Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 25

Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 25
MORGUNBuAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 25 :a bæði ísum Jón Ingvarsson. Morgunblaðið/KGA veiðiráðinu. Við leituðum þá meðal annars álits sölumanna okkar í Jap- an, Þýskalandi, Frakklandi, Eng- landi og í Bandaríkjunum. Allir, að undanteknum sölumanninum í Jap- an báru þeir mikinn kvíðboga fyrir þeirri stöðu sem kynni að koma upp ef hvalveiðar væru hafnar í kjölfar úrsagnar úr ráðinu. Þeir bentu með- al annars á það, að viðkvæmni fyrir vistkerfinu og hvers konar „grænum málum“ hefur farið vaxandi meðal helstu og stærstu viðskiptavina okk- Atvinnustarfsemin hefur í áratugi verið svo samofin því, hvernig árar í landbúnaði og sjávarútvegi og síðar í vaxandi mæli í ferðamannaiðnaði, að verði samdráttur þar m.a. vegna sjálfsagðrar hagræðingar kemur það niður á flestum öðrum sviðum. Að mínu mati vantar oft meiri skilning á því i almennri umræðu hér, hve þýðingarmikil útflutnings- starfsemi okkar er. Um áratugaskeið höfum við rætt um nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir útflutningsstarfsemina til þess að jafna út þær sveiflur, sem sjávarútvegurinn býr við og auk þess að tryggja auknar útflutningstekjur. Þrátt fyrir mikla vinnu við það verkefni, þá heldur sjávarútvegurinn enn sínum sess hlutfallslega og vel það, ef undan eru skilin stóriðjufyrir- tækin tvö. Það er auðvitað ánægjulegt út af fyrir sig, en engu að síður er það jafnframt mikið áhyggjuefni, ef til vill ekki síst fyrir sjávarútveginn. Við versnandi afkomu heimilanna í landinu eru gerðar sífellt meiri kröf- ur til sjávarútvegsins og til þess er ætlast að hann standi áfram undir efnahagslegri velferð þjóðarinnar, eins og hann hefur gert. En getur hann það? Sjávarútvegurinn hérlendis hefur verið í fararbroddi á áravís og verð- ur það enn. Stöðugt er unnið að verðmætari framleiðslu og sífellt eru að koma í ljós nýir möguleikar. Víst munu ijölmörg tækifæri sýna sig í framtíðinni og ég er mjög bjartsýnn á að verulega megi auka á vinnslu- virði fiskaflans okkar á næstu árum. Að mínu mati bar okkur talsvert af leið um skeið á meðan yfir okkur í fískvinnslunni gekk sú óheillaum- ræða, sem fylgdi í kjölfar þess að of margir héldu að búið væri að finna gullkálfinn með útflutningi á óunn- um fiski til Bretlands. Nú er vaxandi skilningur og áhugi á ný á aukinni verðmætasköpun í landinu og að fylgja eftir þeim árangri, sem náðst hefur með þrot- lausri baráttu í áratugi við að fram- leiða og selja matvæli fyrir kröfu- harða kaupendur, hvort sem það eru veitingamenn, húsmæður eða fjöl- skyldufeður." ar allan síðasta áratug, og þannig auðveldara nú að beita viðskiptaleg- um þrýstingi. Við enduðum því umsögn okkar til sjávarútvegs- nefndar Alþingis á þessa leið: „Samandregin sjónarmið SH eru því, að mjög varhugavert sé að Is- land segi sig úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu á þessu stigi. Vandséð er hver ávinningur yrði af úrsögn nema að ásetningur sé að hefja hvalveiðar í kjölfar þess, en hins vegar gæfi það tilefni til mikils áróðurs gegn íslenskri vöru og þjónustu erlendis. Það virðist því liggja í augum uppi, að hafi íslendingar í huga hvort heldur er úrsögn eða að hefja hvalveiðar, þurfi að koma til mikil og markviss áróðursherferð til að skýra málstað og áætlanir íslend- inga, áður en nokkuð frekara verður gert.