Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNÐLÍF FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
D 5
;
verið um 50-60 milljarðar kr. í
árslok 1991. Eignir lífeyrissjóða á
þeim tíma námu um 155-160
milljörðum kr., allar óbeint í eigu
heimilanna.
Samtals er verðmæti þessara
eigna um 650-660 milljarðar kr.
eða um 450 milljarðar kr. að frá-
dregnum skuldum. Séu þessar
ágiskanir réttar er hrein eign ís-
lenskra heimila aðeins um tvöfald-
ar árstekjur þeirra eftir skatta
(jafnvel þótt eignir lífeyrissjóð-
anna séu taldar með), innan við
helmingur af hreinni eign banda-
rískra heimila í hlutfalli við árs-
tekjur þeirra, um 40% af hreinni
eign meðalheimils í Bretlandi og
innan við þriðjungur af meðaleign
heimilis í Japan í hlutfalli af árs-
tekjum þeirra (sjá OECD Ec-
onomic Outlook, desember 1991).
Misvægi í fjármálum
ríkissjóðs er mun
alvarlegra en skuldasetning
einkaaðila
Þótt eignatölurnar íslensku séu
ekki að fullu samanburðarhæfar
við erlendar tölur er það þó sá
samanburður okkar við útlönd sem
einkum vekur ugg. Skuldir ís-
lenskra heimila í hlutfalli af árs-
tekjum þeirra eftir skatta eru sam-
bærilegar við það sem gerist í
öðrum löndum en hrein eign ís-
lensks heimilis er aðeins um þriðj-
ungur til helmingur af hreinni
meðaleign heimila í sömu löndum
þegar eignir eru reiknaðar sem
hlutfall af árstekjum eftir skatta.
Þess vegna hlýtur að þrengja
meira að íslenskum heimilum nú
vegna skuldsetningar en beinn
samanburður á skuldahlutföllum
bendir til. Afar æskilegt væri að
birtar væru opinberar áætlanir um
efnahagsreikning heimila á íslandi
fólki til stuðnings þegar það rejm-
ir að ráða í fjárhag sinn, eignir
og skuldir, tekjur og gjöld.
Skuldir einstaklinga og fyrir-
tækja þeirra þurfa í sjálfu sér
ekki að vera áhyggjuefni annarra
en þeirra sjálfra. Oðru máli gegn-
ir um hið opinbera vegna þess að
fjármál ríkisins hafa áhrif á allt
peningakerfi þjóðarinnar. Neðri
myndin hér á síðunni sýnir lands-
framleiðslu á íslandi og í ríkjum
OECD og samneyslu á sömu stöð-
um til samanburðar en lang-
stærstu þættir hennar eru heil-
brigðis- og tryggingamál og skóla-
og fræðslumál. í ríkjum OECD
hefur samneysla í reynd vaxið
minna en framleiðsla á árunum frá
1980 til 1992 (áætlun). Á íslandi
hefur samneysla vaxið úr 100 árið
1980 í 162,8 árið 1991 eða 162,3
samkvæmt þjóðhagsspá fyrir árið
1992 en framleiðsla úr 100 árið
1980 í 121,4 samkvæmt áætlun
fyrir árið 1992.
Af þessari miklu aukningu í
útgjöldum ríkisins hefur stafað
mikil lántaka í útlöndum og þensla
í peningakerfi þjóðarinnar. Lang-
varandi útgjöld ríkissjóðs umfram
tekjur eru áhyggjuefni vegna þess
að þau valda misvægi í peninga-
málum og þau geta valdið verð-
bólgu, viðskiptahalla og annarri
truflun fyrir heilbrigða atvinnu-
starfsemi í landinu eins og dæmin
sýna. Af þeim ástæðum hafa nú-
verandi stjórnvöld gripið til ráð-
stafana til að stuðla að betra jafn-
vægi í fjármálum ríkisins. Myndin
sýnir einnig að fjarstæðukennt er
að óttast um velferðarkerfið þótt
útgjöld til samneyslu aukist ekki
um sinn. Ef markmið stjómvalda
urn jafnvægi í ríkisbúskapnum
nást á þessu ári og því næsta er
líklegt að fjármál heimilanna leið-
rétti sig sjálfkrafa á nýjan leik í
tímans rás.
Höftmdur er framkvæmdnstjóri
VÍB — Verðbréfamarkaðs íslands-
banka hf.
Flug
Verður Dornier 328 skrúfuþotan
Mercedes Benz smærri flugfélaga?
