Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 4
4 D
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI
Eignii • og skuldir heimilanna
á tímabilinu 1980 til 1992
Skuldsetning íslenskra heimila kann að skjóta mörgum skelk í bringu, ekki síst í ljósi þess að eignir eru minni hér en
víða annars staðar. Jafnvægi í fjármálum ríkissjóðs er þó mun mikilvægara.
Á EFRI MYNDINNI sést hvernig skuldir íslenskra heimila hafa vaxið sem hlutfall af ráðstöfunartekjum (þ.e. tekjum heimila eftir
skatta) á níunda áratugnum. Til samanburðar er sama hlutfall sýnt (Bandaríkjunum og Bretlandi en þar hefur svipuð þróun orðið sem
og raunar einnig í fiestum vestrænum ríkjum. Á níunda áratugnum jukust eignir einstaklinga líka mikið, bæði vegna hækkunar á verði
hlutabréfa víða um heim og vegna hækkandi fasteignaverðs. Þótt aukning eigna hafi að einhverju marki haidist í hendur við hækkun
skulda á síðasta áratug virðist augljóst að sömu heimilín eiga ekki jafnan hlut. Eignir sumra heimila hafa aukist en skuldir annarra.
Greiðslubyrði margra heimiia er því mun þyngri nú en fyrir tíu árum.
NEÐRI MYNDIN sýnir þróun landsframleiðslu og samneyslu á fslandi og í ríkjum OECD að meðaltali og eru vísitölurnar settar á
100 árið 1980. Langstærstu liðir samneyslu eru útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála og til skóla- og menntamála. Á islandi hefur
svokölluð samneysla vaxið úr 100 árið 1980 í 162,8 árið 1991 og 162,3 árið 1992 (það er niðurskurður velferðarkerfisins sem svo
mikla athygli hefur hlotið hér á síðustu mánuðum). Landsframleiðsla hefur vaxið á sama tíma úr 100 árið 1980 í 130 áríð 1992.
Hverfandi aukning hefur orðið í samneyslu í ríkjum OECD síðustu þrjú árin.
eftir Sigxirð B.
Stefánsson
Mikilvæg skref í átt til frjáls-
ræðis í lánaviðskiptum voru stigin
snemma á níunda áratugnum,
fyrst í Bandaríkjunum og Bret-
landi að frumkvæði ríkisstjórna
Reagans og Thatcher, en síðar í
fjölmörgum öðrum ríkjum og einn-
ig hér á íslandi. Níundi áratugur-
inn varð á margan hátt sögulegur
á sviði fjármála, bæði á alþjóðleg-
um vettvangi og á innanlands-
markaði víða um lönd. í þann
mund sem fijálsræði í lánavið-
skiptum tók að aukast í upphafi
áratugarins varð bylting í upplýs-
ingatækni og fjarskiptum og fjár-
munir tóku að flytjast aftur og
fram heimsálfa á milli án afláts
allan sólarhringinn.
Upp úr 1980 voru vextir á al-
þjóðamarkaði afar háir. Fyrirtæki
voru víða skuldsett og hið opin-
bera var ekki betur statt eftir olíu-
verðshækkanir, verðbólgu og at-
vinnuleysi áttunda áratugarins. Á
árunum eftir 1980 tóku stjómvöld
í mörgum ríkum til hendinni í fjár-
málum sínum og fyrirtæki bættu
eiginfjárstöðu sína með útgáfu
nýrra hlutabréfa sem þá var oft
auðveld á tímuni hækkandi hluta-
bréfaverðs og aukinna umsvifa í
helstu kauphöllum heimsins. Um
1990 var fjárhagur í atvinnu-
rekstri og fjárhagur hins opinbera
víðast hvar í mun betra jafnvægi
en tíu árum áður. Þá brá hins
vegar svo við að umskipti höfðu
orðið til hins verra í fjármálum
heimilanna og skuldsetning þeirra
aukist mikið.
