Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 3
B 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992
-- " ' -------- '" ' " "" — ' '
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Hálfdán Þórðarson skorar síðasta mark FH-inga, eftir línusendingu frá Sigurði Sveinssyni.
FH-ingar náðu að stöðva
kvikuhlaup Eyjamanna
FH-INGAR stóðu uppi sem sig-
urvegarar í æsispennandi leik
gegn Eyjamönnum og kemur
það í hlut þeirra að berjast um
Islandsmeistaratitilinn við Sel-
fyssinga. Leikurinn var mikill
spennuleikur, sem tók á taugar
leikmanna og dómara. Æsing-
urinn var svo mikill í byrjun að
leikmenn gáfu sér varla tíma
til að draga andann. Eyjamenn
skoruðu fyrsta markið eftir
fimm mín. úr sinni sjöttu sókn-
arlotu, en það tók FH-inga
10.30 mín. að skora - Hans
Guðmundsson skoraði markið
með skoti yfir endilangan völl-
inn og var það skorað úr tíundu
sóknarlotu þeirra. Eyjamenn
höfðu þá skorað þrjú mörk.
Krafturinn var það mikill í leik
Eyjamanna í byijun, að það
var eins og.um sprengjugos væri
að ræða. Þeir voru
SigmundurÓ. yfir, 3:0, 4:1 og 6:3
Steinansson — um miðjan fyrri
skrifar hálfleikinn. Það var
þá sem FH-ingar
fóru að átta sig á hlutunum og
náðu þeir að kæla kvikuhlaup Eyja-
manna niður og stöðva rennslið að
markinu. FH-ingar minnkuðu mun-
inn í 6:5 og síðan jöfnuðu þeir -
8:8 og 9:9, þegar 32 sek. voru til
leikshlé. Allt var á suðupunkti og
æsingurinn var mikill þegar dómar-
ar leiksins, Guðjón L. Sigurðsson
og Hákon B. Siguijónsson dæmdu
mark af FH-ingnum Sigurði Sveins-
syni þegar tíminn var að renna út.
Sprengjugos Eyjamanna hélt
áfram í byijun seinni hálfleiks, en
það stöðvaðist þegar staðan var,
12:14, og ellefu mín. búnar af hálf-
leiknum. Þá skoruðu Eyjamenn ekki
mark í níu mínútur, en Hans Guð-
mundsson fór á ferðina og FH-ing-
ar komust yfir, 17:14. A þessum
kafla munaði miklu um að FH-ing-
ar fóru að leika grimmt flata vörn
og var eins og Eyjamenn næðu
ekki að vinna á henni. Zoltan Bel-
any skoraði, 17:15, fyrir Eyjamenn
þegar tíu mín. voru til leiksloka,
en FH-ingar svörðuðu með tveimur
mörkum, 19:15, og lögðu gunninn
að sigri sínum. Eyjamenn reyndu
að klóra í bakkan undir lokin, en
yfirhönd FH-inga var það sterk -
að sigurinn var örugglega í þeirra
höndum, 22:19.
Eins og í fyrsta leik liðanna var
handknattleikurinn ekki upp á
marga físka sem boðið var upp á -
spennan og þýðing leiksins hafði
þar mikið að segja. Og eins og í
fyrsta leiknum voru það gömlu
kapparnir Guðjón Árnason og Hans
Guðmundsson sem héldu merki
FH-inga á lofti þegar mest á reyndi.
Þeir létu Eyjamenn ekki slá sig út
af laginu og skoruðu þýðingarmikil
mörk þegar mest á reyndi.
Eyjamenn byijuðu leikinn á mikl-
um krafti; voru þá hreyfanlegir og
hugmyndaríkir, en það sem munaði
mestu um í sóknarleik þeirra að
góður varnarleikur FH-inga kom í
veg fyrir að þeir næðu að skora
með langskotum. Eyjamenn skor-
uðu aðeins tvö mörk með langskot-
um og skoraði t.d. Gylfi Birgisson,
skyttan öfluga, ekki mark í leikn-
um. Eyjamenn skorðu bæði mörk
sín með langskotum í fyrri hálfleik,
en í seinni hálfleik sögðu varnar-
menn FH-inga; Lok, lok og læs.
