Morgunblaðið - 23.04.1992, Síða 2
2 D
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNÐLÍF FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
Hótel
Hótel íslandað
fullu tilbúið 1. maí
I BYRJUN maí verður Hótel Is-
land opnað formlega en fram-
kvæmdir við hótelið, sem hófust
fyrir ári síðan, lýkur í lok þessa
mánaðar. Alls munu það vera 77
herbergi sem bætast við hótelið
en í fyrra voru opnuð 42 her-
bergi. Konráð Guðmundssonar
hót.elstjóri Hótel Sögu sem nú sér
um rekstur Hótel Islands segist
ekki geta gefið upp kostnað við
framkvæmdirnar en þær munu
vera undir framkvæmdaáætlun.
Eftir framkvæmdirnar verða alls
tilbúin 119 tveggja manna herbergi
og þar af 3 svítur. Að sögn Konr-
áðs verður ýmsum séróskum mætt
á Hótel íslandi, t.d. verður herbergi
fyrir hreyfihamlaða og fyrir þá sem
ekki vilja hafa gólfteppi. Herbergin
eru öll með baðherbergi. „Auk
Vestmannaeyjar
Hagnaður
sparisjóðsins
12,4 millj.
Hagnaður hjá Sparisjóði Vest-
mannaeyja varð 12,4 milljónir
króna á síðasta ári á móti 7,4
milljónum árið áður. Eigið fé
sparisjóðisins í árslok 1991 nam
114,7 milljónum og hafði aukist
um 21% á árinu.
Skv. ársskýrslu Sparisjóðs Vest-
mannaeyja námu innlán í sjóðnum
að meðtöldum seldum bréfum veð-
deildar 887,9 milljónum króna um
síðustu áramót. Innlánaaukning
milli ára var 21%, en að meðaltali
var innlánaaukning viðskiptabanka
og sparisjóða 14,5% á síðasta ári.
Heildarútlán í Sparisjóði Vest-
mannaeyja að viðbættum útlánum
veðdeildar námu 812,3 milljónum
um síðustu áramót samanborið við
668,5 milljónir króna árið áður. Um
er að ræða 21,5% útlánaaukningu.
í stjórn Sparisjóðs Vestmanna-
eyja eiga nú sæti Arnar Sigur-
mundsson, formaður, Ragnar Osk-
arsson, varaformaður, Gísli Guð-
laugsson, Þorbjöm Pálsson og
Skæringur Georgsson. Sigurgeir
Kristjánsson gaf ekki kost á sér til
endurkjörs á síðasta aðalfundi, en
hann hefur átt sæti í stjórn spari-
sjóðsins í 34 ár, þar af sem formað-
ur frá 1974. Sparisjóðsstjóri er
Benedikt Ragnarsson.
hinna 77 nýju herbergja er einnig
verið að ganga frá morgunverðarsal
og fundarsal sem tekur 60-70
manns,“ segir Konráð.
Nú þegar er búið að bóka rúm-
lega 70% af herbergjum hótelsins
frá maí til september. En stærsti
hluti bókananna kemur frá ferðs-
skrifstofum og mikið af þeim eru
hópar.
Að sögn Konráðs mun skemmti-
staður hótelsins áfram verða rekin
í því formi sem verið hefur.
Lántaka
Iðnlána-
sjóður tekur
lán hjá NIB
NÝLEGA var gengið frá lán-
töku Iðnlánasjóðs hjá Nor-
ræna fjárfestingarbankanum
(NIB) í Helsinki. Lánið er að
fjárhæð 360 milljónir króna
og er til 15 ára. Það er tekið
í þýskum mörkum.
Þetta er sjötta lántaka Iðn-
lánasjóðs hjá Norræna fjárfest-
ingarbankanum en samtals
nema nú lán til sjóðsins frá
bankanum 1.1931 milljón. Láns-
samningurinn var undirritaður í
Reykjavík af Þórhalli Ásgeirs-
syni og Guðmundir Tómassyni
f.h. bankans og Braga Hannes-
syni f.h. Iðnlánasjóðs.
SAMNIIMGURINN — Við undirritun samningsins. Á myndinni eru í fremri röð taið frá hægri
Pálmi Jónsson, fjármálastjóri Innkaupastofnunar ríkisins, Ásgeir Jóhannsson, forstjóri Innkaupastofnunar
ríkisins, Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals og Kristján Óskarsson, deildarstjóri tölvudeildar
Tæknivals. Standandi frá hægri eru Ómar Örn Ólafsson, deildarstjóri tæknideildar Tæknivals, Sveinn Áki
Lúðvíksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Tæknivals, Agnes Vilhelmsdóttir, umsjónarmaður samningsins fyrir
hönd Innkaupastofnunar, Jónas Hreinsson, deildarstjóri rekstrarvörudeildar Tæknivals og Gunnar Ólafsson,
markaðsfulltrúi hjá Tæknivali.
Tölvur
Umtalsverð lækkun á ríkis-
samningi um tölvukaup
SAMNINGURINN sem Innkaupastofnun ríkisins gerði við Tækniv-
al hf. í sl. viku um kaup og sölu á einmenningstölvum til handa
opinberum stofnunum er um 12-13% lægri en samningurinn sem
gerður var í fyrra. Að sögn Agnesar Vilhelmsdóttur umsjónar-
manns samningsins fyrir hönd Innkaupastofnunar bárust alls til-
boð frá 10 aðilum og voru lægstu tilboðin mjög jöfn.
