Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 12

Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 12
12_______________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992_ Náttúruverðmæti á Seltjam- arnesi og viðhald þeirra eftir Aðalstein Sigurðsson Fyrir nokkru sýndi bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi af sér þá ágætu framtakssemi að fela Náttúrufræði- stofnun íslands að geta úttekt á náttúruminjum á Nesinu. Þetta þarfaverk leiddi til þess, að íjórir valinkunnir náttúrufræðingar sömdu skýrslu, sem þeir nefndu Náttúrufar á Seltjarnarnesi. Var hún afhent bæjarstjórn árið 1991. Höfundar hennar voru Kristbjörn Egilsson, grasafræðingur, Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur, og dýrafræðingarnir Ævar Petersen og Jóhann Óli Hilm- arsson. Um það má lengi deila, hvað eigi að taka með í svona skýrslu, og við lestur hennar datt mér eitt og annað í hug, sem gjarnan hefði mátt vera með. Þegar ég hins vegar tek það með í reikninginn, að skýrslan hlýtur að vera samin með það fyrir augum að vera bæjarstjórn til leiðbeiningar við verklegar framkvæmdir á Nes- inu, verð ég að þakka þeim félögum fyrir sérlega vel unnið starf. Ég skora því á bæjarstjórn að taka fullt tillit til þeirra ábendinga, sem hún hefir fengið í skýrslu þessari. Framkvæmdirnar við Svarta- bakka á Suðurnesi, sem gerðar voru eftir útkomu skýrslunnar, vekja þó ugg hjá mér og fleirum, en þar hafa steingervingalög verið hulin með uppfyllingu. Það er nauðsynlegt að áðurnefnd skýrsla verði gerð aðgengileg fyrir þá sem áhuga hafa á náttúru Selt- jarnarness. Það myndi auðvelda náttúruunnendum að sjá það sem þeir leita að og gera þeim auðveld- ara að skilja það. í skólabókasöfnum verður hún að vera til. Best væri að gefa höfundunum kleift að endur- skoða skýrsluna með prentun í huga, þar sem hún liggur nú fyrir í hand- ritsformi og gefa hana síðan út. Hér á eftir mun ég styðjast mikið við skýrsluna. Ég ætla nú að leggja áherslu á ýmislegt, sem við Seltirningar þurf- um að taka tillit til í umgengi okkar við náttúruna og skora um leið á bæjaryfirvöld, og þá ekki síst bæjar- stjórann, að varðveita þá náttúru, sem hér er enn lítt eða ekkert spillt. Grótta er friðlýst og ætti því að vera óþarfi að ræða frekar um hana, að öðru leyti en því, að hvetja fólk til að virða þá friðlýsingu, en mis- brestur hefur stundum verið á því. Umferð um eyna er bönnuð frá 1. maí til 1. júli ár hvert, þ.e.a.s. um varptímann og hundar ættu aldrei að koma þangað. Valhúsahæð hefir verið á náttúru- minjaskrá síðan 1981. Þrátt fyrir það hefur henni því miður verið stór- lega spillt. Um það þýðir ekki að fást héðan af. Hins vegar þarf að halda við því sem eftir er þar ósnort- ið, svo sem eina mólendissvæðinu sem enn er til á Seltjarnamesi, en það nær að vísu niður fyrir Kirkju- braut. Einnig sjást þar enn á bletti jökulnúnar klappir. Mikið af fjörunum við Seltjarnar- nes er á náttúruminjaskrá og verðum við að vona að þeim verði, eftir því sem auðið er, haldið í núverándi formi, þrátt fyrir það slys sem þegar hefir verið nefnt við Svartabakka. Helst ætti að friðlýsa fjörurnar. Gerist þörf fyrir sjóvarnargarða, verður að gera þá í samráði við N áttúruverndarráð. Fjörurnar eru mikilvæg útivistar- svæði og hafa upp á margt að bjóða, auk fjörugróðurs og dýralífs, en í því sambandi ber að nefna hve vel þær eru fallnar til fuglaskoðunar, einkum vor og haust. Þarna er að finna fjörumó bæði við Seltjörn og Skerjafjarðarmegin í Bakkavík. Forn setlög með steingervingum eru a.m.k. frá tveimur