Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROI k IRt>RIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 ANDRESAR ANDARLEIKARNIR Vel heppnaðir Andrésarleikar - þrátt íyrir leiðinlegtveður í Hlíðarfialli Alaugardaginn lauk á Akureyri 17. Andrésar Andarleikunum. Að þessu sinni mættu um sjöhundr- uð böm til keppni og má reikna með Rn'k’s’son að a leikana hafi skrifar komið yfir eitt þús- und manns þegar fararstjórar og aðstandendur em taldir með. „Veðrið gerði okkur svolítið erfitt fyrir að þessu sinni en í heildina gekk þetta nokkuð vel og hægt var að keppa í öllum grein- um. Því miður þá urðum við þó að fella niður aðra ferðina í tveimur greinum en við því var ekkert að gera,“ sagði Gísli Kristinn Lórenz- son formaður Andrésarnefndar að loknum leikunum. Veðrið fyrstu tvo daga mótsins var þokkalegt þó oft hafi það verið betra en þegar fólk vaknaði á laug- ardagsmorguninn var komin mikil hríð á Akureyri og gekk fólki erfið- lega að komast upp í Hlíðarfjall og því þurfti að seinka keppni nokkuð á laugardaginn og af þeim sökum var ekki hægt að slíta leikunum á tilætluðum tíma. En það var ekki að sjá að það hefði áhrif á krakk- ana því í þeirra augum þá voru Andrésarleikamir örlítið lengri fyrir vikið. „Ég er mjög ánægður með leik- ana í heild og held ég að við getum vel við Unað. Það er alltaf hápunkt- ur vetrarins hjá okkur að halda þetta mót — og alltaf jafngaman að standa að þessu. Krakkarnir eru líka alltaf mjög ánægðir með mótið og það er okkur mjög mikils virði. Að lokum þá langar mig að koma kveðju til allra keppenda og farar- stjóra, með þakklæti fyrir ánægju- lega daga hér fyrir norðan. Þá vil ég síðast en ekki síst þakka öllum þeim sem starfað hafa að þessu móti með okkur, en vinna þeirra er ómetanleg og það er víst að mótið hefði ekki tekist eins vel og raun bar vitni nema með góðu starfsfólki," sagði Gísli Kristinn að lokum. ■ Úrslit / B11 Morgunblaðið/Reynir Lísebet sigraði tvö- faltí göngu Lísebet Hauksdóttir frá Ólafsfirði sigr- aði í hefðbundinni göngu og einnig með frjálsri aðferð í flokki 11 ára. „Ég hef keppt á Andrés síðan ég fékk aldur til, en þetta er fyrsta árið sem ég vinn. Ég hef æft mjög vel í vetur og var ákveðin í að leggja mig alla fram í keppninni til þess að sigra en ég bjóst nú ekki að ná að sigra, en það tókst. Ég er mjög ánægð með sigurinn og er ákveðin í því að æfa af fullum krafti á kom- andi árum,“ sagði Líse- bet að lokum. Hélt uppá afmælis- daginn með sigri Kolbrún Jóhanna Rúnars- dóttir frá Seyðisfirði hélt uppá ellefu ára afmælisdaginn með því að sigra í svigi 10 ára stúlkna. „Ég bjóst nú ekki við að vinna þetta mót, en það tókst og er ég mjög ánægð með ár- angurinn. Ég hefkeppt á Andrés áður en sigurinn í dag er sá fyrsti sem ég vinn á Andrésar- leikum. Það er alveg ofsalega gaman að koma hingað á Andr- és og hitta alla krakkana sem eru að keppa. Ég er strax farin að hlakka til að koma hingað að ári liðnu og keppa,“ sagði Kolbrún og fór að tala við vin- konur sínar sem höfðli safnast um hana til að óska henni til hamingju með verðlaunin. Kolbrún Lítið getað ívetur Hallur Þór Hallgrímsson frá Húsavík sigraði í svigi 10 ára. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég keppi á Andrés og er það alltaf jafn gaman. Ég hef aldrei unnið áður og bjóst ekki við að geta það að þessu sinni. Ég hef mjög lítið getað æft í vetur vegna þess að það hefur nær enginn snjór verið á Húsavík í vetur, en það kom ekki að sök, ég náði að sigra. Ég vona bara að það verði meiri snjór næsta vetur svo maður geti æft af krafti áður en kemur að næstu Andrésar- leikum," sagði Hallur Þór. Hallur Þór Hallgrfmsson. Morgunblaðið/Reynir Morgunblaðiö/Reynir Margrét Krlstinsdóttlr. Fyrsti sigurinn á Andrés Margrét Kristinsdóttir frá Nes- kaupsstað sigraði í svigi og stórsvigi 12 ára og var mjög ánægð eftir að hafa tekið á móti verðlaun- um sínum. „Þetta var alveg frá- bært mót og gaman að enda ferilinn á Andrés með tvöföldum sigri en ég hef tekið þátt í fimm Andrésar- leikum og aldrei sigrað fyrr. Ég hef æft mjög vel í vetur og hef farið á skíði alla þá daga sem hægt hefur verið að fara. Þetta er síðasta árið sem ég keppi á Andrés og á ég örugglega eftir að sakna þess í framtíðinni. A næsta ári byrja ég að keppa í ungl- ingaflokkum og er þegar farin að hlakka mikið til,“ sagði Margrét Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.