Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 24

Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 Óhjákvæmilegt að fækfe skipum og fiskvinnsluhí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Engar auka- fjárveitingar Jón Ing-yarsson formaður stjórnar SH; „ÞAÐ er óhjákvæmilegt að fækka bæði skipum og fiskvinnsluhúsum. Fækkun skipa er smám saman að gerast þótt hægt fari vegna þess að heimilt er að framselja veiðiheimildir og sameina síðan öðrum. Auk þess flýta reglur Hagræðingarsjóðs um úreldingu fyrir þeirri þróun,“ sagði Jón Ingvarsson, formaður sljórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins sem hófst á Hótel Sögu í gær. Hann sagði ennfremur: „Hins vegar eru engar reglur í gildi um úreldingu fiskvinnslustöðva. Að vísu er tæknilega flóknara mál að úrelda vinnslustöðvar en fiskiskip, en þó er alveg Ijóst, að menn verða að koma sé niður á einhverjar aðferð- ir, sem líklegar eru til að skila árangri í þessu skyni. í því sambandi verða allir hlutaðeigandi aðilar, svo sem bankar, sjóðir, sveitarfélög og atvinnugreinin sjálf, að taka höndum saman og leita leiða til að finna viðeigandi lausn.“ Jón Ingvarsson ræddi um versn- andi afkomu í fiskvinnslunni og sagði engan vafa á því, að gengi íslenzku krónunnar hefði verið of hátt skráð og bitnaði það verulega á útflutningsatvinnugreinunum. Hins vegar hlytu allir að fagna þeim stöðugleika í kaupgjalds- og verð- lagsmálum, sem tekizt hefði að halda á undanförnum tveimur árum. Þá kom hann inn á hugsanlega teng- ingu íslenzku krónunnar við evr- ópsku myntina ECU, sem hann taldi geta orkað tvímælis. Hann benti á, að mikill hluti útflutningsafurða okkar væri seldur fyrir dollara og jen og því væri líklega betra að tengja krónuna beint við SRD en ECU, teldu menn nauðsynlegt að fara slíka leið til að auka stöðugleik- ann. „Þá hafa stjórnvöld lýst áformum sínum um að koma á fót gjaldeyris- markaði, þar sem gengi krónunnar muni ákvarðast innan vissra marka af framboði og eftirspurn. Sjávarút- vegurinn hlýtur að fagna hugmynd- um um nýja aðferð við gengisskrán- ingu; aðferð sem lýtur lögmálum markaðarins, þar sem fyrirfram ákveðnar leikreglur eru í heiðri hafð- ar en lúta ekki alfarið geðþótta stjórnvalda. Hljótum við að vænta þess, að slíkur gjaldeyrismarkaður leiði til sanngjarnari niðurstöðu fyr- ir útflutningsatvinnuvegina,“ sagði Jón. Breytt viðhorf með úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu Jón ræddi einnig þá stöðu, sem upp er komin með ákvörðun okkar úr alþjóðahvalveiðiráðinu og sagði svo orðrétt: „Með úrsögn Islands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem taka mun gildi núna í lok júní, og þátt- töku landsins í stofnun nýrra sam- taka um stjórnun á veiði sjávarspen- dýra í Norður-Atlantshafi, opnast hins vegar ný viðhorf og spurning Friðrik Pálsson á aðalfundi SH: Það falla margir skugg ar á veginn framundan „HVORT sem okkur líkar það betur eða verr, virðist rómantíkin í atvinnumálum okkar Islendinga á hröðu undanhaldi. Við blasir í vax- andi mæli hinn harði veruleiki, hvað sem við segjum í ræðu og ritij óvægin samkeppni um markaðina við verðuga erlenda keppinauta. I víðasta skilningi hugtaksins samkeppni, þá blasir hún við sjónum, hvert sem litið er, á fiskmörkuðum, í flugi, í siglingum, í tryggingum, á fjármagnsmörkuðum, í fjölmiðlum, í skemmtanaiðnaði og jafnvel um menntafólkið okkar,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundinum, er hann ræddi rekstrarumhverfi atvinnuveganna hér á Iandi og þær breytingar, sem það er að taka. Fertugasta og fyrsta grein stjómarskrár Lýðveldisins íslands hljóðar svo: „Ekkert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum." Stjórnarskrárákvæði þetta er skýrt og ótvírætt. Ljóst er, að stjórnarskrárgjafinn ætlast til þess að heimildar til fjárveitinga úr ríkissjóði skuli leitað fyrir- fram hveiju sinni, annað tveggja í fjárlögum eða fjáraukalögum á hveiju fjárlagaári. Framkvæmdin hefur hins veg- ar orðið önnur í veigamiklum atriðum en fyrir er mælt í stjórn- arskránni. Lengi