Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir;
Ríkisstjórniu stend-
ur við sín fyrirheit
— segir Eiður Guðnason umhverfisráðherra
SJÚKRAHÚS, heilbrigðisstofn-
anir og þeirra málefni voru rædd
í tengslum við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar vegna kjarasamn-
inga. Eiður Guðnason umhverfis-
ráðherra svaraði þremur fyrir-
spurnum í fjarveru Sighvats
Björgvinssonar heilbrigðis- og
tryggingaráðherra á 135. þing-
fundi í gærmorgun.
Sumarlokanir
Anna Ólafsdóttir Björnsson
spurði hvort afleiðingar af sumar-
lokunum sjúkrahúsa hefðu verið
kannaðar. Anna taldi margt sem
gert hefði verið og fyrirhugað væri,
vera með endemum. Niðurskurður
á einum stað leiddi til kostnaðar á
öðrum. Og þar sem ríkissjóði tækist
að spara yrðu aðrir að gjalda fyrir;
sjúklingar og aðstandendur. Anna
spurði eftir því hvort það hefði ver-
ið metið hvaða áhrif lokanir sjúkra-
stofnana og einstakra deilda þýddu
fyrir önnur sjúkrahús?
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra greindi frá því að óskað hefði
verið eftir upplýsingum um hvernig
heilbrigðisstofnanir hygðust haga
rekstri miðað við heimildir fjárlaga
og með hliðsjón af niðurskurði og
sparnaði. Beðið hefði verið um upp-
lýsingar og hefðu flestar stofnanir
brugðist vel við. I samræmi við þær
upplýsingar hefði heilbrigðisráð-
herra í samráði við fjármálaráðun-
eyti og fjárlaganefnd úthlutað af
þeim fjármunum sem væru ætlaðir
til að mæta hinum svonefnda „flata
niðurskurði". Við ákvörðun hefði
verið sérstaklega haft í huga: 1)
Að bráðaþjónusta, skurðstofuþjón-
usta, væri hvergi lögð niður á stór-
um landsvæðum. 2) Að fæðingarað-
staða yrði áfram rekin í þeim mæli
sem hún hefur verið og að hvergi
yrði lokað fæðingaraðstöðu á heil-
um landsvæðum. 3) Að hjúkrunar-
deildum yrði haldið opnum af
fremsta megni. 4) Að heimahjúkrun
yrði að mestu óbreytt.
Eiður Guðnason var í vissum
erfiðleikum við að veita fyrirspyij-
anda nákvæm svör þar eð fullnaðar-
ákvarðanir hefðu ekki verið teknar
um sumarlokanir á sjúkrahúsum.
Það væri þó ljóst að sumarlokanir
yrðu fyrst og fremmst á Reykjavík-
ursvæðinu eins og verið hefði und-
anfarin ár.
„Eðlilegur rekstur?"
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) gerði grein fyrir fyrirspurn
sinni um hvaða rök væru fyrir því
að loka einu sérhæfðu legudeild
landsins í geðlækningum barna?
Reyndar hefði hún lagt þessa fyrir-
spurn fram fyrir margt löngu. Síðan
hefði það gerst tíðinda að í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar í tengslum
við kjarasamninga segði: „Barna-
geðdeild við Landspítalann verður
áfram í eðlilegum rekstri." Núna
vildi Ingibjörg Sólrún fá að vita
nánar um „eðlilegan rekstur", t.d.
hvort hætta ætti við breytingar á
vaktfyrirkomulagi lækna sem hefði
leitt til minni þjónustu? Hún sagði
einnig að starfsfólk deildarinnar
hefði ekki fengið tilkynningu um
að hætt væri við fyrirhugaða lokun.
Eiður Guðnason sagði að ríkis-
stjómin hefði heitið því að bama-
geðdeild Landspítalans yrði áfram
í eðlilegum rekstri og við það yrði
staðið. Að vísu hefði yfirstjórn Rík-
isspítalanna þegar undirbúið
nokkurn samdrátt í starfsemi þess-
arar deildar. Vegna þess hve áliðið
væri orðið vors yrði ekki unnt að
afturkalla þær ráðstafanir að fullu.
En allt yrði gert til halda áfram
eðlilegum rekstri. Hefði starfsfólki
ekki borist upplýsingar um þetta
þá yrðu að sjálfsögðu gerðar ráð-
stafanir til að bæta úr því.
Ráðherra sagðist ekki ætla að
fara að skýra það nánar hvað átt
væri við með „eðlilegum rekstri",
það væri sjálfsagt sá rekstmr sem
þarna hefði verið og ætti þetta orða-
lag ekki að gefa tilefni til, hártog-
ana.
