Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAG.UR 8. MAÍ. 1992 Um frumgreina- deild Tækniskólans Að gefnu tilefni ( eftir Ólaf Jens Pétursson Nefndarálit um hagræðingu og sparnað í lok marsmánaðar var í fjðl- miðlum skýrt frá áliti nefndar sem menntamálaráðherra skipaði í jan- úar sl. til þess að gera tillögur um hagræðingu og sparnað í fram- haldsskólum. í nefndinni áttu sæti fjórir menn innan ráðuneytisins sjálfs og fjórir stjórnendur fram- haldsskóla. Abendingar nefndar- innar eru margar. Ekki skal dreg- ið í efa að margt í hugmyndum nefndarmanna sé til bóta og geti stuðlað að betri nýtingu fjármagns sem varið er í rekstur skóla. Sér- staklega skal tekið undir að „sömu námsbrautir verði ekki í boði í tveimur eða fleiri nálægum skólum og allar með takmörkuðum fjölda ^ nemenda" eins og segir á bls. 6 á álitinu. Óvænt ábending Ein ábending nefndarinnar var sú að „almennt nám sem nú fer fram í Tækniskóla íslands til und- irbúnings sérnámi við skólann verði flutt frá skólanum til al- mennra skóla“. Almennt nám, sem hér um ræðir, fer einkum fram í frumgreinadeild skólans. Þessi hugmynd kom nokkuð á óvart af þremur ástæðum: í fyrsta lagi eru þijú ár eða svo síðan önnur nefnd á vegum ráðuneytisins hóf að . kanna þetta. Hún virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri skynsamlegt að breyta núverandi skipan og því látið kyrrt liggja. í öðru lagi hefur almennum framhaldsskólum verið heimilt í nær sex ár (frá 1986) að útskrifa stúdenta af tæknibraut, þ.e. eftir tveggja vetra nám að loknu iðn- námi. I þriðja lagi áttu tveir skóla-. meistarar slíkra skóla sæti í hag- ræðingarnefndinni, annar fyrrver- andi og hinn núverandi formaður Skólameistarafélags Islands og þeir hafa ekki áður viðrað þá hug- mynd opinberlega að leggja niður frumgreinadeild Tækniskóla ís- lands. Hér er margt að ugga og verð- ur fátt eitt sagt að sinni. Frumgreinadeild fyrir tækninám Frumgreinadeild Tækniskólans er tveggja vetra nám og skiptist í undirbúnings- og raungreina- deild. Hún hefur starfað frá stofn- un skólans árið 1964. Þar eru kenndar almennar greinar eftir áfangakerfi í náinni samvinnu við sérgreinadeildir. I sérgreinadeild- um eru raunar einnig í boði al- mennar greinar samhliða sérná- minu. Markmiðið með náminu í frumgreinadeild er að það sé hnitmiðaður undirbúningur undir tækninám í Tækniskóla íslands sem lýkur með raungreinadeildar- prófi. Bókleg inntökuskilyrði í frum- greinadeild TÍ eru almennar grein- ar í iðnnámi eða hliðstætt nám. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa verkmenntun eða a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Allur þorri nemenda hefur því verið á almennum vinnumarkaði í nokkur ár áður en sótt er um skólavist. Um helmingur þeirra hefur áður lokið sveinsprófi og aðrir hafa lokapróf frá verkmenntadeildum eða hliðstætt nám að baki. Aðsókn er mikil og ekki unnt að taka við öllum á þeim tíma sem þeir helst kysu. Bæði haust og vor hefja tveir þéttskipaðir „bekkir" nám. Frumgreinadeild og tæknibrautir Fyrir sex árum (1986) gaf menntamálaráðuneytið út Nám- skrá til viðmiðunai' fyrir fram- haldsskóla. Þar var ákveðið að eftir iðnnám gætu menn sest á tæknibraut „fyrst og fremst til undirbúnings náms í Tækniskóla íslands". Tækniskólinn hafði hlið- sjón af Námskránni