Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 4

Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 4
ptt 4 B MGRGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Papin kvaddi Marseille með marki og titli JEAN-PIERRE PAPIN kvaddi aðdáendur sína og Marseille með því að gera eitt mark þeg- ar liðið tryggði sér franska meistaratitilinn fknattspyrnu fjórða árið í röð. Liðið vann Cannes 2:0 og er nú fimm stig- um á undan Mónakó sem tap- aði 3:0 fyrir Le Havre. Árangur Marseille er frábær og aðeins St. Etienne getur státað af fjór- um meistaratitlum í röð, seint á sjöunda áratugnum. Flugeldar lýstu upp himininn eftir leikinn til heiðurs Papin enda hefur Marseille fjórum sinnum orðið meistari og komist í úrslit Evr- ópukeppni meistaraliða á þeim sex árum sem hann hefur verið hjá félaginu. Mig langar að segja ykkur að á næsta keppnistímabili mun ég leika með AC Mílan,“ tilkynnti Papin í hljóðkerfí vallarins skömmu fyrir síðasta heimaleik sinn með Marseille á laugardaginn. Tæplega 50 þúsund áhorfendur voru hljóðir á meðan Papin ávarpaði þá. „Ég þakka ykkur af öllu hjarta. Ég mun aldrei gleyma ykkur,“ sagði Papin. ITALIA AC Milan meðfimm stiga forystu AC Milan mátti þakka fyrir að ná jafntefli, 2:2, gegn Tórínó á útivelli í ítölsku deildinni, en liðið er enn taplaust í deildinni og er með fimm stiga forskot á Juventus, sem vann Inter 3:1. Verkfalli ítalskra knattspyrnu- manna var aflýst um helgina go fóru því allir leikir fram sam- kvæmt áætlun. Leikur Tórínó og AC Milan fór fram á laugardaginn vegna fyrri leiks Tórínó gegn Ajax í úrslitum Evrópukeppni félagsliða, sem fer fram á morgun. Capello, þjálfari AC Milan, var óánægður með lið sitt, en sagði að bjart væri framundan. „Á næsta keppnistímabili verðum við með er- Luca Testoni og Birgir Bæiðdal skrifa PORTUGAL Porto meistari Domingos Oliveira skoraði með skalla á síðustu mínútu og tryggði Porto 1:0 sigur gegn Salgu- eiros. Sigurinn gulltryggði Porto jafnframt 12. meistaratitilinn portúgölsku knattspymunni. Liðið á eftir þrjá leiki og er með 10 stiga forskot á Benfíca, sem á fimm leiki eftir. Porto stendur einnig betur að vígi í innbyrðisleikjum félaganna, er með einn sigur og eitt jafntefli. Richard Owubokiri frá Nfgeríu gerði þijú mörk fyrir Boavista í 4:4 jafntefli gegn Chaves og er marka- hæstur með 29 mörk. Yfirlýsing Papin kom ekki á óvart því flestir vissu hvert hann var að fara þó svo það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en um helgina. „Ég vildi sjálfur segja aðdáendum mínum og Marsseille frá þessu þó svo allir vissu hvert ég væri að fara,“ sagði þessi mikli markakóngur sem gerði sjö sinnum þrennu í þeim 136 heima- leikjum sem hann lék með Marseille. Alls gerði hann 121 mark í heima- leikjunum. — Það er ljóst að það verður erfitt að fylla skarð Papin hjá Marseille. „Hann er einstakur. Við þurfum þijá eða fjóra leikmenn til að gera eins mörg mörk og hann hefur gert,“ sagði félagi hans hjá Marseille, Bernard Casoni. „Ég get ekki neitað því að á þess- um hátíðardegi, þegar við verðum meistarar fjórða árið í röð, er ég í rauninni dapur. Papin er