Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
Gert út á sjón-
deildarhringinn
eftir Ragnar Árnason
Kristinn Pétursson fyrrverandi
alþingismaður ritar grein í Morgun-
blaðið 23. apríl sl. Grein þessi er
uppfull af háðsyrðum, skömmum og
jafnvel svívirðingum í minn garð og
margra annarra fræðimanna, sem
fjallað hafa um fiskveiðistjórn hér á
landi.
Mér dettur hins vegar ekki í hug
að svara Kristni í sömu mynt. Mál-
flutningur af því tagi, sem hann kýs
að beita, er óheppilegur. Hann er
ekki til þess fallinn að komast nær
sannleikanum, nema síður sé. Hann
varpar rýrð bæði á málflytjandann
og málstað hans.
Úr því að Kristinn víkur að mér
sérstaklega þykir mér þó rétt að
fjalla um efnisatriðin í málflutningi
hans. Mun ég í því efni freista þess
að gera kenningum hans sem sann-
gjörnust skil, en leiða hjá svigur-
mæli hans og aulafyndni.
Kenning Kristins
í nefndri grein ítrekar Kristinn
fyrri fullyrðingar sínar um fiski-
fræðileg efni. Þungamiðja þeirra
kenninga er, að nýliðun þorskstofns-
ins verði þeim mun betri sem veiði-
stofninn er minni. Styður Kristinn
þessa kenningu gögnum um nýliðun
þorsksins á tímabilinu 1972-1989.
Birtir Kristinn mynd þessu til skýr-
ingar, sem sýna á samband veiði-
stofns og nýliðunar.
Við þessi fræði Kristins er hins
vegar nauðsynlegt að gera miklar
athugasemdir:
í fyrsta lagi er hið neikvæða sam-
hengi, sem Kristinn telur sig finna,
afskaplega veikt og í raun ekki töl-
fræðilega marktækt.
í öðru lagi fær Kristinn niðurstöð-
ur sínar með því að takmarka athug-
un sína við reynslu tiltölulega fárra
ára. Þannig sleppir Kristinn fyrir-
liggjandi mælingum á nýliðun og
veiðistofni þorsks allar götur frá
1955 til 1971. (Þær mælingar hafa
m.a. birst í útgáfu Alþjóðahafrann-
sóknarráðsins 1976/F:7 og útgáfum
Hafrannsóknastofnunar.)
Skylt er þess að geta, að Kristinn
færir vissulega fyrir því rök í grein
sinni, að ekki eigi að taka tillit til
fyrra tímabilsins. Heldur hann því
fram, að það sé ósambærilegt og
nefnir í því sambandi hafísár fyrir
1972 og fullyrðir, að bæði hvala-
og fuglastofnar séu stærri nú en þá.
Þessi málflutningur er hins vegar
ósannfærandi. Hafís- og kaldsjávar-
ár hafa komið eftir 1971 ekki síður
en fyrir. Flest bendir jafnframt til
þess, að hvalastofnar á fyrra tímabil-
inu hafi verið stærri en á því síðara.
Er í því sambandi vert að hafa í
huga, að stórhvalveiðar hér á landi
hófust ekki fyrr en 1948 eftir langt
hlé, en stóðu síðan óslitið þar til
fyrir skömmu. Þetta með fuglastofn-
ana er nýnæmi. Fróðlegt væri að sjá
heimildir þær, sem Kristinn byggir
fullyrðingar sínar í því efni á.
Séu hins vegar allar fyrirliggjandi
mælingar á samhengi veiðistofns og
nýliðunar teknar með í reikninginn,
kemur í ljós, að hið neikvæða sam-
hengi, sem Kristinn telur sig koma
auga á, hverfur. Kemur sú niður-
staða raunar ekki á óvart. Hún er
í samræmi við reynslu af viðkomu
þorskfiska um allan heim.
Þessu er nánar lýst í mynd 1, sem
er hliðstæð mynd 2 í grein Kristins.
Þar er einnig dregin aðfallsína, sem
metin er með sömu aðferðum og
Kristinn virðist beita. Vart þarf að
taka það fram, að sá litli neikvæði
halli, sem þessi aðfallslína hefur, er
langt frá því að vera tölfræðilega
marktækur. Þetta þýðir, að ekkert
samband virðist vera á milli veiði-
stofns og nýliðunar.
