Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 22

Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Bandaríkin: Gorbatsjov hvetur til lýðræðis- legrar þróunar um allan heim Segir vaxandi skilning vera á nauðsyn eins konar heimsstjórnar Fulton. Reuter. MIKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, sagði í gær í ræðu I Fulton í Missouri í Bandaríkjunum, að upp væri kominn nýr tími og taldi hugsanlegt, að jarðarbúar sameinuðust undir einni stjórn. Flutti hann mál sitt frá sama ræðupúltinu og Winston Churchill notaði fyrir 46 árum þegar hann skoraði á hinar samein- uðu þjóðir að vinna að friði og framförum og nefndi járntjaldið fyrsta sinni. Gorbatsjov í ræðustól. Fyrir aftan hann er brot úr Berlínarmúrnum. Fyrir aftan ræðupúltið var brot úr Berlínarmúmum,' áþreifanleg- asta tákni járntjaldsins, en Gorb- atsjov átti meiri þátt í því en nokk- ur annar, að múrarnir á milli aust- urs og vesturs voru rifnir. Gerði barnabarn Churchills, Edwina Sandys, höggmynd úr múrbrotinu og hún er einnig höfundur stytt- unnar af afa sínum, sem þarna stendur. Mikill mannfjöldi var saman kominn í Fulton til að fagna Gorb- atsjov og vegna þess hve veðrið var gott var stemmningin líkust því, sem er á þjóðhátíð. Sagði Gorbatsjov í ræðu sinni, að með mönnum væri vaxandi skilningur „á nauðsyn eins konar heims- stjórnar, sem allar þjóðir ættu aðild að“. „Við, sem lengi treystum. á óskeikulleika hins marxíska átrún- aðar, vorum vissir um, að sannleik- urinn væri okkar megin. Lífið sjálft fór hins vegar ómjúkum höndum um okkur og rétt einu sinni hafnaði það sjálfskipuðu spá- mönnunum og þeim, sem allt þótt- ust vita. Þjóðir heims verða nú að leggjast á eitt um að gera þróun- ina í átt til lýðræðis óafturkallan- lega — til lýðræðis fyrir allan heim en ekki hálfan. Úr þessu púlti skoraði Winston Churchill á Sam- einuðu þjóðimar að vinna að friði og framförum og það markmið er óbreytt: Friður og framfarir fyrir alla,“ sagði Gorbatsjov meðal ann- ars. Winston Churchill flutti ræðu sína í Fulton 5. mars árið 1946 og vakti þá athygli á þeim viðsjár- verða veruleika, sem við blasti að styijöldinni lokinni. Sagnfræðinga greinir að vísu á um hvenær kalda stríðið hófst en margir nota ræðu breska forsætisráðherrans sem nokkurs konar vegvísi í því efni. Gorbatsjov sagði líka, að í Sovét- ríkjunum á þessum tíma hefðu sum ummæli Churchills í ræðunni verið túlkuð „sem einhliða yfirlýs- ing um kalt stríð“ en þess að engu getið, að Churchill skoraði á enskumælandi þjóðir að beita sér fyrir friði og framförum á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Gorbatsjov lagði áherslu á, að vestræn lýðræðisríki túlkuðu ekki sigurinn í kalda stríðinu sem „sig- ur okkar, okkar lífshátta og lífs- skoðana". „Sigurinn vannst á hugmynd um mótun mannlegs samfélags, á Álit aðallögmannsins er ekki úrskurður en oftast vísbending um niðurstöður dómstólsins sjálfs sem ekki er að vænta fyrr en í júlí í sumar. Hlutverk aðallögmanna við dómstólinn er að gefa sérfræðilegt álit í málum áður en dæmt er. Með því að ganga út frá hefð- bundnum veiðiréttindum hafa að- áætlun, sem leiddi til stöðnunar og var að steypa okkur í glötun,“ sagði Gorbatsjov og ítrekaði þau ummæli Churchills fyrir 46 árum, ildarríki EB í norðanverðu banda- laginu útilokað Spánverja og Portúgali frá veiðum á miðum þar sem þeir hafa ekki stundað veiðar fyrr og teljast þess vegna ekki eiga hefðbundinn rétt til veiða á. Spán- verjar drógu í efa réttmæti úthlut- unar