Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
10
Einleikstónleikar í Listasafni Islands:
Hressandi tilbreyt-
ing að spila á íslandi
— segir bandaríski píanóleikarinn Beth Levin
í kvöld heldur bandaríski píanóleikarinn Beth Levin ein-
leikstónleika í Listasafni íslands. Á efnisskránni eru verk
eftir Mozart, Beethoven, Ravel og Schumann. Þetta er í
fyrsta skipti sem Beth heldur einleikstónleika á íslandi,
en áður hefur hún leikið hér með Trio Borealis.
Beth Levin fæddist í Fíladelfíu
en býr nú og starfar í New York.
Tólf ára gömul lék hún einleik
með Fíladelfíuhljómsveitinni og
stuttu seinna var hún valin ásamt
tveimur öðrum nemendum til að
læra hjá Rudolph Serkin við
Curtis Institute. Arið 1978 vann
hún til verðlauna í alþjóðlegri
píanókeppni í Leeds. Hún hefur
leikið einleik með fjölda banda-
rískra sinfóníuhljómsveita og
komið fram á þekktum tónlistar-
hátíðum vestra, svo sem Marl-
boro, Harvard, Amherst og Blue
Hill-hátíðunum. Þá hefur hún
leikið inn á hljómplötur fyrir
Columbia Masterworks.
„Ó, þetta er spennandi ævin-
týri, hressandi tilbreyting frá
starfinu í New_York,“ segir Beth
um dvöl sína á íslandi. „Ég mundi
fara til Sri Lanka ef því væri að
skipta til að spila með Richard
Talkowsky og Einari Jóhannes-
syni,“ segir hún, en þeir eru fé-
lagar hennar í Trio Borealis, sem
hefur verið á tónleikaferð um
suðvesturhornið undanfarið. Síð-
an berst talið að lífí tónlistar-
manns í New York.
„Það gengur upp og ofan.
Stundum hefur maður heilmikið
að gera, stundum ekkert. Ég hef
aðallega einbeitt mér að einleik
í New York og það er því líka
góð tilbreyting að koma hingað
og spila kammermúsík. Það er
gott að komast út úr æfíngaher-
berginu og spila með öðru fólki,
maður getur einangrast dálítið
yfir píanóinu sínu.“
— Miklum sögum fer af sam-
keppni í listalífinu í New York,
hvaða áhrif hefur hún á lista-
manninn?
„Hún getur dregið úr manni
kjark og fengið mann til að efast
stöðugt um eigið ágæti. En það
er enga lausn á því að finna svo
maður heldur bara áfram og
reynir að hugsa ekki of mikið
um það. Stundum gengur manni
vel, stundum illa. En mér finnst
ég alltaf vera á leiðinni að mark-
inu. Kannski þegar ég verð átt-
ræð...“
— Fólk þarf þá að vera mjög
ákveðið og einbeitt til að gefast
ekki upp?
„Ég er nú orðin svo gömul að
ég er komin yfir það að gefast
upp,“ segir hún og hlær. „Þegar
ég var yngri var ég stundum á
mörkum þess að gefa tónlistina
upp á bátinn, en af einhveijum
ástæðum heldur maður alltaf
áfram, jafnvel þótt allt virðist
svart. Núna gæti ég ekki hugsað
mér að hætta í tónlist, hún er
orðin svo stór hluti af mér. Kem-
ur ekki til mála! Nema einhver
banki upp á hjá mér og segi: Þú
færð ekki að spila á fleiri tónleik-
um!“ _
— í Bandaríkjunum heyrist
oft að eina leiðin til að komast
áfram sé að giftast listinni.
„Nú þegar ég lít um öxl virð-
ist það rétt stefna!“ segir Beth
og skellihlær. „Ég hefði aldrei
átt að eignast fjölskyldu, en nú
þegar ég hef eignast mann og
börn get ég ómögulega verið án
þeirra! Ef ég ætti að byija upp
á nýtt, vitandi hve erfitt þetta
er, mundi ég ekki gera neitt ann-
að en að æfa mig. Ég þekki kenn-
ara sem segja við nemendur sína:
Ekki gifta þig, æfðu þig bara og
æfðu. En ég er ekki þannig
manneskja. Hvað getur maður
komið með að píanóinu ef maður
les ekki, skoðar ekki myndlist og
tekur þátt í mannlífinu? Ekkert.
Ég held að því meira sem maður
Beth Levin. Morgunblaðið/Emilía
hafi upplifað, því betur skilji
maður tónskáldið og sköpunar-
verk þess. -Þetta er tjáning og
því eldri sem ég verð, því betur
geri ég mér grein fyrir að tækn-
in er ekki allt, því einfaldari sem
hlutirnir eru, því betra. Maður
þarf ekki endilega að sitja við
píanóið í tuttugu tíma á dag.