“ Nú, þegar þetta skref hefur verið stigið, vil ég aðeins ítreka þessi nið- urlagsorð. SH getur sjálfsagt lagt sitt af mörkum með því að kynna viðskiptavinum okkar þann anga málsins, að þegar hvalveiðar verði hafnar á ný, sé það ekki af þjónkun við þrönga sérhagsmuni, heldur sem liður í heildarstjórnun lífríkisins á þessu svæði og m.a. til að tryggja stöðugt og jafnt framboð fjöl- breyttra sjávarafurða héðan. Að hættan á útrýmingu hvalategunda vegna veiða sé liðin hjá og tími til kominn að eðlileg grisjun stofnsins taki við. Mikilvægt er að staðreynd- ir málsins verði ræddar nú meðan hugir manna eru í sæmilegu jafn- vægi. Okkar framlag til þessara mála mun hins vegar aldrei skipta sköpum. Því verður stöðugt að brýna fyrir stjórnvöldum og nýjum sam- tökum þjóða um skynsamlega stjórnun þessara mála, að á þeim hvíli sú þunga skylda að vinna mál- inu byr á alþjóðavettvangi og leitast við að snúa almenningsálitinu í átt til skynsamlegrar og skipulagðrar nýtingar allra auðlinda hafdjúp- anna.“ Guðfinnur Guðmundur Einarsson. Karlsson. Guðfinnur og Guðmund- ur hætta í stjórn SH TVEIR núverandi stjórnarmanna Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hafa tilkynnt að þeir gefi ekki lengur kost á sér til stjórnar- setu. Það eru þeir Guðfinnur Ein- arsson, Bolungarvík, og Guðmundur Karlsson í Vest- mannaeyjum. Guðfinnur Einarsson hefur átt sæti í stjórn SH frá árinu 1962 eða lengur en nokkur annar. Hann hefur auk þess átt sæti í stjórn Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjun- um, dótturfyrirtæki SH, frá árinu 1962 og verið formaður þess félags frá árinu 1977. Guðmundur Karlsson hefur átt sæti í stjórn og varastjórn SH frá árinu 1976. Ilann átti ennfremur sæti í stjórn Coldwater frá árinu 1972. Þá starfaði Guðmundur sem framkvæmdastjóri sameiginlegs fyrirtækis SH og TMS í Japan 1974 til 1975. Jón Ingvarsson, formaður stjórn- ar SH þakkaði báðum þessum sanr- starfsmönnum sínum ágæt störf í þágu SH í ræðu sinni á aðalfundin- um og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni. Christian Roth forstjóri ÍSAL: Deilan snýst um réttinn ta að stjóma fyrirtækinu VSÍ felldi í gær fyrir hönd ÍSAL miðlunartillögu sáttasemjara til lausn- ar kjaradeiíu félagsins og starfsmanna þess. Fyrirtækið gerir tvær meginkröfur um að viðsemjendurnir falli frá eldri ákvæðum í samning- um aðilanna. Annars vegar ákvæði veita starfsmönnum neitunarvald gagnvart breytingum á vinnufyrirkomuiagi og hins vegar ákvæði er gera þeim meðal annars fæi-t að koma í veg fyrir að einstakir þættir starfseminnar verði boðnir út og fengnir undirverktökum. „Þessi deila snýst ekki um peninga heldur um réttinn til að stjórna þessu fyrirtæki," segir Christian Roth, forstjóri ISAL, í viðtali við Morgun- blaðið. „Við munum halda þessum kröfum til streitu þangað til við náum þeim fram. Þar til að því kemur getur samkeppnisstaða okkar ekki