Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
15
hugsjónum ekki fyrir róða. Þær
gera þeim, sem ákveða að bijótast
til mennta, fyrst og fremst eftirleik-
inn erfíðan og það kann vissulega
að nægja til þess að telja ýmsum
þeim, sem hyggja á framhaldsnám,
hughvarf. Eftir sem áður getur
hver sem er farið í það nám sem
hugurinn stendur til.
Námsárangur — námslán
En þetta eru ekki einu breyting-
arnar, sem fyrirhugaðar eru, og nú
er komið að stórbrotnasta atriði
leiksýningarinnar, ráðstöfun, sem
hefði fengið forsprakka leikhúss
fáránleikans til að rifna af stolti,
hefði hún verið þeirra hugarfóstur.
Ríkisstjórnin hefur í hyggju að veita
engum námslán fyrr en að sýndum
námsárangri. Nú á þetta við um
þá, sem eru að hefja nám. Náms-
menn verða að taka bankalán á
vöxtum fyrsta misserið í námi og
standist þeir námskröfur fá þeir lán
hjá Lánasjóðnum til að greiða bank-
alánið og lánað fyrirfram að auki
fyrir næsta misseri. Nú verður hver
og einn að sýna fram á árangur
áður en lán er veitt allt fram að
námslokum. Þetta hefur í för með
sér að hver námsmaður verður að
leita á náðir banka í upphafi hvers
misseris. í lok misseris berst lánið
frá Lánasjóðnum og getur náms-
maðurinn þá farið fagnandi í ban-
kann til að greiða gamla lánið og
sótt um leið um nýtt lán. Þessi
hringavitleysa mun halda áfram
allt til þess að námsmaðurinn út-
skrifast og hellir sér út í alvöru lífs-
ins. Hefur hann þá í veganesti auk
menntunar ærna reynslu í því að
beijast í bönkum, sem mun tví-
mælalaust koma í dijúgar þarfir á
lífsleiðinni.
Þessi fyrirhugaða breyting bitnar
ekki aðeins á þeim, sem eru að
hefja nám. Fólk í miðju námi verð-
ur í haust fyrir því að kippt verður
undan því fótunum og allar þær
forsendur, sem gefnar voru í upp-
hafi náms, bresta. Ekki bætir úr
skák að menntamálaráðuneytið hef-
ur ekki séð ástæðu til þess að kynna
námsmönnum erlendis frumvarpið
og hafa þeir því orðið að reiða sig
á slitróttar fréttir og fiskisögur að
heiman, öldungis óvissir um það
hvernig þeim verður tryggt banka-
lán eða einfaldlega áframhaldandi
skólaganga. Þetta sýnir einnig
væntanlegum námsmönnum að þeir
geta ekki treyst á það kerfi, sem á
umhverfísráðuneytisins um árlegt
opinbert fjárframlag til úrbóta á
hrikalegum sorp- og skolpvanda-
málum á íslandi úr 125 millj. kr. í
5 millj. kr.!
Það sem í fyrrnefndri grein DV
er haft eftir forstöðumanni Holl-
ustuverndar ríkisins lýsir betur en
mörg orð ábyrgðar- og stefnuleysi
þeirra stofnunar, sem eftirlit og
forystu á að hafa um úrbætur í
þessum efnum. Eftir forstöðumann-
inum er m.a. haft: „Það er ekki
búið að ákveða endanlega, hvaða
mörk verða sett á þessa brennslu.
En það er alveg hugsanlegt að þeir
verði að bæta við viðbótarbúnaði
til að ná því,“ og síðar: „Það er
ekki búið að marka endanlega
stefnu hér hjá okkur varðandi sorp-
brennslur. Við höfum í sjálfu sér
samþykkt þennan búnað en með
því skilyrði að ef nauðsyn reynist
á þá bæti þeir við viðbótarbúnaði.
