Morgunblaðið - 23.04.1992, Side 7

Morgunblaðið - 23.04.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 D 7 allar samskiptaleiðir sem menn eiga að venjast í viðskiptum er ekki hægt að nota. Maður sá þama faxtæki en þau voru til skrauts uppi í hillu. Það er greinilegt að fyrir menn sem van- ir eru milliríkjaviðskiptum þá eru þarna miklar hindranir í veginum og sjálfsagt fallast mönnum hendur við slíkar aðstæður, hafi þeir ekki hrað- virka samskiptamöguleika innan seil- ingar. Þess vegna held ég að íslendingar gætu gert þarna veruleg viðskipti. Því að við erum vanir að glíma við alls konar hluti og leysa málin við erfiðar aðstæður jafnóðum og þau koma upp. Það er einhvem veginn í eðli okkar að takast á við óvænt atriði á staðnum og þá af miklu kappi. Eitt er alveg öruggt að í við- skiptum sem þama bjóðast getur allt komið upp. Rússamir eru tilbúnir að gera allt fyrir menn sem vilja koma til sam- starfs við þá og þeir gera lítið úr erfíðleikunum sem við sjáum í hverju horni. Þarna eru gífurleg náttúruverð- mæti, olía, kol, timbur og málmar og alveg gríðarlegir möguleikar fyrir framtakssama og áræðna menn. Rússar ólmir í samstarf Heimamenn vilja fá menn í alls konar samstarf til þess að nýta auð- lindirnar og koma þeim á markað. Þeir vilja skapa sér eitthvað úr auð- lindunum. Þá vantar þekkingu á við- skiptum, á framleiðslu og sölu. Það er af og frá að þeir séu hræddir við erlenda aðila. Heldur bjóða þeir út- lendingum hreinlega upp á að nýta auðlindirnar. Þá vantar atvinnu fyrir fólkið og nóg er af vinnuaflinu. Við fórum víða í Rússlandi. Ein ferðin var til 100’ þúsund manna smábæjar, Votkinsk, austan við Moskvu. Þetta er reyndar fæðingar- bær Tsjækovskís. Þar var sama sag- an og annars staðar, menn voru ákafír í samstarf um ýmsa hluti, til dæmis um ferðamál. Þarna eru mikl- ar veiðiár og veiðilendur og því mikl- ir möguleikar í ferðamálum. Þeir buðu upp á stangveiði, skotveiði og bjamdýraveiðar, allt á nánast ós- nortnu landi. Á þessu svæði hafði verið mikil hergagnaframleiðsla og það því lok- að um árabil. Fólk veitti okkur því mikla eftirtekt því það var ekki vant útlendingum. Þama skoðuðum við sögunarverksmiðju sem var í eigu þorpsins og það var sama sagan, allar vélar löngu úreltar og aðilar íjármagnslausir en áfjáðir í sam- starf, í þessu tilviki bæjarstjómin. öllu óskiljanlegur. Engin leið er að átta sig á því hve mikið er af ólöglegum hugbún- aði í notkun hér á landi. Þetta þykir eðlilegur hlutur. Gaman væri að skoða hve margir af hugbúnaðar- pakkar voru seldir hér á landi á síð- asta ári og bera það svo saman viðl sölu á tölvum. Áætlun nokkurra tölv-l usala segir að á bilinu 8-9.000 tölv- ur hafí selst á síðasta ári. Gera má ráð fyrir að á hverri tölvu sé verið að nota frá fímm og upp í tuttugu hugbúnaðarpakka, sem þýðir að árs- sala á hugbúnaði á árinu 1991 hefði átt að vera á bilinu 40-180 þúsund leyfí bara í nýjar tölvur. Ég vil leyfa mér að efast um að seldir hafí verið fleiri en 20.000 pakkar (fýrir utan stýrikerfí). Auðvitað er eitthvað um að hægt sé að fá hugbúnað ókeypis á löglegan máta, en það er undan- tekning frekar en reglan. Hvað er hægt að gera? Því miður frekar lítið. Kannski er bara best að sætta sig við staðreyndir og að þeim verði ekki breytt. Yfirvöld virð- ast ekki sjá neinn akk í því að taka á svona brotum, enda em þau mjög erfið viðureignar. Það sem er helst hægt að gera, er að höfða til þeirra, sem nota hugbúnað í atvinnuskyni, að þeir noti eingöngu löglega fengin eintök. Hvetja þarf fyrirtæki til að varna eða banna starfsfólki að taka hugbúnað út af tölvum fyrirtækisins og öfugt. Með þessu mætti líka hefta útbreiðslu tölvuvírusa. Höfundur er tölvunarfræðinerur. Kerfið drap frumkvæðið Það sem komið hefur út úr þessu ferðalagi okkar er að við höfum ver- ið að kanna það að reisa sögunar- verksmiðju í Votkinsk, fæðingarbæ Tsjækovskís. Sú sögunai-verksmiðja gæti sagað timbur fyrir alþjóðlegan markað og ísland. Við erum búnir að leggja þó nokkra vinnu í þetta frá því við komum heim. Áður en af nokkra slíku getur orðið þarf að kanna samskiptaregl- ur, kostnaðarþætti og af hálfu heim- amanna að breyta sögunarfyrirtæk- inu í sameiginlegt fyrirtæki okkar og bæjarfélagsins. Það sem greinilega vakir fyrir Rússum er að þróa samstarf sem þetta og nota hráefnið til að afla fjár til að koma upp hótelum og lagfæra samgöngurnar. Til að fara af stað í svona verk- efni þarf þó nokkurt fjármagn, þó ekki sé nema til að greiða ferðakostn- að. Við höfum farið rólega í þetta og geram okkur grein fyrir því að þó heimamenn geri lítið úr vandamál- unum þá munu þau koma upp eigi að síður. Fólkið þarna er hlýlegt og þægi- legt og vill allt fyrir menn gera. Svoéska kerfið hefur aftur á móti drepið niður allt framkvæði fyrir fólkinu. Þeir sem fara í samstarf við Rússana þurfa að vinna bæði sem kaupendur og seljendur. Það verður erfítt að nota hefðbundnar viðskipta- leiðir við þær aðstæður sem eru þarna. Mæta þarf óvæntum aðstæðum Við íslendingar höfum þekkingu og það sem ég tel þýðingarmikið, þann kraft sem þarf til að leysa verk- efnin með öllum tiltækum ráðum. Ég held að við íslendingar séum mun klárari við að leysa mál við óvæntar aðstæður en þeir sem vanir era hefð- bundnum leiðum. Það era ekki marg- ir áratugir síðan við stóðum sjálfír í ámóta sporam og Rússamir. Þegar fólkið barðist við að lyfta sér úr ör- birgð til alsnægtanna i dag. Það er óneitanlega tækifæri fyrir okkur núna á meðan kerfíð hjá þeim er eins og það er, í molum. Þegar svo ástandið hjá þeim lagast, verður eðlilegt og býður upp á venjubundin vinnubrögð í viðskiptum þá eru kannski aðrir sem era færari um þetta. Hér er allt svo smátt Eftir þessa ferð fínnst manni dálít- ið skrýtin umræðan héma heima um EFTA og EB, að það verði mikil ásókn útlendinga hingað ef við tengj- umst evrópska efnahagssvæðinu. Að menn skuli óttast það, sumir meira en nokkuð annað, að hingað flæði útlendingar og erlendir auðkýfíngar til að fjárfesta. Þegar maður sér þessi gífurlegu náttúraverðmæti í Síberíu getur maður ekki séð neina hættu á þessu hér. Hérna er allt svo smátt og lítið miðað við Síberíu og þau gífurlegu auðæfí sem liggja þar ósnortin. Þar þarf ekkert annað en framtak og áræðni til að nálgast auðlindimar og skapa úr þeim enn meiri auð, öllum aðildum til hagsældar." — Sig. Jóns. Þess sjást víða merki í atvinnulífinu að tölvur, prentarar og annar búnaður frá Örtölvutækni létta störfin og auka afköstin. Þetta á við um stofnanir jafnt sem fyrirtæki um allt land. Þrátt fyrir að stóru fyrirtækin séu áberandi í hópi viðskiptavinanna verður einstaklingurinn ekki útundan því þúsundir einmenningstölva frá Örtölvutækni eru nú á heimilum landsmanna. Viðskiptavinirnir segja heilrnikið um Ortölvutækni! Tengsl til langs tima er besta auglýsingin Örtölvutækni er eitt af stærri sölu- og þjónustu- fyrirtækjum á tölvusviði hér á landi. Velgengni sína á fyrirtækið að þakka mikilli tækniþekkingu starfsmanna sinna, þróun á sér- hæfðum, tæknilegum lausnum, auk þeirrar áherslu sem lögð hefúr verið á góða þjónustu. Með því að bjóða heildarlausnir með áherslu á net- og samskiptabúnað ásamt kapalkerfum hefúr Örtölvutækni eignast marga kröfuharða við- skiptavini. Á liðnum mánuðum hefur Örtölvutækni enn frekar sannað sig og orðið hlutskarpast í öllum stærri útboðum á sínu sviði. Ný símanúmer - beettþjónusta Á skrifitojutima: Utan skrifitofutima: Skiptiborð ..687220 Skrifstofc ...680961 Símbréf(fcx) ..687260 Verslun ....680963 Rekstrarvörur.... ..687229 Rekstrarvörur... ...687861 Þjónusta ..687221 Þjónusta ...687641 Sterkari i harðri samkeppni! = ÖRTÖLVUTÆKNIM Skeifunni 17 sími 687220 Þekking, þróun, þjónusta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.