aldurskeiðum við Suðurnes í Bakkavíkinni. í fjörunni skammt frá Búðatjörn er flöt klöpp með mjög greinilegum jökulgrópum. Þá má nefna harðnaðan jökulruðn- ing vestan á Suðurnesinu. Það er ánægjuefni að nú er unnið að úrbótum á frárennsliskerfi höfuð- borgarsvæðisins og þar með Sel- tjarnarnessins. Verður það örugg- •lega til mikilla bóta fyrir fjörurnar hérna og mun bæta aðstöðu og ör- yggi þeirra, sem þær vilja skoða. Suðurnes, grandarnir og Bakka- tjörn eru einnig á náttúruminjaskrá. Golfvöllurinn á Suðurnesi hefir að sjálfsögðu haft mikil áhrif á náttúrufar þar og er ekkert við því að segja. T.d. hefir varpfuglum fækkað þar mikið. Einig eru verbúð- atóftir sem þar voru horfnar. Von- andi verður Búðatjörn hlíft og tjörn í Dældum rétt norðan við golfvöllinn þarf að fá að halda sér og einnig votlendisblettur við hana, einkum vegna fuglalífsins þar. Vona ég að golfleikarar taki þessu vel og drengi- lega. Bakkagrandi er og verður lítið annað en vegur og hefir svo verið lengi. Þó eru gróðurlendisræmur meðfram veginum. Á Kotagranda, sem nú er lokaður fyrir akstri eins og vera ber, er varp sumra fugla alveg horfið og annarra að mestu leyti. Mannaferðir eru þar miklar og margir eru þar á ferð með hunda, jafnvel á varptímanum, en slíkt ætti ekki að eiga sér stað. Á meðan krían verpti á grandanum sáust menn oft tína egg hennar, enda er hún alveg hætt að verpa þar. Slíkt ættum við ekki að stunda hér á Nesinu, heldur reyna að hlúa að varpi fuglanna. Bakkatjörn, Búðatjörn og tjörn í Dældum er nauðsynlegt að varð- veita, meðal annars vegna fuglalífs- ins. Þar fá fuglarnir æti og hafa tækifæri til að baða sig í fersku vatni, eins og oft má sjá þá gera, t.d. vaðfuglana. Einnig er þar oft talsvert af sundfuglum, sem annars sæjust hér varla til muna. Það gróðurlendi sem fínnst villt á Seltjarnarnesi þarf að varðveita. Ég hefi þegar minnst á mólendi á Val- húsahæð og rétt neðan hennar. Einnig hefi ég talað um að vernda votlendi vegna fuglalífs, en engu minni ástæða er til þess að halda því við vegna þess sérstaka gróðurs, sem þar þrífst. Hafa ber í huga að þijár tjarnir hafa þegar verið fylltar upp og meiri hlutinn af votlendi á Seltjarnarnesi hefir þegar farið und- ir byggð. Við Nesstofu vex planta, sem blóðkollur, Languisorba officinalis L., nefnist. Hún gæti hafa verið ræktuð þar sem lækningajurt og hefir því sögulegt gildi á staðnum. Ættu því þeir, sem að framkvæmd- um standa þar, að sjá til þess að hún fari ekki forgörðum. Á svæðinu utan byggðar á Sel- tjarnarnesi vex á nokkrum stöðum planta af ertublómaætt, sem gilja- flækja, Vicia sepium L., heitir. Hún er mjög sjaldgæf og finnst aðeins á þremur öðrum stöðum á landinu. Henni má ekki tortíma eins og gert var við kornasteinbijótinn, Sax- ifraga granulata L., sem jafnvel var ennþá sjaldgæfari. Hann óx á mjög takmörkuðu svæði hér á Seltjarnar- nesi, og nú er það, illu heilli, komið undir steinsteypu og malbik. í skýrslunni Náttúrufar á Sel- tjarnarnesi er lagt til að stofnaður verði fólkvangur á fremsta hluta Nessins og vil ég kröftuglega taka undir þá tillögu. í skýrslunni eru helstu forsendur fyrir henni gefnar í sex liðum, sem eru svohljóðandi: 1. „Að landslag, landmótun og ytra form svæðisins haldi sér, þann- ig að heildarsvipur og tenging við byggð svæði verði eðlileg. Aðalsteinn Sigurðsson „Ég- ætla nú að leggja áherslu á ýmislegt, sem við Seltirningar þurf- um að taka tillit til í umgengi okkar við náttúruna og skora um leið á bæjaryfirvöld, og þá ekki síst bæjarstjór- ann, að varðveita þá náttúru, sem hér er enn lítt eða ekkert spillt.