að fara og Marseille verður aldrei eins eftir að hann er farinn,“ sagði Bernard Tapie forseti félagsins. Hann sagði að Zvonimir Boban frá Króatíu myndi leika með Marseille næsta ár, en hann er nú í láni hjá Bari, en samningsbundinn AC Milan. Baggio átti stórleik með Juventus. lenda leikmenn eins og Gullit, Savi- oevic, Papin, Rijkaard og Van Bast- en og það er öruggt að með Papin og Van Basten sem fremstu menn verður Milan með besta sóknarpar í heimi." Inter og Juventus, frægustu lið deildarinnar og þau einu, sem hafa aldrei leikið í 2. deild, mættust á San Siro leikvanginum og unnu gestirnir örugglega, 3:1. Roberto Baggio var besti maður vallarins, gerði tvö mörk og lagði upp eitt. Walter Zenga var vonsvikinn og bitur eftir enn einn ósigurinn. „Kannski er enginn leikmaður þess virði að fá að klæðast hinni dásam,- legu blásvartröndóttu skyrtu liðs- ins.“ Jean-Pierre Papin kvaddi Marseille með því að gera eitt mark. ÞYSKALAND Reuter ípfémR FOLK ■ NÆSTA ár verður hveiju liði í Þýskalandi heimilt að hafa þijá er- lenda leikmenn í stað tveggja. H ÞÝSKA önnur deildin verður leikin i einum riðli næsta ár í stað tveggja eins og nú er. 24 lið verða í deildinni. ■ CHRISTOPH Daum, þjálfari Stuttgart veðjaði einu kílói af par- mesanosti við Gaudino fyrir leikinn. Hann fékk ostinn þar sem Stuttgart sigraði og var ánægður, enda af ít- ölskum ættum. ■ UNDIRBÚNINGUR Stuttgart var ekki eins og venjulega fyrir leiki. Það ætlaði að fara í Svartaskóg en hætt var við þar sem aðeins 5 leik- menn voru tiltækir, aðrir voru með landsliðinu. ■ FLEIRA fór öðruvísi en ætlað var hjá Stuttgart. Það leið yfir búningavörð félagsins fyrir -leikinn og var hann fluttur á sjúkrahús. ■ IAN Rush skoraði loks gegn Manchester United - eftir 11 ár og 24 leiki! ■ MANCHESTER United hefur aðeins fengið 26 af 50 möguleikum stigum frá áramótum. ■ GARY Pallister meiddist í leikn- um gegn Liverpool og er ólíklegt að hann leiki með Englandi í EM. ■ ARSENAL verður enskur meist- ari á næsta tímabili samkvæmt spá veðmangara. Möguleikar liðsins eru taldir 5/2, Manchester United verð- ur í 2. sæti (7/2) og síðan koma Leeds og Liverpool í 3. til 4. sæti (4/1). Stuttgart heppið heima ÞAÐ var uppselt á Neckarleik- vanginum í Stuttgart á laugar- daginn þegar tvö af toppliðun- um, Stuttgart og Dortmund, mættust á heitasta degi ársins. 67 þúsund manns urðu vitni að því í 28 gráðu hita er Stuttgart sigraði 4:2, en liðið verður að teljast heppið að fá bæði stigin. Frankfurt, Stuttgart og Dortmund eru öll jöfn að stigum þegar fjórar umferðir eru eftir. Eins og búast mátti við var Ey- jólfi falið að gæta Michael Rummenigge og fórst honum það vel úr hendi. í horn- spyrnum og auka- spyrnum nærri marki Stuttgart var hann þó látinn gæta Schulz og átti hann í nokkrum erfið- leikum með hann enda Sehulz höfð- inu hærri en Eyjólfur. Fýrri hálfleikur var mjög fast leik- inn og sérstaklega af hálfu Dortmund. Eyjólfur byijaði þó leik- inn á að láta Rummenigge vita af sér og Rummenigge svaraði í sömu mynt. Það voru ekki liðnar nema 12 mínútur af leiknum þegar Rumm- enigge fékk gult spjald og eftir