Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 6

Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 VIÐSKIPTI/ATVINNULIF Rússland DAGBOK Apríl FUNDIR: ■ AÐALFUNDUR Granda hf. verður haldinn fimmtudagr inn 30. apríl kl. 17.00 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði. ■ AÐALFUNDUR EDI- félagsins verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl nk. kl. 15.00 í Skála, Hótel Sögu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf skv. lögum félagsins. Þá flytur Pálmi Bjarnason erindi um reynslu Samskipa af notkun EDI. ■ SAMTÖK fjárfesta, al- mennra hlutabréfa- og spari^- áreigenda, efna til sérstaks borgarafundar vegna framkom- inna tillagna nefndar um sam- ræmda skattlagningu eigna og eignatekna. Fundurinn verð- ur haldinn laugardaginn 25. apríl nk. í Súlnasal Hótel Sögu. Hann hefst kl. 14.00 og verður fulltrúum stjómvalda sér- staklega boðin þátttaka. Maí RÁÐSTEFNUR: ■ RÁÐSTEFNA um tengsl menntunar og atvinnulífs verður haldin 7. maí nk., á Hótel Islandi, Norðursal. Á ráðstefnunni, sem haldin er á vegum Sammenntar, verður Qallað um mikilvægi tengsla menntunar og atvinnulífs. Sir Robert Telford, sem hefur unn- ið mikið að hagsmunamálum iðnaðar í Bretlandi og var í for- sæti nefndar sem samdi skýrslu um ástand menntamáia og tengsl þeirra við atvinnulíf í Ijósi samkeppnishæfni evrópsks iðn- aðar flytur erindi á ráðstefn- unni. Þá fjallar Stefán Ólafsson um íslenskt atvinnulíf, menntun og framfarir, Stefán Baldurs- son fjallar um reynslu íslenskra fyrirtækja af starfsþjálfun og endurmenntun, Ari Arnalds tal- ar um þjálfun starfsfólks hjá Verk- og kerfisfræðistofunni hf, Jón Torfi Jónasson fjallar um menntun í plast- og rafeinda- iðnaði, Hákon Ólafsson um menntunarþörf í byggingariðn- aði og Guðbrandur Sigurðsson um menntunarþörf í sjávarút- vegi. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30. Skráning fer fram í móttöku Tæknigarðs í síma 69494Ó. Gífurleg náttúruverðmæti og miklir viðskiptamöguleikar Rætt við Guðmund Sigurðsson, stjómarformann SG einingahúsa á Selfossi sem kynnti sér aðstæður og viðskiptamöguleika í Rússlandi sl. sumar „ÞARNA í Rússlandi eru menn sem vilja allt fyrir þá gera sem eru tilbúnir í samstarf. Og það er greinilegt að á þessu svæði eru gífurleg náttúruverðmæti, olía, kol, timbur og málmar og alveg gríðarlegir möguleikar á því að ná góðum viðskiptum,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, stjórnar- formaður SG einingahúsa á Sel- fossi, en Guðmundur fór ásamt tveimur öðrum, Ólafi Auðunssyni og Hauki Haukssyni, í kynnisferð til Rússlands í júní síðastliðið sum- ar. Þar fengu þeir innsýn í aðstæð- ur og viðskiptamöguleika í Rúss- landi. „Ég held að íslendingar geti gert þarna viðskipti því að við erum vanir að glíma við alls konar hluti og leysa málin jafnóð- um og þau koma upp,“ segir Guðmundur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að svipast um eftir timbri síðastliðinn vetur og vor. Við höfum keypt timb- ur frá Sovétríkjunum og fengið það- an besta timbrið sem við notum. Við reyndum því að koma okkur í sam- band við menn í Sovétríkjunum og náðum sambandi við Vladimir Ver- benko sem er forstöðumaður APN- fréttastofunnar á íslandi. Hann fór með okkur til Rússlands ásamt Berg- þóru Einarsdóttur, aðstoðarmanni og túlki. Vladimir kom okkur auk þess í samband við rússneska aðila sem komu hingað á Selfoss í kynnisferð. Þeir aðilar voru með hugmyndir um að fá einhveija til að setja upp einingahúsaverksmiðju í Rússlandi. Þeir skoðuðu verksmiðjuna hjá okkur í SG einingahúsum og spurðu um ýmis atriði. Við höfum ekki heyrt neitt frá þessum aðilum síðan. En það var greinileg