Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 29

Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 29 Morgunblaðið/Rúnar Þór Reyklaus bekkurfær verðlaun Krakkarnir í 9. bekk C í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar duttu í lukkupottinn þegar þau voru valin úr hópi reyklausra bekkjadeilda á landinu, en það er Krabbameinsfélagið sem h'efur á síðustu árum veitt nokkrum reyklausum deildum í þremur efstu bekkjum grunnskóla verðlaun. Hvað 9. bekk varð- ar eru verðlaunin 2.000 krónur fyrir hvern nem- enda og þannig fengu krakkarnir í 9. C, 48 þús- und krónur. Baldvin Jóh. Bjarnason skólastjóri kallaði nemendur og foreldra þeirra til fundar í fyrrakvöld þar sem þetta var tilkynnt en jafnframt var sest á rökstóla og velt upp ýmsum möguleikum varðandi hvemig nota eigi þetta fé. Ákveðið var að fara í ferðalag eftir prófin í vor, en ákvörðun um hvert farið verður bíður seinni tíma. Af 18 bekjardeildum í Gagnfræðaskólanum reyndust 8 vera reyklausar og sagði Baldvin að heldur væri farið að síga á ógæfuhliðina hvað þessi mál varð- ar. Halldóra Bjarnadóttir starfsmaður Krabba- meinsfélagsins afhenti krökkunum verðlaunin. Kaldbakur gekk í Is- lenskar sjávarafurðir Kaldbakur á Grenivík gekk fyrir skömmu í sölusamtök ísienskra sjávar- afurða, en frystihúsið var utan sölusamtaka á síðasta ári, eftir að það gekk úr Sölusamtökum hraðfrystihúsanna um áramótin 1990-91. Ásgeir Arngrímsson framkvæmd- astjóri Kaldbaks sagði að menn hefðu fengið ákveðna reynslu af því að vera utan sölusamtaka og hefði það bæði í för með sér kosti og galla. Þegar málið var skoðað að nýju hefði mönnum fundist gallarnir fleiri en kostimir og því hefði sú ákvörðun verið tekin að ganga að nýju í sö- lusamtök. Því fylgdi meira öryggi, sem ekki veitti af að hafa, enda væri um þessar mundir mikil hreyf- ing á mörkuðum erlendis. Kaldbakur gekk úr Sölusamtökum hraðfrystihúsa um áramótin 1990-91 og á síðasta ári seldi frystihúsið af- urðir sínar á eigin vegum eða í gegn- um smærri aðila. Asgeir sagði að þegar upp hefði verið staðið hefði mönnum þótt gailarnir við þetta fyr- irkomulag fleiri en kostirnir og því verið ákveðið að ganga að nýju í stærri sölusamtök. Bæði sölusamtök- in, SH og íslenskar sjávarafurðir hefðu staðið sig mjög vel, en þar sem Kaldbakur hefði nýlega sagt sig úr SH hefði verið ákveðið að ganga inn í hin samtökin. Vegnr gerður yfir Þverá í stað brúar Ytn-Tjörnum. NÚ standa yfir framkvæmdir við Þverá í Eyjafjarðarsveit, en þær hófust síðastliðið haust þegar stórt ræsi var steypt í ánna. Verktakafyrirtæki Ama Helga- sonar vinnur nú að því að leggja veg yfir gljúfrið, sem er allbreitt og djúpt á þessum stað. Vegurinn hefur verið færður nokkuð vestar, en gamla brú- in var. Að sögn Áma Helgasonar á hann að skila verkinu um mánaðamótin júní-júlí, en hann átti lægsta tilboðið í verkið, 5,7 milljónir, sem er aðeins 55% af kostnaðaráætlun. Þetta verður mikil samgöngubót fyrir íbúa sveitarinnar og aðra sem leið eiga um, en gamla brúin er mjög þröng og með kröppúm beygjum beggja vegna. Á undanfömum árum hafa þrír bílar farið í ána við brúna, en ekki hafa orðið teljandi slys á fólki. Fyrsta brúin yfir Þverá var byggð í kringum 1886 að fmmkvæði Ara Jónssonar á Þverá, en steinbrú var byggð árið 1926 og var hún síðan endurbyggð árið 1956. Með tilkomu vegarins fyrir ánna hefur brúin lokið hlutverki sínu. Eyjafjarðarsvæðið: Útlit fyrir mikla vinnu í frvstihúsum í sumar Nægur kvóti til ráðstöfunar ÚTLIT er fyrir að mikil vinna verði í frystihúsum á Eyjafjarðarsvæð- inu í sumar, veiði hefur verið heldur dræm það sem af er ársins og því er meiri kvóti til ráðstöfunar en reiknað var með. Mikil ásókn er í störf í frystihúsunum og er mikið hringt til að spyrjast fyrir um vinnu. Ungt fólk af höfuðborgarsvæðinu er áberandi fjölmennt í þeim hópi. Jóhann Þór Halldórsson útibús- stjóri KEA í Hrísey sagði að vel liti út með vinnu í sumar og verk- efni væru næg. Mun meiri kvóti væri nú eftir en reiknað