Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 18

Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. MAI 1992 Listagallerí opn- að í Hafnarhúsinu A Aherslan lögð á samtímalist Laugardaginn 9 maí opnar nýtt gallerí, Listmunahúsið, í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Eigandinn, Knútur Bruun, vill með stofnun gallerísins stuðla að nýtingu Hafnarhússins í þágu menningar og lista þegar framtíð þess verður ákveðin. Knútur segir að Listmunahúsið muni einbeita sér að samtímalist. Hann segir að mest verði lagt upp úr sýningum frekar en sölu, þótt nauðsynlegt verði að selja Ííka. Annars leggur hann áherslu á að stofnun gallerísins sé fyrst og fremst hugsuð sem fyrsta skrefið í að breyta Hafnarhúsinu í eins konar listamiðstöð. „Ég sé fyrir mér að héma á annari hæð verði skrifstofur félags tónverka- höfunda og sambands mynd- listarmanna. Þessi samtök gætu þá staðið að tónleikum og högg- myndasýningum í miðju hússins eftir að búið væri að setja gler- þak yfir portið. Þarna gætu einn- ig verið veitingahús og kaffistof- ur. Þá kæmi til greina að hafa þama smá handverkstæði og antikverslun. Aðalatriðið er að þetta verði lifandi og skemmti- legt.“ Hugmyndir Knúts Bruun mið- ast við að eigendur hússins setji glerþak yfir portið í miðju húss- ins. Síðan yrði það húsnæði sem leigja á út, leigt út til handverks- manna og viðskiptaaðila sem gætu innréttað hver eftir sínum smekk. „Það yrði slys ef sam- ræma ætti hlutina of mikið og ef farið yrði út í dýrar fram- kvæmdir með marmara og ann- að,“ segir hann. „Þetta á að vera alhliða miðstöð menningar og viðskipta, með mikið líf fyrir fólk. Þama á fólk að geta komið inn í skjól undan veðri og vindum og notið þess sem hér er að ger- ast. Svona hús em víða erleríðis og hafa gefist vel.“ Knútur segir að hugmyndir hans séu mjög í samræmi við hugmyndir borgar- og hafnar- yfirvalda. „Borgarstjómin hefur lagt áherslu á að endurlífga gamla miðbæinn. Hafnarhúsið er hluti að þeirri endurlífgun. Opn- Knútur Bruun, eigandi List- munahússins í Hafnarhúsinu. un Listmunahússins er fyrsti tónn þessarar þróunar sem sleg- inn er í Hafnarhúsinu," segir Knútur Braun, sem er bjartsýnn á framhaldið. A fyrstu sýningu Listmuna- hússins, verða sýnd verk eftir Jón Gunnar Árnason, Brynhildi Þor- geirsdóttur og Daníel Magnús- son. Auk þess verða sýndar nokkrar bronsafsteypur eftir Gerði Helgadóttur, sem gerðar hafa verið að frumkvæði Lista- og Menningarráðs Kópavogs. Einnig verða á sýningunni stórir keramikvasar eftir Kolbrúnu Björgólfsdóttur. Sjónvarpsþættirnir Sigla himinfley: Höfðum náð mála- miðlun við RUY -segir Guðrún Alfreðsdóttir fráfar- andi formaður Félags leikara GUÐRÚN Alfreðsdóttir fráfarandi formaður Félags íslenskra leikara segir að deilan um greiðslur fyrir sýningar á sjónvarpsþáttunum Sigla himinfley sé mál sem leysa verði ytra. „Þetta er ekki deila á milli okkar og Sjónvarpsins heldur deila milli leikara á Norðurlöndum og Norræna sjónvarpssjóðsins," segir Guðrún. „Það verður að leysa hnút- inn ytra en við hér heima vorum komin með málamiðlun við Sjónvarp- ið varðandi þessa þætti þegar sjóðurinn kippti að sér höndunum og neitaði að fallast á það.“ Eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu í gærdag telur Norræni sjónvarpssjóðurinn, sem fjármagnar að veralegu leyti gerð Sigla him- infley, að beita beri svokallaðri EBU- gjaldskrá þegar um er að ræða greiðslur til ieikara fyrir sýningar á öðrum Norðurlöndum en heimalandi viðkomandi leikara og að þá verði greidd 20% af upphaflegri greiðslu fyrir vinnuna sem leikarinn ynnti af hendi. Áður fyrr giltu þær reglur um þessar endurgreiðslur að þær námu 90% fyrir íslenska leikara en 75% fyrir leikara á öðrum Norðurlöndum ef mynd var sýnd á íslandi auk þriggja af hinum Norðurlöndunum. Guðrún Alfreðsdóttir segir að við samningsgerð milli leikara hérlendis og Sjónvarpsins hafi verið gerð mála- miðlun um að þessi greiðsla yrði 40% og hefði Sjónvarpið fallist á það fyr- ir sitt leyti. Hinsvegar hafi Norræni sjónvarpssjóðurinn hafnað þessu samkomulagi. „Við töldum okkur hafa gengið eins langt og við gátum í málinu og Sjónvarpið hafði fullan skilning á okkar málstað enda gáfum við einnig eftir á öðrum launatengd- um sviðum," segir Guðrún. „Ég veit ekki hvert framhald þessa máls verð- ur því það er ekki lengur í okkar höndum. Nú sem stendur eiga sænskir leikarar í hatrammri deilu við sænska sjónvarpið um svipað mál en Danir hafa aftur á móti samið á svipuðum nótum og við ætluðum að semja við Sjónvarpið hér. Ég á ekki von á að nein niðurstaða fáist fyrr en þessi mál hafi verið leyst á öllum hinum Norðurlöndunum.