Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 B 5 KNATTSPYRNA / ENGLAND Titill íeftirrétt hjá Leeds Reuter Leikmenn Leeds leyndu ekki gleði sinni, þegar 3:2 sigur gegn Sheffield United var í höfn. Þeir voru komnir í nána snertingu við Englandsmeistaratitilinn og seinna um daginn varð hann þeirra, þegar Liverpool vann Manchester United 2:0. LEEDS vann Sheffield United 3:2 í ævintýralegum leik á sunnudaginn, en meistaratitill- inn var ekki f höfn fyrr en nokkr- um stundum síðar eða eftir að Liverpool hafði unnið Man- chester United 2:0 á Anfield. Howard Wiikinson, stjóri Leeds, tók safaríka steik fram- yfir viðureignina á Anfield, en fékk úrslitin og titilinn í eftir- rétt. Þetta er í þriðja sinn, sem Leeds verður enskur meistari í knattspyrnu, en Don Revie stýrði liðinu til sigurs 1969 Frá og 1974. Hins vegar Bob hefur Wilkinson Hennessy ekki fyrr staðið í 'Englandi efsta þrepi. Og hált var á toppnum, sviptingar og sveifl- ur í Sheffield. „Hjartað hætti nokkrum sinnum að slá í Sheffield og hjartasérfræð- ingur hefði ekki verið ánægður með hjartsláttinn síðustu mínúturnar.“ sagði Wilkinson. „Við hefðum ekki getað valið erfiðari stað til að leika á. Ég hef séð lið koðna niður á Bramall Lane, en við stóðumst álag- ið. Ég taldi að við gætum verið ánægðir með jafntefli, en var ekk- ert að segja leikmönnunum það. Þetta tók á taugarnar, en því verð- ur ekki neitað að guðirnir voru okkur hliðhollir." David Batty, miðjumaður Leeds, var að vonum kátur. „Meistaratitil- inn kom ekki á óvart, en fyrir nokkrum vikum var útlitið annað. Við settum okkur það takmark að tryggja sæti í Evrópukeppni en að það skuli vera Evrópukeppni meist- araliða kemur sem bónus.“ Skotinn Gary McAllister var enn að ná áttum. „Það síast hægt og rólega inn að við erum meistarar." En Frakkinn Eric Cantona lét eitt orð nægja: „Stórkostlegt." Sonur Wilkinsons horfði á leik Liverpool og Manchester United í sjónvarpinu og færði honum tíðind- in frá Anfield. „Þetta er í raun ótrú- legt. En engu að síður staðreynd Draumur að veruleika ÍÞfóniR FOLK ■ LEEDS, sem varð Englands- meistari í þriðja sinn, hefur fimm sinnum hafnað í öðru sæti og varð bikarmeistari 1972. Liðið lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða 1975 og Evrópukeppni bikarhafa 1973. Það sigraði tvisvar í Evrópu- keppni félagsliða (sem þá hét Fairs Cup). ■ LEEDS féll í 2. deild 1982 og tryggði sér ekki aftur sæti í 1. deild fyrr en 1990. ■ LUTON bjargar sér frá falli með því að sigra Notts County á útivelli og jafnframt verður Co- ventry að tapa fyrir Aston Villa. Luton hefur ekki sigrað á útivelli á tímabilinu. ■ ARSENAL hefur ekki sigrað áStanford Bridge í.sex ár. I ÞORVALDUR Örlygsson var í byijunarliði Nottingham Forest, sem gerði 1:1 jafntefli við QPR, en var skipt útaf. ■ DES Walker kvaddi stuðnings- menn Forest, en hann leikur með ítalska liðinu Sampdoria á næsta tímabili. ■ UM 26.000 áhorféndur sáu Newcastle vinna Portsmouth. Tryggð stuðningsmanna við Newc- astle þykir með ólíkindum, en liðið er að berjast við að falla ekki í 3. deild. Howard Wilkinson sagði að sunnudagurinn liði sér aldrei úr minni. „Þetta er hápunkturinn á starfsferlinum — einn af gömlu draumunum varð að veruleika. Þeg- ar ég var 24 ára taldi ég mér fyrir bestu að gerast framkvæmdastjóri, því sem leikmaður átti ég enga framtíð fyrir mér.“ Wilkinson sagði að Alex Fergu- son, sljóri Manchester United, ætti alla samúð sína. „Ég veit hvað hann hefur farið í gegnum og hvernig honum líður. Það fór með Manc- hester United að þurfa að leika fjóra leiki á sex dögum. Það er sjálfs- morði líkast og óréttlátt." Um árangur Leeds sagði stjórinn: „Ef einhveiju er að þakka má segja að við héldum okkur við áætlunina, sem við settum okkur í byijun. Hugarfarið var rétt og við trúðum allan tímann á það, sem við vorum að gera. Ég fór aðeins framá það að leikmennirnir gerðu sitt besta og gerðu þeir það myndu þeir upp- skera eins og til væri sáð.“ Peter Lorimer, sem var í sigur- sælu liði Leeds á áttunda áratugn- um, tók þátt í gleðinni í Leeds. „Ég er viss um að fjölskylda Dons (Revi- es, sem lést 1989), hugsar til hans á þessari stundu og þeirra afreka, sem hann vann. Stuðningsmennim- ir áttu þetta skilið. Þeir hafa beðið lengi eftir þessu.