Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
Bergþóra Andrés-
dóttir — Minning
Fædd 1. júní 1922
Dáin 30. apríl 1992
Allt á að mætast á efsta stað.
Allt að samhljómnum stefnir.
(Einar Benediktsson)
í dag er jarðsett frænka mín og
vinkona Bergþóra Andrésdóttir.
Mig langar að minnast hennar
nokkrum orðum.
Bergþóra var fædd á Felli í Ár-
neshreppi, Strandasýslu, og var
þriðja í röðinni af ellefu börnum
hjónanna Andrésar Guðmundsson-
ar sem var fæddur 11. september
1882 og dáinn 1. ágúst 1974 og
Sigurlínu Guðbjargar Valgeirsdótt-
ur sem er fædd 16. júlí 1900 og
lifir nú dóttur sína í hárri elli.
Að líkindum hafa uppvaxtarár
Bergþóru verið áþekk því sem gerð-
ist í sveitum landsins á þeirri tíma.
Þó við slitum bamsskónum í sömu
sveit kynntist ég henni ekki náið
fyrr en ég kom til Reykjavíkur,
enda aldursmunur nokkur.
Eftir að Bergþóra fluttist til
Reykjavíkur gekk hún til ýmissar
daglaunavinnu og var ávallt eftir--
sóttur starfskraftur sakir síns
dugnaðar og samviskusemi.
Nú síðast vann hún um margra
ára skeið í borðsal Hrafnistu í
Reykjavík auk þess að stunda hús-
móðurstörfin á heimili sínu. Það var
árið 1963 að Bergþóra gekk að eiga
Helga Símonarson, f. 22. apríl
1925, sjómann frá Hellisfirði í S-
Múlasýslu. Þau eignuðust tvo syni,
Daníel Jón prentara, f. 22. júní
1964 og Viðar yfirbókara, f. 2.
nóvember 1966. Áður hafði Berg-
þóra eignast dóttur, Kristjönu Jónu
húsmóður, f. 22. mars 1948. Faðir
hennar er Ragnar Halldórsson.
Öll hafa börnin fest ráð sitt og
eru barnabörnin orðin fimm og
barnabarnabörnin eru tvö.
Eins og ég sagði hér fyrr kynn-
ist ég Bergþóru ekki náið meðan
við vorum bæði að alast upp í sveit-
inni okkar. Þeim mun meiri urðu
kynnin síðar, þegar bæði höfðu flust
til Reykjavíkur enda drógust þá
frændsystkinin úr sveitinni saman
til félagsskapar og mannfagnaða.
Var þá heimili Bergþóru oft og tíð-
um nokkur miðpunktur.
Ég held að ekki sé ofmælt þó
ég segi að nánast hafi það talist
til undantekninga meðan ég stund-
aði sjóinn að ég liti ekki við og
heilsaði uppá Bergþóru frænku
mína þegar komið var að landi enda
stóð.heimili hennar mér ætíð opið
bæði hversdagslega og ófáar voru
þær stórhátíðir sem ég var þar gest-
ur. Þessa alls er nú gott að minn-
ast og gleymast mun það ekki að
sinni.
Einn var ríkur þáttur í fari Berg-
þóru, en það var greiðviknin. Eg
held að hún hafi bókstaflega ekki
kunnað að neita bón ef til hennar
var leitað.
Bergþóra hafði ákveðnar skoðan-
ir á mönnum og málefnum og fór
ekki dult með þær. Af eigin raun
þekki ég að þeir sem minna máttu
sín áttu vísan stuðning þar sem hún
var.
Þegar ég nú kveð vinkonu mína
og frænku að leiðarlokum 'þakka
ég henni af alhug þá vinsemd sem
hún sýndi mér og mínu fólki til
hinstu stundar.
Aldraðri móður, eftirlifandi eig-
inmanni og öllum öðrum aðstand-
endum sendi ég og mín fjölskylda
samúðarkveðjur og biðjum algóðan
guð að leggja þeim líkn með þraut.
Blessuð veri minning Bergþóru
Andrésdóttur.
Guðlaugur Gíslason.
Mig langar til að minnast tengda-
móður minnar, Bergþóru Andrés-
dóttur í nokkrum orðum, en hún
lést á Landspítalanum að kvöldi
fimmtudagsins 30. apríl eftir erfið
veikindi.
Ég og dóttir mín komum inn í
þessa fjölskyldu fyir tæpum þremur
árum, okkur var tekið þar opnum
örmum og fór dóttir mín þótt stálp-
uð væri fljótlega að kalla þau ömmu
Beggu og afa Helga og sótti mikið
í að fara til þeirra og er það til
marks um hvernig þau hafa reynst
okkur.
Mig langar að þakka fyrir þann
tíma sem ég átti með Bergþóru, ég
trúi varla ennþá að hún sé horfin
á braut og maður eigi ekki eftir
að sjá hana meir.
