Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri Búnaðarbankans, afhendir krökk-
unum í 3 áb, í Setbergsskóla, gróðursetningarbæklinginn.
Skógræktarátak hafið:
Bæklingi dreift í skóla
ÁTAK á vegum Skógræktar Ríkisins og Búnaðarbankans, varðandi
skógrækt, hófst í gær, 7 maí. Var þá hafin dreifing á bæklingi með
leiðbeiningum varðandi gróðursetningu. 3. bekkur áb í Setbergs-
skóla í Hafnarfirði varð fyrstur að taka við bæklingnum.
Mjólkursala:
Einkaleyfí Samsöliuinar féll
úr gildi fyrir hálfu öðru ári
HEIMILD sem ráðherra hefur til að skipta landinu í mjólursölu-
svæði hefur ekki verið notuð í tvö ár. Landið er því í raun eitt
sölusvæði og öllum mjólkursamlögum heimilt að selja vörur sínar
hvar á landinu sem er. Það einkaleyfi sem Mjólkursamsalan hafði
á grundvelli þessarra ákvæða til sölu á nýmjólk og fleiri vörum
á höfuðborgarsvæðinu jafnframt skyldum til að tryggja nægilegt
framboð mjólkurvara er því ekki lengur fyrir hendi.
Edda Svavarsdóttir, markaðs-
stjóri hjá Búnaðarbankanum, sagði
að þetta væri fyrsti bekkurinn sem
fengi bæklinginn f hendur en síðan
væri ætlunin að dreifa honum í
alla grunnskóla á landinu. Auk
þess verður hann til sölu í útibúum
Búnaðarbankans og gróðrarstöðv-
um.
Það er Skógræktarfélag íslands
sem hefur séð um efni bæklingsins
sem er skreyttur skýringamyndum
til að gera efnið aðgengilegra.
Brynjólfur Jónsson, framkvæmda-
stjóri, segir að markmiðið með út-
gáfunni sé að efla fræðslu og þekk-
ingu á skógrækt. Þá segir hann
að mikilvægt sé að gera vinnu-
brögð markvissari.
A næstunni verður dreift öðrum
bæklingi, um fræsöfnun og sán-
ingu, á vegum sömu aðila. Er sá
bæklingur einkum ætlaður full-
orðnum, enda verður hann mun
ýtarlegri.
Landinu hefur verið skipt í
mjólkursölusvæði í marga áratugi.
Svæðin hafa yfirleitt verið bundin
við starfssvæði hvers mjólkursam-
lags nema hvað sölusvæði númer
eitt náði yfir Vestur-Skaftafells-
sýslu til og með Austur-Barða-
strandarsýslu, það er að segja
Suður- og Vesturland. Mjólkurs-
amlögin höfðu einkaleyfí til sölu á
helstu mjólkurafurðum, það er
nýmjólk, ijóma og skyri, á sínu
sölusvæði en gátu selt aðrar vörur
að vild. Jafnframt tóku samlögin
á sig þær skyldur að sjá til þess
að nægilegt framboð væri af þess-
um vörum á svæðinu. Frá því bú-
vörulögin voru samþykkt 1985
hefur samstarfsnefnd Fram-
leiðsluráðs og Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði beðið árlega
um framlengingu sölusvæðaskipt-
ingarinnar og landbúnaðarráð-
herra gefið hana út með ráðherra-
bréfi sem gilt hefur eitt ár í senn.
Síðast var slíkt ráðherrabréf gefið
út fyrir verðlagsárið 1989-90 og
féll því úr gildi 1. september 1991.
Síðan hefur ekki verið óskað eftir
sölusvæðaskiptingu.
Gísli S. Karlsson framkvæmda-
stjóri Framleiðsluráðs landbúnað-
arins sagði um ástæður þess að
ekki hafi verið óskað eftir fram-
lengingu söluskiptingarinnar að
það tengdist því að samgöngur
hefðu batnað og ekki væri sama
ástæða og áður til að leggja þá
skyldu á samlögin að sjá neytend-
um fyrir mjólk. Öryggissjónarmið-
ið vægi ekki eins þungt og áður,
fleiri möguleikar væru til að ná
sér í mjólk en áður. Hann sagði
að það eina sem takmarkaði mjólk-
ursöluna væru reglur heilbrigðis-
yfirvalda.