það var hann ekki í náðinni hjá áhorfend- um. „Ég hef heyrt ýmislegt, en aldr- ei eins mikið af blótsyrðum frá einum og sama manninum í einum leik,“ sagði Eyjólfur eftir leikinn. Stuttgart var í raun heppið að fá bæði stigin. Skömmu fyrir leikhlé, þegar staðan var 1:1, skoraði Schulz Jón Halldór Garðarsson skrlfar frá Þýskatandi Fritz Walter gerði tvö mörk fyrir Stuttgart. fyrir Dortmund, en markið var dæmt af vegna rangstöðu og voru flestir á því að það hafi verið rangt hjá dómaranum og sást það vel í endur- sýningu í sjónvarpi. Heimamenn hófu sókn og Walter skoraði eftir frábæra sendingu frá Buchwald. Þetta var vendipunkturinn. Vörn Stuttgart var áberandi slök og oft og tíðum hálf sofandi. Það var aðeins Schneider sem lék vel þar og Immel markvörður. Þegar Stuttg- art hafði 3:1 yfir sóttu leikmenn Dortmund mjög og minnkuðu fljót- lega muninn í 3:2. Þeir sóttu áfram og enn ákafar en áður en, eins og á lokamínútum fyrri hálfleiks, skor- aði Stuttgart og þar með var leikur- inn búinn. Walter, Immel og Schneider voru bestu menn Stuttgart. „Það er í rauninni sama hver gerir mörkin, en það var gaman að skora tvö núna gegn Chapuisat og skjótast upp fyr- ir hann í baráttunni um marka- kóngstitilinn," sagði Walter. Leikmenn og forráðamenn Stuttgart voru sammála um að leik- urinn hefði verið góður í síðari hálf- leik. „Ég sagði við strákana í hálf- leik að halda áfram að leika sinn leik, láta Dortmund sækja og demba á þá skyndisóknum. Við sýndum að við erum ekkert hræddir við að verða meistarar, en það er mikið eftir," sagði Christoph Daum þjálfari Stuttgart. „Þetta var baráttuleikur og nokkuð skemmtilegur, sérstak- lega í síðari hálfleik. Liðin eru áþekk en við höfðum betri markaskorara," sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem fylgdíst að sjálfsögðu með leiknum. ■ Úrslit / B10 HOLLAND PSV Eindhoven varði meistaratitilinn PSV Eindhoven tryggði sér hollenska meistaratitilinn í knatt- spyrnu í sjötta sinn á sjö árum með 3:0 útisigri gegn Groningen, en ein umferð er eftir. Ajax vann VVV Venlo 3:1, en er þremur stigum á eftir PSV. Osigur Groningen var súrsætur fyrir Hans Westerhof, þjálf- ara, en hann tekur við PSV í sumar af Bobby Robson, sem hefur gert samning við Sporting í Portúgal. „Á þessari stundu er óánægjan með frammistöðu manna minna ofar í huganum en gleði yfir árangri PSV,“ sagði Westerhof. PSV, sem hefur verið í efsta sætinu lengst af á tímabilinu, átti ekki í erfiðleikum með lið Groning- en, þrátt fyrir að vera án miðheij- ans Romario frá Brasilíu og miðju- mannsins Erwins Koemans, en þeir eru báðir meiddir. Robson sagðist vera ánægður með að hafa tryggt titilinn fyrir síðustu umferðina. „Það sýnir betur styrkleika liðsins og þar sem ég skil titilin eftir í höndum PSV get ég farið ánægður frá félaginu." Þrátt fyrir tvo meistaratitla und- ir stjórn Robsons var hann harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu liðs- ins í Evrópumótunum, en liðið féll snemma úr Evrópukeppni bikarhafa í fyrra og sama var uppi á teningn- um í meistarakeppninni í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.