Maður meltir líka tónlistina með
sér þótt maður sé ekki fyrir fram-
an píanóið. Eitthvað sem ekki
tengist tónlist á neinn hátt getur
hjálpað manni að leysa tónlistar-
legt vandamál. Ég hef líka til-
hneigingu til að setja allt í sam-
band við tónlist, ef einhver legg-
ur mér ráð verður mér fyrst fyr-
ir að hugsa hvernig þau geti
nýst mér við píanóið."
Beth ætlar að leika verk eftir
Schumann, Mozart, Beethoven
og Ravel á tónleikunum. „Þetta
er svo frábær tónlist," segir
hún.„Kreisleriana, verkið sem ég
ætla að spila eftir Schumann, er
algjört meistaraverk. Reyndar er
það ekki spilað mjög oft, senni-
lega af því það er svo erfitt.
Schumann fæst þar við tvær
andstæðar persónur og maður
verður að töfra fram margs kon-
ar hughrif og sveiflast öfganna
á milli. Samt er þetta mjög þétt
verk og leyfír manni að nota
ímyndunaraflið til hins ýtrasta.
Beethovensónatan, opus 110, er
líka mjög ögrandi. Fantasían eft-
ir Mozart er styttri, en þar notar
hann margs konar blæbrigði og
lætur gamminn geisa. Og svo er
það Ondine eftir Ravel, það er
eitt af þessum yndislegu, safa-
ríku verkum. Það er ekki beint
nein saga í því, en samt er mað-
ur að skapa eins konar veröld
þegar maður spilar það. Efnis-
skráin er sem sagt dásamleg —
ef ég bara kemst í gegnum hana!“
segir Beth og hlær enn, nú
áhyggjufull á svip.
— Það er engu líkara en þú
sért ástfangin af þessum verkum.
„Það er ég, en í aðra röndina
er ofurlítið hatur vegna þess hve
erfið þau eru. Maður þykist hafa
náð þeim einn daginn, en daginn
eftir er allt ómögulegt. Þau eru
afar ögrandi, maður þarf að nota
alla sína hæfileika."
— Hvernig er að koma frá
New York og spila í smáþorpum
á íslandi eins og þú hefur gert
með_ Trio Borealis?
„í New York hef ég spilað í
fallegum tónleikahöllum, en líka
í hlöðum, þannig að það er ekki
alltaf um neinn dýrðarljóma að
ræða. Mér fínnst mjög spennandi
að spila fyrir íslendinga.“
— rhv
íbúð í húsi fyrir aldraða
í Vesturbæ
2ja herb. fullbúin íbúð ca 45 fm auk sameignar. Fallegt
útsýni yfir sjóinn. Öll sameign mjög glæsileg. í sameign
er t.d. samkomusalur á efstu hæð, setustofa á hverri
hæð og saunabað og heitir pottar á jarðhæð. íbúðin
er laus nú þegar. Góð greiðslukjör.
ú
FJARFESTING
FASTEIGNASALA1
Borgartúni 31. Lögfr. Pétur Þ. Sigurðsson hdl.
624250
FÉLAÍJ
ELDM
BORGAR\
621477
ÓÐAI fyrirtækjasala
Skeifunni 11A, 3. hæð,
-a* 682600
Sölumaður Magnús Jóhannsson,
lögmaður Sigurður Sigurjónsson hrl.
Seljendur athugiö!
Vegna endurnýjunar í söluskrá biðjum við þá, sem
eru með fyrirtæki á skrá hjá okkur, að hafa samband
sem allra fyrst. Við seljum þitt fyrirtæki fljótt og vel.
Kaupendur athugiö!
Höfum á skrá mörg mjög góð fyrirtæki, bæðí stór og
smá. Látið okkur finna rétta fyrirtækið fyrir ykkur.
Við þjónum ykkur með ánægju.
Opið mánudag til föstudags
frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-15
Tón-Mynda-Lj óð
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í Perlunni á Öskjuhlíð stendur nú
yfir nokkuð óvenjuleg sýning, þar
sem þrír listamenn stilla saman
strengi sína í einni sýningu, eða einu
verki, eins og þeir vilja orða það.
Hér eru á férðinni myndlistarmaður-
inn Grímur Marinó Steindórsson,
tónskáldið Gunnar Reynir Sveinsson
og Ijóðskáldið Hrafn Andrés Harðar-
son, og afraksturinn er tón-ljóða-
myndir, mynd-tóna-ljóð eða ljóð-
mynda-tónar, eftir því hveijir
áhersluþættir samsetningarinnar
eru.