alvara á bak við áhuga þeirra. Mikill áhugi á viðskiptum I þessari ferð okkar vorum við fyrst og fremst að leita að timbri og þá að aðilum sem við gætum átt við- skipti við eða fengið upplýsingar hjá. Þetta æxlaðist svo þannig að við fórum þrír út til Rússlands. Frá Moskvu flugum við beint til Novosib- risk í Síberíu. Þetta var fjögurra klukkustunda flug frá Moskvu. I þessari borg, þar sem býr rúm- lega ein milljón manna, hittum við ýmsa aðila sem voru að byrja að byggja upp einkarekstur. Það má segja að einkaframtakið hafi verið að skríða af stað þarna hjá þeim. Allir þeir sem við hittum, forsvars- menn banka og fleiri, voru mjög áhugasamir og vildu ná viðskiptum við Islendinga. Áhugi þeirra var fólginn í því að fá menn til að setja upp fyrirtæki þarna í borginni eða í nágrenninu. Það er atvinnuleysi þama og kerfið í molum eftir kommúnismann. Vegna húsnæðisskorts höfðu Rússamir mjög mikinn áhuga á samvinnu um byggingu einingahúsa. Það lá samt sem áður í augum uppi að erfítt var með aðföng og maður sá strax að það vantaði ýmis- legt, sem þarf að vera til staðar við byggingu húsa, svo sem gler, þak- efni, nagla, festingar og annað smá- legt. En greinilegt var að þarna er til staðar fólk sem vill eignast íbúð- arhús og sumarbústaði. Þegar við fóram að skoða timbrið hjá þeim þá var staðan alls staðar þannig að vélarnar í sögunarverk- smiðjunum vora áratuga gamlar. Efnið er því ekki nógu gott í afsetn- ingu því sögunin er ekki nógu góð. Timbrið sjálft er gott hráefni og kemur úr hægvöxnum skógi. Vélarn- ar aftur á móti era búnar til þess að saga af þeirri nákvæmni sem markaðurinn krefst. Þama hittum við einnig aðila sem kom lengra austan úr Síberíu, frá námafyrirtæki. Þeir höfðu mikinn áhuga á viðskiptasamböndum. Þegar við fóram svo að velta þessu upp í samtölum þá kom í ljós að þeir eiga enga peninga til að greiða með en þessir aðilar frá námafyrirtækinu höfðu aðgang að hráefnum, demönt- um og olíu til að greiða með fyrir vélar og annan búnað sem setja þarf upp. Mögnleikar fyrir íslendinga Þarna er allt óskaplega frum- stætt. Símakerfí og samgöngur era í molum. Þetta er feikilega víðáttu- mikíð svæði og vegimir eru slæmir og síminn virkar varla. Þannig að Tölvur Marinó G. Njálsson Talning virkra notenda Svar hugbúnaðarfyrirtækja við ólöglegri dreifingu hugbúnaðar Samtök hugbúnaðarframleiðenda í Bandaríkjunum reikna með því að iðnaðurinn tapi árlega um 6 milljörð- um dala (um 360 milljarðar króna) vegna ólöglegrar afritunar á hug- búnaði. Frá því að hætt var að veija hugbúnað gegn afritun í Bandaríkj- unum hafa nær allir tölvueigendur átt möguleika á að eignast ólögleg afrit af nær hvaða hugbúnaði sem er. Þetta er alveg sambærilegt við það að kaupendur hljómdiska (geisladiska) ættu tæki heima hjá sér, sem gæti tekið nákvæmt afrit, í óteljandi eintökum, af hvaða diski sem þeir kaupa eða fá að Iáni. Þetta er ekki það sama og taka afrit af geisladiski yfir á snældu, því gæði þeirrar upptöku er ekki í samræmi við uppranalega eintakið. Á móti þegar tekið er afrit af stafrænum gögnum með stafrænum búnaði verður niðurstaðan nákvæmlega eins, þ.e. afritið er fullkomlega eins. Þegar hugbúnaður er „keyptur", er venjulega bara verið að kaupa Ieyfi til að nota hugbúnaðinn. Hug- búnaðarhúsið er ennþá eigandi hug- búnaðarins. Hvernig hugbúnaðurinn er notaður stjómast oft af leyfinu sem kemur með vöranni. Leyfí er einfaldlega samningur og ef hann er ekki haldinn missir handhafi rétt sinn til að nota hugbúnaðinn. Ákvæði um höfundarrétt segja yfirleitt, að leyfilegt sé taka afrit til geymslu eða varaafrit (backup) eða eins og stundum er til að keyra for- ritið. Ekki er