hafa tíðkast svokallaðar aukaíjárveitingar ljármálaráðherra „og þá ýmist með eða án samráðs við ríkis- stjórn eða fjárveitinganefnd," eins og segir í athugasemdum með frumvarpi til laga um greiðslur úr ríkissjóði sem ellefu þingmenn úr öllum þingflokkum (fjálaganefndarmenn) flytja. í fyrstu grein frumvarpsins er kveðið á um að „greiðslu úr ríkissjóði megi ekki inna af hendi nema heimildar til hennar sé aflað fyrirfram í íjárlögum eða fjáraukalögum fyrir hvert reikn- ingsár. Á sama -hátt eru hvers konar samningar um fjárhags- legar skuldbindingar fyrir ríkis- sjóð, stofnanir ríkisins og fyrir- tæki, sem fela í sér aukið rekstrarumfang frá því sem ákveðið er í fjárlögum fyrir hvert reikningsár, óheimilir nema að fenginni heimild í fjáraukalögum enda sé ekki á annan veg mælt fyrir í Iögum þessum eða öðrum lögum.“ í 7. og 8. grein frumvarpsins segir að „óheimilt sé að fella niður eða flytja milli verkefna greiðsluheimildir á stofn- og íjárfestingarframlögum og hvers konar styrkjum, sem ákveðnar eru í fjárlögum, nema að fenginni heimild í fjárauka- lögum“. Sú undantekning er þó gerð að heimilt er að geyma ónotaðar fjárveitingar til rekstr- ar í lok reikningsárs í eitt ár óg ónotaðar íjárveitingar vegna meiriháttar viðhalds og stofn- kostnaðar til allt að þriggja ára. Samkvæmt frumvarpinu skal og óheimilt „að auka launa- og rekstrarkostnað ríkisins umfram það sem ákveðið er í ijárlögum nema að fenginni heimild í ijáraukalögum". Leiði kjara- samningar, sem gerðir eru á fjárlagaári, til frekari launaút- gjalda en fjárlög standa til, skal „svo fljótt sem verða má leitað heimilda Alþingis til slíkra út- gjalda í fjáraukalögum. Launa- greiðslum skal þó haga í sam- ræmi við hina nýju kjarasamn- inga.“ í meginatriðum er stefnt að því með frumvarpi þessu að girða fyrir greiðslur úr ríkis- sjóði, sem ekki eiga sér stoð í þegar samþykktum fjár- eða fjáraukalögum. í þeim felst með öðrum orðum bann við aukafjár- veitingum með gamla laginu. Þessu kjarnaatriði frumvarpsins ber sérstaklega að fagna. Það er skref til þeirrar áttar að koma lagi á ríkisijármálin. Framvarpið gerir á hinn bóginn ráð fyrir því að framvegis verði - í sjálfum fjárlögunum - gerður skýr grein- armunur á framlögum eftir eðli þeirra og að jafnframt verði þar mælt fyrir um hvort þau geti tekið verðbreytingum innan fjár- lagaársins eða ekki. Það er meginregla á Norður- löndum að þjóðþingin fara með ljárveitingavaldið og að það sé virt af framkvæmdavaldinu. Fagráðuneyti bera ábyrgð gagn- vart þinginu um tillögur í fjár- lagafrumvarpi og hafa umsjón með framkvæmd fjárlaga innan fjárlagaárs. Áætlanir fjárlaga eru í flestum tilfellum raunhæf- ar. Ríkisstjómir leita fyrirfram eftir samþykki þingsins um um- framútgjöld innan ijárlagaársins svo sem í Finnlandi og Svíþjóð, eða að fjárveitinganefnd fer með ákvarðanir um aukafjárveitingar í umboði þingsins eins og tíðkast í Danmörku, eða í gildi eru sér- stakar reglur um hvenær skuli leita samþykkis þings um auka- ijárveitingar og hvenær fram- kvæmdavaldið getur afgreitt þær en þannig er fyrirkomulagið í Noregi. Það er von flutningsmanna að framvap þetta, nái það fram að ganga, tryggi á viðunandi hátt að reglur stjórnskipunar- laga um fjárveitingavald Álþing- is og eftirlitshlutverk þess verði í heiðri hafðar. Líkur standa og til að efnisatriði frumvarpsins stuðli að raunhæfari vinnu- brögðum við fjárlagagerð og veiti framkvæmdavaldinu virk- ara aðhald en verið hefur í öllu því er lýtur að fjárhagsmálefnum þess og fjármálastjórn. Þau ættu ekki síður að styrkja þingið, stofnanir þess og Ríkisendur- skoðun við að rækja það eftirlits- hlutverk, sem þessum aðilum ber að sinna lögum samkvæmt. Al- þingi ætti að sjá sóma sinn í að afgreiða þetta frumvarp, sem nú er flutt lítið breytt í þriðja sinn, sem allra fyrst. Friðrik ræddi einnig atvinnumál og þann hugsunarhátt, að mega ekki vera boðberarar illra tíðinda. Hann taldi hins vegar engum greiði með því gerður að fegra þá stöðu, sem við værum í, heldur yrðum við að vera tilbúin til að takast