Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 1
72 SIÐUR B/C/D
103. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tadzhíkístan;
Nabiyev
flýr frá
völdum
Dushanbe. Reuter.
RAKHMON Nabiyev forseti
Tadzhíkístans flýði úr þinghúsi
landsins i gær og sögðust
stjórnarandstæðingar hafa náð
völdum í landinu eftir öflug mót-
mæli sem staðið hafa vikum sam-
an.
Að sögn sjónarvotta sásttil Nabi-
yevs á flótta úr höfuðborginni,
Dushanbe, en ekki var vitað hvert
förinni var heitið. Leiðtogar stjórn-
arandstöðunnar töldu þó líklegra
að hann hefði ekki farið lengra en
í höfuðstöðvar fyrrum sovésku leyn-
ilögreglunnar, KGB, sem fjölmenn-
ar og vel vopnum búnar hersveitir
honum hliðhollar stóðu enn vörð
um í gær.
Að sögn útvarpsins í Dushanbe
stofnuðu samtök stjórandandstæð-
inga byltingarráð sem tók við völd-
um í Mið-Asíulýðveldinu í gær.
Þúsundir stuðningsmanna upp-
reisnarmanna fögnuðu flótta Nabi-
yevs á götum Dushanbe og kröfð-
ust stofnunar íslamsks ríkis í Tadz-
híkístan.
Sjá „Valdabarátta milli þjóðar-
brota. . .“ á bls. 22.
Táknræn endalok kalda stríðsins
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, flutti í fyrradag ræðu við Westminster-háskólann í Fulton
í Missouri í Bandaríkjunum og hvatti til lýðræðislegrar þróunar um allan heim. Kvað hann einnig vera
vaxandi skilning á nauðsyn eins konar heimsstjórnar, sem allar þjóðir ættu aðild að. Ræðuna flutti hann í
sama púltinu og Winston heitinn Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, notaði fyrir 46 árum en
þá nefndi hann járntjaldið á nafn fyrstur manna og vakti athygli á þeirri nýju heimsmynd, sem við blasti
að heimsstyijöldinni lokinni. Hefur sú ræða oft verið höfð til marks um upphaf kalda stríðsins. Styttuna
af Churchill gerði barnabarn hans, myndhöggvarinn Edwina Sandys.
Sjá „Gorbatsjov hvetur til lýðræðislegrar þróunar um allan heim“ á bls. 22.
Verkföll
leysast í
Þýskalandi
Samið um 5,4%
launahækkun
Stuttgart. Reuter.
LENGSTA verkfalli opinberra
starfsmanna í Þýskalandi var
aflýst í gærkvöldi eftir að sam-
tökin höfðu gengið að nýju til-
boði um launahækkanir sem
samningamenn ríkisstjórnar-
innar lögðu fram síðdegis í gær.
Tilboð ríkisstjórnarinnar til
lausnar verkfallinu felur í sér að
lágt launaðir ríkisstarfsmenn fá
5,4% launahækkun frá 1. maí en
þeir sem betri laun hafa frá 1.
júní. Einnig fá láglaunamenn 750
marka eingreiðslu, jafnvirði 27000
ISK, en hinir 600 marka. Auk
þess fá allir opinberir starfsmenn
sérstaka 200 marka orlofsuppbót.
Hátekjumenn í röðum opinberra
starfsmanna fá enga eingreiðslu.
Leiðtogar opinberra starfs-
manna hvöttu félagsmenn til þess
að samþykkja launatilboðið og er
búist við að atkvæðagreiðsla með-
al launþega verði aðeins formsatr-
iði.
Verkföllin höfðu staðið í 11
daga og lamað almenningssam-
göngur og flugumferð.
Reuter
Bush kynnir sér eyðilegginguna
George Bush Bandaríkjaforseti kynnti sér eyðilegginguna af völdum
óeirðanna í Los Angeles í gær og var myndin tekin er hann gekk
umkringdur öryggisvörðum um rústir miðbæjar Crenshaw-hverfisins.
Víða áttu kröftug mótmæli sér stað á leið forsetans.
Jeltsín stofnar rússnesk-
an her með tilskipunum
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
stofnaði rússneskan her í gær
með sérstakri forsetatilskipun og
útnefndi sjálfan sig sem yfirmann
hans, að sögn /tar-Tass-fréttastof-
unnar. Rússneska þingið sam-
þykkti í síðasta mánuði lagaupp-
kast um stofnun sérstaks rúss-
nesks hers er tæki við hlutverki
fyrrum herja Sovétríkjanna sál-
ugpi á rússnesku yfirráðasvæði.
I tilskipun Jeltsín sagði að hlut-
verk rússnesku heijanna yrði að
veija frelsi og sjálfstæði Rússlands
svo og tryggja öryggi landsins og
fullveldi. Undir herinn munu fallsr
allar stofnanir og öll mannvirki fyrr-
um sovéthersins í Rússlandi svo og
hersveitir og flotadeildir undir rússn-
eskum yfirráðum sem staðsettar eru
utan landamæra Rússlands. Þar á
meðal eru hersveitir í Eystrasalts-
ríkjunum, Póllandi og austurhluta
Þýskalands.
Jeltsín gaf út sérstaka tilskipun
þar sem hann útnefndi sjálfan sig
sem æðsta yfirmann rússneska hers-
ins. Áður hefur hann tekið við starfi
varnarmálaráðherra en í þriðju til-
skipuninni sem hann gaf út í gær
veitti hann ofurstanum Pavel
Gratsjev herforingjatign og útnefndi
hann sem fyrsta aðstoðarvarnar-
málaráðherra., Fól hann Gratsjev
yfirstjórn hersins þar til gengið hef-
ur verið frá skipan herforingjaráðs.
{ kjölfar hruns Sovétríkjanna og
stofnunar Samveldis sjálfstæðra
ríkja vísaði Jeltsín kröfum um stofn-
un sérstaks rússnesks hers á bug
og hét stuðningi Rússa við að sovét-
herinn fyrrverandi yrði fluttur undir
sameiginlega yfirstjórn samveldis-
ríkjanna. I tilskipuninni sagði að
kjarnorkuherafli Rússa yrði áfram
Kemur þetta fram í grein sem
Jay Schneider, prófessor í tauga-
lækningum við Hahnemannhá-
skólann, skrifar í nýjasta hefti
vísindaritsins Science.
Þar kemur fram að tilraunir á
öpum sýndu að hugsanlega væri
hægt með lyfjameðferð að gera
heilanum kleift að framleiða dóp-
amín en með aldrinum dregur
smám saman úr framleiðslu þess.
Skortur á dópamíni kallar fram
einkenni Parkinsonsveiki.
í tilraununum við Hahnemann-
háskólann var Parkinsonsveikum
öpum gefið efnið GMl ganglioside
og sýndu þeir áberandi batamerki
á sama tíma og apar sem engin
undir sameigirtlegri yfírstjórn sam-
veldisríkjanna. Jeltsín hefur hins
vegar neyðst til að skipta um skoðun
vegna tilrauna annarra samveldis-
ríkja, einkum Úkraínu, til stofnunar
eigin heija.
lyf fengu löguðust ekkert. Segir
Schneider í greininni að ávinning-
urinn af GMl virðist sá að efnið
endurreisir taugaboðsflutning
skemmdra taugafruma.
í samtali við Morgunbtaðið
sagði prófessor Gunnar
Guðmundsson, sérfræðingur í
taugasjúkdómum, að hér væri um
áhugaverðar fréttir að ræða og
tilraunir sem virtust lofa góðu.
Efnið væri ekki notað við meðferð
Parkinsonssjúklinga og varhuga-
vert væri að binda of miklar vonir
við það meðan einungis væri um
tilraunir á öpum að ræða. Bíða
yrði eftir mælingum á áhrifum
þess á menn.
Parkinsonsveiki
snúið við í öpum
VISINDAMENN við taugalækningadeild Hahnemannháskólans í
Fíladelfíu í Bandaríkjunum hafa fundið leið til að meðhöndla og
jafnvel lækna Parkinsonsveiki, sjúkdóm sem smám saman dregur
úr hæfni mannsins til að hafa stjórn á hreyfingum sínum, að því
er sagði í frétt Ifeufei's-fréttastofunnar í gær.