að svo miklu leyti sem það gat samrýmst því markmiði hans að undirbúa nem- endur undir nám í sérgreinadeild- um. Skólinn er ekki einn í heimin- um og er jafnvel bundinn beinni samvinnu við erlenda skóla. Þann- ig ljúka menn t.d. vél- og raftækn- inámi í Danmörku eftir fyrsta námsár sitt hér heima. M.a. af þessum sökum verða sérgreina- deildir að gera harðar kröfur til undirbúningsnáms nemenda sinna. Ætlunin var auðvitað sú að framhaldsskólar með tækni- braut reyndu að fullnægja þessum undirbúningskröfum líkt og frum- greinadeild. Tækniskólans gerir. Þetta hefur gengið seint og illa. Sem dæmi má nefna að framan af gátu menn orðið tæknistúdent- ar án þess að hafa þriðja erlenda tungumálið og engin trygging var „Vandséð er hver sparnaðurinn yrði við að flytja undirbúnings- námið úr TI í almennan framhaldsskóla. Hvert haust og hvert vor setj- ast tveir stórir „bekkir“ á 1. önn frumgreina- deildar svo að ekki verður kvartað undan því að kennslukraftar nýtist ekki. Verulegt óhagræði yrði af slíkri breytingu bæði fyrir nemendur og skipulag skólans þar sem ýmsir áfangar í frumgreina- deild eru teknir sam- hliða áföngum í sér- greinadeildum.“ fyrir því að þeir hefðu nægilega eðlis- og efnafræði miðað við inn- tökukröfur í sérgreinadeildir TI. Reynt var að bæta úr þessu fyrir þremur árum með því að fækka valáföngum á tæknibraut. Samt þarf að gera meira ef fullnægja á þeim kröfum sem sérgreinadeildir TÍ telja óhjákvæmilegar. Slíkar umbætur geta ekki verið nema til góðs fyrir alla aðila þótt þær kynnu að hafa einhvern auka- kostnað í för með sér._ Sjálfsagt er að frumgreinadeild TÍ verði inn- an handar í því umbótastarfi. Frumgreinar samhliða sérgreinum Vandséð er hver sparnaðurinn \ yrði við að flytja undirbúnings- námið úr TÍ í almennan framhalds- , skóla. Hvert haust og hvert vor setjast tveir stórir „bekkir" á 1. önn frumgreinadeildar svo að ekki verður kvartað undan því að kennslukraftar nýtist ekki. Veru- legt óhagræði yrði af slíkri breyt- ingu bæði fyrir nemendur og skipulag skólans þar sem ýmsir áfangar í frumgreinadeild eru teknir samhliða áföngum í sér- greinadeildum. í því sambandi má einnig geta þess að miklar líkur ættu að vera á að Tækniskólanum verði talið að annast meistaranám i tengslum við iðnfræði- og rekstr- arnám enda tækjakostur og kenn- arar fyrir hendi. Það mundi enn auka þörfina á að halda frum- greinadeild innan skólans vegna almennra námsgreina í meistara- námi. Þannig gætu bæði frum- greinadeild og sérgreinadeild orðið öðrum til viðmiðunar eða leiðsagn- ár, hvort heldur væri innan tækni- brautar eða í meistaranámi. Tíma- bært er að taka það mál til ræki- legrar skoðunar og það gæti orðið veigamikill þáttur í starfi næstu hagræðingarnefndar. Höfundur er deildarstjóri frumgreinadeildar Tækniskóla Islands og formaður Félags tækniskólakennara. I ) ) > > ) ) ) .'0 V, s w mm »? Það eru tveir liðir í framfjöðrun flestra bíla. Við höfum bætt um betur og smíðað!þrjá liði í framfjöðrunina á Nissan Prímera. Við það eru hjólin á Nissan Prímera alltaf lóðrétt meira að segja í erfiðustu beygjum. Þegar fjöðrunin er fullkomin og sportleg, nýtist skemmtilega hið mikla afl 16 ventla 2000 cc veiannnar. fjöörunarkerfi finnur þú ekki í neinum öðrum bíl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.