Það er hægt að bæta við þvottat-
urni að því er okkur skilst með litl-
um tilkostnaði.“ Fróðlegt væri að
fá upplýst hjá forstöðumanninum
við hvað hann miði þegar hann tali
um „lítinn tilkostnað" tengdan
hreinsibúnaði, sem uppfylli skilyrði
staðla Evrópubandalagsins. Telja
menn virkilega að hlutalausn þess-
ara mála nú og síðan kröfur á hend-
ur Vestmannaeyinga eftir 2-3 ár
um fjárfestingu, sem talið er að
þeir standi ekki undir, leiði til hag-
kvæmari heildarútkomu fyrir ís-
lensku þjóðina?
Getur verið að ein höfuðástæða
þess að Islendingar stefna nú hrað-
byri í að verða meðal fátækustu
þjóða Evrópu sé sú að þeir séu sí-
fellt að bisa við að „finna upp hjól-
ið“?
að vera þeim stoð og stytta, fremur
en íslenskt veðurfar.
Rök fyrir þessu kynduga fyrir- .
komulagi liggja ekki á lausu. Að-
stoðarmaður menntamálaráðherra
sagði á fundi með námsmönnum í
Boston að með þessum hætti mætti
veita lánþegum aðhald og koma í
veg fyrir að þeir slægju slöku við.
Þegar bent var á að þessar aðgerð-
ir væru fram úr hófí fyrirhafnar-
miklar svaraði hann því til að að-
hald væri þó ekki aðalástæðan.
Hver hún væri var hins vegar ekki
ljóst af máli aðstoðarmannsins.
Þar sem fátt er um svör af hálfu
ráðamanna verður að geta í eyðurn-
ar. Verði frumvarpið samþykkt með
ákvæðinu um að lán verði ekki veitt
fyrr en sýnt hefur verið fram á
námsárangur mun Lánasjóðurinn
ekki þurfa að lána krónu í haust.
Námsmönnum hefur meira að segja
verið tilkynnt að sumarlán fyrir
þetta ár verði ekki greidd út fyrr en
í janúar á næsta ári. Hér er á ferð-
inni lítið galdrabragð. Þegar hefur
verið gert ráð fýrir þessu í fjárlög-
um, sem munu sýna undraverða
hagkvæmni í rekstri Lánasjóðsins
miðað við fyrri ár. Það er þó ekki
svo vel að Lánasjóðurinn fái sömu
úthlutun og endranær í því skyni
að gera honum kleift að bæta stöðu
sína gagnvart lánardrottnum sín-
um, annaðhvort með því að greiða
upp skuldir eða varðveita féð á
vöxtum og hafa það handbært þeg-
ar skuldir gjaldfalla. Þessu má líkja
við lýtalækningar, þar sem hrukka
er fjarlægð af fjárlögum eins árs,
þótt vitað sé að hún birtist aftur
jafn ófrýnileg og áður á fjárlögum
þess næsta. Þetta er pólitískur leik-
araskapur helgaður af skammtíma-
sjónarmiðum, sem í alla staði stang-
ast á við yfírlýst langtímamarkmið
Lánasjóðsfrumvarpsins. Svo verður
í það minnsta að ætla þar til nær-
tækari skýringar fást.
Annað atriði bendir einnig til
þess að aðstandendur frumvarpsins
gangi ekki til leiks af heilindum.
Þegar frumvarpið var fyrst kynnt
vakti athygli tillaga um að námslán
yrðu endurgreidd á fjórföldum
námstíma. Við nánari athugun kom
í ljós að þetta skilyrði var aldrei
sett fram af neinni alvöru. Námslán
átti nefnilega að endurgreiða á fjór-
földum námstíma, en fjögur prósent
af útsvarstekjum fyrstu fimm árin
eftir að endurgreiðslur hæfust og
átta prósent þar á eftir. Þetta er
eins og að setja fimmtíu kílómetra
hámarkshraða, en aki menn hraðar
þá skipti það ekki máli. Því næst
var frumvarpið tekið til umQöllunar
í menntamálanefnd Alþingis. Þegar
það kom þaðan til annarrar umræðu
á þingi hafði ákvæðið um endur-
greiðslur á fjórföldum námstíma
verið fellt niður og var látið að því
liggja að námsmenn ættu að fyllast
óumræðilegri kæti fyrir vikið. En í
raun og veru stóð aldrei til að náms-
lán yrðu endurgreidd á fjórföldum
námstíma nema lánþegar gætu
greitt þau á fjórföldum námstíma.
