Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 C 5 RÖDDIN ER HLJÓÐFÆRIÐ HANS Jónas Jónasson kveður Útvarpið sem fastur starfsmaður í byrjun maí en þá hefur hann starfað þar meira og minna í rúm 40 ár Texti: Hildur Friðriksdóttir/Mynd: Árni Sæberg Frá upptöku þáttarins Páskagteði Útvarpsins sem sendur verður út á páskadag. Jónas Ingimundarson, Jónas Jónasson og skriftan Helga Brá Árnadóttir. „ÞEGAR maður er hættur að geta lesið símaskrána, er kominn tími til að hætta,“ dæsir Jónas Jónasson, þar sem hann situr við skrifborð sitt í Útvarpshúsinu við Efst- aleiti. „Fyrirgefðu augnablik," segir hann svo, „ég þarf að hringjá eitt símtal." Það hvarflar að mér meðan hann talar í sím- ann, að hann líti hreint ekki út fyrir að vera kominn á eftirlaunaaldur. Enda er hann ekki alveg béfinn að segja skilið við Útvarpið — sem hann hefur tengst meira og minna í tæp 60 ár — þó svo að hann sé að hætta sem fastur starfsmaður. „Mér þótti vænt um,“ segir hann að loknu sím- talinu, „að þeir báðu mig að halda áfram með Kvöldgesti“. Hann hallar sér aftur á bak, spennir greipar fyrir aftan höfuðið og segir: „Þeir höfðu nú ekki mikla trú á því þegar ég bað um að fá að byija með þessa þætti, en þeir hafa sannað sig.“ að varð ekki meira úr samtalinu þennan daginn, því framundan var undirbúningur hjá Jónasi fyrir viðamikinn þátt, sem sendur verð- ur út á páskadag. „Auk þess verð ég að fá að vita eitthvað um þig fyrst, því þegar ég gef eitthvað af sjálfum mér vil ég fá eitt- hvað í staðinn," segir hann, og við ákveðum að hittast síðar í vikunni. Þátturinn sem Jónas var með í undirbún- ingi er í raun kveðjuþáttur hans. „Eins kon- ar páskaegg Ríkisútvarpsins í ár,“ eins og hann orðaði það. Mjög er vandað til þáttar- ins, en kór og söngvarar Óperunnar eru uppistaðan. Úpptakan fór fram í Óperunni síðastliðið föstudagskvöld fyrir fullu húsi, þar sem mikil stemmning var ríkjandi. Við hittumst heima hjá Jónasi daginn eft- ir upptökuna. Hann andvarpar um leið og hann sest í sófann og segir: „Ég á ekkert eftir í dag. Ég gaf allt sem ég átti í þáttinn í gær. Þetta var eins og að synda í kafi í tvo tíma.“ Það bráir þó af honum þegar líð- ur á samtaiið og hann verður aftur sami Jónas og landsmenn þekkja. Þegar hann segir frá og rifjar upp liðna atburði kumrar skemmtilega í honum og alltaf er stutt í brosið. Faðir hans Jónas Þorbergsson var fyrsti útvarpsstjórinn og því var snáðinn litli fljót- lega farinn að þvælast um stofnunina sem þá var í Landsímahúsinu. Hann var „pikkóló" — í ólaunuðu starfi — tók á móti fólki og vísaði því áfram innanhúss. Hann var ekki nema 15 áraþegar þulirnir Pétur Pétursson og Jón Múli Arnason létu hann stundum leika danslögin á laugardagskvöldum, meðan þeir skruppu frá, því þá voru lögin ekki kynnt heldur spilaðar langar syrpur. Vorið 1948 hóf hann síðan störf sem að- stoðarfréttamaður. „Á þeim tíma sögðu þul- irnir fréttirnar og þá heyrðust aldrei raddir fréttamanna, nema að þeir lásu fréttirnar síðdegis. Svo var það einn daginn að ég var beðinn að lesa fréttirnar og þá uppgötvuðu þeir að ég hafði ágætis útvarpsrödd. Sem fréttamaður var ég eitt sinn beðinn að skrifa um afmæli Svifflugfélags íslands. Ég hefði auðvitað getað hringt eitt símtal, spurt nokkurra spurninga og skrifað frétt um félagið. Ég vildi hins vegar gera þetta öðru vísi. Fór upp á Sandskeið með stálþráð- inn, sem var þá kominn til sögunnar, fór í flugferð og lýsti sviffluginu. Þar með held ég að örlög mín hafi verið ráðin.“ Útvarpið eins og baktería Hann hætti þó hjá Útvarpinu nokkrum árum seinna og gegndi ýmsum störfum, en ætlaði ekki að skipta sér meira af útvarpi. „En þetta er eins og baktería. Þegar Vil- hjálmur Þ. Gíslason hringdi í mig og sagði að það vantaði fréttaþul, sló ég til.