Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 21

Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN , í Málmey, Svíþjóö, 9. maí 1992 Land Heiti lags é y «5 WÁ /é J// f/i M k % k /é Wé/ /ty* Af §/í/ wt / /v $/&/&/ /W/ /tyÁ//Á// $/£/£/&/£/* /&/$/&/$/& 1. Spánn Todo esto es la musica 2. Belgía Nous on vout des violons 3. ísrael Ze rak sport 4. Tyrkland Yaz bitti 5. Grikkland Olou tou kosmou i elpida 6. Frakland Monte la rivie 7. Svíþjóð I morgon ár en annan dag 8. Portúgal Amor d'agua fresca 9. Kýpur In love I trust 10. Malta Little child 11. ÍSLAND Nei eða já 12. Finnland Yamma-Yamma 13. Sviss Mister music man 14. Lúxemborg Sou frái 15. Austurríki Zusammen gehn 16. Bretland One step out of time 17. írland Why me 18. Danmörk Alt det som ingen ser 19. Ítalía Rapsodia 20. Júgóslavía Ljubin te pesmama 21. Noregur Visjoner 22. Þýskaland Tráume.sind fúralle da 23. Holland Wijs me de weg Söngvakeppni sjónvarpsstöða í Evrópu; Fær Island Nei eða já? FRAMLAG íslendinga í Söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Evr- ópu, lagið Nei eða já, verður flutt á sviðinu í Málmey í Svíþjóð á morgun, laugardagskvöld. Þetta er í sjöunda sinn, sem Islending- ar taka þátt í keppninni, sem nú er haldin 37. sinni. 16. sætið var hlutskipti íslensku tónlistar- mannanna fyrstu þrjú árin og enn seig á ógæfuhliðina árið 1989, þegar engin dómnefnd sá ástæðu til að gefa íslendingun- um svo mikið sem eitt stig. Arið 1990 náðist besti árangurinn hingað til, 4. sæti, en á síðasta ári sótti enn í sama farið, þegar íslenska lagið hafnaði í 15. sæti. Tveir af flytjendunum í ár, Grét- ar Örvarsson og Sigríður Beinteins- dóttir, stóðu einnig á sviðinu í Zagreb í Júgóslavíu árið 1990, þeg- ar 4. sætið náðist. Þau hafa bent fólki á að gæta hófs í bjartsýninni og í viðtali við Morgunblaðið sagði Sigríður, að auðvitað væri ekki hægt að lofað jafn góðum árangri, en allir myndu gera sitt besta. Þar mæðir mest á henni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur, sem hafa stundað þrotlausar söng- og dans- æfingar undanfamar vikur. Róleg og hröð lög til skiptis Þau lög, sem íslendingar hafa valið til þátttöku í keppninni, hafa verið hröð og róleg til skiptis. Fyrst var það lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankinn, sem Eiríkur Hauks- son, Helga Möller og Pálmi Gunn- arsson fluttu í Bergen árið 1986. Það var fjörugt, en fékk 16. sætið. Árið eftir varð lag Valgeirs Guð- jónssonar, Hægt og hljótt, fyrir valinu, sungið af Höllu Margréti Árnadóttur. Rólegt lag og varð í 16. sæti. Allt er þegar þrennt er og lag Sverris Stormskers, Sókrat- es, sungið af Stefáni Hilmarssyni, átti að gera betur á írlandi. Það var mun hraðara en Hægt og hljótt, en stigin nægðu aðeins tii 16. sætis. Þegar hér var komið sögu, töldu ýmsir að 16. sætið væri óumflýjan- legt. Svo reyndist þó ekki vera árið 1989, því hið rólega lag Valgeirs Guðjónssonar, Það sem enginn sér, sungið af Daníel Ágústi Haralds- syni, fékk ekkert stig og lenti í neðsta sæti keppninnar í Sviss. Þeim mun meiri varð sjálfsagt ánægja sjónvarpsáhorfenda hér á landi, þegar Stjórnin náði 4. sæti í Júgóslavíu árið eftir, með fjörugt lag Harðar Ólafssonar, Eitt lag enn. í fyrra hélt svo Eyjólfur Krist- jánsson til Rómar ásamt Stefáni Hilmarssyni, söng um Nínu og hafnaði í 15. sæti. Margra vikna undirbúningur Islenski hópurinn, sem kemur fram undir nafninu Heart 2 Heart, er skipaður söngkonunum Sigríði Beinteinsdóttur og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur, lagahöfundunum Friðrik Karlssyni gítarleikara og Grétari Örvarssyni, hljómborðsleik- ara, auk annarra meðlima Stjórnar- innar, Halldórs Gunnlaugs Haukss- onar, trommuleikara og Jóhanns Ásmundssonar, bassaleikara. Hóp- urinn uppfyllir því það skilyrði, að ekki mega fleiri vera á sviðinu en sex. Undirbúningur hefur verið strangur. Helena Jónsdóttir, dans- höfundur, hefur haldið hópnum á stífum æfingum, þar sem nákvæm- lega er farið yfir allar hreyfingar á sviðinu. Lagið var útsett að nýju eftir keppnina hér heima og til þess var fenginn þekktur breskur útsetj- ari, Nigel Wright. Þá var lagið einn- ig hljóðritað með enskum texta og ber í þeirri útgáfu heitið Time after time. íslenska textann á Stefán Hilmarsson og hann er einnig skrif- aður fyrir enska textanum, ásamt Nigel hinum breska. María Ólafs- dóttir hannar búninga keppenda. Bein útsending Ríkissjónvarpsins frá keppninni í Málmey hefst kl. 19 á morgun. Hér með fylgir tafla, sem lesendur geta notað til að færa atkvæðatölur inn jafnóðum. RSv Heart 2 Heart - frítt plakat af Eurovision- söngflokknum Eins og kunnugt er þá hefur Toyota stutt dyggilega við bak- ið á söngflokknum Heart 2 He- art sem keppir fyrir íslands hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þann 9. maí nk. í Svíþjóð. í tilefni af þessu samstarfi býð- ur Toyota þeim sem vilja eignast glæsilegt litprentað plakat af söngflokknum að vitja þess hjá næsta sölu- eða þjónustuaðila Toy- ota um allt land. Plakatið verður afhent án endurgjalds. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!__x CAA/vyh* o Af því tilefni bjóðum við afmælisafsláft af öllum vörum okkar 1S°/o-20°/o á tímabilinu 8.-16. maí. Notið tækifærið og gerið kjarakaup á fyrsta flokks gclfefnum, veggdúkum og niðurhengdum loftum frá Armstrong. ________Afsiáttarverð miðað við staðoreiðslu:_ Gólfteppi 20% - Gólfdúkar 20% - Parkett 15% - Flísar 20% - Mottur, stök teppi 20% - Dreglar 20% - Veggdúkar 15% - Loftaplötur 15% TEPPABÚÐIN Gólfetnamankaður, Suðurlandsbraut 28, sími 91-681950

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.