(Sjá mynd)
Niðurstaðan getur því ekki orðið
önnur en sú, að fyrirliggjandi gögn
gefi ekki ástæðu til að ætla, að sam-
band það á milli veiðistofns og nýlið-
unar, sem Kristinn þykist fínna, sé
fyrir hendi. Kenning Kristins virðist
m.ö.o. ekki koma heim og saman
við staðreyndir.
Samhengi Kristins og
iippbygging þorskstofnsins
Málflutningur Kristins fellur á
fleiri grundvallaratriðum. Það er
nefnilega svo, að jafnvel þótt fyrir
„Fátt ræður meiru um
hagsæld þjóðarinnar á
komandi árum en skyn-
samleg nýting náttúru-
auðlindanna. Því er
afar brýnt, að umræða
um þau mál sé vönduð
og hleypidómalaus.“
hendi væri neikvætt samhengi á
milli veiðistofns og nýliðunar af því
tagi sem Kristinn telur, er alls ekki
þar með sagt, að ekki sé unnt að
byggja þorskstofninn upp. Fullyrð-
ingar Kristins í þá veru eru vanhugs-
aðar. Kristinn virðist gleyma því, að
fleira ræður vexti þorskstofnsins en
nýliðunarárgangurinn einn. Við-
gangur þorskstofnsins ræðst ekki
síður af þyngdaraukningu físks með
aldri. Mikil sókn þýðir, að fáir fiskar
komast á fullorðinsár og meðal-
þyngd stofnsins verður lítil. Lítil
sókn þýðir hið gagnstæða. Því má
ljóst vera, að unnt kann að vera að
byggja upp þorskstofninn með því
að draga úr sókn jafnvel þótt sam-
hengi Kristins væri fyrir hendi. Það
sem til þarf í því efni er einungis
það, að aukning meðalþyngdar í kjöl-
far minni sóknar sé veigameiri en
lækkun nýliðunar samkvæmt sam-
hengi Kristins. Samkvæmt hinu
tölulega mati Kristins sjálfs eru
stærðarhlutföllin einmitt þannig og
það mjög ríflega.
Auðvitað þarf enga talnaleikfími
til að átta sig á þessu. Allir vita,
að það eyðist, sem af er tekið. Ef
svo væri ekki, væri ólíkt auðveldara
að lifa. Þetta lögmál á líka við um
botnfísk. Öfugt við það sem Kristinn
fullyrðir, sýnir reynslan af veiði
botnfiska um allan heim, að stofn-
stærðin er næm fyrir veiði. Þurfi
Kristinn sérstök dæmi um þetta
ætti hann t.d. að hugleiða þróun ís-
lenska þorskstofnsins á styijaldarár-
unum. Þá dró mjög úr sókn í þorsk-
stofninn, vegna þess að veiðar út-
lendinga féllu niður. Þorskstofninn
óx þá verulega og sömuleiðis afli á
sóknareiningu. Annað nýlegt og
skýrt dæmi er búrastofninn við Nýja-
Sjáland. Fjölmörg fieiri dæmi mætti
nefna, en því miður er ekki rúm til
þess hér.
Mælingar á sókn
Kristinn gerir mikið úr því, að
fræðimenn byggi mat sitt á veiði-
sókn, ekki á stærð flotans og út-
haldi heldur reiknistærðum Haf-
rannsóknastofnunar. í þessu efni
skjátlast Kristni enn illilega. Þeir
sóknarmælikvarðar, sem útreikning-
ar á hagkvæmni mismunandi flota-
stærða hvíla m.a. á, byggjast ein-
mitt á þeim stærðum, sem Kristinn
vill, þ.e. staðreyndum um stærð flot-
ans, rúmlestatölu hans, úthaldi
o'.s.frv. Þetta hélt ég að allir vissu,
enda tíundað í útgefnum ritum m.a.
í frumvarpi um fískveiðistjórn frá
1987, sém Kristni ætti að vera nær-
tækt. (Sjá einnig t.d. Ragnar Árna-
son: Efficient Harvesting of Fish
Stocks: The Case of the Icelandic
Demersal Fisheries, sem fáanlegt
mun á Landsbókasafninu.)
Kenning Kristins og
stjórnarkerfi fiskveiða
Kristinn telur kenningu sína koll- (
varpa forsendum núverandi stjórn-
kerfis fískveiða. Það ,er fjarri öllu
sanni. í fyrsta lagi er kenningin (
sennilega nánast örugglega röng. I
öðru lagi væri hægt að byggja upp
fiskistofnana, þótt kenningin væri
rétt. Í þriðja lagi er uppbygging
fiskistofnanna alls ekki forsenda
fyrir hagkvæmni núverandi stjórn-
kerfis fiskveiða. Það stjórnkerfi er
hagkvæmt, hvort sem unnt er að
byggja upp fiskistofnana eða ekki.
