Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 7

Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 7
B 7 MORGUNBLAÐIB IÞROTHRÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 ípRÚmR FOLX ■ MEISTARAFLOKKSRÁÐ kvennadeildar Stjörnunnar valdi Höllu Maríu Helgadóttur besta leikmann Víkings í leiknum og Ragnheiði Stephensen besta leik- mann Sljörnunnar og voru þær leystar út með gjöfum. ■ VÍKINGAS VEITIN, sem er stuðningsklúbbur Víkinga, fékk kennslu hjá færeyskum trommu- leikara að nafni James í að strekkja trommuskinnin og skipuleggja hljómsveitina. M GUÐNÝ Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fékk höfuð- högg í leiknum á fimmtudaginn og þurfti að sauma fjögur spor. ■ HEIMIR Steinsson útvarps- stjóri var heiðursgestur á úrslita- leiknum og afhenti sigurvegurunum Islandsbikarinn. ■ JÓN Vignir Karlsson, fram- kvæmdastjóri hjá Nýheija var einnig heiðursgestur og afhenti hann Víkingum eignarbikar sem fyrirtækið gaf. 80 ÞAÐ er stutt á milli hláturs og gráts í íþróttum og það reyndu Víkingar um helgina. Á föstudag- inn var karlaliðið slegið út en á laugardaginn sigraði kvennaliðið. Morgunblaðið/RAX dís Birgisdóttir og Svava Sigurðardóttir. lúlkur vel m komnar sagði Halla María Helgadóttir, Vík- ingi, sem átti stórgóðan leik. Stjarnan var grimm í vörninni eins og venjulega, en sóknarleikurinn gekk ekki upp. Þegar í óefni var komið um miðjan síðari hálfleik kom Erla Rafns- dóttir inná í fyrsta sinn og við það breyttist leikurinn verulega, Stjörn- ustúlkur tóku vörnina framar og press- uðu mikið, sem skilaði fimm mörkum í röð. Guðný Gunnsteinsdóttir og Ragn- heiður Stephensen stóðu sig vel en Erla virkaði eins og vítamínsprauta. Víkingsstúlkurnar eru vel að þessum sigri komnar, með frábæra vörn og öflugan sóknarleik. „Við tókum upp þráðinn frá síðasta leik gegn þeim og breyttum engu heldur létum Stjörnuna breyta. Markmiðið var að komast vel yfir og láta Stjörnuna síðan hafa áhyggjur,“ sagði Gústaf Björnsson þjálfari. Halla María Helgadóttir lék frábærlega, Sigrún varði vel og Svava Sigurðardóttir var góð og aðrar stóðu þeim lítt að baki. ■ Úrslit / BIO Morgunblaðið/RAX meistarar Víkings lalla María Helgadóttir, Svava Sigurðardóttir, Matthildur Hannesdóttir, Andrea Atla- kvæmdastjóri handknattleiksdeildar^ Óskar Þorsteinsson, liðstjóri, Pálmi Kristinsson, Sirgisdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði, Hjördís Guðmundsdóttir KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Jón Trausti og Nína Björg fögnuðu sigri Meistaramir í ham Gunnar Valgeirsson skrífarfrá Bandaríkjunum eistaramir frá því í fyrra, Chicago Bulls, eru í miklum ham þessa dagana og byija úrslita- keppnina mjög vel. Þeir hafa unnið Miami Heat tvíveg- is, fyrst með 19 stiga mun og síðan 30 stigum og greinilegt er að þeir ætla ekkert að gefa eftir í úrslita- keppninni. Menn hér vestra segja að liðið sé að sýna hvers það sé megnugt og að vara önnur lið við. Michel Jordan hefur leikið mjög vel með meisturunum, gerði 33 stig í seinni leiknum þrátt fyrir að hann gerði í því að leika félaga sína uppi í fyrri hálfleik. í vesturdeildinni hefur Portland sýnt yfirburði gegn LA Lakers og sigrað tvívegis. í fyrra tapaði Port- land fyrir Lakers í úrslitakeppninni og þurfti sjö leiki til en nú er hins vegar allt úrlit fyrir að