Það em yfirleitt alltaf börn í þeim myndum sem ég geri. Þó var þetta óvenjulegt að því leyti að þau voru í aðalhlutverkum og bera uppi myndina. Mér þótti líka spenn- andi að reyna að bregða svip yfir Selfoss Biblíumyndirnar höfðu einnig aðdrátt- arafl. nútímans, þannig að hann virkaði eins og upp úr 1950. Það varð að láta staðinn líta út eins og hann var, með drulluþollana á sínum stað.“ — Hvernig fóruð þið að því? „Það fáið þið að sjá í myndinni. Það var ekki auðvelt, en ég held að það hafi tekist að gera það trúverðugt." Hrafn segir að hann hafi ekki síst notið þess að leikstýra myndinni vegna þess að hann þekki húmor Davíðs nokkuð vel. „Þess vegna var kannski aðgengilegra fyrir mig að túlka verkið. Þú veist að í bandarísku myndunum er vondi maðurinn sá með svarta hattinn, en í íslenskum myndum er það kaupfélagsstjórinn. Er þetta ekki dálít- ið góður húmor?“ Rás 1: Mattheusar- passían ■HHI Mattheusarpassían eftir "I FT 00 Johann Sebastian Bach — er á dagskrá Rásar 1 föstudaginn langa kl. 15.00. Bein útsending verður frá tónleikum í Langholtskirkju, en þar flytja kór kirkjunnar, kór kórskóla Langholts- kirkju, kammersveit Langholts- kirkju og einsöngvarar þessa viðam- iklu passíu hins mikla meistara bar- okklistarinnar undir stjórn Jóns Stefánssonar. Einsöngvararnir sem taka þátt í flutningnum eru íslenskir utan einn, en það er Michael Goldthorpe tenór sem hefur sungið hlutverk guðspjallamannsins í þeim passíum sem fluttar hafa verið í Langholtskirkju hin síðari ár. Áðrir einsöngvarar em Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Björk Jónsdóttir alt og bassarnir Bergþór Pálsson og Kristinn Sigmundsson. Konsert- meistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. Tómas Tómasson kynnirtónleik- ana fyrir útvarpshlustendum. Rás 1: Lagið Það er leikur að læra í nýjum búningi mmmm í páskaþætti Yfir Esjuna verða tekin fyrir orðaskipti Helga M30 Hálfdanarsonar og þriggja tónskálda, sem farið hafa fram ““ á síðum Morgunblaðsins að undanförnu. Helgi hefur bent á að þýska lagið, sem sungið hefur verið við menntasöng þjóðarinn- ar, Það er leikur að læra, félli alls ekki að bragarhætti ljóðsins. Hefur hann skorað á tónskáld að semja nýtt, lipurt lag við textann. Þijú tónskáld, Atli Heimir Sveinsson, Jón Þórarinsson og Skúli Hall- dórsson brugðust skjótt við og hafa samið ný lög. í þættinum syng- ur Erna Guðmundsdóttir söngkona lögin þijú. Ekki nóg með það, heldur ætlar Þórarinn Eldjárn að semja nýjan texta við gamla lagið. Þátturinn Yfir Esjuna er í umsjón Jóns Karls Helgasonar, Jórunnar Sigurðadóttur og Ævars Kjartanssonar. Þátturinn er frá kl. 13-15, en um kl. 14.30 verður fyrrgreind dagskrá á ferðinni. Rás 2: Frank Zappa íSmiðjunni ■^■■■H í Smiðjunni hafa þeir Q1 00 Kolbeinn Árnason og “ J “ Jón Atli Benedikts- son rakið sögu Frank Zappa undanfarið. í kvöld heldur saga hans áfram og taka þeir félag- ar þá til við að flytja hluta úr símaviðtali sem þeir áttu við Zappa fyrir stuttu. Frank Zappa er einn áhrifamesti tón- listarmaður bandarískrar rökk- sögu og um leið einn sá um- deildasti, enda hefur hann ekki bundið bagga sína sömu hnút- um og samferðamennirnir. í viðtalinu ræðir Zappa viðföng sín í dag og framtíðarfyrirætl- anir, aukinheldur sem hann fjallar um einstök verk sem verða flutt í þættinum. 2: Mamma elskaði mig út af lífinu ■■■■I Föstudaginn langa 1 7 oo verður fluttur á Rás l i ~~~ 2 þáttur sem var frumfluttur í marsmánuði á Rás 1 og vakti þá mjög mikla athygli, bæði fyrir efnistök og ekki síst fyrir málefnið sem þar var tekið fyrir, götubörn í Reykjavík. í þættinum er flétt- að saman frásögnum fjögurra ungmenna, þeirra Önnu, Fríðu, Benna og Dóra, sem öll eru á aldrinum 16 ára til tvítugs. Þau hafa öll meira og minna átt heima á götunni mörg undan- farin ár. Um tíma voru þau í sömu grúppunni, sem nú hefur tvístrast. Anna heldur til í kjall- araherbergi í Þingholtunum. Fríða , besta vinkona hennar er bundin við hjólastól og dvel- ur nú á sjúkrastofnun. Benni og Dóri eiga engan samastað, helst er hægt að ganga að þeim á Hlemmi. Annars taka þeir því sem býðst hveiju sinni. 3 u 3 e-i- lulcu* Oa) - - • O, . . . Rás 1: Ég lít í anda liðna tíð ■■■■■ Á 1 A 30 Pás- — ka- dag verður fluttur á Rás 1 þátturinn „Síung gleði og sorgin djúp“ í þátta- röðinni „Ég lít í anda liðna tíð“. Það er Guðrún Ásmundsdóttir sem hefur tekið þættina saman og byggir þá á viðtölum við eldri Reykvíkinga. Leiknum at- riðum úr lífi fólksins er fléttað inn þættina. í þættinum á páskadag ræðir Guðrún við frú Katrínu Olafsdóttur Hjaltested, en ári eftir að seinni heimstyij- öldinni lauk kom út bók eftir hana sem nefnist Liðnir dagar. Þar segir Katrín frá reyslu sinni í Austurríki en þar dvaldist hún öll stríðsárin og eru flest leik- atriðin í þessum þætti unnin upp úr þeirri bók.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.