Þetta er lykilatriði, sem þýðingar-
mikið er að sem flestir átti sig á.
Sérstök stjórn fiskveiða er nauðsyn-
leg vegna þess að fiskistofnarnir eru
takmarkaðir að stærð. Takmörkuð
stærð fiskistofnanna þýðir á hinn
bóginn, að veiðar minnka stofnana
- a.m.k. þar til næsta nýliðun á sér
stað, svo tekið sé fullt tillit til kenn- ’
ingar Kristins. Við þessar aðstæður
veiðir hver físk frá öðrum, a.m.k.
að vissu marki. Ótakmarkaður að-
gangur að fiskveiðunum leiðir því
til sóunar verðmæta. Kerfi varan-
legra framseljanlegra aflakvóta (
breytir þessari stöðu. Það skapar
fískveiðunum þjóðhagslega hag-
kvæma skipulagsumgjörð og þar
með forsendur fyrir því að ná mestu
fáanlegu hagsbót úr fiskveiðunum.
Á hinn bóginn skal ég fúslega
játa, að sé ekki unnt að byggja upp
fiskistofnana, verður þjóðhagslegur
ábati af hagkvæmustu fískveiði-
stefnu talsvert minni en ég hef áætl-
að. Sé samhengi Kristins á milli
veiðistofns og hrygningarstofns hins
vegar tekið trúanlegt lækkar þessi
ábati hins vegar fremur lítið.
Lokaorð
Fátt ræður meiru um hagsæld
þjóðarinnar á komardi árum en f
skynsamleg nýting náttúruauðlind-
anna. Því er afar brýnt, að umræða
um þau mál sé vönduð og hleypi- f
dómalaus. - ■
Kristinn Pétursson telur fiskveiði-
flotann ekkert of stóran. Sjóndeild- f
arhringur okkar sé bara allt of lítill.
Því miður er ekki líklegt, að útgerð
á sjóndeildarhring Kristins skili þjóð-
inni mörgum fiskum.
Höfundur er prófessor í
fiskihagfræði við Háskóla íslands.
Veiðistofn og Nýliðun þorsks
1955-1989
Nýliðun (milljón einstakl.)
Veibistofn (1000 tonn)
° Mælingar ---------- Aðfallsllna
Rök gegn aðíld íslands að EB
Annar hluti
eftir Halldór Guð-
jónsson
Önnuf rök Gunnars fyrir aðild
að EB voru þessi:
2. Það sem þegar hefur verið
sagt stefnir augljóslega í nokkuð
sömu átt og önnur rök Gunnars
nefnilega að okkur sé hollast að
eiga hlutdeild að akvörðunum er
snerta hag okkar. Áhrif og ítök frá
Bandalaginu hér eru óumflýjanleg
og þá betra að getá í fyrsta lagi
fylgst með þeim vísvitað og skipu-
lega og eiga þess í öðru lagi kost
að hafa einhver áhrif á móti, einkum
þó líklega á almennar ákvarðanir
um lög og reglur sem heimila og
flytja einstök áhrif og ítök. Ef tii
vill má líta svo á að fyrstu röksemd-
ir Gunnars lúti einkum að einstökum
áhrifum og möguleikum en aðrar
röksemdirnar því almennara og víð-
tækara, að hafa í heild tök á þessum
einstöku efnum. Hér er aftur ljóst
að aðildin ein er ekki annað en nauð-
synleg forsenda þess að unnt sé að
hafa tök á almennum efnum sam-
skipta okkar við EB, aðild gerir
okkur heimilt að reyna að hafa áhrif
á gang almennra mála með EB en
í heimildinni einni felst ekkert það
er tryggði að við megnum að nýta
okkur heimildina til vamar eða
hagsbótar.
Það vantar hér eins og í fyrri
röksemdinni ýmis skilyrði innan-
lands sem nauðsynleg eru til þess
að við getum nýtt þær þátttöku-
heimildir sem felast í aðildinni og
lítið vægi okkar við slíka þátttöku
gerir það reyndar ólíklegt að jafnvel
hin vandaðasta þátttaka nægði okk-
ur til að hafa nokkur áhrif á gang
mála hjá EB. Líklegast er að þátt-
taka okkar verði víðast áheym ein
en virk aðeins á takmörkuðum svið-
um þar sem við teljum okkar hafa
sérstakra hagsmuna að gæta.