“ 2. Að í Iandi bæjarins verði til dæmi um þau gróðurlendi sem enn eru óskemmd, þannig að þar verði um ókomin ár hægt að skoða allar þær villtu plöntutegundir sem á Nesinu vaxa í sínu umhverfí. 3. Að hið fjölbreytta fuglalíf fái áfram að dafna eftir eigin lögmálum. Slíkt verður ekki nema varpstaðir, fæðuöflunarstaðir, setstaðir og hvíldarstaðir fugla verði varðveittir. 4. Að jarðfræðiminjar sem merk- ar eru fái að haldast sem mest óskertar. 5. Að íbúar bæjarins hafí tæki- færi til þess að komast út í tiltölu- lega óspillta náttúru skammt frá heimilum sínum, sér til heilsubótar, skemmtunar og fróðleiks. 6. Að nemendur og kennarar geti nú sem fyrr sótt þekkingu og fræðslu á vit villtrar náttúru á Nesinu. Nú nota t.d. grunnskólarnir, IJáskóli íslands og Kennaraháskóli íslands fjörurnar til að afla gagna ti! kennslu á smádýralífi og þörungum, auk fuglalífsins.“ Meiri röksemdafærslu er að sjálf- sögðu að finna í skýrslunni. Mikilvægt er að óbyggða svæðið vestast á Seltjarnarnesi verði óbyggt áfram, hvort sem það verður nefnt fólkvangur eða eitthvað annað. Þarna er að hluta til ósnortið gróður- lendi, sem við þarf að halda, en einn- ig tún, sem áður voru nytjuð. Kartö- flugarðar þeir, sem þar eru, ættu ekki að verða til ama. Þarna er varpland fyrir ýmsar fuglategundir, svo sem kríu og nokkrar tegundir anda, en þaðan eru vafalaust komnar endur þær, sem á Bakkatjörn sjást með unga sína á sumrin. Þar verpa einnig meðal ann- ars vaðfuglar og spörfuglar. Við megum alls ekki gera þá útlæga hérna af Nesinu. Þetta er kjörið útivistarsvæði fyr- ir okkur Seltirninga og varla mynd- um við amast þar við friðsömum gestum úr öðrum byggðarlögum. Til þess að gera þetta svæði aðgengi- legra til útivistar, þyrfti að gera um það gangstíga, og notkun þeirra gæti einnig forðað varpi fugla frá ónæði. Á slíka gagnstíga benda einnig Reynir Vilhjálmsson og Þorsteinn Gunnarsson, arkitektar, í umfjöllun sinni um Nesstofu og svæðið í kring- um hana. Það yrði að sjálfsögðu óaðskiljanlegur hluti af því útivistar- svæði, sem ég er að fjalla um. Um varptímann yrðu vitanlega að gilda ákveðnar reglur um manna- ferðir um þetta svæði, svo það þjóni tilgangi sínum. Umferðin yrði þá að mestu á gangstígum, og ekki yrði á þeim tíma leyft að fara þar um með hunda. Eggjatínslu yrði alveg að banna. Utilokað er að leggja veg um svæðið, eins og rætt mun hafa verið um í bæjarstjórn. Slíkt myndi eyði- leggja það bæði sem varpland og útivistarsvæði yrði okkur Seltirning- um til mikillar vansæmdar. Við verð- um að forðast fleiri slys á náttúru Seltjarnamess en þegar hafa orðið. Nægir þar að minna á Valhúsahæð og Svartabakka. Það má leggja vegi að svæðinu á einum, tveimur eða þremur stöðum og láta þá enda við sæmileg bíla- stæði. Í því sambandi mætti nefna Nesstofu og Snoppu. Þaðan ættu svo göngustígarnir að liggja. Þetta gæti orðið náttúruparadís okkar Seltirninga. Ég veit að mjög margir íbúar hér hafa mikinn áhuga á því að ekki verði byggt lengra vestur á Nesið en þegar hefír verið gert og að náttúrufari þar ekki að óþörfu breytt frá því sem nú er. Má þar benda á, að stjórn Náttúrugripasafns Sel- tjarnarness hefír skrifað bæjarstjórn bréf og hvatt til þess að farið verði að ráðum þeim, sem gefín eru í skýrslunni Náttúrufar á Seltjarnar- nesi. Ég hefí heyrt, að því sé haldið fram, að hagkvæmara væri að reka bæjarfélagið hérna, ef það stækk- aði. Þetta getur þó orkað tvímælis, því eitthvað myndi það kosta að byggja upp og reka nýtt hverfí með því, sem til þarf. Ég man t.d. að þegar ég kom í