Skuldir heimila árið 1991
voru víða orðnar svipaðar
og árstekjur eftir skatta
Efri myndin hér á síðunni sýnir
hvemig skuldir íslenskra heimila
hafa þróast síðustu tvo áratugina
sem hlutfall af árstekjum þeirra
eftir skatta. Sama hlutfall er sýnt
í Bandaríkjunum og Bretlandi til
samanburðar. Upp úr 1980 varð
breyting á lánshögum heimilanna
með auknu fijálsræði í lánavið-
skiptum og fjármálum almennt og
skuldir þeirra tóku þá að aukast.
í Bandaríkjunum óx skuldahlut-
fallið úr 70-75% af árstekjum eft-
ir skatta í upphafi níunda áratug-
arins í 100-105% undir lok hans.
í Bretlandi hækkaði hlutfallið úr
um 55-60% í 115% á sama tíma.
Á íslandi var hlutfall skulda heim-
ilanna af árstekjum þeirra eftir
skatta um 30-33% um 1980 en
hefur síðan hækkað jafnt og þétt
á hveiju ári og stefnir í 105-107%
á árinu 1992. Athygli vekur á
myndinni að skuldahlutfallið virð-
ist hafa náð hámarki í Bandaríkj-
unum og Bretlandi árið 1990 eða
1991 en stefnir enn hratt upp á
íslandi þótt það hafí þegar náð
nokkurn veginn jafnhátt
(105-107% á móti 115 og 105%
í Bretlandi og Bandaríkjunum) hér
og í hinum ríkjunum.
Á myndinni er einnig athyglis-
vert að skuldir heimilanna sem
hlutfall af árstekjum eftir skatta
eru nokkuð stöðugar á árunum frá
1970 til 1980 en þó afar mismun-
andi milli þessara ríkja — um
70-75% í Bandaríkjunum, um
55-60% í Bretlandi og um
30-33% á íslandi. í þessum mis-
mun endurspeglast áreiðanlega
mismunandi aðstæður á fjármála-
markaðj og venjur og siðir í Hveiju
landi. Á Islandi hefur það vafa-
laust haft sín áhrif til lækkunar
hlutfallsins að raunvextir voru
neikvæðir á þessum árum, stund-
um 4-15 til 4-20% þannig að um
fímmtungur skulda brann upp á
hveiju ári ásamt mótsvarandi
sparifé.
Neikvæðir raunvextir á
Islandi héldu
skuldahlutfalli niðri á
árunum 1971 til 1980
Eftir að verðtrygging varð al-
menn á fjármálamarkaði á íslandi
upp úr 1980 tók fyrir þessa þróun
á fáum árum og skýrir upphaf
verðtryggingar líklega mikla
aukningu í skuldahlutfalli heimil-
anna á fyrri hluta níunda áratug-
arins. Ef verðbólga hefði ekki
brennt upp skuldir og sparifé á
móti kynni skuldahlutfall heimila
á íslandi að hafa verið um helm-
ingur af árstekjum á áttunda ára-
tugnum og nær því sem var í Bret-
landi en hér er þó um hreina ágisk-
un að ræða. Með slíkri leiðréttingu
hefði hlutfallið á íslandi ekki
hækkað miklu meira en í Banda-
ríkjunum eða Bretlandi, a.m.k.
ekki enn sem komið er.
í Bretlandi og Bandaríkjunum
hafa menn þungar áhyggjur af því
að skuldsetning heimila kunni að
hafa töluverð áhrif á hagþróun á
næstu árum. Jafnvel þótt ekki
komi til þess að heimili verði unn-
vörpum gjaldþrota, sem ekki er
talið líklegt, mun skuldsetning
þeirra óhjákvæmilega draga úr
ráðstöfunarfé einstaklinga og
kaupum þeirra á neysluvörum og
þjónustu næstu misserin. Sam-
dráttur hefur verið í framleiðslu
bæði í Bandaríkjunum og Bret-
landi síðustu tvö árin en aukin
kaup einstaklinga á vörum og
þjónustu, oft með lántöku, eru
stundum fyrstu merki þess að
efnahagslægð sé senn á enda og
bati í nánd. Nú óttast menn að
einstaklingum þyki ekki árennilegt
að skuldsetja sig enn frekar til að
auka neyslu en hafí jafnframt
minna fé handbært vegna þungrar
greiðslubyrði.