leyfilegt að gera önnur afrit, þ.m.t. að afrita á diskling, á harða diskinn hjá notandanum. eða á harða diskinn á netstjóra. Sumir framleiðendur leyfa takmarkaða af- ritun, en undanþiggja það þá ákvæð- um um höfundarrétt. Mismunandi skilmálar valda vanda Til era alls konar leyflsskilmálar fyrir hugbúnað. Hægt er að fá leyfi fyrir hveija tölvu, fyrir hvem not- anda með aðgang, fyrir hvern virkan notanda og fyrir hvern netstjóra. Tökum dæmi um hvernigþetta verk- ar fyrir 50 manna fyrirtæki, með alla tengda við staðarnet. Af þeim nota 40 Töflureikninn, nýjan öflugan töflureikni. Það eru 30 tölvur tengd- ar við netið og starfsmenn vinna í tveimur hollum. Hvort holl vinnur hálfan daginn við tölvur, en hinn helminginn önnur skrifstofustörf, þannig að aðeins 20 notendur nota Töflureikninn hveiju sinni. Hver mörg eintök af hugbúnaðinum er nauðsynlegt að eiga? Það fer eftir leyfisskilmálum. Leyfi á hveija vél segir að nauð- synlegt er að kaupa 30 leyfi. Leyfi á hvem notanda með aðgang segir í orðsins fyllstu merkingu að kaupa þurfi 50 leyfi. Leyfí fyrir hvem virk- an notanda segir að kaupa þurfi 20 leyfi. Leyfí fyrir hvem netstjóra seg- ir að kaupa þurfí 1 leyfí. Hvemig kemur þetta svo út? Leyfi fyrir hverja tölvu. Segjum sem svo að keypt séu 20 leyfi. Þá þarf að skilgreina nákvæmlega hvaða tölva er með hvaða leyfi og notendur úr báðum hollum verða að dreifast þannig á tölvurnar, að þeir sem vinna með Töflureikninn vinni á sömu tölvunum. Þetta veldur vanda, ef stækka þarf netið, flytja þarf til notendur eða ef notendur hafa mis- munandi þörf fyrir jaðartæki. Leyfí fyrir notendur með aðgang. Hægt er að takmarka aðgang not- enda þannig að aðeins 40 megi nota Töflureikninn. Þannig mætti spara 10 leyfí. Vandamálin eru mörg og erfið viðureignar. Leyfi fyrir virka notendur. Nóg er að kaupa 20 leyfi, þar sem það er hámarksfjöldi samtímisnotenda í kerfínu í einu. Með þessari aðferð er geta notendur keyrt upp hugbún- aðinn þar til 20 notendur eru sam- tímis í vinnslu. Þegar sá tuttugasti og fyrsti ætlar að nota hugbún- aðinn, fær hann skilaboð um að þeg- ar séu tuttuga að nota Töflureikninn og hann verði vinsamlegast að bíða uns einhver hættir vinnslu. Þessi aðferð er yfirleitt ódýrari en tvær fyrrnefndu, en hefur sína vankanta. Leyfi fyrir hvern netstjóra. Þetta er mjög auðvelt í uppsetningu og eftir- liti og verkar vel ef í hlut á netstýri- kerfi eða tölvupóstkerfi. Erfitt getur aftur verið að ákveða og birta verð fyrir slík leyfí. í reynd er fram- kvæmdin mjög svipuð og þegar leyfi fyrir virka notendur era gefin. Ef þetta dæmi er skoðað, sést að leyfi fyrir hvern virkan notanda virð- ist hafa komið best út. Sú aðferð er líka lang sanngjörnust fyrir alla. Hún kallar á samvinnu milli not- enda, þ.e. samnýtingu á hugbúnaði. Notendur verða að fara út úr for- riti, þegar þeir eru ekki að nota það. Þetta mun angra suma, en mjög fáa. Hert eftirlit Margir hugbúnaðarsalar hér á landi eru orðnir hvekktir á því sið- leysi, sem viðgengst meðal margra tölvueigenda varðandi ólöglega dreifíngu hugbúnaðar. Ég veit að dæmin era mörg og flestir hafa a.m.k. einu sinni tekið ólöglegt afrit til eigin nota. Ég eins og fleiri vil halda því fram að ómögulegt verði að ráða við heimilismarkaðinn, en álít það jafnframt siðlaust, að þeir sem nota hugbúnaðinn í atvinnu- skyni skuli ekki eiga löglegar útgáf- ur. Grófasta dæmið, sem ég hef heyrt um, var frá hugbúnaðarhúsi nokkru, sem keypti gjarnan eitt ein- tak af þróunarhugbúnaði og dreifði því svo á allar tölvur í húsinu. Ég veit ekki hvort þetta viðgengst enn- þá, en svona tvískinnungur er með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.