talist viðunandi." Roth upplýsir að á fyrsta þriðjungi þessa árs hafi fyrirtækið tapað um 200 milljónum til viðbótar þeim 1.400 milljón- um króna sem töpuðust á síðasta ári. Þá greinir hann frá því að til að undirstrika það að eigendur fyrirtækisins telji að ISAL eigi sér framtíð hér á landi hafi verið ákveðið að í dag verði hafist handa við undirbúning að byggingu undir mötuneyti fyrir starfsmenn fyrir- tækisins, sem muni kosta um 120 milljónir kr. Aðspurður um stöðu og horfúr á álmarkaði kveðst hann ekki bjartsýnn á skammtímahorf- ur. Verð hafi þokast upp en birgðir séu meiri en nokkru sinni fyrr. „Mitt mat er að álverksmiðjur muni þurfa að beijast af öllu afli til að vera í hópi hinna hæfustu sem munu lifa þetta ástand af,“ segir hann. En tilefni viðtalsins og meginefni eru santningamálin og ástæð- ur þess að ÍSAL gaf VSÍ fyrirmæli um að fella miðlunartillöguna. Það er langt síðan ÍSAL féllst á takmarkanir á rétti stjórnenda fyrir- tækisins til að ráða ýmsum stjórnun- arlegum atriðum. Verkalýðsfélögin hafa neitunarvald gagnvart hver- slags breytingum á vinnufyrirkom- ulagi,“ segir hann. „Veröldin hefur breyst mikið síðan þetta var. Nú þykja það sjálfsögð réttindi stjórn- enda, ekki aðeins hjá fyrirtækjum sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, heldur hjá öllum fyrirtækjum á ís- landi nema ÍSAL að stjórnendur stjórni fyrirtækjunum. Til dæmis hefur verið skrifað undir samning við Atlantsál þar sem því fyrirtæki er heitið rétti til að skipuleggja starfsemina, forræði í verkstjórnar- málum og ákvörðunarvald um það hvaða þættir starfseminnar verði fengir undirverktökum í hendur. Það er ekki að ástæðulausu því að Atlantsál getur ekki frekar en við rekið fyrirtæki í þessari grein við afar erfið skilyrði í harðri sam- keppni á alþjóðamarkaði, án þess að stjórnendur fyrirtækisins hafi yfir að ráða þessum grundvallar- rétti allra stjórnenda fyrirtækja. Við þurfum á þessu að halda til að kom- ast af í því erfíða efnahagsumhverfí sem nú blasir við. Þess má geta að ISAL fékk síður en svo hagstæðari samninga en önnur íslensk fyrirtæki við verkalýðsfélög er það hóf starf- semi sína._ Eins og alkunna er hafa laun hjá ÍSAL alla tíð verið hærri en víðast annars staðar í landinu. Berjumst fyrir lífi okkar „Eins og fram hefur komið töp- uðum við 1.400 milljónum króna á síðasta ári og fyrstu fjóra mánuði þessa árs nam tapreksturinn 200 milljónum íslenskra króna. Þannig að það er augljóst að við erum að beijast fyrir lífi okkar. Fram að þessu hefur tekist að reka þetta álver á fullum afköstum, á sama tíma og ýmist hefur dregið úr fram- leiðslu í öðrum álverum Alusuisse, ef þeim hefur þá ekki verið lokað eða þau seld. Með allt þetta í huga fínnst mér furðulegt að við njótum ekki meiri stuðnings frá verkalýðs- félagum okkar fólks í þessari bar- áttu fyrir framtíð fyrirtækisins. Annað sem skiptir máli í þessu sambandi er það að hinar miklu tækniframfarir sem orðið hafa á síðustu árum kalla á að fyrirtæki hugsi hlutina upp á nýtt. Það verður að halda í við þróunina og við þekkjum dæmi frá Bret- landi og Ástralíu um það hvernig fer ef reynt er að standa í vegi framfara að þessu