Skuldsetning heimila kann
að hafa minni áhrif á
hagvöxt á íslandi en í
iðnríkjum
Á íslandi eru aðstæður að lík-
indum aðrar vegna þess hve hag-
kerfi okkar er lítið og opið. Aukin
neysla kemur jafnan fram sem
aukin eftirspurn eftir innfluttum
vörum og þjónustu hér og sam-
dráttur í neyslu kemur fyrst og
greinilegast fram í minni innflutn-
ingi og minni viðskiptahalla. Þótt
óvíða sé meiri þörf en hér á óvænt-
um atburðum sem örvað gætu
framleiðslu innanlands (sjá vísitölu
landsframleiðslu á neðri myndinni
sem ekkert hefur aukist frá árinu
1987) er ekki áhyggjuefni að sinni
að neysla landsmanna sé of lítil.
Þvert á móti er ráð fyrir því gert
í þjóðhagsspá að einkaneysla
minnki um u.þ.b. 6% á árinu 1992
sem nauðsynlegur liður í sam-
drætti þjóðarútgjalda, minni við-
skiptahalla við útlönd og betra
efnahagslegu jafnvægi. Mikil
skuldsetning heimilanna gerir að
sínu leyti ekki ósennilegra að sú
spá gangi eftir.
Um leið og skuldir heimilanna
jukust mikið í flestöllum vestræn-
um ríkjum og Japan á níunda ára-
tugnum jukust eignir heimila á
sama tíma einnig mikið, bæði fast-
eignir og verðbréfaeign, ekki síst
vegna umtalsverðrar verðhækkun-
ar á báðum sviðum. í’Japan nam
hrein eign heimila (þ.e. eignir
umfram skuldir, fasteignir með-
taldar) fimmföldum árstekjum árið
1980 en náði hápunkti árið 1989
í 8,7-földum tekjum. Árið 1991
var hrein eign meðalheimilis í Jap-
an enn áætluð meira en sjöfaldar
árstekjur eftir skatta og í Bret-
landi nemur hrein eign meðalheim-
ilis um fimmföldum árstekjum,
a.m.k. um 25% hærri en í upphafí
síðasta áratugar. Mun hærra
skuldahlutfall veldur því minni
áhyggjum en ella þar sem eignir
standa á móti.
Hrein eign íslensks heimilis
1991 var hlutfallslega mun
minni en í
nágrannalöndunum
í Bandaríkjunum minnkaði
hrein eign heimilanna sem hlutfall
af árstekjum aftur á móti á árun-
um 1980 til 1991 en var um 4,5-
faldar árstekjur síðarnefnda árið.
Þar þykir vera áhyggjuefni hve
skuldir heimila hafa aukist mikið
í hlutfalli við tekjur án þess að
eignir hafi aukist enn meira. En
hver er þá hrein eign heimila á
íslandi að meðaltali í hlutfalli við
árstekjur?
Skuldir íslenskra heimila í lok
septembermánaðar 1991 námu
liðlega 208 milljörðum króna. í
opinberum gögnum er aftur á
móti engar beinar upplýsingar að
fínna um eignir heimila og ef til
vill líkt okkur Íslendingum að
þekkja skuldir til hlítar en eignim-
ar ekki. Þetta er þó vitað: Verð-
mæti íbúðarhúsa sem hluti af þjóð-
arauði nam liðlega 309 milljörðum
kr. í árslok 1990, áætlað um 330
milljarðar kr. í árslok 1991. Innlán
banka og sparisjóða námu um 145
milljörðum kr. í árslok 1991. Þau
eru oft talin að þremur fjórðu hlut-
um í eigu einstaklinga og því má
ætla að um 109 milljarðar kr. af
innlánum séu í eigu heimilanna.
Andvirði verðbréfa í eigu heimila
(lausleg ágiskun höfundar) gæti