“ Hann þagnar, brosir í kampinn, lítur síðan upp og segir hressilega: „Svo var ég með óskalaga- þátt fyrir unglinga sem hét Léttir tónar. Og seinna vorum við Haukur Morthens með Þriðjudagsþáttinn, sem var eiginlega forveri Laga unga fólksins." Hann stendur upp úr sófanum, dregur ruggustól nær sófaborðinu og sest. „Síðan hef ég verið að búa til þætti af öllum gerð- um; frétta-, spurninga-, samtals-, músík- og menningarþætti. Lengst hef ég verið með Kvöldgesti. Þetta er alvarlegur þáttur um „Ég er sannfærður um að mér var ætlað að sjá um sam- talsþátt sem þennan, þar sem fólk er að upplifa eitthvað í lífi sínu, er að segja ein- hverja sögu.“ tilfinningar, alvöru, vonir og vonbrigði, en fyrstog fremst um sigra fólks yfir aðstæð- um. Ég er sannfærður um að mér var ætlað að sjá um samtalsþátt sem þennan, þar sem fólk er að upplifa eitthvað í lífi sínu, er að segja einhveija sögu.“ Hann vendir kvæði sínu í kross eins og honum fmnist umræðurnar orðnar of alvar- legar og segir: „Það er ekkert að því að fólk hlæi með menningunni. Eins og í upp- tökunni í gær. Menn hlógu þrátt fyrir alvöru söngsins.“ Síðan segir hann með lýsandi ánægju manns, sem hefur yfirstigið erfiðan þröskuld: „Þetta var rosalega djarft. Ég vissi ekkert hvað margir kæmu. Það hefði getað verið hálffullt hús, 10 hræður eða neikvæður salur. Sjáðu, það er ekki hægt að búa til handrit að svona þætti. Þarna voru til dæm- is auð sæti þar sem Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson áttu að sitja, en ég gat þó hringt til þeirra í staðinn. Ég skal alveg viðurkenna það að þegar ég fer út í nýja tegund þátta, er ég annað hvort að sanna sjálfan mig eða að þáttagerð- in sé framkvæmanleg." Hann bætir því við að hann hefði ekki getað gert þennan þátt nema vegna þess að Jónas Ingimundarsonar hjálpaði honum, en þeir hafa átt gott sam- starf með þáttunum Góðvinafundur í Gerðu- bergi í vetur. Hann segist að vísu búa yfir ákveðinni reynslu frá því að hann var með þættina Hratt flýgur stund, sem voru í útvarpinu fyrir nokkrum áratugum. „Þá fór ég með tæknimenn út á land, smalaði saman fólki á staðnum og sá um klukkustundar skemmti- þátt, þar sem heimamenn skemmtu. Ég var einnig með þætti sem hétu Staldr- að við... Þar var hugsunin að kynna litla staði út um landið. Kveikjan að þáttunum var þegar ég ók vikulega til og frá Arat- ungu, þar sem ég var að sviðsetja leikrit um helgar. Ég ók alltaf heim í mykri og leiddist að ferðast um á nóttunni. Mér fannst gott að sjá ljósin á þessum litlu stöðum áður en myrkrið á Hellisheiðinni gleypti mig. Þá hugsaði ég hugsaði stundum: Hver kveikir þessi ljós? Einn góðan veðurdag lét ég verða af því að kanna það. Ók til Eyrarbakka og skömmu síðar bjó ég til þáttinn Staldrað við á Eyrarbakka. I sex þáttum kynnti ég stað- inn og mannlífið með frásögn og viðtölum við íbúa. Þættirnir vöktu athygli vegna þess að fjallað var um baksvið fólksins sem þarna bjó.“ Metnaður í fyrirrúmi — Hefurðu alltaf fengið að fara eigin leið- ir í þeim þáttum sem þú hefur séð um? Ertu kannski prímadonna í útvarpinu? Nú hlær hann ofan í bringuna um leið og hann réttir sig í stólnum og segir: „Já, já, ég er prímadonna og ég hef alveg leyfi til þess. Ríkisútvarpið hefur aldrei þurft að skammast sín fyrir þættina mína, því ég hef alltaf lagt mikinn metnað í þá.“ Þættirnir Góðavinafundur í Gerðubergi hafa vakið athygli í vetur. Þegar síðasti þátturinn hafði verið sendur út hringdi lækn- ir nokkur til Jónasar og spurði hvort það væri rétt að þetta hefði verið síðasti þáttur- inn. Þegar Jónas jánkaði því sagði læknir- inn: „Það var leitt, því ég lét ánetjast þeim.