Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna: Vegið að hugsjóninni um jafnrétti til náms eftír Karl Blöndal Ríkisstjórn íslands hyggst brátt taka til sýningar mikið leikverk, sem hefur verið í smíðum í vetur og liggur nú fyrir Alþingi. Leikurinn verður sýndur í Lánasjóði íslenskra námsmanna og mun vefj'a örlaga- þráðum sínum alla þá, sem verða enn við nám eða hefja nám með „stuðningi" Lánasjóðsins eftir að skóli hefst að hausti. Á litla sviðinu mun hlutskipti þeirra, sem hugðust efla anda sinn og atgervi á mennta- brautinni, en snerist hugur þegar leiksýningin var boðuð, verða efni- viður í smærri einþáttunga. Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur lengi vel verið í mikl- um fjárkröggum. Sjóðnum hefur löngum verið þröngur stakkur snið- inn í fjárlögum. Fjárveitingar hafa verið snöggtum minni en lánsþörf og rekstrarkostnaður sjóðsins og þegar upp á hefur vantað hefur vandinn verið leystur með því að þröngva honum út í lántökur með þvílíkri vaxtabyrði að útilokað hefur verið að endar næðu nokkru sinni saman með vaxtalausum (en verð- tryggðum) endurgreiðslum. Þetta var ekki leyndarmál, sem þarfnaðist liðsinnis djúpviturra dul- málssérfræðinga til úrlausnar, held- ur gerðist með fullri vitund ráða- manna hverju sinni og mátti þá einu gilda hvar í flokki þeir stóðu. Milii þess sem stjórnmálamenn fóru með Lánasjóðinn eins og hann kæmi þeim ekki við var ýmist slegið af eða á um upphæð lána, allt eftir því hvernig pólitískir vindar blésu hveiju sinni, en grundvallarvandinn var látinn ósnertur, rétt eins og einn góðan veðurdag myndi hann hverfa með ævintýralegum hætti. Eða, sem sennilegra er, að hentug- eftir Svein Aðalsteinsson Samkvæmt frétt í DV nýlega var álit nefndar fyrrverandi umhverfis- ráðherra að sorphirðumál á íslandi væru þjóðinni til vansa. í fréttinni kom jafnframt fram að enginn stuðningur væri fyrirhugaður frá ríkinu. Eyrrgreind nefnd áleit að til við- bótar framlagi sveitarfélaganna þyrfti til að koma 500-1.000 millj- óna framlag ríkisins til að kippa dreifbýlinu úr þeirri hroðalegu stöðu sem víða má sjá og er sannar- lega til skammar þjóðinni allri. Ymist er um að ræða opna sorp- hauga, sem í vindasömu landi leiða til mikils sóðaskapar, eða opnar brennsluþrær,- sem orsaka megnun, sem einungis þekkist meðal blá- snauðra þjóða. Hvað hefur verið gert til að rífa þjóðina, sem á umliðnum áratugum hefur verið talin meðal efnuðustu þjóða, upp úr þessum ófögnuði? Undirritaður fór að kynna sér þessi mál á síðastliðnu ári. Hann hafði m.a. samband við umhverfis- ráðuneytið og fékk þær upplýsingar að að því er varðaði kröfur um mengunarvarnarbúnað nýrra sorp- brennslustöðva væri rétt að taka ast væri að geyma hann til seinni tíma, að varpa af sér ábyrgðinni og láta aðra um skítverkin. Gamla handritið var látið nægja með litlum breytingum, ef frá er skilin verð- trygging lána. Þannig gerðist það að þar sem áður hefði dugað plást- ur þurfti nú að skipta um hjarta, lungu og nýru. Skyndilega þurfti að skrifa nýtt handrit. Þá kom til valda ný ríkisstjórn með það á stefnuskrá sinni að skapa nýtt og heilt þjóðfélag. Burt skyldi óráðsía og bruðl og með skeleggum aðgerðum skyldi allt það, sem mið- ur hefur farið í íslensku þjóðfélagi undanfarin misseri, bætt og betr- umbætt, lagfært og viðgert. Þessar aðgerðir yrðu ekki sársaukalausar, en þeim myndu fylgja hagsæld og velfarnaður. Meðal þeirra kýla, sem ákveðið var að stinga á, var vandi Lána- sjóðsins. Leikritaskáld mennta- málaráðuneytisins settust á rök- stóla og suðu saman frumvarp það, sem nú liggur eilítið breytt fyrir Alþingi. Ugglaust hafa þeir í upphafi velt því fyrir sér hvort ekki væri hægt að einkavæða Lánasjóðinn og láta ósýnileg öfl hins fijálsa markaðar um að koma honum á réttan kjöl. Eimskipafélag íslands hefði verið tilvalinn kaupandi. Það gæti rekið sjóðinn eins og skipaflutninga þar sem einstaklingar eru fluttir frá eyðimörkum fáfræðinnar yfir á fijósamar engjar mannvits og menntunar. Annað ráð og öllu skynsamlegra hefði verið að stofna einfaldlega nýjan sjóð með það að leiðarljósi að láta hann standa undir sér. Lán yrðu veitt á sömu forsendum og áður, með hertum reglum um end- urgreiðslur þó og smávægilegum mið af kröfum um mengunarvarnir nýrra stöðva í nálægum Evrópu- bandalagslöndum, Noregi og Sví- þjóð. Á grundvelli þessara upplýsinga var síðan haft samband við hartnær 100 framleiðendur sorpbrennslu- stöðva víðs vegar um heim og ósk- að eftir tilboðum. Margir urðu til að svara, en einn framleiðanda skar sig úr með því að bjóða sorpbrennsl- ustöð, uppsetta og tilbúna til notk- unar, þar með talið þjálfun væntan- legra starfsmanna, ásamt vot- hreinsibúnaði af fullkomnustu gerð, fyrir fastákveðið heildarverð. Þegar þetta tilboð var kynnt hin- um ýmsu bæjar- og sveitarstjóm- um, lýstu þær áhuga, en þar eð óvissa væri um hugsanlega þátt- töku hins opinbera og ekki ljóst hveijar endanlegar kröfur yrðu gerðar, væri ekki að vænta skjótra ákvarðana. Á haustmánuðum bárust síðan fréttir um að Vestmannaeyingar hyggðust kaupa sorpbrennslustöð. Samkvæmt upplýsingum þeirra var fram eftir hausti látið að því liggja við þá að ríkið tæki að hluta þátt í þeim kostnaði, sem samfara væri úrlausn fyrirliggjandi sorpvanda- mála. Þegar ákvörðun um kaup á sorpbrennslustöð frá Norsk Ilydro var endanlega tekin í desember sl. vöxtum ef í hart færi. Þeir, sem nú eru að endurgreiða lán sín, myndu senda greiðslur til hins nýja sjóðs til að fleyta honum áfram þar til nýir lánþegar koma út í atvinnu- lífið og verða borgunarhæfir. Ríkis- sjóður gæti á meðan einbeitt sér að fortíðarvandanum, þessum áður óþekkta draugi, sem allt í einu virð- ist alls staðar skjóta fram kollinum, og nýr Lánasjóður myndi reyna að standa eigin fótum. Nýr sjóður yrði þó sennilega ekki alfarið fær um að standa óstuddur í upphafi vegna þeirrar einföldu ástæðu að lánþeg- um'fjölgar frá ári til árs. Hins veg- ar eru þeir fleiri, sem nú endur- greiða lán en taka, og því sýnt að með tíð og tíma myndi draga úr halla allt þar til hann yrði enginn. Á meðan hefði nýr sjóður því þurft að njóta stuðnings og velvildar rík- issjóðs til þess að honum yrði ekki samstundis steypt út í sama vanda lántaka og vaxtabyrða, sem er að ríða núverandi Lánasjóði á slig. Með þessum hætti hefði verið hægt að láta námsmenn, núverandi og fyrrverandi, ráða niðurlögum framtíðarvandans og láta þá, sem sinnulausir örkuðu áfram í blindni, eiga við fortíðarvandann. En líkast til hvarflaði slíkt aldrei að leikritaskáldum menntamála- ráðuneytisins. Þau voru of upptekin af erfðasyndinni. Því var ákveðið að gera syndir feðranna að oki af- komendanna. Eins og frumvarpið lítur nú út munu endurgreiðslur lána hefjast tveimur árum eftir að námi lýkur. Byrði þeirra mun verða fimm prósent af útsvarstekjum fyrstu fimm árin og sjö prósent þar á eftir, en eftirstöðvar fyrnist fjöru- tíu árum eftir að endurgreiðslur hófust. Að auki munu leggjast allt að þriggja prósenta vextir á lánin, „ Vestmannaeyingar eiga heiður skilið að hafa orðið til þess að ráðast í að leysa sorp- vandamál sín. Jafn- framt hefur lofsvert frumkvæði þeirra orðið til þess að varpa ljósi á hvernig opinberar aðil- ar standa, þegar á reyn- ir, að þessum málum.“ lá ljóst fyrir að Vestmannaeyingar yrðu einir og óstuddir að fjármagna lausn þessa vanda. Því var sú leið valin að velja „ódýrasta" valkostinn og hafa jafnframt vilyrði Hollustu- vemdar ríkisins að sá búnaður feng- ist samþykktur. Þegar leitað var upplýsinga um hvað fælist í þessum „ódýrasta" valkosti kom í ljós að um sorpbrennslustöð án fullkomins hreinsibúnaðar var að ræða. Út- blástur frá stöðinni fer í gegnum hliðstæðar miðflóttaaflsskiljur (multicyclon) og eru hjá Sorp- brennslu Suðurnesja. Slíkur hreinsi- búnaður nær einungis grófustu reykögnunum, þannig að sýnilegs en þeir verða þó sennilega ekki reiknaðir fyrr en að endurgreiðslur hefjast. Verðtrygging mun haldast. Nú hefjast endurgreiðslur þremur árum eftir að námi lýkur og þær nema 3,75 prósentum af útsvars- tekjum. Þau eru verðtryggð, en vextir eru engir. Með þessum aðgerðum hyggst menntamálaráðherra