Guðlaugur Björgvinsson for-
stjóri Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík sagði að það hefði litla
þýðingu þó einkaleyfi' fyrirtækis-
ins væri niður fallið með afnámi
sölusvæðaskiptingar. Fólk innan
mjólkuriðnaðarins ynni áfram eins
og fyrri reglur væru enn við líði.
Sumir hefðu ekki vitað annað en
þær væru enn í gildi. Hann sagði
að Mjólkursamsalan hefði til dæm-
is ekki selt vörur út fyrir sitt gamla
sölusvæði.
Halldór Blöndal Iandbúnaðar-
ráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði lengi verið
þeirrar skoðunar að landið allt
ætti að vera eitt sölusvæði og benti
á að sjömannanefnd gerði einmitt
tillögur um það.
Fram kom í nýlegri grein hér í
blaðinu að Mjólkursamsalan ætti
mikið eigið fé. Landbúnaðarráð-
herra sagði að það væri mjög
ánægjulegt að fyrirtækið hefði
sterka eiginfjárstöðu. Ekki veitti
af vegna þeirra breytinga sem
yrðu í kjölfar EES og GATT samn-
inga. Nauðsynlegt væri að hafa
sterk og vel rekin fyrirtæki til að
standast þá nýju samkeppni sem
von væri á. Hann sagði hugmynd-
ir um að MS greiddi einkaleyfis-
gjald í ríkissjóð broslegar í ljósi
þess að mjólkurvörur væru niður-
greiddar af ríkissjóði.
MS hefur verið tortryggt vegna
framleiðslu á vörum í samkeppni
við einkaaðila, svo sem brauðum
og ís, vegna þeirrar sterku aðstöðu
sem fyrirtækið hefur á markaðn-
um vegna sölu á mjólkurafurðum.
Halldór sagði þegar leitað var álits
hans á þessu að afurðastöðvar
bænda væru ýmist reknar sem
sjálfstæðar einingar eða sem hluti
af stærri heild og nefndi KEA sem
dæmi um hið síðarnefnda. „Ekki
hafa komið fram hugmyndir um
að þvinga fyrirtækin til að skipta
sér upp en ýmsir hafa talið að
bændur stæðu sterkar að vígi með
sjálfstæðar afurðastöðvar og það
myndi auðvelda hagræðingu, með-
al annars í mjólkuriðnaði. Sam-
keppnin er holl og nauðsynleg en
það verður að fara gætilega. Setja
verður almennar reglur í þessu
efni en ekki reglur sem eru klæð-
skerasaumaðar fyrir eitt fyrir-
tæki,“ sagði landbúnaðarráðherra.
Sífellt fleiri konur sem lagðar eru í
einelti leita til Kvennaathvarfsins
Dæmi um einelti af hálfu fyrrverandi maka í níu ár
TIL Samtaka um kvennaathvarf leita æ fleiri konur sem lagðar
eru í einelti af fyrrverandi maka eða sambýlismanni. Af 217
konum sem leituðu ásjár hjá Kvenna athvarfinu á síðasta ári
komu 28 vegna eineltis. Á þessu ári hafa 92 konur leitað til
Kvennaathvarfsins, 13 þeirra vegna eineltis. Tryggvi Agnarsson,
lögfræðingur, segir að ef árangur eigi að nást í meðhöndlun
þessará mála þurfi nýjar reglur til að vinna eftir. Fulltrúar
Kvennaathvarfsins lögðu fyrir nokkru fram tillögur fyrir dóms-
málaráðherra um breytingar á hegningarlögum til að reyna að
ráða bót á vandanum.
Guðrún Ágústsdóttir, fjölmiðla-
fulltrúi Samtaka um kvenna-
athvarf, sagði á blaðamannafundi
í gær að dæmi væru um einelti
af hálfu fyrrverandi maka í allt
að níu ár.