“ Norman Hunter, fyrrum leikmað- ur Leeds, tók í sama.streng. „Strák- amir stóðu sig með sóma og slepptu ekki tækifærinu, þegar það gafst. Ég mati^ hvað við glöddumst þegar titlar vom í höfn og það er sárt að Don skuli ekki vera á meðal okkar til að samgleðjast. Draumur hans var að sigra í Evrópukeppni meist- araliða. Við fómm í úrslit, en náðum ekki að sigra. Hugsanlega getur þetta lið látið drauminn rætast, fyr- ir leikmennina og Don.“ Gascoigne og Gary Lineker heiðraðir Paul Gascoigne og Gary Lineker voru kallaðir út á völl fyrir leik Tottenham og Everton og þeim færðar gjafir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Gascoigne er á leið til Ítalíu og leikur ekki meira með Spurs, en Lineker, sem er á förum til Japans, spilaði í síðasta sinn á White Hart Lane. Þeir fengu m.a. eftirlíkingar af bikarnum, sem veittur er fyrir sigur í ensku bikarkeppninni, frá Tottenham. Uppselt var á leikinn og vom um 6.000 manns fyrir utan, sem komust ekki inn. Vegna örtraðarinnar hófst leikurinn stundarfjórðungi síðar en áætlað var. Reuter Gascoigne og Lineker. og tilfellið er að enginn getur gert meira en hann getur og við höfum staðið okkur vel í allan vetur. Þetta er góður endir og dásamlegur eftir- réttur." Manchester United var með pálmann í höndunum þar til í síð- ustu viku, þegar liðið tapaði fyrir Þorvaldi Örlygssyni og samheijum í Nottingham Forest og síðan fyrir fallliði West Ham. Liverpool gerði síðan endanlega út um vonir United á titlinum. „Lokin hjá okkur eru gífurleg vonbrigði," sagði Alex Ferguson, „en hinu er ekki að leyna að Howard Wilkinson stóð sig mjög vel. Þetta er stór sigur fyrir hann. Leeds og Manchester United byij- uðu mjög vel, fóm strax á toppinn og voru þar allt tímabilið. Arsenal byijaði illa en leikur vel um þessar mundir. Mönnum er refsað fyrir mistök og því má ekkert út af bregða ætli menn sér sigur í þess- ari erfiðu deild." Sheffield Wed. í Evrópukeppni Mark Bright, miðheiji Crystal Palace, jafnaði 1:1 gegn Sheffield Wednesday, þegar tvær mínútur voru til leiksloka á laugardaginn. Þar með var Sheffíeld úr leik í bar- áttunni um meistaratitilinn, en jafn- teflið tryggði sæti í Evrópukeppni félagsliða í haust, þar sem Arsenal náði aðeins jafntefli gegn Chelsea. „Við leyfðum okkur ekki þann unað í byijun tímabilsins að láta okkur dreyma um Evrópusæti,“ sagði Trevor Francis, stjóri Sheffí- eld. Arsenal hefur leikið 16 leiki í röð án taps, en George Graham var ekki ánægður eftir jafnteflið á Stamford Bridge. „Þetta var hörm- ulegur leikur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Völlurinn var ekki mönn- um bjóðandi og ógerlegt að láta boltann ganga á milli þriggja manna.“ Coventry vann West Ham 1:0 og sendi West Ham þar með endanlega niður en er enn í fallhættu. „Við erum niðri,“ sagði Billy Bonds. „Það er staðreynd, sem hefur legið í loft- inu í marga mánuði." Luton vann Aston Villa 2:0 og heldur enn í vonina um að bjarga sér frá falli á síðustu stundu fjórða árið í röð. „Ef við hefðum sigrað í aðeins einum útileik værum við ekki í þessari stöðu," sagði David Pleat, stjóri Luton. Notts County taði og féll þar með í 2. deild, en Ipswich tryggði sér sigur í 2. deild með 1:1 jafn- tefli gegn Oxford. Newcastle vann Portsmouth 1:0 og fór af fallsvæði 2. deildar, en David Kelly skoraði, þegar fímm mínútur voru til leiksloka. bfiúm FOLK ■ MICKQuinn, markahæsti leik- maður Newcastle undanfarin ár, hefur hins vegar fengið sig fullsadd- an. „Ég fer í sumar. Keegan á margt ólært í sambandi við stjóm- un.“ ■ KENNY Dalglish fagnaði loks sigri hjá Blackburn, 2:1 gegn Millwall í 2. deild. Þetta var fyrsti sigurinn íi síðustu átta leikjum, en liðið virðist ekki ætla að ná tak- markinu — að leika um sæti í 1. deild. ■ ROBERT Fleck var kjörinn besti leikmaður félagsins á tímabil- inu. Hann hefur oftast verið nefnd- ur sem eftirmaður Gary Linekers hjá Tottenham, en Norwich vill fá um 200 millj. ÍSK fyrir kappann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.