saxa á skuldir sjóðsins, en það mun taka óratíma að gera rekstur hans hallalausan. Fyrir utan námsmenn hafa stjörn- völd ekki gert nokkra stétt á ís- landi ábyrga fyrir fortíðarvanda sínum. Ástæðan fyrir því að náms- menn eru auðvelt skotmark er sennilega sú að þeir eru tímabundin stétt og eilífðarstúdentar fullfáir til að vera áhrifamikill hagsmunahóp- ur. Að auki virðast margir fyrrum námsmenn, sem nutu fyrirgreiðslu hjá sjóðnum, nú líta svo á sem þessi mál komi þeim ekki við. Engu að síður virðist loks vera komin hreyf- ing á námsmenn og berast nú undir- skriftarlistar í hlöðum inn um bréfa- lúgu menntamálaráðuneytisins. Hver einstaklingur er sem sé aðeins námsmaður til nokkurra ára og því næst tekur annað við. Öðru máli gegnir um aðrar stéttir. Bóndi er til dæmis allajafna bóndi til ævi- loka og svo framvegis. Enda dettur engum í hug að gera bændur ábyrga fyrir sínum fortíðarvanda. Linnulausar niðurgreiðslur land- búnaðarafurða hafa aldrei verið reiknaðar bændum til frádráttar. Framleiðsluhöft hafa verið sett til að bæta framtíðarstöðu landbúnað- arins, en ekki kemur til greina að varpa þeirri ábyrgð á bændur að greiða upp mismuninn á verðmæti framleiðslu þeirra annars vegar og þess, sem þeir fá greitt fyrir hana hins vegar. Enda myndi slíkt hafa útblásturs (reyks) verður ekki vart. Öðru gegnir um þau efni, sem valda mestu um mengun frá brennslum sem ekki hafa hreinsibúnað. Efni s.s. klórvetni, brennisteinsoxíð og flúór, sem m.a. valda súru regni, er öllum hleypt út í andrúmsloftið. Þegar undirritaður heyrði að til stæði að leyfa rekstur á sorp- brennslu án hreinsibúnaðar fékk hann í fyrstu þau svör í umhverfis- ráðuneytinu og hjá Hollustuvernd ríkisins að sannarlega væri þessi væntanlega stöð með hreinsibún- aði, þ.e. eftirbrennslu og miðflótta- aflsskilju! Lesendum til fróðleiks skal það upplýst að allir þeir framleiðendur sem haft var samband við buðu að sjálfsögðu eingöngu brennsluofna með eftirbrennslu. Hinn eiginlegi hreinsibúnaður hefur það hlutverk að hreinsa það sem úr eftirbrennsl- unni kemur. Ef um fullkominn hreinsibúnað er að ræða má fanga þau mengandi efni, sem í útblæstr- inum fínnast. Mælikvarði um mengun í öðrum löndum er ekki eingöngu við það miðaður að komið sé í veg fyrir óþægilegt sótfall á þvott og bíla! Annað svar frá Hollustuvernd ríkisins, ekki síður athyglisvert, varðandi viðmiðunarstaðla meng- unar, var að ekki væri mögulegt Karl Blöndal „Það er fyrst og fremst það, að lán verði ekki veitt fyrr en að sýndum námsárangri, sem mun tryggja það að orð menntamálaráðherra þess efnis að frumvarp- ið muni leiða til þess að námsmönnum fækki rætist. Hér er beinlínis verið að vega að jafn- réttishugsjóninni að baki Lánasjóðnum.“ í för með sér ánauð bændastéttar- innar. Lánasjóður íslenskra náms- manna var stofnaður af hugsjón um stéttlaust þjóðfélag þar sem öllum skyldi tryggt jafnrétti til náms burtséð frá efnum og aðstæð- um, búsetu og uppruna. Þrátt fyrir að gagnrýna megi starfsemi Lána- sjóð sins með ýmsum hætti hefur að mestu tekist að halda í þessi markmið. Þær aðgerðir, sem raktar eru hér að framan, varpa þessum Sveinn Aðalsteinsson að gera kröfur til lítilla bæjarfé- laga, sem þau risu ekki undir. Þess vegna væri nú eingöngu gerð krafa um eftirbrennslu og grófa reyk- hreinsun! Vestmannaeyingar eiga heiður skilið að hafa orðið til þess að ráð- ast í að leysa sorpvandamál sín. Jafnframt hefur lofsvert frumkvæði þeirra orðið til þess að varpa ljósi á hvernig opinberar aðilar standa, þegar á reynir, að þessum málum. Á sama tíma og íslendingar slá um sig út á við og gera ýtrustu kröfur um skjótar úrbætur á því sem miður fer meðal annarra þjóða og telja fyllilega réttlætanlegt, þrátt fyrir almennan niðurskurð til flestra mála, að senda fjölmenna sendinefnd til Rio de Janeiro til að vekja sérstaklega athygli á stór- merku framlagi Islands til umhverf- ismála, skera þeir niður áætlun Hvað er að gerast í sorp- hirðumálum dreifbýlisins? € C w e € C c c i i fl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.