leyti og stjórn- endur hafa ekki fijálsar hendur um grundvallaratriði eins og til dæmis breytingar á vinnufyr- irkomulagi." Christian sýnir blaðamanni blað þar sem er að fínna útdrátt á þeim tveimur atriðum sem ÍSAL leggur höfuðáherslu á að fá fram áður en gengið verði frá samningum; annars vegar sé um að ræða rétt til að fá undirverktaka og hins vegar um breytingar á vinnufyrirkomulagi. Á blaðinu eru kröfum fyrirtækis- ins lýst með eftirfarandi hætti: „1. Verktakayfirlýsing: Að því er stefnt að allur meginhluti verk- efna í tengslum við framleiðslu ÍSAL verði inntur af hendi af starfsmönn- um þess. Samningur aðila og yfirlýsing þessi takmarkar þó ekki heimildir ISAL til að fela verktökum á al- mennum markaði verkefni, þar sem slíkt er hagkvæmt. Sama gildir um sérhæfð störf sem unnin eru af starfsmönnum og/eða umboðs- mönnum Jjjónustuaðila tækja og búnaðar. ISAL mun láta aðaltrún- aðarmann fylgjast með fram- kvæmdum á vegum verktaka og gera honum fyrirfram viðvart um það hvaða verkefni áformað er að fela utanaðkomandi aðilum. Á yfírstandandi samningstímabili verður könnuð hagkvæmni þess að láta verktaka taka við framkvæmd verkefna byggingadeildar, mötun- eytis og ræstinga. Leiði þessi könn- un til þess að ISAL hætti rekstri á umræddum sviðum verður starfs- mönnum gefínn kostur á öðrum störfum í fyrirtækinu eða veitt að- stoð til að gerast sjálfir undirverk- takar. Engum fastráðum starfs- manni verður sagt upp af þessum sökum. 2. Breytingar á vinnufyrirkom- ulagi: Við breytingar á vinnufyr- irkomulagi komi sex mánaða frest- un á gildistöku í stað neitunarrétt- ar, ef um ágreining er að ræða. Frá 1. júní nk. verður[, sam- kvæmt tillögunum,] tekið upp nýtt vinnufyrirkomulag í ræstingum, þ.e. síðdegisvinna mánudaga-föstudaga kl. 14.00-22.00. Vaktaálag verður 22,5% og aukafrídagar veittir. Vinnufyrirkomulag þetta bætist við önnur umsamin vinnufyrirkomulög í ræstingu og verður notað jafn- framt þeim. (I upphafí er gert ráð fyrir að 6-8 manns muni vinna síð- degisvinnu.) Til viðbótar [núverandi] dag- vinnufyrirkomulagi í flutningadeild og á farartækjaverkstæði er einnig samið um tvískiptar vaktir. Þessar vaktir getur ÍSÁL ákveðið að taka upp hjá hluta starfsmanna ofan- greindra deilda með eins mánaðar fyrirvara, en þær skulu síðan standa í a.m.k. 3 mánuði." í framhaldi af þessu er Christian Roth spurður um önnur atriði sem komið hefur fram að deilt sé um. Um árdegiskaffitíma sem fram hef- ur komið að fyrirtækið vilji leggja niður segir hann aðspurður að fyrir niðurfellingu þeirra sé fyrirtækið reiðubúið að borga. Um endurnýjun ákvæða um aukagreiðslur segir hann að um hafí verið að ræða ein- greiðslu sem samið var um í ein- stöku góðæri, árið 1989. Árið 1990 voru greiddar aukagreiðslur en þá var var hagnaður hátt í 20 millj., auk þess sem ákveðinn áfangi í fækkun starfsmanna náði fram að ganga. Útilokað er fyrir fyrirtæki sem tapaði 1,4 milljörðum á síðasta ári að semja um aukagreiðslur. En stóru málin sem standa í vegi samkomulags eru Verktakayfir- lýsingin og breytingar á vinnu- fyrirkomulagi. — Þú segir að stjórnendur fyrir- tækisins hafí verri möguleika til að stjórna innri