“ Listamenn fá í fyrsta skipti laun samkvæmt nýjum lögum 182 hljóta laun en 496 sóttu um Úthlutunarnefndir listamannalauna, samkvæmt lögum nr. 35/1991, hafa fyrir nokkru lokið störfum. Er þetta í fyrsta sinn sem listamannalaunum er úthlutað samkvæmt þessum lögum. Alls bárust 496 umsóknir um starfslaun listamanna en 182 hljóta laun. Listasjóði bárast 66 umsókn- ir, Launasjóði myndlistarmanna bárust 184 umsóknir, Launasjóði rithöfund bárust 211 umsóknir, og Tónskáldasjóði bárust 35 um- sóknir. Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun sem hér segir: Jónsdóttir, Sólveig Aðalsteinsdótt- ir. Úr launasjóði myndlistar- manna: 3 ár: Björg Þorsteinsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Rúrí (Þuríður Fannberg). 1 ár: Finnbogi Pétursson, Hall- dór Ásgeirsson, Jónína Guðnadótt- ir, Magnús Pálsson, Ragnheiður 6 mánuðir: Ása Ólafsdóttir, Ástríður (Ásta) Ólafsdóttir, Birgir Andrésson, Comelies (Kees) Viss- er, Eggert Pétursson, Georg Guðni Hauksson, Guðjón Ketilsson, Guð- rún Gunnarsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Hafsteinn Aust- mann, Hallsteinn Sigurðsson, Hannes Lárusson, Harpa Björns- dóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Kristinn E. Hrafnsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Magn- ús Tómasson, Níels Hafstein Steinþórsson, Þorbjörg Höskulds- dóttir, Örn Þorsteinsson. Gráslegpuvertíðm hafiii í Ameshreppi Trékyllisvfk. GRÁSLEPPUKARLAR í Árneshreppi eru nú í óðaönn að koma netum sínum í sjó og þrátt fyrir dræmar gæftir hefur flestum tekist að leggja. Grásleppuveiði er stunduð frá 7 til 8 bæjum í hreppum auk þess sem sumaríbúar stunda einhveija veiði. Grásleppuveiðin tengist á einn eða annan hátt lífi allra íbúanna. Bóndinn sækir sjóinn, húsmóðir- in gefur búfénu, börn og eldra fólk bíða spennt eftir að báturinn komi í land og allir vonast eftir góðum afla. Ef tveir eða fleiri koma saman ræða menn um grásleppu og rauðmaga, eru menn að fá ’ann, hversu margar trossur eru komnar i sjó, er sjó- veikinn nokkuð að angra menn, er ekki útlitið gott? Að sögn kunnugra er allt útlit fyrir góða veiði og þeir sem vitj- að hafa um eru nokkuð ánægðir með fenginn. Fyrsti báturinn til að leggja var Guðmundur Gísli frá Munaðarnesi. Að sögn Guð- mundar Jónssonar formanns lagði hann snemma í ár og segir hann að það sé ágætis kropp, grásleppan stór og full af hrogn- um. Aðspurður sagði Guðmund- ur að það væri alltaf einhver slæðingur af öðrum fiski í netun- um, s.s. rauðspretta, tindabikkja og þorskur. Einnig fengu þeir reyting af gaddakrabba, hörpu- skel og ígulkerjum. Allt er þetta matur og telst kærkominn til- breyting á matseðli stranda- manna. - V. Hansen. Úr launasjóði ritliöfunda: 3 ár: Einar Kárason, Steinunn Sigurðardóttir. 1 ár: Birgir Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elías- son, Kristín Steinsdóttir, Kristján Karlsson, Pétur Gunnarsson, Víg- dís Grímsdóttir, Þórarinn Eldjárn. 6 mánuðir: Ándrés Indriðason, Anton Helgi Jónsson, Björn Th. Björnsson, Böðvar Guðmundsson, Egill Egilsson, Einar Bragi, Guð- bergur Bergsson, Guðjón Friðriks- son, Guðlaugur Arason, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Steinsson, Hallgrímur Helgason, Hannes Sigfússon, Heiður Baldursdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Jón Óskar, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Kristjáns- son, Nína Björk Árnadóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Haukur Sím- onarson, Óskar Árni Óskarsson, Páll Pálsson, Rúnár Ármann Arthúrsson, Rúnar Helgi Vignis- son, Sigfús Bjartmarsson, Sigfús Daðason, Sigrún Eldjárn, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Siguijón B. Sigurðsson, Stefán Hörður Grímsson, Steinar Sigur- jónsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórunn Valdimarsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir. Úr Tónskáldasjóði: 3 ár: Leifur Þórarinsson, Áskell Másson. 