Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. MAI 1992 11 Ásgerður Búadóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Nú stendur yfir í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti sýning á myndvefnaði Ásgerðar Búadóttur myndlistarkonu. Hún hefur ekki haldið margar einkasýningar í höf- uðstaðnum þegar litið er til hennar langa ferils í listinni og því er sér- stakur fengur að sýningunni fyrir listunnendur. Ásgerður Búadóttir varð einna fyrst íslenskra myndlistarmanna til að helga sér myndvefnað sem sinn helsta vinnumiðil, þó að hún hafi í sínu listnámi fyrst og fremst lagt stund á málaralist. Hún hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem einn besti listamaður okkar á þessu sviði og hefur tekið þátt í miklum fjölda sýninga á erlendri grundu síðustu áratugina, oft sem-fulltrúi íslenskrar myndlistar í alþjóðlegum samsýningum. Verk hennar er einnig að finna í Ijölmörgum lista- söfnum og opinberum byggingum, bæði hér á landi og erlendis. Myndvefnaður er sennilega sá listmiðill sem krefst mestrar þolin- mæði, ákveðni og seiglu, áður en listamaðurinn fer að sjá árangur erfiðis síns. Því er undirbúningur hvers verks einn mikilvægasti þátt- ur þess, bæði hvað varðar efnis- og litaval, myndefni og skipulag þess í fletinum. Það hefur löngum einkennt verk Ásgerðar að mynd- bygging hefur verið afar markviss og sterkur þáttur í hennar vefn- aði. Litaval hefur verið hógvært en um leið hnitmiðað, og sam- ræmst vel almennri hreyfingu í fletinum, jafnframt því sem mismunandi efni hafa unnið vel saman til að mynda þau heildar- hrif sem verkin skapa. Það er at- hyglisvert að sjá skissur og undir- búningsteikningar, sem einnig hafa verið settar upp á sýning- unni, og lýsa hluta af öllu þessu ferli. Á sýningunni í Nýhöfn getur að líta alls tíu verk, sem ofin eru úr ull og hrosshári; nokkur þeirra eru síðan samsett úr tveimur eða fleiri flötum. Verkin eru flest byggð á áhrifum lands og náttúruafla, sem listakonan vinnur úr á óhlutbund- inn hátt. Það er hin milda náttúru- sýn og umskiptin sem ráða ríkjum í verkunum; verðrabrigði, mót dags og nætur, sumars og veturs. Litir dofna og styrkjast eftir ákveðinni bylgjuhreyfingu í mörgum mynd- anna og síðan geta örlitlir deplar eða ræmur sterkari lita myndað það mótvægi sem heldur heildar- verkinu í jafnvægi. Ásgerður bygg- ir oft myndirnar í kringum sterka litþætti nálægt miðju þeirra, sem aðrir litir og þættir vefnaðarirts vinnast síðan út frá; notkun á hrosshári á síðan mikinn þátt í að skapa þá tilfinningu fyrir hreyf- ingu sem er svo mikilvægur þáttur í verkum listakonunnar. í þessu sambandi er vert að benda sérstaklega á nokkur verk á sýningunni, þó að erfitt sé að Skoðunar- ferð um Voga á morgun Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer laugardaginn 9. maí í skoðunarferð um Voga í ferða- röðinni Framtiðarsýnin okkar. Farið verður frá Grunnskóla Vatnsleysustrandarhrepps kl. 10.30 og gengið umhverfis byggðina í Vogum. í leiðinni verða óröskuð eða lítt röskuð náttúruleg svæði skoðuð og ýmsar minjar. Gangan tekur um einn og hálfan tíma en eftir hana verða umræður í Grunnskólanum um framtíðarsýn sveitarfélagsins sem heild. I för verða fróðir menn og hugmyndaríkir. Öllum er heimil þátttaka. gera upp á milli þeirra. Myndin Haust á fjöllum (nr. 6) er einkum athyglisverð fyrir hvernig grái og ljósu litirnir eru sífellt að takast á; grámi landsins og snjóþekjan berjast um yfirráðin á þessum árs- tíma, en rauðlit rönd og blettur minna á eldinn undir, sem getur ávallt brotist fram. Verkið Kontra- punktur (nr. 10) er gott dæmi um vægi hins miðlæga punktar, og á hvern hátt heildarmynd getur skapast í kringum hann. Andstæða þessa er hins vegar Gengið með sjó (nr. 5), þar sem litirnir gefa til kynna kuldalega ímynd sjávar og himins, og áherslan er á þá bylgjuhreyfingu sem einkennir mót lands og sjávar. Fleiri verk mætti nefna, en þó er rétt að láta listunnendum eitt- hvað eftir. Ljóst er að listakonan heldur hér áfram á þeirri braut sem hún hefur markað sér fyrir margt löngu, að vinna vandlega úr sjón- hrifum sínum, byggja verk sín upp af samviskusemi og setja þau fram á þann hátt að listunnendur eigi greiðan aðgang til að njóta þeirra. Megi sem flestir listamenn vinna á þeim nótum um ókomna framtíð. Sýning Ásgerðar Búadóttur í listasalnum Nýhöfn við Hafnar- stræti stendur til miðvikudagsins 13. maí og eru listunnendur hvatt- ir til að líta inn áður en henni lýkur. Ásgerður Búadóttir: Haust á fjöllum. 1991. ATT ÞU MIDA I SOLINA? 0 0 VIÐ DROGUM í KVÖLD ÞÁTTTAKA ÞÍN STUÐLAR AÐ BJÖRGUN MANNSLÍFA! HÆGT ER AD GREIÐA HAPPDRÆTTISMIÐA MED GREIDSLUKORTI í SÍMA 91-27000 TIL KL. 23.00 í KVÖLD. Slysavarnalélags Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.