Og þrátt fyrir að ákvæðið sé ekki
lengur í frumvarpinu munu lánþeg-
ar greiða námslánin aftur á fjórföld-
um námstíma ef þannig stendur á,
en annars á lengri tíma, nú, eða
skemmri, allt eftir atvikum. Hins
vegar var ákvæðið ekkert annað
en orðin tóm, pólitískt herbragð til
að geta sagst hafa gert tilslakanir
þegar gagnrýni á frumvarpið kæmi
fram.
Það er fyrst og fremst það, að
lán verði ekki veitt fyrr en að sýnd-
um námsárangri, sem mun tryggja
það að orð menntamálaráðherra
þess efnis að frumvarpið muni leiða
til þess að námsmönnum fækki
rætist. Hér er beinlínis verið að
vega að jafnréttishugsjóninni að
baki Lánasjóðnum. Lánasjóðurinn
hefur hingað til aðeins tekið mið
af tekjum námsmanns þegar réttur
til námslána er reiknaður, en tekjur
foreldra hafa ekki verið látnar
skipta máli. í frumvarpinu verður
ekki gerð bein breyting þar á. En
krafa um sýndan námsárangur mun
gera það að verkum að þeir, sem
hyggja á nám, hugsa sig um tvisv-
ar, nema þeir hafí annaðhvort næg-
ar tekjur til að íjármagna fyrsta
misserið sjálfir og breyta þannig
eftiráláni i fyrirframlán, eða eigi
efnaða foreldra, sem gætu hlaupið
undir bagga í upphafí náms. Þar
sem stóreignamenn eru sjaldfundn-
ir meðal verðandi framhaldsnema
verður að teljast líklegt að oftar
verði seinni kosturinn raunin. Því
má ætla að synir og dætur efna-
meiri foreldra muni í framtíðinni
eiga greiðari leið í framhaldsnám
en börn hinna efnaminni. Þetta
gæti með tíð og tíma varpað skugga
á einn aðal íslensks þjóðfélags, þar
sem hvorki stétt né uppruni hafa
hingað til verið tilefni til að draga
fólk í dilka, leiðin milli þrepa í þjóð-
félaginu hefur verið greið og verð-
leikar skipt meira máli í metorða-
stiganum en vöggugjöf. í þessari
framtíðarsýn mun Lánasjóðurinn
standa eftir sem gullkista þeirra,
sem minna þurfa á honum að halda,
en.þeim verða allar bjargir bannað-
ar, sem sjóðurinn var stofnaður til
að hjálpa.
Sennilega þarf heiftarlegt skyn-
semiskast að ljósta aðstandendur
frumvarpsins til að því fáist breytt
úr þessu. Til vara ætti því að leggja
til að allir þeir forvígismenn frum-
varpsins, sem enn eiga ógoldin
námslán, greiði eftirhreyturnar með
þeim kjörum, sem lán verða veitt í
framtíðinni.
Hér hefur verið rakinn aðdrag-
andi og meginþráður þeirrar leik-
sýningar, sem er að hefjast. Hlutað-
eigandi geta spenntir fengið sér
sæti og beðið þess að ljósin slokkni.
Svo er bara að vita hvort sviðið
standi autt þegar tjaldið verður
dregið frá.
Höfundur er námsmaður í Boston.
Höfundur er viðskiptafræðingur.