Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 9 Hjartans þakkir til allra vina minna, sem heiðruðu mig og glöddu á 80 ára afmœli mínu 16. apríl síðastliðinn. Asdís Káradóttir, Furugrund 58, Kópavogi. ARKITEKT RÁÐLEGGUR UM LITVAL í MÁLARANUM Valgerður Matthíasdóttir arkitekt veitir viðskiptavinum Málarans ókeypis ráðgjöf um litaval í málningu og viðarvörn fimmtudag og föstudag klukkan 13-18 og laugardag klukkan 10-13. Verið velkomin í Málarann og þiggið ókeypis ráðgjöf Valgerðar. Málarinn Grensásvegi 11 Sími 81 35 00 Tilkynning frá gatnamálastjóra um hreinsunardaga í Reykjavík vorið 1992 Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagarnir 9. og 16. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfastöðvum gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkur- borgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp poka og rusl. Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gámar á eftir- töldum stöðum: Ánanaust móts við Mýrargötu. Sléttuveg í Fossvogi. Sævarhöfða móts við malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, hreinsunardeild. Reykjavík, 4. maí 1992. Burt með sam- keppnishömlur Viðskiptaráðherra sagði: „Vaxandi skilningur er hér á landi sem annars staðar í Evrópu á mikil- vægi virkrar samkeppni til að stuðla að hag- kvæmri nýtingu fram- leiðsluþátta og efnahags- legum framíorum. Eins og fram hefur komið hefur samkeppni hér á landi aukist i ýmsum greinum á siðustu árum, en mikið vantar á að hún sé fullnægjandi. Með þessu frumvarpi er að því stefnt að efla virka samkeppni enn frekar á þeim sviðum, þar sem hún getur bezt tryggt liag neytenda, atvinnu- lifsins og þjóðfélagsins í heild. Það er gert með þvi að skerpa þær sam- keppnisreglur, sem nú eru í gildi, auka gagnsæi markaðarins og draga úr opinberum samkeppn- ishömlum. Með þessu frumvarpi er þó aðeins með óbein- um hætti hægt að stuðla að síðast talda atriðinu, þar sem opinberar sam- keppnishömlur, t.d. inn- flutningsbönn, tæknileg- ar viðskiptahindranir verðlagning búvöru, verðlagning lyfja, vá- trygginga o.fl., eru bund- in í öðrum lögum, sem endurskoða þarf sérstak- lega. Ég á þó von á þvi að skilningur á nauðsyn virkrar samkeppni á þessum sviðum eigi eftir að aukast og í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld geti komið á framfæri ábend- ingum við stjórnvöld um ákvæði laga og stjórn- valdsfyrirmæla sem stríða gegn markmiði þessara Iaga.“ Samkeppni efld „í gildandi lögum hafa bein verðlagsafskipti verið i fyrirrúmi, en sam- kvæmt frumvarpinu munu þau heyra til und- antekninga. Þess i stað Samkeppnin bætir lífs- kjorin „Réttar leikreglur um samkeppni geta haft gífurleg áhrif til bættra lífskjara al- mennings og stuðlað að hvers konar hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Reglur sem vinna gegn einokun og hringamynd- un, sem vinna gegn samþjöppun efna- hagslegs valds og sem setja seljendum vöru og þjónustu leikreglur um sam- skipti við neytendur vernda hagsmuni hvers einasta manns í landinu og bæta lífskjör hans.“ Þannig komst Jón Sigurðs- son að orði þegar hann mælti fyrir stjórn- arfrumvarpi til samkeppnislaga. er megináherzla lögð á að ná höfuðmarkmiði lagaima um hagkvæm- ustu nýtingu framleiðslu- þátta með eflingu virkr- ar samkeppni ... Lögin taka til viðskipta hér á landi, en ekki til samninga, skilmála og athafna sem ætlað er hafa álirif utan íslands. Verði samningurinn um Evrópska efnahagssvæð- ið fullgiltur hér á landi fylgja honum kvaðir um lögfestingu samkeppnis- reghia, sem gilda eiga í viðskiptum milli ríkja á markaðssvæðinu. Islenzk samkeppnisyfirvöld myndu með því öðlast möguleika til þess að hafa afskipti af ýmsum atriðum er vai-ða inn- flutning til íslands, t.d. af sanmingum milli fyrir- tækja á markaðssvæðinu, sem ætlað er að hafa áhrif hér á landi, en vitað er um ýmis konar fyrir- komulag sem hækkað hefur innflutningsverð til Islands svo sem að dönsk fyrirtæki hafi frá fornu fari einkaumboð fyrir innflutning frá þriðja ríki til Islands og þiggi fyrir það umboðslaun." Markaðsráð- andi fyrirtæki „I gildandi löguin eru nokkrai’ tegundir sam- keppnishamla bannaðar. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjölga slíkum bönnum, þannig að þær samkeppmshöml- ur, sem að fenginni reynslu eru ótvírætt skaðlegar, verði bannað- ar. Það felur í sér að samningar, samráð og aðrar samstilltar aðgerð- ir um verð, gerð tilboða og markaðsskiptingu verða bannaðar. Bann við markaðsskiptingu er nýmæli og einnig bann við útgáfu ýmissa starfs- stétta á sameiginlegum verðtöxtum. Það er einn- ig nýmæli að seljandi vöru getur ákveðið það verð sem endurseljandi má hæst verðleggja vör- una á ... Einnig er lagt til að heimiluð verði íhlutun í aðrar tegundir athafna, sem skaðleg áhrif geta haft á samkeppni fyrir- tækja. Þar er um að ræða heimildir til íhlutunar gegn misbeitingu mark- aðsráðandi fyrirtækja á aðstöðu sinni. Almennt er viðurkennt að fylgjast þurfi sérstaklega vel með þessari tegund sam- keppnishamla, en það hefur sýnt sig að vera erfitt, í framkvæmd ... Hér er lagt til að íhlut- un eigi sér stað að undan- gengnu mati á einstökum tilvikum og er það sami háttur og hafður er á í fámennari samstarfsríkj- um okkar í EFTA. Mark- aðsyfirráð sem slík eru ekki bönnuð, en það er matsatriði samkeppnis- yfirvalda í hverju ein- stöku tilviki hvort og að hvað miklu leyti er um misbeitingu að ræða... Lagt er til að sam- keppnisráð hafi heimild til þess að baima sam- runa fyrirtækja eða yfir- töku fyrirtækis á öðru fyrirtæki, ef það dregur venilega úr samkeppni á markaðinum ... Sama á við ef eigendur með virk yfirráði í einu fyrirtæki ná virkum yfii-ráðum i öðru fyrirtæki eða það sem ég nefni „de facto“ yfirtöku. Eftirlit með samruna eða yfirtöku fyrirtækja er nátengt eft- irliti með misbeitingu á markaðsyfin'áðum." STEINAR WAAGE kr. 2.995,- Ath.: Léttir og liprir Stærðir: 31/2-71/2 gönguskór Litur: hvítur Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212 V ________ Kringlunni, Kringlunni 8-12, simi 689212 SlMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJÁR TÖLVUELDHÚSVOG í DAG KOSTNAÐARVERÐI byggt&bOið I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.