hafði ver- ið með og því benti allt til þess að mikið yrði að gera í frystihús- inu í sumar. Þegar er búið er að ráða rúm- lega 30 manns til starfa í sumar og sagði Jóhann að fleiri yrðu ráðnir. Flestir þeir sem ráðnir hafa verið eru skólafólk úr Hrísey og fólk úr næsta nágrenni, eða þá það tengjist eynni í gegnum ættingja sína. Mikil vinna hefur verið í frysti- húsi Kaldbaks á Grenivík að undanförnu og hefur verið unnið frá kl. 6 á morgnana til 17 á dag- inn og iðulega frá 6 og fram að hádegi á laugardögum. Frystihús- ið hefur ekki eigin útgerð, en Ás- geir Amgrímsson framkvæmda- stjóri Kaldbaks sagði að menn byggjust við að hægt yrði að halda vinnslu á fullum dampi í sumar. Margir smábátar leggja upp afla Vortónleikar Tónlist- arskóla Eyjafjarðar FJÓRÐU vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit á laugardag, 9. maí kl. 15. Þar koma fram nemendur skólans úr Sólgarðsskóla. Fimmtu tónleikamir verða í Laug- arborg á sunnudag og hefjast þeir kl.'13.30, en á þeim koma fram nem- endur úr Laugalandsskóla og Grunn- skólanum í Hrafnagili. Sjöttu tónleik- ar skólans verða í Gamla skólahúsinu á Grenivík sama daga kl. 17. Lokatónleikarnir og þeir sjöundu í röðinni verða í Freyvangi þriðjudag- inn 12. maí og hefjast kl. 21.00. Þar koma fram söngnemendur skólans, auk undirleikara þeirra, Guðjóns Pálssonar. Skólaslit verða í Grundarkirkju miðvikudaginni 13. maí kl. 20.30. (Fréttatilkyiuming) hjá frystihúsinu að sumrinu, þá mun Frosti ÞH landa þar og jafn- vel fleiri skip. Ásgeir reiknaði með að i sumar yrðu ráðnir á bilinu 25 til 30 ungl- ingar til starfa í frystihúsinu. „Það er mjög mikið um að skólafólk af höfuðborgarsvæðinu spyrjist fyrir um vinnu hjá okkur í sumar og þá hringir líka mikið af yngra fólki sem er tilbúið að flytja ef það fær atvinnu. Því miður er bara ekkert húsnæði á lausu í þorpinu,“ sagði Ásgeir. Nægur kvóti er eftir hjá frysti- húsi KEA á Dalvík og því fyrirsjá- anlegt að mikil vinna verði þar í sumar. Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri sagði að ráðnir yrðu til sumarafleysinga 30 til 40 ungl- ingar og er það heldur fleiri en verið hefur. Dregið verður úr salt- fískvinnslu og fiski pakkað að mestu í neytendapakkningar, en það krefst fleira starfsfólks. Heimamenn ganga fyrir með vinnu, en Sigurður sagði að fjöldi fyrirspurna aðkomufólks um at- vinnu væri mjög mikill. Ekki væri aðstaða á vegum frystihússins til Morgunblaðið/Rúnar Þór 700 kíló- metrar að baki „Þetta gengur samkvæmt áætlun hjá mér,“ sagði Ingibjörg Sveinsdóttir, en hún ætlar á þessu ári að ganga 1.992 kílómetra til að minna fólk á norrænt gigtarár sem nú stendur yfír. Hún hefur nú lagt 700 kílómetra að baki og heldur ótrauð áfram. Ingibjörg er sjálf gigtarsjúklingur og vill hún með göngunni hvetja aðra sem eiga við sama sjúkdóm að stríða til að hreyfa sig og sagði hún að það væri farið að bera árangur. Fyrirhugað er á næstunni að efna til skipu- legra gönguferða, en fram til þessa hefur Ingibjörg gengið ein eða með ættingjum sínum og vin- um. I tilefni ársins er nú unnið að því að efla starf- semi Gigtarfélagsins á Ak- ureyri. Gigtarsjúklingar hafa nú fengið til umráða sérstakan sundtíma í Gler- ársundlaug, frá kl. 13 til 13.45 á hveijum fimmtu- degi og þá hittist fólkið á Súlnabergi einnig á fimmtudögum kl. 17, þar sem málin eru rædd yfir kaffíbolla. að taka við aðkomufólki. í sumar verður fiskurinn að mestu unnin í verðmeiri neytenda- pakkningar og bættist nýr kaup- andi frá Evrópu í hópinn sem fyr- ir var nú nýlega. Fyrir þann kaup- anda verður pakkað í fjórar nýjar pakkningar, tvær fyrir þorsk, ufsa og karfa. Þá verður eftir helgi farið að pakka í nýjar pakkningar Hárgreiðslu-/hárskerasveinn Óska eftir að ráða hárgreiðslu- eða hárskerasvein. Nemi, sem lokið hefur 9 mánuðum í skóla, kemur einnig 11. Upplýsingar á staönum. til greina. jwu i hársnyrtistofan fyrir Bretlandsmarkað. Skipagötu 12, Akureyri, sími 23022.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.