í glæsilegri sýningarskrá sem þeir
félagar hafa gefið út með myndum,
ljóðum og tónum, segir í formála:
„Grunntónn þessa verks, því eitt
er verkið þótt margar hendur og
þrír hugir vinna saman, er sköpun,
mótun í myrkri. Um þennan tón óma
hafið, djúpið og óravíddir him-
ingeims. Og fuglinn Fönix rís upp
úr öskunni í líki margra annarra
fugla. Og skuggar leika um svið.
Myndir í málmi, máli og tónum. Tón-
ljóðamyndir. Ekki með þeim hætti
að einn geri verk við annars hug-
mynd, heldur kveikir hver í öðrum,
neistinn breiðist milli huga, fram og
aftur, uns úr verður bál, sem ekkert
fær slökkt og sköpunargleðin skírist
í þeim eldi.“
Því miður er ekki hægt að fjalla
á jafnan hátt um þá þijá þætti sem
hér ftettast saman, sem full ástæða
væri til; myndverkin eru mest áber-
andi, og þau kalla á mesta skoðun.
Tónlistin líður hins vegar mikið fyrir
staðinn og hverfur í bakgrunninn,
og krefst sérstakrar athygli í skark-
ala hversdagsins að nema þá seið-
andi tóna, sem berast um loftið.
Myndir Gríms Marinós Steindórs-
sonar á sýningunni eru 65 talsins,
flestar unnar í málm, sem er brennd-
ur, litaður, flattur og skreyttur á fjöl-
breyttan hátt. Raunar tekur eitt verk
Gríms, Minnisvarði um landpóstana
(nr. 1) á móti gestum úti fyrir, en
það tengist ekki beint því sem ber
fyrir augu innan dyra. Grímur hefur
verið þekktur fyrir óvenjuleg málm-
verk sín af fiskum og sjávargróðri,
en hér eru einkum á ferðinni verk
er tengjast flugi, fuglum himinsins
og öðrum þeim þáttum, sem ljóð
Hrafns Harðarsonar fjalla einnig um.
I þessum myndum tekur málmurinn
oft á sig gervi Iitanna, því listamað-
urinn hefur unnið hann á mismun-
andi hátt, þar til undarlega blærík
litmynd stendur eftir, sem stundum
minnir á skrartgrip í litadýrð sinni.
Ljóðin við hlið verkanna verða oft
til að styrkja þær ímyndir sem lista-
mennirnir hafa sett fram.
Ýmsar fallegar myndir mætti
nefna til, en hér skal bent á Fugla
himinsins (nr. 9), Dagrenningu (nr.
38), Bláfjöll (nr. 41) og Narkissos
(nr. 62), þar sem spegilmyndin eilífa
blasir við gestum líkt og goðsagna-
verunni forðum. Perluregndroparnir
(nr. 43-49) eru hver öðrum fallegri,
og Sköpun (nr. 52) minnir á kenning-
ar um tilurð alheimsins.
Það dregur hins vegar nokkuð úr
ánægjunni af sýningunni, að Perlan
er ekki góður sýningarstaður fyrir
myndlist. Raunar er Perlan afleitur
sýningarstaður fyrir myndlist, svo
rétt orðalag sé viðhaft; hitabeltis-
gróður, veitingaborð, óviðkomandi
umferð og truflanir frá vökvunar-
og gosbrunnakerfum eru nógu slæm-
ar aðstæður, en steininn tekur úr
þegar kynningum á bílum, tjaldvögn-
um og jafnvel verkum óskyldra lista-
manna er troðið inn á milli sýningar-
gripanna, eflaust í mikilli óþökk
þeirra sem að sýningunni standa.
Gráir tankarnir eru yfirþyrmandi
umhverfí fyrir flest listaverk, og þau
mega varla við öllum þeim truflun-
um, sem fylgja þessum stað. Því
miður líður sýning þeirra félaga mik-
ið fyrir þetta uinhverfi.
Lista- og menningarráð Kópavogs
hefur styrkt þá félaga til þessarar
sýningar, enda tveir þeirra Kópa-
vogsbúar. Er það virðingarvert, en
jafnframt óskandi að Kópavogur fari
að Ijúka hinu ófullgerða Listasafni
Kópavogs, svo að listunnendur nái
að njóta þar sýninga af þessu tagi
við þær aðstæður sem þær eiga skil-
ið.
Sýningin TónMyndaLjóð í Perl-
unni mun standa til 18. maí.
Geithamrar - Grafarvogi
Glæsileg efri sérhæð ásamt bílskúr. íbúðin skiptist í
rúmgóðar stofur, 2 góð herb. ásamt 20 fm palli fyrir
ofan hluta íbúðar. Þvottahús í íbúð. Flísalögð gólf. Glæsi-
legt útsýni til borgarinnar. Laus fljótlega. Áhvílandi
byggsjóður ca 5.200 þús. Verð 12,0 millj. 2409.
S: 685009-685988
ÁRMÚLA21
DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI,
DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR.