Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
VSI felldi miðluiiar-
tillögn fyrir f SAL
Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands felldi miðl-
unartilögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu VSÍ vegna íslenska álfé-
lagsins og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga. Framkvæmdastjórnin
samþykkti aðrar miðlunartilögur samhljóða í atkvæðagreiðslu sem
fór fram 5. og 6. maí.
Miðlunartillögur sáttasemjara
voru sjö talsins. Aðalltillagan var
í kjaradeilu Alþýðusambandsins og
VSÍ, Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, Meistara og verk-
takasambands byggingarmanna,
Reykjavíkurborgar, Kópavogs-
kaupstaðar og fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs. Önnur var í
deilu VSÍ vegna Áburðarverk-
smiðju ríkisins og hlutaðeigandi
verkalýðsfélaga. Þriðja í deilu Ál-
versins og verkalýðsfélaga, fjórða
í deilu VSÍ vegna íslenska jám-
blendifélagsins og hlutaðeigandi
verkalýðsfélaga. Fimmta tillagan
var í deilu VSI vegna Kísiliðjunnar
við Mývatn og hlutaðeigandi verk-
alýðsfélaga, sjötta tillagan var í
deilu VSÍ vegna Sementsverk-
smiðju ríkisins og hlutaðeigandi
verkalýðsfélaga, og sú sjöunda í
deilu VSÍ vegna Steinullarverk-
smiðjunnar og hlutaðeigandi verk-
alýðsfélaga.
Framkvæmdastjórn VSÍ hafði
atkvæðisrétt um tillögurnar en þar
sitja 20 manns. 18 tóku þátt í
kosningunni og voru sex tillagn-
anna samþykktar með 18 sam-
hljóða atkvæðum. Tillagan sem
beindist að ÍSAL var hins vegar
felld með 15 atkvæðum en þrír
seðlar voru auðir.
Ríkissáttasemjari mun ekki
birta formlega úrslit atkvæða-
greiðslu verkalýðsfélaganna um
miðlunartillögumar fyrr en í dag.
■■■■■■■
tffv'
. 'S. ... ..%
Krían í Tjarnarhólmann
Morgunblaðið/Emilía
Fyrstu kríurnar sáust við Tjörnina í Reykjavík í fyrrakvöld. Krían er vön að koma í byijun maí. í fyrra kom
hún 4. maí, eða tveimur dögum fyrr en í ár.
VEÐUR
Kvikmyndahátíð hafin í Cannes;
VEÐURHORFUR I DAG, 8. MAI
YFIRLIT: Skammt suðaustur af Hornafirði er 990 mb lægð sem hreyfist
austur, en yfir vestanverðu Grænlandi er heldur vaxandi hæðarhryggur.
SPÁ: Vaxandi norðanátt á tandinu, víða stinningskaldi í nótt, en í fyrra-
málið lægir vestantil. Éljagangur verður um landið norðanvert, en syðra
léttir til. Afram verður kalt í veðri, og allvíða má búast við næturfrosti.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg norðlæg átt. Smáél við norðaustur-
ströndina, en þurrt og víða bjart veður annarstaðar. Frostlaust sunnan-
lands að deginum, annars 0 til 5 stiga frost.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg átt. Þurrt og bjart veður um
mest allt land. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en víða nokkuð næturfrost.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V EI
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
|~^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hitl 0 3 veður alskýjað skýjafl
Bergen 2 rigníngogsúld
Helsinki 13 'skýjað
Kaupmannahöfn 14 rignlng
Narssarssuaq +7 léttskýjaö
Nuuk *r6 alskýjað
Ósló 13 skýjað
Stokkhólmur 15 rigning
Algarve 25 léttskýjað
Amsterdam 15 súidásíð.klst.
Barceiona 20 léttskýjað
Berlm 16 alskýjað
Chicago 4 heiðskírt
Feneyjar 23 léttskýjað
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 11 rigningog súid
Hamborg 14 rigning
London 19 léttskýjað
Los Angeles 17 alskýjað
Lúxemborg 18 léttskýjað
Madríd vantar
Malaga 21 skýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Montreal 8 léttskýjað
New York vantar
Orlando vantar
París 21 skýjað
Madeira 19 skýjað
Róm 23 léttskýjað
Vín 20 skýjað
Washington vantar
Winnipeg 11 skýjað
Fjórar íslenskar
kvikmyndir sýndar
Cannes, frá Þorfinni Ómarssyni fréttaritara Morgunblaðsins
FJÓRAR íslenskar kvikmyndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni
í Cannes í Frakklandi, sem sett var í 45. skipti í gærkvöld. Tvær
þeirra, Svo á jörðu sem á himni, eftir Kristínu Jóhannesdóttur, og
Ingaló á græum sjó, eftir Ásdísi Thoroddsen, eru innan aðaldag-
skrár hátíðarinnar, en það hefur ékki gerst síðan Atómstöðin var
sýnd hér árið 1984.
Kvikmyndahátíðin í Cannes, sem
er sú stærsta sinnar tegundar í
heiminum, gerir Norðurlöndunum
sérstök skil að þessu sinni. Ein
kvikmynd er sýnd frá hverju landi,
utan Finnlands. Þetta eru fyrstu
verkin sem styrkt voru af Kvik-
mynda- og sjóvarpssjóði Norður-
landanna, en fulltrúi íslands er Svo
ájörðu sem á himni. Kristín Jóhann-
esdóttir, leikstjóri myndarinnar,
sagði í gær undirbúning og kynn-
ingu vera að smella saman. Myndin
verður frumsýnd næsta mánudag,
en síðan tvisvar til viðbótar. Vegna
réttindaákvæða þurfti að breyta
erlendum titili myndarinnar og heit-
ir hún „Sur terre“ (Á jörðu) á
frönsku, en „As in Heaven" (Sem
á himni) á ensku. „Mér finnst bæði
rétt og fallegt að skipta titlinum
upp á milli þessara tveggja menn-
ingarheima. „Sur terre" hljómar
betur á frönsku, en „As in Heaven“
er fallegra á ensku,“ sagði Kristín.
Hún kvaðst eftir á að hyggja vera
ánægð með að hafa breytt titlinum,
því tilvísun hans hefði hugsanlega
farið fyrir bijóstið á kaþólikkum í
Frakklandi.
Ingaló, eftir Ásdísi Thoroddsen,
tekur þátt í dagskrá kvikmynda-
gagnrýnenda á hátíðinni. Sex aðrar
myndir eru í dagskránni og keppa
þær um tvenn peningaverðlaun.
Auk þess keppir Ingaló um Caméra
d’Or-verðlaunin, sem veitt eru fyrir
bestu frumraun leikstjóra.
Þá verður sýnd hér á hátíðinni
kvikmyndin Sögur frá norðurslóð-
um, sem er þrískipt mynd frá ís-
landi, Færeyjum og Grænlandi.
Kristín Pálsdóttir leikstýrði íslenska
hlutanum. Fjórða íslenska myndin
er Börn náttúrunnar, sem sýnd er
á markaði dreifingaraðila.
20 kvikmyndir keppa um gull-
pálmann eftirsótta. Þar á meðal er
Sigutjón Sighvatsson framleiðandi
tveggja mynda, „Twin Peaks: A
Fire Walks With Me“, eftir David
Lynch og „A Stranger Among us“,
í leikstjórn hins annálaða Sidney
Lumet með Melanie Griffith í aðal-
hlutverki.
Félag bókagerðarmanna og FÍP:
Nýr kjarasamn-
ingnr undirritaður
FÉLAG bókagerðarmanna og Félag íslenska prentiðnaðarins undir-
rituðu nýjan kjarasamning sl. miðvikudag með fyrirvara um sam-
þykki félagsmanna. Að sögn Þóris Guðjónssonar, formanns Félags
bókagerðarmanna, er allt meginefni kjarasamningsins byggt á miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara m,a. hvað varðar 1,7% launahækkun,
launabætur, orlofsuppbót og gildistíma til 1. mars 1993.
Fundur hefur þegar verið haldinn
meðal félagsmanna í Reykjavík en
samningurinn verður lagður fram í
aðildarfélögum á Akureyri og Akra-
nesi um helgina. Verður niðurstaða
atkvæðagreiðslu um samninginn
ljós á mánudagskvöld.
Félag bókagerðarmanna var ekki
aðili að miðlunartillögu ríkissátta-
semjara „Við sáum enga ástæðu til
að biðja sáttasemjara að senda okk-
ur miðlunartillöguna til þess eins
að vera með sama kerfi og aðrir.
Við göngum bara frá þessu með
venjubundnum hætti og tökum af-
stöðu til samningsins eins og við
erum vön,“ sagði Þórir Guðjónsson,
formaður Félags bókagerðarmanna.