Svavar Gestsson (Ab-Rv) fór
fram á það að stjóm spitaíanna
fengi upplýsingar um það hvað
niðurstöður nýgerðra kjarasamn-
inga þýddu. Stjórnarnefndin hefði
ekki fengið neinar formlegar upp-
lýsingar um ijármuni til að halda
opnum öldranarlækningadeildum
eða legudeild bama.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hafði vissan skilning á því að Eiður
Guðnason vildi ekki útskýra orðin
„eðlilegan rekstur"; enda væri þetta
mál ekki á hans málasviði. En þessi
orð þörfnuðust útskýringa. Það
væri eitt af því sem heilbrigðis-
ráðuneytið þyrfti að gera Ríkispí-
tölunum grein fyrir. Ingibjörg Sól-
rún taldi einnig nauðsynlegt að það
lægi fyrir hvaða ráðstafanir væri
ekki unnt að afturkalla að fullu.
Rekstur eða fjárfesting
Finnur Ingólfsson vildi fá upp-
lýsingar um fyrirhugaðar lokanir
deilda vegna sparnaðar á sjúkra-
húsunum í Reykjavík. Það mátti
glöggt skilja að Finnur teldi þessi
mál í illþolandi óvissu. Sjúkrahús
hefðu orðið fyrir hnífnum og gert
að spara. Og svo þegar forstöðu-
menn huguðu að lokun einhverjar
deildar, brigði stundum svo við að
það heyrðist hljóð frá ráðherra;
þessari deild mætti ekki loka. Ráð-
herrann kæmi svo sem frelsandi
engill og útdeildi af þessum hálfa
milljarði sem hann hefði til að
mæta hinum margnefnda „flata
niðurskurði". Þess vegna yrði hann
spyija nánar um þessar lokanir og
þá sérstaklega um öldrunarþjón-
ustuna en henni þyrfti helst að hlífa.
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra sagði engar skipulegar lok-
anir í sparnaðarskyni verða á Borg-
arspítala á þessu ári. Þær lokanir
sem þar myndu verða, væra ein-
göngu vegna hefðbundinna sumar-
leyfa. M.t.t. breytts hlutverks spít-
alans, væri gert ráð fyrir að fleiri
rúm yrðu þar nýtt í sumar heldur
en verið hefði.
Hvað Landspítalann varðaði
sagði ráðherra að þegar skoðaðar
væra lokanir umfram þær sem stöf-
uðu af hefðbundnum lokunum
vegna sumarleyfa starfsfólks hefði
spítalinn tekið mið af lokunum eins
og þær voru á árinu 1990. Enda
þótt ekki hefði komið til aukins
niðurskurðar hefði á þessu ári orðið
að loka öldrunardeild í 3 mánuði,
eins og gert var á árinu 1991. En
þessu til viðbótar höfðu ríkisspítalar
ráðgert lokun öldrunardeildar í 3
mánuði til viðbótar. Hefði verið tal-
ið að 30 milljónir hefðu sparast við
þá viðbótarlokun. Samkvæmt yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar í tengsl-
um við kjarasamninga yrði ekki af
þessum lokunum. Hins vegar teldu
Ríkisspítalamir erfitt að afturkalla
fyrri lokunina nú þar sem öllum
undirbúningi og þar með skipulagn-
ingu sumarleyfa væri lokið.
Ráðherra sagði að rík áhersla
væri lögð á það við Ríkisspítalana
að lokun í Hátúni ylli sem minnstu
óhagræði fyrir vistmenn, m.a. yrði
rými notað á Vífilsstöðum. Þær
lokanir sem yrðu snertu aðallega
svonefndar hvíldarinnlagnir. Hins
vegar væri á öðram stöðum verið
að kanna aukna möguleika á hvíld-
arinnlögnum annars staðar en nið-
urstöður um þetta lægju ekki fyrir.
Það kom einnig fram í svari ráð-
herra að ríkisspítalamir teldu að
lokanir á öðram deildum, umfram
hefðbundnar lokanir, skiluðu 60
milljón króna sparnaði en ríkissþít-
alarnir treystu sér ekki til að
sundurliða þann sparnað niður á
einstakar deildir eða rúm. Alls teldu
ríkisspítalamir að lokanir umfram
hefðbundnar lokanir spöraðu 100
milljónir króna.