OFT ER sagt um Mercedes Benz-
bifreiðar að þær séu draumur á
fjórum hjólum og í hugum flestra
eru bifreiðar af Benz-gerð tákn
um gæði í hvítvetna, traust og
styrkleika. Á undanförnum árum
hefur stórfyrirtækið Daimler-
Benz markvisst haslað sér völl á
fleiri sviðum en bílaframleiðslu.
Þannig hefur fyrirtækið sótt fram
í rafeindatækni, fjármálaumsýslu
og síðast en ekki síst í flugiðnaði
eins og hér verður greint frá.
Deutsche Aerospace, dótturfyrir-
tæki Daimler-Benz, tefldi fyrir
skömmu fram nýrri hraðfleygri
skrúfuþotu sem kallast Dornier 328.
Nýja flugvélin rúmar 30-33 farþega
og er með jafnþrýstu farþegarými.
Dornier 328 nýtur þess umfram flest-
ar aðrar skrúfuþotur sem nú eru á
boðstólum að hönnun hennar hófst
fyrir fáum árum og þess vegna er
vélin tæknilega nýjust af nálinni í
þessum flokki flugvéla. Þetta kemur
m.a. glöggt fram í því hve Dornier
328 er hraðfleyg en sem dæmi um
það má nefna að flugvélin yrði að-
eins 29 mínútur að fljúga milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Með fyr-
irtæki á borð við Daimler-Benz að
bakjarli ætla margir að Dornier 328
geti skapað sér áþekkan sess og
Mercedes-Benz meðal farþegaþotna
í þessum stærðarflokki.
í byijun virðist ætla að blása byr-
lega fyrir Domier 328 og í því sam-
bandi vekur tvennt athygli, annars
vegar góð sala flugvélarinnar og hins
vegar lofar reynsluflugið góðu.
Fyrsta flugvélin af Dornier 328-gerð
hóf umfangsmikla reynsluflugáætlun
6. desember sl. og í tilraunum sem
þegar eru að baki hefur flugvélin
sýnt betri afkastagetu en ráð var
fyrir gert. T.d. er orðið ljóst að flug-
drægið er 70 sjómílum meira en
upphaflega var áætlað. Fyrsta flug-
vélin verður tilbúin til notkunar
snemma árs 1993 og verður þá af-
hent svissneska flugfélaginu Shun-
shine Aviation. Samtals hafa 148
Dornier 328-flugvélar verið seldar,
þar af eru 70 með svokölluðum kaup-
rétti.
Persaflóastyijöldin og samdráttur
í efnahagslífí heimsins hafa dregið
mjög úr flugvélasölu og skiptir þá
ekki máli hvort um er að ræða þotur
af stærstu gerð eða skrúfuþotur á
borð við Dornier 328. Á sl. ári skaut
Dornier keppinautum sínum ref fyrir
rass því Dornier 328 var mest selda
skrúfuþotan i heiminum, þrátt fyrir
að hún væri enn í smíðum. Fyrir
íslendinga má geta þess að tvö ná-
grannaflugfélög okkar, Grænlands-
flug og Widerö í Noregi, eru meðal
flugfélaga sem eiga í viðræðum við
Deutsche Aerospace um kaup á
Dornier 328.
Það er grimm samkeppni milli
flugvélaframleiðenda sem selja
skrúfuþotur á stærðarbilinu 19-50
sæti. Þannig eru helstu keppinautar
Dornier 328 hin 34 sæta Saab 340,
Dash 8-100 sem er 36 sæta og frá
Kanada, British Aerospace Jetstream
41 sem tekur 28 farþega og loks
Embraer Brasilia frá samnefndu
landi sem tekur 28 farþega. Það eru
fyrst og fremst fjögur atriði sem
Dornier 328 er sögð hafa umfram
fyrrnefnda keppinauta.
í fyrsta lagi er Domier 328 mjög
hraðfleyg flugvél með því að vera
farin að nálgast þotuhraða og nær
640 km hámarksfarflugshraða á klst.
(345 hnútum). Deutsche Aerospace
ábyrgist einnig að beinn flugrekstr-
arkostnaður 328 verði 10% minni á
hveija flogna sætismílu en hjá helstu
keppinautunum. Þá hefur fyrirtækið
reiknað út að áreiðanleiki í rekstri
verði 99,6% (sama og Dornier 228)
sem þýðir að af hveijum 1.000 flug-
ferðum má búast við að aðeins 4
muni seinka um meira en 15 mín
af tæknilegum ástæðum.
Ennfremur þýðir óvenjugóð af-
kastageta Domier 328 að fullhlaðin
þarf Domier 328 aðeins 840 metra
flugbraut. Loks heldur framleiðand-
inn því fram að Domier 328 bjóði
upp á betri þægindi en keppinautarn-
ir og hafi sambærileg þægindi fyrir
farþega og 150-350 sæta Airbus-
farþegaþotur a.m.k. hvað varðar
rými á hvern farþega. Farþegarými
vélarinnar er sömuleiðis sagt það
hljóðlátasta sem þekkist í skrúfuþot-
um.
Dornier 328 hefur vakið athygli
fyrir mikla afkastagetu og góða flu-
geiginleika enda á byggt á hátækni-
vængjum Dornier 228, 19 sæta flug-
vél frá sama fyrirtæki. Sú síðar-
nefnda vakti einmitt athygli á Is-
landi fyrir flugeiginleika sína, fyrst
á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli
og síðar í áætlunarflugi hér á landi
á árunum 1989-1990.
Deutsche Aerospace spáir því að
á næstu 20 árum verði markaður
fyrir allt að tvö þúsund skrúfuþotur
af svipaðri stærð og Domier 328.
Þetta er stór markaður en samkeppn-
in er óvægin eins og fyrr segir.
Deutsche Aerospace hefur varið 700
milljón mörkum (25 milljörðum kr.)
í þróun og smíði Domier 328-vélar-
innar og til að standa undir þessari
gríðarlegu fjárfestingu þarf að selja
um 360 flugvélar. Markaðskannanir
fyrirtækisins hafa leitt í Ijós að flug-
félög sýna talsverðan áhuga á stærri '
útgáfu af Dornier 328, svokallaðri í
S-gerð. Slík flugvél myndi rúma 48
farþega og gæti verið komin í notkun
árið 1995.
Eiginleg flugvélaframleiðsla í i
Þýskalandi stendur á gömlum merg, j
t.d. var fyrsta flugvélin af Domier- t
gerð smíðuð árið 1914. Eftir síðari \
heimsstyijöldina hefur flugiðnaður
landsins aðallega verið byggður upp i
með því að taka þátt í margvíslegum í
samvinnuverkefnum við aðrar þjóðir, i
svo sem innan evrópsku Airbus- |
samsteypunni er smíðar samnefndar t
farþegaþotur sem eru stærri en 150 |
sæti. Framundan hjá Deutsche Ae-
rospace er að vera leiðandi aðilinn í t
samvinnuverkefni með ítölskum og »
frönskum flugiðnaðarfyrirtækjum >;
um smíði nýrra tveggja hreyfla far- |
þegaþotna í stærðarflokknum
88-125 sæti. Þessar fyrirhuguðu
þotur em kallaðar Regioliner 92 og |
122 og ef ráðist verður í smíðina |
verða þær algjörlega ný hönnun í >
þessum stærðarflokki. Domier 328 5
er hins vegar stærsta og fullkomn-
asta flugvél sem þýskt fyrirtæki ber I
eitt ábyrgð á eftir síðari heimsstyij- i
öldina.
Deutsche Areospace var stofnað 1
árið 1985 og er fyrirtækið að öllu f
leyti í eigu Daimler-Benz. Þekkt f
flugiðnaðarfyrirtæki á borð við Mess- f
erschmitt, flugdeilda AEGxTelefun- I
ken, hreyflafyrirtækið MTU-Motor- J
en & Turbinen Union og loks Dorni- >
er hafa verið keypt og sameinuð |
undir hatti Deutsche Aerospace.
W ' • >
; Wmi
GLÆSILEG BMW 5 LINA
FYRIR FÓLK SEM GERIR KRÖFUR
Verð frá kr. 1,995,000.-
- , U.W , A. .w»f ■UL'.* .askiaL»klLÍáÍM
Hvað er það sem gerir BMW bfla áhugaverðari en aðra?
BMW bílar eru kraftmeiri, sportlegri, glæsilegri, þægilegri og öruggari. BMW 5
línan er einn öruggasti bíll heims og hefur það verið staðfest með
árekstrarprófunum stærsta bílatímarits Evrópu "Auto Motor
und Sport" BMW - einn öruggasti bíil heims
Engum
líkur
Bflaumboðið hf
Krókhálsi 1-110 Reykjav(k-S(mi 686633
IÐNLANASJOÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
_________l_L.A:_:___________