Bergsveinn Bergsveirisson varði
þau þijú langskot sem Eyjamenn
náðu að koma framhjá varnarmúr
Hafnarfjarðarliðsins.
Dómgæslan í leiknum var ekki í
háum gæðarflokki að þessu sinni.
Það var greinilegt að dómarar leiks-
ins þoldu ekki þá spennu sem mynd-
aðist í troðfullu íþróttahúsinu í
Kaplakrika - þeir þoldu ekki að
hafa 2500 áhorfendur á bakinu og
leikmenn, þjálfara og forráðamenn
félaganna. Dómaramir voru því
ekki öfundsverðir, enda óvanir
þeirri miklu taugaspennu sem var
í Hafnarfírði; eins og leikmenn lið-
anna í byijun ieiksins.
■ Þeir skoruðu
mörkin / B10
Dómararnir
voru okkur
- sagði Sigurður
Gunnarsson, þjálfari
Eyjamanna
að var greinilegt að við náðum
ekki að einbeita okkur full-
komlega fyrir þennan leik. Þegar á
hólminn var komið bárum við of
mikla virðingu fyrir FH-ingum,“
sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari
Eyjamanna, sem var langt frá því
að vera ánægður með dómgæsluna
í leiknum. „Dómararnir virtust hafa
misst tökin á leiknum í lok seinni
hálfleiksins — þegar FH-ingar mót-
mæltu kröfturlega þegar réttilega
var dæmt mark af Sigurði Sveins-
syni, sem tók tvígrip áður en hann
skoraði. Við fundum að eftir þetta
voru dómararnir á bandi FH-inga
— eins og þeir væru að bæta þeim
upp að hafa dæmt markið af Sig-
urði. Það var ekki sama hver átti
í hlut þegar þeir dæmdu. Já, það
var ekki sama hvort leikmaðurinn
hét Sigbjörn eða Kristján. Dómar-
arnir dæmdu fjórum sinnum á okk-
ur ólöglegar blokkeringar í upphafi
seinni hálfsleiksins," sagði Sigrurð-
ur og bætti síðan við; „Þrátt fyrir
að dómararnir hafi snúist á sveif
með FH-ingum, var það betra liðið
sem fór með sigur af hólmi að þessu
sinni. Eg vil óska FH-ingum til
hamingju með sigurinn og góðs
gengi í baráttunni sem framundan
er,“ sagði Sigurður.
Hvernig vörðu þeir?
Þannig vörðu markverðirnir - innan sviga skot, sem fóru aftur til mótheija:
ANNAR LEIKUR:
Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 13(2) 5(1) langskot, 2 hraðaupp-
hlaup, 2 úr horni, 3 af línu, 1(1) vítakast.
Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 6(1) 5(1) langskot, 1 af línu.
Haraldur Ragnarsson, FH - 4 2 hraðaupphlaup, 1 gegnumbrot, 1 úer
homi.
ÞRIÐJI LEIKUR:
Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 10 6 langskot, 4 af línu.
Haraldur Ragnarsson, FH —1/1 1 vítakast.
Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 11(2) 6(2) langskot, 2 af línu, 2
hraðaupphlaup, 1 gegnumbrot.
Ingólfur Arnarson, IBV - 1/1 1 vítakast.
SOKNAR-
NÝTING
Úrslitakeppnin í
handknattleik 1992
íTbV) Annar leikur liðanna
ÍVestmannaeyjum
ÍBV 25- FH
Möfk Sóknii % Mðrk Sókrá %
13 27 48 F.h. 9 27 33
15 26 58 S.h. 15 26 58
28 53 53 ALLS 24 53 45
9 Langskot 9
6 Qegnumbrot 1
11 Hraðaupphlaup 4
1 Hom 1
| 1 Llna 4
0 Viti 5
Þriðji leikur liðanna i (Tí
Hafnarftrði 27. april
FH ÍBV'
MBrk Sóknir % Mórk Sóknir %
9 26 35 F.h. 9 26 35
13 24 54 S.h. 10 25 40
22 50 44 ALLS 19 51 37
6 Langskot 2 :
5 Gegnumbrot 2
3 Hraðaupphlaup 3
2 Horn 2
i 2 Lína 5
4 Viti 5