aukinna veiðiheimilda við Grænland árið 1989 sem fóru að að æskilegt væri við ákveðnar aðstæður, að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna gæti beitt fyrir sig herjum sumra ríkja. mestu til Þjóðverja og Dana og kærðu úthlutunina til dómstóls EB í Lúxemborg. Reglan um hefðbund- inn rétt til veiða hefur m.a. verið notuð til að sýna fram á að með hugsanlegri aðild íslands að EB fengju ekki aðrir veiðileyfi á ísland- smiðum en íslendingar sjálfir. Ljóst þykir að þessi regla verði a.m.k. að hluta til lögð til grundvallar við úthlutun veiðileyfa á þeim karfa sem EB fær að veiða við ísland á næsta ári ef um semst. Rætt um Jíar- abakh í Iran Forsetar Armeníu og Azerbajdz- hans hófu í gær viðræður í Te- heran fyrir tilstilli íransstjórnar til að freista þess að leysa deil- una um héraðið Nagorno-Kara- bakh, sem hefur kostað um 1.500 Armena og Azera lífið frá 1988. Akbar Hashemi Raf- sanjani, forseti írans, stjórnaði viðræðunum. Jeltsín miss- ir ráðgjafa SERGEJ Shakhraj, helsti lög- fræðiráðgjafí Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði af sér í gær og kvað ástæðuna þá að hann hefði ekki getað haldið störfum sínum áfram vegna ágreinings við samstarfsmenn forsetans. Hann kvaðst þó styðja Jeltsín og ekki hafa í hyggju að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna. Shakhraj þótti einna róttækastur af sam- starfsmönnum forsetans. Kravtsjúk lof- ar afvopnun LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, ræddi í gær í fyrsta sinn við George Bush Banda- ríkjaforseta í Washington og lofaði því að Úkraínu- menn myndu virða ákvæði samningsins um fækkun langdrægra kjamavopna (START), sem Míkhaíl Gorb- atsjov skrifaði undir fyrir hönd Sovétríkjanna í fyrra. Kravtsjúk sagði að öll skammdræg kjarna- vopn í Úkraínu hefðu verið flutt til Rússlands. Bush sagður ætla til Ríó BÚIST er við að George Bush Bandaríkjaforseti tilkynni bráð- lega að hann hyggist taka þátt í umhverfis- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro í júní, að sögn bandaríska dagblaðsins The New York Times í gær. Blaðið segir að það sé því sem næst öruggt að forsetinn fari til Ríó þótt dvölin þar kunni að verða stutt. Hungursneyð í Afríku HUNGURSNEYÐ vofir yfir rúmum þremur milljónum manna í sunnanverðri Áfríku vegna þurrka og senda þarf þangað milljónir tonna af mat- vælum, að sögn bandarískra embættismanna í gær. Um 100 milljónir manna búa á svæðinu og talið er að þurrkarnir komi illa niður á 30 milljónum. Hætta er á að þurrkarnir stefni lýðræð- isþróuninni í Suður-Afríku, Zambíu, Zimbabwe og Namibíu í hættu og dragi úr líkum á varanlegum friði í Angóla og Mozambique. Fleiri dauða- dómar í Alsír HERRÉTTUR í Alsír dæmdi í gær þtjá félaga í hreyfingu heit- trúðra múslima, FIS, til dauða fyrir samsæri gegn valdhöfum landsins og vopnaða baráttu. Áður höfðu þrettán menn verið dæmdir til dauða fyrir sömu sakir. Ekkert lát er á átökum í landinu og 50 liðsmenn öryggis- sveita hafa beðið bana frá því í janúar, er valdhafarnir aflýstu kosningum til að koma í veg fyrir valdatöku FIS. Upplausnarástand í Tadzhíkístan: Valdabarátta milli þjóð- arbrota í örsnauðu landi Dúshanbe. Reuter. HÁLFGERT upplausnarástand ríkir í samveldisríkinu Tadzhíkíst- an í Mið-Asíu og eigast þar við stjórnarsinnar undir rauðum fán- um kommúnismans og stjórnarandstæðingar með grænan fána íslams. í raun er þó ekki verið að takast á um trú og hugsjónir, heldur er það rótgróinn fjandskapur og valdabarátta á milli