Samningar um EES og umræða um
EB benda eindregið til þessa og þá
reyndar líka til þess að í slíkri þátt-
töku verðum við helst í vöm og leit-
um frávika og undanþága frá al-
mennum stefnumiðum og reglum.
Við höfum töluverða reynslu af því
að spyrna við fótum en líklega nær
enga af því að móta almenna reglu
eða laga okkur að slíku. Ef þannig
væri haldið á þátttöku okkar í EB
yrðu áhrif okkar þar líklega engin
önnur en að standa innan EB vörð
um þær aðstæður sem við njótum
sjálfkrafa ef við erum utan EB. Að
stjórnarháttum okkar og menntun
óbreyttum er ólíklegt að við fengjum
meim en þessu áorkað.
Eins og í hinum fyrstu rökum
hvílir hér meginþungi nægjanlegra
„Með því að gerast aðil-
ar að EB tökum við í
eitt skipti ákvörðun og
skuldbindum ökkur til
að hlíta síðan í mörgum
efnum ákvörðunum
annarra.“
skilyrða fyrir árangursríkri þátttöku
á því að við gerum breytingar hér
heima á sviðum sem samningar um
■iðild ná ekki til nema að litlu leyti.
Við þurfum þannig einkum að hag-
ræða í menntamálum, stjórnunar-
málum og skipulagi öllu og stjórn-
málum. Þessir málaflokkar allir taka
til alls þjóðlífs og það verður ekki
við þá ráðið nema hér heima hvort
sem litið er á breytingarnar sem
undirbúning að aðild fyrirfram eða
sem aðlögun að aðild eftirá. Þar sem
þessir málaflokkar taka til alls þjóð-
lífs er engin leið að girða þá af frá
neinu því sem fram fer með okkur
eða koma í veg fyrir að neitt það
sem við teljum sérstakt með okkur
verði fyrir áhrifum og átroðningi
af þeim skilyrðum, nauðsynlegum
og nægjanlegum, sem aðild að EB
setur okkur. Það er reyndar af
stuttri sögu EB ljóst að áhrif og
vald Bandalagsins teygja sig smátt
og smátt frá grunni efnahagsmála
yfir á æ fleiri svið þjóðlífs enda er
Halldór Guðjónsson
stefnt að verulegri stjórnmálalegri
samræmingu og sameiningu. EB er
þannig þegar orðið ígildi ríkis í
mörgum efnum og við blasir enn
frekari útfærsla, dýpkun og festing
þess valds og þeirra áhrifa sem
gera það líkt ríki. Ekki verður séð
að neins staðar séu eðlileg eða
náttúruleg takmörk fyrir því hversu
langt eða djúpt völd og áhrif Banda-
lagsins geta teygt sig. Hins vegar
eru eðlileg og náttúruleg rök til
þess að völdin og áhrifín teygi sig
æ víðar og dýpra. Það er einmitt í
þessari náttúrulegu útfærslu og
náttúrulega takmörkunarleysi EB
sem menn sjá ógnun við fullveldi í |
hefðbundnum skilningi þess orðs. ™
Menn sjá í EB þá hættu að
ákvarðanir sem snerta þá eina og g
þeir sjálfir tekið vísvitað áður eftir “
hentugleikum og með tilliti þess sem
þeir sjálfir vita best verði í framtíð- ^
inni ekki á þeirra höndum eða verði ™
þvingaðar af almennum og fjarlæg-
um skilyrðum.
Ef til vill er þetta allt óumflýjan-
legt og það þá ekki í sjálfu sér
ákvörðunarefni hvort við eigum að
taka upp hætti og ákvarðanir
Bandalagsins. En það er þá enn
spurning hvernig og hvenær við lög-
um okkur að siðum Evrópu og þó
ef til vill lyrst og fremst hvort við
tökum eina ákvörðun um siðbreyt-
ingu eða margar. Með því að gerast
aðilar að EB tökum við í eitt skipti
ákvörðun og skuldbindum okkur til
að hlíta síðan í mörgum efnum
ákvörðunum annarra. Meginspurn-
ingin verður þá hversu vel við erum ||
í stakk búin til að sjá fyrir eða hafa
áhrif á þessar síðari ákvarðanir
annarra, þ.e. hve vel stjórnmálalíf
okkar nú ræður við að skoða og
greina og ræða mál og skera úr
þeim. Að þessu seinasta lýtur þriðja 4
og seinasta röksemd Gunnars.
Höfundur cr dósent við Háskólu
íslands.