Vegna þess hve lægstu tilboðin
voru jöfn og umfangs útboðsins
varð nokkur dráttur á ákvörðun
Innkaupastofnunuar um hvaða til-
boði skyldi taka, en tilboðsfrestur-
inn rann út þann 5. febrúar sl.
Agnes segir tilboði Tæknivals um
Hyundai-einmenningstölvur hafa
verið tekið þar sem það hafi verið
lægst samkvæmt útboðslýsingu
að áliti sérfróðra manna. Samn-
ingurinn gildir til maí loka á næsta
ári. Áætlað verðmæti hans er
100-150 milljónir króna.
Þetta er annað árið í röð sem
Innkaupastofnun ríkisins efnir til
útboðs af þessu tagi og samkvæmt
upplýsingum þaðan hafa undir-
tektir verið mjög góðar, Rétt til
kaupa samkvæmt samningnum
eru ríkisstofnanir og fyrirtæki í
eigu ríkisins, ásamt ríkisstarfs-
mönnum, skóiar og bæjar- og
sveitarfélaög og starfsmenn
þeirra.
Lífeyrismál
Tveir lífeyrissjóðir sameinaðir
Lífeyrissjóðir málm- og skipasmiða og byggingarmanna sameinaðir frá og með 1. júní nk.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Lífeyrissjóð málm- og skipa-
smiða og Lífeyrissjóð byggingarmanna þann 1. júní nk. Þessir sjóð-
ir verða þá formlega lagðir niður og stofnaður nýr lífeyrissjóður
á grunni þeirra beggja sem verður fjórði stærsti lífeyrissjóður
landsmanna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur Jó-
hannes Siggeirsson, framkvæmdasljóri hjá íslandsbanka verið ráð-
inn framkvæmdasljóri hins sameinaða sjóðs.
Tillaga um sameininguna verður
lögð fram á þingi Málm- og skipa-
smiðasambands íslands tii sam-
þykktar í byrjun maí. Á sama tíma
verður efnt til fundar hjá aðilum
að Lífeyrissjóði byggingarmanna
þar sem lögð verður fram sams
konar tillaga. Lauslega áætlað
verða heildareignir hins nýja sjóðs
um 8 milljarðar króna. Gert er ráð
fyrir að gömlu sjóðirnir starfi sem
sérstakar deildir í hinum nýja sjóði
frá 1. júní nk. til ársloka 1993.
Fyrir þann tíma mun hins vegar
fara fram tryggingarfræðilegt mat
á skuldbindingum hvors sjóðs
þannig að endanleg sameining fer
fram 1. janúar 1994. Hins vegar
verður hætt að taka við iðgjöldum
í gömlu sjóðina frá og með lokum
maímánaðar.
Jóhannes Siggeirsson var ráðinn
framkvæmdastjóri hjá íslands-
banka við sameiningu bankanna
fjögurra sem að honum stóðu en
þar áður starfaði hann sem fram-
kvæmdastjóri hjá Lífeyrissjóði
málm- og skipasmiða um fimm ára
skeið.
œ1
(LíilKlfilScÐálíSQOB
nrQ0GHM®G)fi)a)[IMKIG)G)
veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum
• Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag-
stæðum greiðslukjörum.
• Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign
eða bankaábyrgð.
• Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna
í samvinnu við umsækjendur.
• Lán frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í
upphafi.
Lánasjóðurinn er i eigu Norðurlandanna alira. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e.
Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Lánasjódur Vestur-Norðurlanda
hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð,
pósthólf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044.
- I ■ ' _______________
Verðbréf
Nýr tilboðsmarkaður
fyrir hlutabréf
STEFNT er að því að hefja viðskipti með hlutabréf á sameiginlegum
tilboðsmarkaði verðbréfafyrirtækjanna þann 5. maí nk. Gert er ráð
fyrir að á þessum markaði muni fara fram viðskipti með hlutabréf
félaga sem ekki eru skráð hjá Verðbréfaþingi íslands. Þetta er veru-
leg breyting frá núverandi fyrirkomulagi þar sem verðbréfafyrirtæk-
in hafa hvert í sínu lagi skráð gengi hlutabréfa. Viðræður hafa far-
ið fram við forráðamenn Verðbréfaþings um að þingið taki að sér
rekstur viðskiptakerfisins.
Með hinum nýja tilboðsmarkaði
breytist verðmyndun hlutabréfa og
viðskiptahættir á markaðnum.
Verðbréfafyrirtækin munu öli birta
sömu upplýsingar um hæsta kaup-
gengi og lægsta sölugengi og ekki
er gert ráð fyrir að þau gegni hlut-
verki viðskiptavaka með sama hætti
og verið hefur. Viðskiptin munu
fara fram með þeim hætti að kaup-
endur og seljendur gera bindandi
tilboð eða ganga að fyrirliggjandi
tilboðum og öll tilboð verða skráð
í einu viðskiptakerfi. Verðbréfafyr-
irtækin geta síðan skoðað hvaða
tilboð liggja fyrir í bréf einstakra
félaga á markaðnum og fyigst með
viðskiptunum jafnóðum og þau
verða. í lok hvers dags verða birtar
tölur um magn viðskipta, lokagengi
dagsins og gærdagsins ásamt hag-
stæðustu kaup- og sölutilboðum.
Þessar upplýsingar munu síðan
verða birtar í ijölmiðlum.
Forráðamenn verðbréfafyrir-
tækjanna telja að með hinum nýja
tilboðsmarkaði verði verðmyndun
sýnilegri og markaðurinn virkari
en verið hefur. Þannig geta bæði
viðskiptaaðilar og almenningur
fylgst betur með raunverulegu verði
og veltu á hlutabréfamarkaði.