skólanefndina hérna, voru uppi ráðagerðir um að byggja allt svæðið út að Snoppu, og þá þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir smábarnaskóla í námunda við Nes. Ég sé ekki betur en það mál myndi koma aftur á dagskrá, ef byggja ætti 97 hús utan núverandi byggð- ar, eins og stungið hefír verið upp á. Eitthvað myndi slíkt kosta í bygg- ingu og rekstri. Fleira myndi vafa- laust til koma, þó ég ætli ekki að velta vöngum yfír því hér. Að lokum vil ég skora á ráðamenn hér á Seltjarnarnesi, að halda svæð- inu, sem óbyggt er vestan núverandi byggðar, sem varp- og útivistar- svæði og að enginn tengivegur verði lagður utan Nesstofu á milli Suður- og Norðurstrandar, en slíkur vegur myndi eyðileggja þessa náttúruperlu okkar Seltirninga. Höfundur er fiskifræðingur. __ * Fullveldi Islands 1. desember 1918 Heimastjórn, fullveldi og lýðveldi eftir Tryggva Gíslason Það virðist vera útbreidd skoð- un að ísland hafi orðið frjálst og fuilvalda ríki árið 1944. Fjórum sinnum undanfarnar vikur hefur þessu verið hampað opinberlega, nú síðast í Ríkisútvarpinu 23. þ.m. og í Morgunblaðinu 29. apríl 1992, og fyrir fáum mánuðum fékk kona í Kópavogi há verðlaun fyrir að svara því til að ísland hefði orðið sjálfstætt ríki árið 1944. Hinir sem sögðu það hafa orði árið 1918 fengu bágt fyrir. Þekkingarleysi - svo ég segi ekki áhugaleysi á sögu þjóðarinn- ar er áberandi, hvað sem veldur. Um það mætti éf tfl vill skrifa langt mál og heilar bækur, þótt það verði ekkí gert að þessu sinni. Hitt vildi ég mega leiðrértta fyrir ágætum lesendum Morgunblaðs- ins, að ísland varð fijálst og full- valda ríki hinn 1. desember 1918. Svokallaður Þjóðaréttur fjallar um samskipti sjálfstæðra ríkja. Ríki sem ekki er sjálfstætt getur samkvæmt þjóðarétti ekki verið aðili að milliríkja- eða alþjóða- samningi. Það ríki, sem ræður löggjöf hins, fer með umboð þess við gerð slíkra samninga. í sam- bandsríkjum, t.d. Þýskalandi eða Bandaríkjunum, fer stjórn sam- bandsríkisins með fullveldi þess, en ekki einstök ríki, eins og t.d. Bæjaraland eða Rheinland-Pfalz í Þýskalandi eða Texas og Kali- fornía í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Bæjaraland, Rhein- land-Pfalz, Texas og Kalifornía eru því ekki sjálfstæð ríki, því að þau fara ekki með óskorað full- veldi sitt. FuIIveldi felur í sér að fólkið í landinu búi við lögbundið skipulag og stjómarfarsiegt sjálf- stæði. ísland varð þjóðréttaraðili er landið varð fijálst og fullvalda ríki með dansk-íslensku sam- bandslögunum sem öðluðust gildi frá og með 1. desember 1918. í Tryggvi Gíslason fyrstu grein sambandslaganna segir: „Danmörk og ísland eru fijáls og fullvalda ríki I sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þessum sambandslögum.“ Hér var því um að ræða tvö full- valda ríki. Danmörk fór að vísu með utanríkismál íslands fram til ársins 1940 en utanríkismál ríkjanna tveggja voru ekki sameiginleg. Samningar, sem Danmörk gerði eftir 1918, voru Islandi óviðkomandi og Dan- mörk fór aðeins með utanríkismál íslands í umboði þess. ísland varð því sjálfstætt og fullvalda ríki 1918. Árið 1904 höfðu íslendingar fengið heima- stjórn. Árið 1944 var konungs- sambandi við Danmörku slitið og stofnað lýðveldi með þjóðkjörnum forseta, eins og menn þekkja. Í stað þingbundinnar konungs- stjórnar, sem verið hafði frá 1918, varð ísland lýðveldi með þing- bundinni stjóm hinn 17. júní 1944, eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrárinnar. Höfundur cr skólamcistari Mcnntaskólans á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.