málum en aðrir stjórn- endur hér á landi en á móti hlýtur að koma að það býr við orkuverð, sem tengt er heimsmarkaðsverði framleiðslunnar og einnig við sér- stakar skattareglur. Gefur sú sér- staða fyrirtækinu ekki rými til að mæta erfiðu árferði? „Það er rétt að það gilda að nokkru ieyti sérstakar reglur um starfsgrundvöll okkar og auðvit- að skipta þær máli en það gefur þó augaleið að þegar um er að ræða tap upp á 1,4 milljarða duga þær skammt enda greiðir ÍSAL síður en svo lægsta verð sem stóriðja greiðir fyrir raforku hér. — Hvers vegna er nauðsynlegt að semja um ykkar sérkröfur nú þegar aðrir aðilar vinnumarkað- ar virðast hafa náð sátt um hóf- lega samninga til 10 mánaða? „Við viljum styrkja þetta fyrir- tæki og stefnum að því að ná hér hámarksafköstum fyrir árið 2000. Við viljum styrkja atvinnugrundvöll fólksins sem hér vinnur og það er þess vegna og í þeirri staðföstu trú að þetta fyrirtæki géti átt sér bjarta framtíð sem ég er- tilbúinn að taka því að skerast kunni í odda nú. Það er ekkert vit í því að bíða og bíða upp á von og óvon og geta ekki komið í fram- kvæmd umbótum." Engin áform um lokun — Geturðu metið það til fjár hvaða þýðingu þessar kröfur ykkar hafa fyrir afkomu fyrirtækisins í ár? „Neiþað er útilokað. Það gæfi okkur byr í seglin og aukinn sveigjanleika. Þetta mundi örva stjórnendur og gefa svigrúm til að leita nýrra leiða út úr vandanum, það eru fyrst og fremst slík atriði sem um er að ræða. — En komist þið af án þess að gengið verði að ykkar kröfúm eða liggur í loftinu hótun um að álverinu í Straumsvík verði lokað eða dregið úr starfsemi þar? „Nei, þótt ég geti ekki útilokað neitt þá hefur það ekki komið til álita. Við höfum engin áform um slíkt,“_segir Christian Roth ákveðið. — Óttast þú ekki að starfsmenn hér fari að fara sér hægt eða grípi til armarra aðgerða? „Ég get ekki svarað því með vissu, en ég held ekki. Við erum ánægð með það að vinnuandinn er nú betri en oft áður. Okkar starfs- fólk er mjög traustur vinnukraftur. Ég á ekki von á aðgerðum. Nýtt inötuneyti byggt Ég hef trú á framtíð ÍSAL og til að undirstrika umhyggju okkar fyr- ir framtíð fyrirtækisins og hags- munum starfsfólksins höfum við ákveðið að ráðst í nýtt verkefni sem hefur einkar mikla þýðingu fyrir okkur og starfsmenn okkar. Við höfum ákveðið að reisa nýja og full- komna mötuneyti hér á svæðinu. Þetta verður mikil fjárfesting og er áætlaður kostnaður um það bil 120 milljónir króna." Fram kemur hjá Christian að hús þetta verði á einni og hálfri hæð, um 1.250 fermetrar að grunnfleti. Auk matsalar og eldhúss verður meðal annars í því aðstaða fyrir tæknideildir, svo og trúnaðarlækni fyrirtækisins. Fyrirhugað er að bygging þessi verði tekin i notkun í lok næsta árs. „Á föstdagsmorgun (þ.e. í dag), verður hafist handa við undirbúning verkefnisins og gerð útboðslýsinga. Þetta er stórt verkefni og það að í það er ráðist á þessum erfiðu tímum undirstrikar, eins og ég sagði, að ÍSAL hyggst vera hér til frambúðar og skjóta frekari rótum og einnig til að undirstrika það að við viljum hag starfsfólks okkar sem mestan og bestan." P.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.