„Konurnar sem verða fyrir
þessu eru aldrei öruggar og geta
hvenær sem er búist við að ráðist
verði á þær. Þær búa við síendur-
teknar morðhótanir og hótanir um
líkamlegt og andlegt ofbeldi, inn-
rásir á heimili, vinnustað og
hótanir um að börn þeirra verði
sköðuð,“ segir Guðrún. Þá segir
hún að dæmi séu um að sami
maðurinn leggi hveija konuna á
eftir annarri í einelti.
Mál tveggja kvenna sem
leitað hafa til athvarfsins
Jenný Anna Baldursdóttir,
starfskona hjá Kvennaathvarfinu,
kynnti á fundinum mál tveggja
kvenna sem leitað hafa til
Kvennaathvarfsins vegna eineltis.
Önnur konan kom til dvalar í
Kvennaathvarfínu með mikla lík-
amlega áverka, s.s. glóðarauga á
báðum augum, kinnbeinsbrot og
handleggsbrot. Konunni hafði
einnig verið nauðgað.
Með henni voru fjögur ung
börn hennar á aldrinum 1 til 10
ára. Tvö þeirra voru börn árásar-
mannsins sem konan var að flýja
undan. í Ijós kom að konan hafði
flúið undan- þessum fyrrverandi
sambýlismanni sínum út um allt
land sl. tvö ár. Hann flutti inn á
hana jafnharðan og ofbeldið fór
stigvaxandi. Meðal annars hafði
konunni margoft verið nauðgað.
Þijár ofbeldiskærur voru til á
manninn frá jafnmörgum stöðum
af landinu.
Meðan konan var í athvarfinu
kom upp grunur um sifjaspell á
átta ára dóttur hennar. Það mál
var kært samstundis og fór eðli-
lega leið til barnaverndaryfir-
valda. Konan dvaldi í Kvennaat-
hvarfinu í þrjá mánuði. Á þeim
tíma voru sex sinnum framin
skemmdarverk á bíl hennar. Með-
al annars réðst maðurinn einu
sinni á framrúðu bílsins með kú-
beini þegar konan var með tvö
börn sín í bílnum. Bremsuborðar
voru skornir í sundur og lá við
stórslysi vegna þess. ÖIl skemmd-
arverkin voru jafnharðan kærð til
RLR. Þegar konan fór úr athvarf-
inu liðu fáeinir dagar og var þá
bíll hennar gjöreyðilagður. Að því
atviki voru fjöldi vitna eins og
stundum áður.
í dag, tveimur árum seinna,
hefur ekkert komið út úr kærum
konunnar á hendur manninum en
aðstæður hennar eru breyttar og
eineltinu lokið.
Jenný Anna nefndi einnig dæmi
um konu sem kom í athvarfíð
vegna ítrekaðra morðhótana og
eineltis frá fyrrverandi kærasta.
Hún átti þijú börn úr fyrra hjóna-
bandi og hafði búið ein með þau
í nokkur ár þegar hún kynntist
árásarmanninum.
Hann flutti inn á heimili hennar
og bjó þar í rúman mánuð. Á
þeim tíma beitti hann hana grófu
líkamlegu ofbeldi, meðal annars
síendurteknum nauðgunum. Hún
henti honum út og þá hófust of-
sóknir sem fólust í líflátshótunum,
innbrotstilraunum á heimili henn-
ar, heimsóknum á vinnustað og
stöðugum símhringingum. Mað-
urinn sat fyrir konunni nánast
hvert sem hún fór og áreitti hana
og hótaði í sífellu. Við þessu brást
konan með því að kæra. Skyld-
menni hennar var á vakt á heimil-
inu allan sólarhringinn og hún fór
aldrei út fylgdarlaus. Konan skipti
fimm sinnum um símanúmer, allt
leyninúmer en maðurinn hafði upp
á þeim í öll skiptin.