Mig langar að kveðja hana með
sálmi eftir Valdimar Briem.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN KR. TRAUSTASON,
Skúlagötu 76,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 5. maí.
Bjarni Jónsson,
Hörður Hólm Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Þóra Haraldsdóttir, Kaj Larsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SÓLVEIG KRISTMUNDSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi miðvikudaginn 6. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristmundur Sigurðsson,
Jónína Sigurðardóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Jóhannes Sigurðsson,
Sigurjón Sigurðsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR NORÐDAHL,
lést á heimili sínu 1. maí sl.
Að vilja hennar hefur útförin farið fram í kyrrþey.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið,
Landssamtökin Þroskahjálp og hjálparsveitir.
Skúli H. Norðdahl,
Guðrún Valgerður Skúladóttir,
Guðbjörg Astrid Skúladóttir,
Ingibjörg Lára Skúladóttir,
Valgerður Hrund Skúladóttir,
Elias Skúli Skúlason,
tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN KRISTINSSON,
Kárastfg 14,
Hofsósi,
verðurjarðsetturlaugardaginn9. maíkl. 14.00frá Hofsóskirkju.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
Stórholti 25.
Haukur Guðmundsson, Erna Sampsted
og börn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐJÓN ÓLAFSSON
skipstjóri
frá Vestmannaeyjum,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði mánudaginnn 11. maí
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag fslands
og Vífilsstaðaspítala.
Sigriður Friðriksdóttir,
Gréta Guðjónsdóttir,
Friðrik Ó. Guðjónsson, Sigrún B. Sigurðardóttir,
Guðjón Sigurbjörnsson, Þórunn B. Bjarnadóttir,
Guðbjörg Osk Friðriksdóttir, Dominico Gala,
Ófeigur Friðriksson,
Árelíus og María Birgitt Gala.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
systir, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum,
sem andaðist á gjörgæsludeild Land-
spítalans laugardaginn 2. maí, verður
jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 9. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Minningarsjóð Félags nýrna-
sjúkra.
Birgir Sigurjónsson,
Harpa Kolbeinsdóttir, Haraldur G. Hlöðversson,
Anna Kolbeinsdóttir,
Marý Kolbeinsdóttir, Marinó Sigursteinsson,
Guðrún Kolbeinsdóttir, Jörundur Guðmundsson,
Ingibjörg Kolbeinsdóttir,
Elfa Kolbeinsdóttir, PatrickTear,
Freyr Kolbeinsson, Jóhanna Jónsdóttir,
systkini og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför bróður okkar og frænda,
VIGFÚSAR SCHEVING JÓNSSONAR
frá Vatnsskarðshólum
i Mýrdal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar G-2, Hrafnistu.
Ólaffa Jónsdóttir, Tryggvi Ólafsson,
Guðný J. Scheving, Eyþór Ólafsson,
Sigrún Scheving.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
KLÖRU EGGERTSDÓTTUR,
Stórholti 14.
Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnar Gissurarson,
Heiða Guðjónsdóttir, Guðmundur Clausen,
Guðný Guðjónsdóttir, Ástþór Valgeirsson,
Fanný Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kallið er komið,
komin er nu stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stnð.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Sigríður Hjartardóttir.
Að kvöldi fimmtudags, á síðasta
degi aprílmánuðar, lauk ævi móður-
systur minnar, Bergþóru Andrés-
dóttur.
Þá yfirgaf' þennan heim eftir
óvægin veikindi kona, sem hefur
gefið mér svo ósegjanlega mikið. í
skjóli hennar, Helga og mömmu,
ólumst við upp saman frændsystk-
inin fjögur og seinna bættust Símon
og Sunna í hópinn.
Þetta var stór fjölskylda og þó
að þær systur, mamma og Begga,
hafi síðar, eftir 25 ára sambúð, flutt
sundur hvor með sína fjölskyldu,
vorum við samt og verðum alltaf
ein stór fjölskylda.
Begga og Helgi hafa ætíð reynst
mér eins og þau ættu mig sjálf,
bæði í stóru og smáu. Begga átti
örlátt hjarta og vildi ávallt það besta
sínu fólki til handa. Og ég er svo
lánsöm að vera ein af því fólki sem
naut umhyggju hennar.
Því langar mig að þakka elsku
Beggu minni fyrir allt það sem hún
var okkur, börnunum hennar Eygló-
ar og undanfarin ár líka mínum
börnum.
Elsku amma, Helgi, Kidda,
Daddi, Viðar, mamma og ykkar fjöl-
skyldur. Mig langar að kveðja
Beggu með síðasta erindi Maí-
stjörnunnar eftir Halldór Laxness:
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól
það er maísólin hans.
Það er maísólin okkar
okkar einingarbands.
Fyrir þér ber ég fána
þessa framtiðarlands.
Megi maísólin lýsa Beggu minni
inn í hennar framtíðarland.
Ástarkveðjur frá Soffíu.
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
perlan sími 620200