þjóð- arbrota í landinu, sem er undirrótin. Stjórnarandstæðingar segjast meðal annars vilja hlynna að ísl- amskri trú með hófsömu yfír- bragði og koma á markaðskerfí en umfram allt vilja þeir losa land- ið við „kommúnískt einræði“ gömlu valdaklíkunnar. Ríkisstjórn Rakhmons Nabíjevs heldur því hins vegar fram, að ógerlegt sé að umbylta efnahagskerfinu á ein- um degi og sakar andstæðinga sína um að ætla að þröngva öfga- fullum trúarskoðunum sínum upp á landsmenn. Hafa báðar fylking- amar efnt til fjöidafunda í höfuð- borginni á síðustu vikum en á þriðjudag sló loks í brýnu með þeim. í gær réðu stjómarandstæð- ingar öllum mikilvægustu stöðum í borginni að undanskilinni út- varpsstöðinni og þinghúsinu. Þar vom enn þúsundir stjórnarsinna til varnar. í þessum átökum em það ekki hugsjónirnar, sem skipa mönnum í flokka, heldur menningarlegur og landfræðilegur uppruni. Fjöl- mennir meðal stjórnarandstæð- inga em bændur frá Pamír í suð- urhlutanum, sem Iiggur að Afgan- istan, en stjórnarsinnar koma mest frá Lenínabad í norðri og Kúljabí-héraðinu í suðri. Kúljabí styður stjómina vegna þess, að trúarleiðtogarnir þar eru fjand- menn Akbars Túrajonzodehs, sem kallaður er „qazi“ eða dómari og er æðsti_ trúarleiðtoginn í Tadzhí- kístan. Á hann er litið sem andleg- an leiðtoga stjórnarandstæðinga þótt hann hafi ekki haft bein af- skipti af deilunum. „Lenínabad hefur alltaf verið sterkasta vígi kommúnismans í landinu," sagði blaðamaðurinn Oleg Panfílov. „Á dögum keisara- stjórnarinnar seint á síðustu öld voru margir rússneskir byltingar- menn og bolsévikar sendir þangað í útlegð og þeir komu þar upp skólum og menntuðu fólkið með sínum hætti. Eftir byltinguna 1917 varð Lenínabad fyrsta hér- aðið í Mið-Asíu til að fara undir sovéska stjóm og síðan hafa lang- flestir ráðamenn í Tadzhíkístan komið þaðan við litla ánægju íbú- anna í öðmm héruðum." Stjómarandstæðingar tala mikið um „mafíuna“ og eiga þá við stjórnina, sem er sökuð um að hafa unnið beinlínis að því ásamt fyrri valdhöfum í Moskvu að halda Tadzhíkístan vanþróuðu og fátæku. Það var líka alltaf síð- ast í röðinni þegar um var að ræða skóla og menntunar- og at- vinnumál. Um 65% landsmanna lifa af landbúnaði en iðnaður er frumstæður og atvinnuleysi mik- ið. I landinu er ekki framleidd nein vara, sem unnt er að selja úr landi, og Rússar em hættir að senda þangað niðurgreidda olíu og brauð. Ríkisstjómin heldur enn verði á lífsnauðsynjum óeðlilega lágu til að afla sér stuðnings en afleiðingin er náttúmlega gífur- legur og vaxandi fjárlagahalli. Nabíjev forseti telur, að eina leiðin til að komast af eftir hmn Sovétríkjanna sé, að Mið-Asíulýð- veldin fjögur myndi bandalag um nýtt „Túrkestan". í Úzbekístan, Túrkmenístan og Kírgízístan er töluð tyrknesk tunga og Úzbek- amir í Lenínabad í Tadzhíkístan eru hlynntir þessari hugmynd. Allt öðru máli hins vegar um Tadzhíkana, meirihluta lands- manna, sem tala persnesku. Þeir vilja treysta böndin við bræður sína í íran og Afganistan. Evrópudómstóllinn: Aðallögmaður staðfestir regluna um hefðbundinn rétt til veiða Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. " í ÁLITI eins af aðallögmönnum Evrópudómstólsins í Lúxemborg er kæru Spánverja og Portúgala vegna úthlutunar veiðileyfa við Grænland vísað á bug. Spánverjar véfengdu rétt Evrópubandalags- ins til að úthluta veiðileyfum á grundvelli hefðbundinna réttinda og töldu að um brot á sáttmálum bandalagsins væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.