Um og eftir dvöl konunnar i
athvarfinu réðst hann á hana úti
á götu oftar en einu sinni og fór
í skóla barnanna og réðist þar á
son konunnar. Það mál var kært
til barnavemdaryfirvalda. Hann
fékk að lokum lögregluáminn-
ingu. Eftir það réðst hann a.m.k.
tvisvar á konuna úti á götu og
hlaut hún áverka, þó ekki stór-
vægilega.
Núna, einu og hálfu ári seinna,
hafa aðstæður hennar breyst.
Hún er komin í samband við ann-
an mann og eineltinu er lokið.
Jenný Anna lagði áherslu á að
málin sem tekin voru fyrir á fund-
inum væm ekki éinstök heldur
ættu þau sér margar hliðstæður.
Tillaga um breytingar á
hegningarlöggj öf
í desember sl. lögðu fulltrúar
Kvennaathvarfsins fram tillögur
fyrir dómsmálaráðherra um að í
staðinn fyrir áminningu lögregl-
unnar fyrir að raska friði annars
manns með því að ásækja hann
eða ofsækja með bréfum eða öðr-
um hætti komi grein sem feli i
sér að hægt verði að dæma menn
sem gerst hafi sekir um að valda
konum ónæði til að láta ekki sjá
sig á ákveðnum stöðum eða hafa
samband við ákveðna aðila I til-
tekinn tíma. Ef þeir ekki sinni
þessu sé með skjótum hætti hægt
að handtaka þá og láta þá sæta
sektum, varðhaldi eða fangelsi.
Tryggvi Agnarsson sagði á
fundinum að vandamálið hvað
þetta varðaði væri sönnunin en
mennirnir sýndu oft ótrúlega út-
sjónarsemi í að grípa konurnar
þegar enginn væri nálægt eða
veita áverka sem ekki sæjust.
Ólík mál og andstyggileg
Tryggvi sagði að eineltismál
væru í sérhópi fyrir það hve and-
styggileg þau væru. „Skelfingin
sem getur fylgt því að vera með
einhvem á eftir sér, vita aldrei
hvenær hann lætur til skarar
skríða eða hvernig hann gerir það
er ólýsanleg. Konurnar sem verða
fyrir þessu eru haldnar ótakmörk-
uðum og skeljalausum ótta um
líf sitt og barna sinna. Það er ein-
faldlega ekki hægt að lýsa þvi sem
þarna er á ferðinni," sagði
Tryggvi.
Hann sagði málin eins ólík og
þau væru mörg en þó væru
ákveðnir þættir sem fylgdu þeim
flestum, innbrot, líkamsárásir,
nauðganir, símhringingar og
hringingar á dyrabjöllum. Hann
sagði að sameiginlegt einkenni
þessara mála væri hve erfitt væri
að koma höndum á mennina og
stoppa þá.
Nýjar reglur nauðsynlegar
„Við sjáum að þegar konur
þurfa að sæta þessu árum saman
þá er eitthvað að. Við hljótum að
vera með vondar reglur úr því að
þetta getur gengið svona. Þetta
er smánarblettur á þjóðfélagi okk-
ar því það á að vera hægt að ná
utan um þetta með nýjum starfs-
aðferðum og nýjum reglum,"
sagði Tryggvi.
Hann sagði að þrátt fyrir vinn-
una sem lögð hefði verið í þessi
mál hefði ekki náðst nægilegur
árangur en til þess að hann næðist
þyrfti nýjar reglur til að vinna
eftir.
Guðrún Ágústsdóttir sagði að
samhliða væri brýnt að aðrar
lausnir yrðu fundnar á vandanum
og nefndi sem dæmi að í Svíþjóð
hefði nýlega verið ákveðið að hver
kona sem byggi við slíkar aðstæð-
ur fengi ýmis konar öryggisbún-
að, þ.á.m. öryggishnapp sem
tengdur væri við lögreglustöð.
Þá sagði Guðrún nauðsynlegt
að gerð yrði könnun að tíðni heim-
ilisofbeldis hér á landi en engin
áreiðanleg könnun liggur fyrir um
það efni nú.