Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.05.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 17 Orðsending til Einars Kárasonar eftir Birgi Svan Símonarson í morgun las ég Moggann minn að venju, drakk teið mitt og nart- aði í ristað brauð. Allt með þokka- lega kyrrum kjörum. En svo rek ég augun í grein eftir Einar Kára- son ágætan formann Rithöfunda- sambandsins og það lá við að mér svelgdist á teinu. Formaðurinn er í greininni að hirta óbreyttan rithöf- und, sem er reyndar bara í hinni vinnunni sinni að flytja mönnum fréttir. Þessi rithöfundur og blaða- maður heitir Sigurður Á. Friðþjófs- son. Einar lætur sér ekki nægja að benda á einhverjar misságnir í frétt- inni, sem var víst aðsend og ekki höfundarverk Sigurðar, heldur hót- ar hann Sigurði málssókn og æru- missi og væntanlega gapastokki. Einar telur Sigurð vera vafasaman pening, segir að Sigurður hafi verið kærður fyrir siðanefnd blaða- manna. Eg hélt að hver maður væri saklaus þar til sekt væri sönn- uð. Þá er vert að benda á að illa hefur gengið að dæma æruna af sumum mönnum. Nægir að minna á Þorgeir Þorgeirsson í því sam- bandi. Fyrrnefndur blaðamaður og rit- höfundur er gamall vinur minn og hef ég aldrei orðið þess var að með honum leyndist svæsinn siðferðis- brestur. Þvert á móti hefur hann Birgir Svan Símonarson helgað lítilmagnanum krafta sína. Hann er sannur jafnaðarmaður og drengur góður. En hvað sem því líður þá fannst mér tónninn í grein formannsins okkar heldur rosalegur og vil ég leyfa mér að biðja hann að hlífa okkur almennum félögum við slíkum ádrepum og persónuleg- um hirtingum á síðum Morgun- blaðsins. Leyfa okkur að drekka morgunteið í friði. Það hefur lengi verið óskráð regla meðal þeirra fé- laga Rithöfundasambandsins sem ég hefi átt samleið með, að reyna frekar að ræða og leysa málin ann- ars staðar en í íjölmiðlum. Ég held það sé afturför og óvinafagnaður ef formaðurinn ætlar að leggjast í fjölmiðlaþus. Staðreynd málsins er auðvitað sú að bæði Sigurður Á. Friðþjófsson og Einar eru bestu menn. Einar hlýtur að hafa farið vitlausu megin fram úr rúminu þennan morgun. Það er einlæg ósk mín til beggja að þeir ræði mál sambandsins málefnale'ga og án æsings á komandi aðalfundi. Það er alveg óþarfi að fara í fýlu eða taka reiðiköst þótt ágreiningur sé um mál og menn. Ljóst er að það er blaðamanns- skylda Sigurðar að greina frá því í blaði sínu, að tveir menn eru í framboði til formanns Rithöfunda- sambandsins. Honum ber einnig að greina frá því ef hann þykist vita að menn séu óánægðir með ný lög um úthlutun almannafjár til rithöf- unda. En kæri Einar, ég bið þig lengstra orða að stilla þig og orðum þínum í hóf og um að efna ekki til bræðraviga í fjölmiðlum. Höfundur er rithöfundur. ------» ♦ ♦----- Lokahóf þriggja aðildarfélaga JC LOKAHÓF JC Bros, JC Vík og JC Borg verður haldið í kvöld, föstu- daginn 8. maí, kl. 19.30 í Hamra- borg 12 (Alþýðubandalagshúsinu). Lokahófið hefst með borðhaldi kl. 19.30 og meðal þess sem verður á dagskrá er veiting verðlauna og við- urkenninga fyrir starfsárið til ein- staka félaga og nefnda auk skemmtiatriða. Kaupum ekki kött- inn í sekknum eftir Inga Björn Albertsson Mest alla starfsævi mína hef ég starfað við sölumennsku. Ég hef í því starfi kappkostað að kynna sem allra best þá vöru sem ég er að selja hveiju sinni, með því meðal annars að gæta þess vandlega að allir helstu kostir hennar komi fram, allt sem getur mælt með vörunni og þar með hjálpað til að selja hana. Til þess að selja vöru fer sölu- maður ekki þá leið gð tína fram allt sem neikvætt er við vöruna. Hann felur það heldur ekki, en svarar aðeins spurningum sem að þessu lúta. Þannig er því einnig farið með samninginn um EES. Þar kapp- kosta ráðherrar og embættismenn við að selja sína „vöru“. Þeir reyna að draga fram alla helstu kosti „vörunnar", sýna fram á gildi hennar og hversu lífið getur orðið mönnum snúið án hennar. Þeir gera sem sagt nákvæmlega það sama og sölumaðurinn. Þeir gæta þess vandlega að kostirnir komi fram en kynna ekki ókostina nema aðspurðir. Það er þess vegna biýnt að menn noti þann tíma sem nú gefst í sumar til þess að kynna sér ræki- lega samninginn um EES og spyija síðan í þaula um málið, þannig að menn viti nákvæmlega hvaða vöru þeir eru að kaupa, kosti hennar og galla. Ríkisstjórnin á enn fremur að beita sér fyrir almennri, ítarlegri kynningu á samningnum þannig að allur almenningur geti myndað sér skoðun á málinu. Ríkisstjórnin segir að hér sé á ferðinni stærsta mál sinnar tegundar í sögu lýðveldisins. Þetta er jafnframt mál sem getur hugs- anlega brotið í bága við stjórnar- skrána, mál sem getur haft það í Ingi Björn Albertsson „ Allar hugsanlegar af- leiðingar þessara „vörukaupa“ verða að vera okkur, sem erum kaupendurnir, ljósir þannig að öruggt sé að við kaupum ekki kött- inn í sekknum.“ för með sér að allt þjóðlíf hér ger- breytist. Állar hugsanlegar afleiðingar þessara „vörukaupa“ verða að vera okkur, sem erum kaupend- urnir, ljósir þannig að öruggt sé að við kaupum ekki köttinn I sekknum. Höfundur cr einn nf alþingismönnum * Sjálfstæðisfiokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. Fílharmonía heldur vor- tónleika á sunnudaginn SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur vortónleika sína í Lang- holtskirkju sunnudaginn 10. maí klukkan 17. Flutt verður verkið La Petite Messe Solennelle eftir ítalska tónskáldið Rossini. Fjórir einsöngvarar taka þátt í flutningnum, þau Elísabet Erl- ingsdóttir, sópran, Alina Dub- wik, alt, Olafur Árni Bjarnason, tenór og Viðar Gunnarsson, bassi. Verkið er samið fyrir píanó og harmóníum og eru hljóðfæraleikarar Hrefna Eggertsdóttir, píanó, og Ferenc Utassy, harmóníum. Stjórnandi kórsins er Úlrik Ólason. Aðgöngumiðar á tónleikana eru seldir í bókaversluninni Kilju við Háaleytisbraut og einnig við innganginn í Langholtskirkju. EMMESS Hversdag^g Ömmupizzur Frón matarkex Goðalondon KAUPSTADUR MIÐVANGI HAFNARFIRÐI | VESTUIl I B.Æ (JL HUSINU') a s I MJÓPD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.