A Landakoti færi fram endur-
skipulagning á starfseminni. Því
væri erfitt að tala um lokanir rúma
á einstökum deildum eða sparnað
þar að lútandi. En samkvæmt áætl-
unum spítalans væri áætlað að loka:
Handlækningadeild 3-B (19 rúm)
frá 1. maí til 1. sept. en þessi deild
hefur að jafnaði verið lokað í einn
mánuð vegna sumarleyfa. Rúmum
á handlækningdeild 2-B yrði fækk-
að úr 28 í 13, tímabilið 1. júlí til
10. ágúst. Lyflækningdeild 1-A
væri lokuð frá síðustu mánaðarmót-
um en opnaði aftur í sumar að lokn-
um endurbótum en þá sem hjúkrun-
ardeild. Rúmum á lyflæknadeild 2A
yrði fækkað um sex í sex vikur.
Þessar lokanir sem hefðu verið fram
taldar væru hluti að heildstæðum
aðgerðum spítalans til að mæta um
400 milljón króna spamaði. Landa-
kotsspítali treysti sér ekki til að
svara því nákvæmlega hve stórum
hluta þess sparnaðar yrði náð með
ofnagreindum lokunum.
Það var einnig upplýst að vegna
þess að ráðgert væri að taka í notk-
un 22 rúma hjúkranardeild hefði
verið ákveðið að ráðstafa úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra 10-15 millj-
ónum króna í breytingar á húsnæði.
Finnur Ingólfsson þakkaði fyrir
svörin, þótt honum þættu þau ekki
nægilega skýr. Eftir því sem hann
best vissi hefði fjárlaganefnd enn
ekki skipt þeim fjármunum sem hún
ætti að skipta milli sjúkrahúsanna.
En svörin sýndu að sjúkrahúsunum
væri mismunað. A ríkisspítölunum
væri talað um að enn þyrfti að skera
niður um 100 milljónir til að halda
sig innan fjárlaga. Finnur sagði
ráðgert að setja 115 milljónir fram-
kvæmdir og endurbætur á Borgar-
spítala og Landakoti. Það væri
ámælisvert að nýta takmarkaða
fjármuni i fjárfestingar á sama tíma
og verið væri að loka deildum.
Framkvæmdasjóður fatlaðra 1984-91:
Ráðstafaði 1.900 milli. króna
Framkvæmdasjóður fatlaðra
ráðstafaði samtals 1.911 m.kr.
á núgildandi verðlagi á árabil-
inu 1984-91 að sögn félagsmála-
ráðherra í svari við fyrirspurn
frá Einari K. Guðfinnssyni
(S-Vf.).
Samkvæmt svarinu var ráðstaf-
að frá 75 m.kr. upp í 710 m.kr.
eftir kjördæmum á þessu árabili,
samanber meðfylgjandi töflu.
Framlög á árinu 1992 námu 258,5
m.kr., þar af til stofnana í Reykja-
vík 113 m.kr.
Nokkum hluta framlaga er ekki
hægt að sundurliða eftir kjördæm-
um, flokkast undir framlög til
stofnana er þjóna landinu öllu, svo
sem til Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins, Sjónstöðvar ís-
lands, Tölvumiðstöðvar fatlaðra
og ýmissa svæðisstjórna.
Framlög til landssambanda eru
færð á Reykjavík enda starfsemi
þeirra að mestu leyti þar, segir
ráðherra. Ýmsir skólar og vernd-
aðir vinnustaðir í Reykjavík þjóna
og öllu höfuðborgarsvæðinu.
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1984-91
Reykjavík..................... 77.818 95.529 91.891 82.810 93.599 67.307 88.175 113.428 710.557
Reykjanes .................... 51.584 47.531 29.510 66.085 45.086 86.094 74.266 58.162 458.317
V estu rland ................. 18.780 8.441 7Æ16 3.114 26.645 17.515 7.022 7.464 96.798
Vestfirðir ................... 13.625 12.803 7.034 12.343 8.050 10.042 7.624 4.299 75.819
Norðuriand vestra ............ 13.172 8.301 3.908 6.817 17.579 10.108 9.801 9.160 78.846
Norðuriand eystra ............ 12.266 8.864 8.946 22.255 13.719 13.994 13.017 24.168 117.229
Austuriand .................... 4.879 11.469 6.456 8.028 7.897 7.221 22.375 27.850 96.175
Suðuriand .................... 30.108 14.319 10.060 24.522 20.930 7.331 26.291 9.447 143.008
Ósunduriiðað ................. 3.031 12.775 893 8.767 74.102 20.771 9.566 4.570 134.474
Allt landið...................225.263 220.032 166.514 234.741 307.606 240.382 258.137 258.548 1.911J224
Stuttar
þingfréttir
Mest auglýst í Morgunblaðinu
Utanríkisráðherra hefur svarað
skriflega fyrirspurn frá Árna M.