1 ár: Karólína Eiríksdóttir, Gunnar Reynir Sveinsson. 6 mánuðir: Hróðmar Ingi Sigur- björnsson, Stefán S. Stefánsson. Úr Listasjóði, a) leikhúslista- menn: 3 ár: Brynja Benediktsdóttir. 1 ár: Viðar Eggertsson. 6 mánuðir: Ásgeir Sigurvalds- son, Bára L. Magnúsdóttir, Gunn- ar Þórðarson, Hávar Siguijónsson, Hlín Agnarsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Pétur Einarsson, Pét- ur Eggerz, Sigríður Eyþórsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Örn Ingi. b) tónlistarmenn: 1 ár: Guðni Fransson, Kolbeinn Bjarnason, Sigrún Eðvaldsdóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson. 6 mánuðir: Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Jónas Ingimundarson, Lára Rafnsdóttir, Martial Guðjón Nardeau, Örn Magnússon, Selma Guðmundsdóttir, Ásthildur Har- aldsdóttir, Sigurður Flosason. Auk þess voru veitt listamanna- laun til þeirra listamanna sem fengið hafa listamannalaun und- anfarin ár og eru orðnir 60 ára og eldri, skv. 3 gr. laga nr. 35/1991 og ekki fengu starfslaun. Hver fær styrk að fjárhæð kr. 85.000,- Þeir eru: Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Árni Björnsson, Ás- gerður Búadóttir, Benedikt Gunn- arsson, Bragi Ásgeirsson, Bragi Siguijónsson, Einar G. Baldvins- son, Éiríkur Smith, Eyþór Stefáns- son, Elías B. Halldórsson, Filippía Kristjánsdóttir, Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur L. Friðfihsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Gunnar Eyjólfs- son, Gunnar Dal (Halld. Sig.), Hallgrimur Helgason, Helgi Sæmundssqn, Herdís Þorvalds- dóttir, Hjörleifur Sigurðsson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ág- ústsson, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Helgi Jónsson,’Jóhann- es, Geir Jónsson, Jón Ásgeirsson, Jón Björnsson, Jón Dan Jónsson, Jón Þórarinsson, Jónas Árnason, Karen Agnete Þórarinsson, Kjart- an Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Reyr, Kristján Einarsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Magnús Jónsson, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinsson, Pjetur Frið- rik Sigurðsson, Róbert Arnfinsson, Rúrki Haraldsson, Rögnvaldur Siguijónsson, Sigurður Hallmars- son, Sigurður Sigurðsson, Skúli . Halldórsson, Stefán Júlíusson, Steingrímur Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir, Sveinn Björnsson, Tryggvi Emilsson, Veturliði Gunn- arsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Þuríð- ur Pálsdóttir, Örlygur Sigurðsson. Bessastaðahreppur: Sönghátíðog lokatónleikar Tónlistarskólans í TILEFNI af ári söngsins verður efnt til sönghátíðar í hátíðarsal íþróttahússins í Bessastaðahreppi laugardaginn 9. maí kl. 16.00. Aðalefni hátíðarinnar verður fjöld- asöngur við undirleik kennara og nemenda Tónlistarskólans. Einnig syngur Barnakórinn undir stjórn Þórdísar Þórhallsdóttur, Álftanes- kórinn undir stjórn John Speight og Krakkakotskórinn nokkur lög. Sama dag kl. 17.00 verða seinni tónleikar Tónlistarskólans á þessu vori og skólaslit. Þar koma fram m.a. lengra komnir nemendur, minnstu börnin þ.e. forskóli I og hljómsveitin um leika nokkur lög undir stjórn Wilmu Young. Þá verða prófskírteini afhent . > ► Gítartónleikar í Kristskirkju • i • KRISTINN H. Árnason gítarleik- ari heldur tónleika í Kristskirkju laugardaginn 9. maí nk. Tónleik- arnir hefjast kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Luis Milan, J.S. Bach, Hans Werner Henze, M. Guiliani, Frank Martin og J. Rodrigo. Kristinn tók burtfararpróf frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar árið 1983. Árið 1987 lauk hann BM-gráðu frá Manhattan School of Music í New York. Kristinn hefur einnig stundað nám í Englandi og á Spáni. Hann hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá Andrés .Segovia og Manuel Barrueco. Kristinn hefur haldið tónloika á íslandi, í Bandaríkj- unum og á Ítalíu auk þess sem hann hefur komið fram í útvarpi og sjón- varpi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.