“ Hann segist einnig verða var við að Kvöld- gestir veki athygli, enda fái hann fólk ótrú- lega til að tjá sig. „Það er hægt að spyija nærgöngulla spurninga um alvarlega atburði ef maður notar blíðu og samúð. Ég hef nokkrum sinnum flutt fyrirlestra fyrir nemendur í fjölmiðlafræði í Háskólan- um. Einn nemendanna hélt því fram að ég hlyti að dáleiða kvöldgestinn. En það er hægt að fá fólk til að tala á tvennan hátt, með því að gera það reitt eða með því að ná trúnaði þess. Og röddin er mitt hljóð- færi. Raunin er sú að ég kemst óskaplega langt á því að vera blíður." Hann þagnar smástund, en segir svo: „Ég hef aldrei verið að sækjast eftir hlustendum, en mér skilst að Kvöldgestir hafi fastan hlustendahóp. Þátturinn er róandi og fólk slakar á, enda er það ekki tilviljun að hann er sendur út seint á kvöldin. Ég hef heyrt af hjónum sem fara í náttfötin, hita sér kakó, kveikja á kertaljósi og hlusta saman á þáttinn. Einnig hef ég heyrt að sumir hlust- endur fái sér rökkursvefn til að geta vakað eftir þættinum, sem lýkur á miðnætti.“ — Hvers vegna ertu að hætta núna? „Ég held ég sé orðinn þreyttur,“ svarar hann. „Ég tók þessa ákvörðun fyrir fimm árum.“ — Og þú art auðvitað svo þijóskur að þú getur ekki breytt henni,“ skýtur blaða- maður inn í. — „Ne-ei, ég er nefnilega naut. Mér fínnst gott að hætta um vor eins og þegar ég gekk inn í Útvarpið um vor ungur og galinn. Nú geng ég út gamall og galinn og veit ekki hvað bíður mín.“ — Óttastu það dálítið? „Já, ég óttast það dálítið, en jafnframt finnst mér það gott. Ég hef alltaf þurft að taka einhveija áhættu. Nú ætla ég að snúa mér að því að skrifa, því ég á margt ógert í þeim efnum." Þegar við kveðjumst gengur blaðamaður út í vorið og sólina með orð Jónasar í vega- nesti: „Vertu blessuð — og passaðu þig á bílunum." Davíð Stefánsson Aðalstöðin: Ljóða- flutningur Aðalstöðin og Landsbanki ís- lands hafa tekið höndum ''saman um ljóðaflutning á Aðalstöðinni. Verða ljóðin í formi örþátta, þ.e.a.s. leiknar verða upptökur, þar sem skáldin lesa eigin ljóð inn á milli laga og tekur því hver upplestur aðeins frá einni til þriggja mínútna. Baldvin Jónsson útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrstu ljóða- lestrarnir yrðu sendir út á skírdag. „Fálkinn átti gamlar upptökur margra stórskálda eins og Tómasar Guðmundssonar, Þórbergs Þórðar- sonar, Davíðs Stefánssonar, Sigurðar Nordals og Steins Stein- ars. Steinar hljómplötuúgáfa keypti þetta efni á sínum tíma og þeir færðu þetta fyrir okkur yfir á segulbönd. Þessir upplestrar voru oftar en ekki teknir upp á gamla mátann, með stálþræði og Steinar sá einnig um að hreinsa burtu aukahljóðin, sem fylgdu með. Síðan komum við þessu í búning til flutn- ings.“ Eftir páska stendur til að fá yngri skáld eins og Bubba Morth- ens, Sjón, Vigdísi Grímsdóttur og fieiri, til að lesa ljóðin sín, sem verða síðan flutt sem örþættir. Þá eru til þættir þar sem Matthías Johannessen les eigin ljóð. „Við völdum að senda þessa upplestra í örþáttum, því við töldum að hlust- endum þætti ennþá skemmtilegra að fá öðru hvoru fallega lesið ljóð í stað þess að vera með ákveðna Ijóðaþætti. Það er sérstaklega gam- an að þessu vegna þess að þarna eru stórskáldin sjálf að lesa,“ sagðai Baldvin. Að sögn Baldvins telja málrækt- armenn að með auknum ljóðalestri aukist málvitund almennings og tilfínning fyrir málinu. Aðalstöðin hóf fyrir nokkru að senda út ör- þætti til að efla íslenskukunnáttu landsmanna og heita þeir íslenskt mál. -----» ■ 4--- Sjónvarpið: r' Urslitaþátt- ur í Kontra- punktum Undanfarnar vikur hafa íslend- ingar, Finnar, Sviar, Danir og Norð- menn reynt með sér í keppni um það, hvetjir kunna gleggst skil á tóndæmum frá hinum ýmsu skeið- um tónlistarsögunnar. Að kvöldi föstudagsins langa kl. 22.00 hefst spurningakeppni Norð- urlandaþjóðanna og þá fæst loks úr því skorið hver þeirra er best að sér í fræðunum. Keppnin fer fram í Danmörku. Fyrir Íslands hönd taka þátt þeir Gylfí Baldurs- son, Valdemar. Pálsson og Ríkarður Örn Pálsson. Stjórnandi og spyijandi þáttanna er Svíinn Sixten Nordström.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.