Mathiesen um auglýsinga- og kynn-
ingarkostnað utanríkisráðuneytisins
á árinu 1990 og fyrstu fjóra mánuði
ársins 1991. Á árinu 1990 var heild-
arkostnaður vegna auglýsinga,
kynningar- og upplýsingastarfsemi
6.018 þús. krónur. Á fyrstu fjóram
mánuðum ársins 1991 nam þessi
kostnaður samanlagður 1.910 þús.
- krónum.
Með svari utanríkisráðuneytisins
fylgir yfírlit yfir auglýsingakostn-
aðinn og þá aðila sem fengu greiðsl-
ur. Þar kemur m.a. fram að á árinu
1990 var auglýsingkostnaðurinn
1.025.922 krónur. Af einstökum fjöl-
miðlum má nefna að Ríkisútvarpið
fékk 66.055 krónur, dagblaðið Þjóð-
viljinn 108.464 krónur, dagblaðið
Tíminn 106.784 krónur, Lögbirting-
arblaðið 8.000 krónur. í Morgun-
blaðinu var auglýst fyrir 451.530
krónur. Morgunblaðið fékk því
hæstu greiðslu á árinu 1990.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins
1991 var auglýst fyrir 370.114 krón-
ur. Þess má geta að dagblöðin
Tíminn og Þjóðviljinn fengu 90.986
krónur í sinn hlut. Ekki er getið um
Morgunblaðið.
10,5% stöðugilda
Verðlagsstofnunar á
landsbyggðinni
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
hefur svarað fyrirspurn frá Bryndísi
Friðgeirsdóttur (Ab-Vf) um starfs-
mannahald Verðlagsstofnunar. Það
kemur fram í svari ráðherra að í lok
síðasta árs vora lögð niður 5 störf
hjá stofnuninni. Ráðgerð er frekari
fækkun starfa sem nemur 3 stöðu-
gildum með því að ráða ekki í stöð-
ur sem losna vegna uppsagna og
þess að starfsmenn fara á eftirlaun.
Bryndís spurði um hvernig stöðu-
gildi Verðlagsstofnunar skiptust
milli höfuðborgarsvæðisins og lands-
byggðarinnar? Árið 1991 voru 4,5
störf á landsbyggðinni en 29 á
höfuðborgarsvæðinu. Nú væru 3
störf á landsbyggðinni en 25,5 störf
á höfuðborgarsvæðinu.
Byggt og skipulagt
Framvarpi til skipulags- og
byggingarlaga var útbýtt til þing-
manna í fyrrakvöld. Frumvarpið er
samið að ósk Eiðs Guðnasonar um-
hverfisráðherra. Frumvarpið er allít-
arlegt alls 63. greinar í 7. köflum,
auk 3. ákvæða til bráðabirgða. Með-
al nýmæla í frumvarpinu má nefna
að skipulagslög og byggingarlög eru
sameinuð í einn lagabálk. Skilgreint
er nýtt hlutverk Skipulagsstofnunar
ríkisins þar sem m.a. er lögð aukin
áhersla á ráðgjöf og rannsóknir.
Skýrari ákvæði eru um löggildingu
hönnuða og ábyrgð þeirra. Hönnuðir
sem leggja uppdrætti fyrir bygging-
arnefnd skulu hafa ábyrgðartrygg-
ingu eða leggja fram bankatrygg-
ingu sem verkkaupi hefur samþykkt.
Nýir ríkisborgarar og
lífeyrissjóður ljósmæðra
I gær var samykkt sem lög frá
Alþingi frumvarp um veitingu ríkis-
borgararéttar. Að þessu sinni eign-
ast hið íslenska lýðveldi 62 nýja
þegna. Einnig var í gær samþykkt
sem lög frá Alþingi frumvarp til laga
um að leggja niður Lífeyrissjóð ljós-
mæðra en allar skuldbindingar sjóðs-
ins skulu falla á ríkissjóð. Þetta
frumvarp var flutt að tillögu Ljós-
mæðrafélags Islands. Á það hefur
verið bent að starfandi ljósmæður
eiga eðlilega aðild að öðrum almenn-
um lífeyrissjóðum.
Lög frá Alþingi
Síðastliðinn þriðjudag, var sam-
þykkt sem lög frá Álþingi, frumvarp
um breytingu á lögum um innflutn-
ing dýra. Frumvarpið gerir ráð fyrir
að sóttvarnardýralækni sóttvarnar-
stöðvar verði heimilt með leyfi land-
búnaðarráðherra og samkvæmt
reglum sem yfirdýralæknir setur, að
stunda dýralækningar utan sótt-
varnarstöðvar. Frumvarpið var sam-
þykkt með 38 atkvæðum gegn 2.