á við vand- ann og vera tilbúin til þess, þegar hann bæri að höndum. Um atvinnu- málin sagði Friðrik svo: „Við eigum ekki aðeins að huga að útlöndum sem atvinnusvæði okkar, þegar illa geng- ur hér. Það er jafn eðlilegt að reyna fyrir sér þar, þegar vel gengur hér heima. Að vísu fóru norðanmenn aðallega suður á vertíð, þegar lítið var um vinnu heima fyrir, en nú ætti öldin að vera önnur. Það hefur komið í Ijós við ýmis verkefni, sem bjóðast okkur íslend- ingum erlendis, að við eiggm ekki nægilegan stóran hóp manna, sem hefur reynslu af starfi erlendis eða verkefnum í alþjóðlegu umhverfí. Stór hluti vel menntaðra sérfræðinga okkar hefúr ekki starfað mikið er- lendis. Það þarf að gefa þeim tæki- færi til þess og þá mun verða auð- veldara að finna góð verkefni fyrir þá og aðra. Mér verður hér tíðrætt um verk- efni erlendis fyrir íslendinga og því er eðlilegt að ég svari þeirri spurn- ingu, hvort ég telji ekki að næg verk- efni verði til fyrir þá heima. Eg álít, að hvort sem atvinnulífið á íslandi stendur í blóma eða ekki, eigi fyrirtæki og einstaklingar að líta út fyrir landsteinana og reyna að mynda sér eigin skoðanir á því, hvar best sé að bera niður við leik og starf. Til þess þurfum við athafna- og atvinnufrelsi. Verkefnum erlendis fylgir mikil áhætta og einungis er á fárra fyrir- tækja færi að takast á við þau. Mér finnst ástæða til að minnast á fram- tak þeirra félaga í íslenska úthafs- veiðifélaginu við Alaska á síðasta ári, enda þótt þar færi verr en áætl- anir stóðu til og jafnframt er ánægjulegt að Grandi hf. skyldi ákveða að taka upp samstarf við Friosur í Chile. Þar er dæmi um merkilegan árangur af starfi Icecon. Fleiri svipuð verkefni munu sjá dags- ins ljós á næstu mánuðum og misser- um, en síðan er að sjá hvort þau heppnast og skila þátttakendum hagnaði. Því fjölbreyttari og öflugri sem starfsemi Islendinga verður á erlend- um vettvangi, þeim mun fleiri sam- bönd munu komast á og það mun leiða af sér aukin viðskipti og um- svif annarra Islendinga og fleiri at- vinnutækifæri hér heima og svo koll af kolli. hvort við þurfum ekki að huga betur að hráefnisöfluninni eða framboðs- hliðinni í harðri samkeppni við ört stækkandi stofna sjávarspendýra í hafínu umhverfis okkur. Nú þegar er það talið staðreynd, að árleg neysla hvala í lífríkinu umhverfis ísland nemi meira í tonn- um talið en sem svarar heildarafla okkar íslendinga. Er þá talið það sem tannhvalir éta beint úr fisk- stofnunum, en umreiknað það sem skíðishvalir taka neðar í fæðukeðj- unni, svo sem af svifi og annarri átu. Hækkun á kynþroskaaldri ein- stakra hvalategunda benda einnig til, að samkeppnin um fæðuna fari síðharðnandi. Telja hvalafræðingar okkar, að hvort tveggja kunni að koma til: óútskýrðar breytingar á afrakstursgetu Norður-Atlantshafs- ins á undanförnum tveimur áratug- um, afkastameiri fiskifloti og fjölg- un_í hvalastofnunum. í mínum huga er ekki spurning um, að við munum hefja hvalveiðar að nýju. Það er okkur lífsnauðsyn vegna samhengis lífkeðjunnar í haf- inu umhverfis okkukr og okkar eig- in hagsmuna í því sambandi. En þangað til það gerist þurfum við að nota tímann vel til að kynna okkar viðskiptavinum allar stað- reyndir þessa máls. Nauðsyn þes kom glöggt í ljós, þegar við síðast könnuðum málið í sambandi við ósk sjávarútvegsnefndar Alþingis um umsögn okkar vegna hugsanlegrar úrsagnar íslands úr Alþjóðahval- Friðrik Pálsson. Við erum fámenn þjóð í harðbýlu landi, sem okkur þykir vænt um. Við lifum á útflutningi matvæla og ég verð að viðurkenna, að ég er ekki sérlega bjartsýnn á næstu fram- tíð, hvað útflutningstekjur okkar varðar. Þó er ég einn af þeim, sem vil heldur flytja bjartsýna ræðu en svartsýna. Ég held að það sé einungis full- komið raunsæi að sjá, að það falla margir skuggar á veginn framundan. Ég leyfi mér að líta til reynslu síðustu ára og dreg af henni þá álykt- un, að ekki séu líkur á mikilli aukn- ingu í störfum hérlendis á næstu misserum nema mikið og samstillt átak komi til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.