aðeins þurfi þijá leiki til að Portland og klári dæmið og vinni þá í nótt í Los Angeles. „Gömlu“ jaxlarnir í Boston hafa komið nokkuð á óvart og eru 2:0 yfir gegn Indiana Pacers þrátt fyrir að Dee Brown og Larry Bird leiki ekki með vegna meiðsla. Bakvörð- urinn John Bagley hefur farið á kostum hjá Boston og gerði meðal annars 35 stig í síðári leiknum sem Boston vann 119:112 eftir fram- lengingu. Af Bird er það að frétta að hann mun ekki leika í nótt en ef liðið kemst í aðra umferð, sem allt bendir til, verður hann að öllum líkindum með. Það stefnir í mikið og jafnt ein- vígi milli New York Knicks og Detroit Pistons. Liðin eru mjög jöfn og leika bæði geysilega öflugan varnarleik. Detroit á næstu tvo leiki heima og gæti það ráðið úrslitum. Reuter Terrell Brandon hjá Cleveland Cavaliers í baráttunni við Derrick Coleman í öðrum leik Cleveland og New Jersey Nets. Liðunum í úrslitakeppninni er raðað niður miðað við stöðu þeirra í deildinni fyrir úrslitakeppnina. Það er því ljós hvaða lið leika saman í næstu umferð, en þá verður leikið þar til annað liði sigrar í fjórum leikjum. Chicago leikur við Detrot eða New York Knicks, Boston við Cleve- land eða New Jersey Nets, en Clefe- land hefur 2:0 yfir í þeirri viður- eign. Portland mætir Phoenix eða Spurs og Utah Jazz eða Los Ange- les Clippers leikur við Golden State eða Supersonics. ■ Úrsllt / B10 FIMLEIKAR / UNGLINGAMEISTARAMOT - í samanlögðu á Unglingameistaramótinu ífimleikum JÓN Trausti Sæmundsson og Nína Björg Magnúsdóttir fögn- uðu sigri á Unglingameistara- mótinu ífimleikum sem fór fram í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Jón og Nína fengu hæstu einkunnir í sam- anlögðu og hlutu því sæmdar- heitið „Unglingameistarar ís- lands 1992.“ Ellefu keppendur skráðu sig til leiks í karlaflokki og það var aldrei nein spurning um hvar sigur- inn lenti í þeim flokki. Jón Trausti bar sigur úr bítum í öllum sex grein- unum og með miklum yfirburðum í tveimur þeirra, á bogahesti og svifránni. -,,Ég stefndi á sigur á mótinu en átti óneitanlega von á meiri keppni," sagði Jón sem vann þar með sinn fyrsta Unglingameistara- titil. Ármenningurinn Bjarni Bjarnason varð annar og Ómar B. Ólafsson Gerplu í þriðja sæti í sam- anlögðu. Nokkur kynslóðaskipti eru í karlaflokkinum. Félagarnir úr Gerplu Jón Finnbogason, meistari frá í fyrra og Guðmundur Brynjólfs- son gengu upp úr unglingaflokki. Eftir standa drengir sem eiga mörg ár eftir í flokknum. Jón Trausti er þeirra elstur en hann á samt eftir tvö ár. íslandsmeistarinn í fjölþraut, Nína Björg Magnúsdóttir varði Unglingameistaratitil sinn í kvennaflokknum. Hún hlaut hæstu einkunn sem gefin var fyrir æfingar Morgunblaðið/Frosti Jón Trausti Sæmundsson og Nína Björg Magnúsdóttir verðlaunahaf- ar í fjölþraut á Unglingameistaramótinu. á stökki og á tvíslá. Þess má geta að Nína á enn eftir fjögur ár í ungl- ingaflokki. Elva Rut Jónsdóttir Björk náði öðru sætinu í saman- lögðu eftir harða keppni við Evu Björnsdóttir úr Gróttu. Elva fékk jafnframt hæstu einkunn fyrir gólf- æfingar. Þá fékk Brynja Sif Kaab- er, Stjörnunni fékk gullið fyrir æf- ingar á jafnvægisslá. 29 stúlkur kepptu á mótinu og komu þær frá fimm félögum. ...vi»Í aOcins jiaO Strvai httrl (Htison i.i t\ n k a ti 11 ttí 11 fi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.