Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 37

Morgunblaðið - 08.05.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 37 Vortónleikar Amesingakórsins Yfirlýsing lunsamræmt stærðfræði- próf í10.bekk MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá skólastjóra, stærðfræðikennur- um Foldaskóla og trúnaðar- manni við samræmt lokapróf í stærðfræði við skólann. Þessir aðilar segja að þeir vilji af gefnu tilefni benda á eftirfarandi: „Ákveðið var að prófa alla nem- endur skólans í einum sal, þ.e. í félagsmiðstöðinni. Vegna tækni- legra atriða, stillingu á hátalara- kerfi, merkingu á viðverulista, truflun vegna seinna nemenda, hófst prófið ekki fyrr en kl. 9.16. 16 mínútum var því bætt við próf- tímann. Allur þorri nemenda skil- aði prófúrlausnum sínum á réttum tíma. Nokkrir nemendur unnu að úr- lausnum nokkrum mínútum leng- ur en ætlað var. Bent hafði verið á að tíminn væri útrunninn en nokkrar mínútur tók að safna öll- um úrlausnum saman og koma síðustu nemendum út úr prófsaln- um. Nemendur og kennarar gerðu ákveðna athugasemd við lengd prófsins og bentu á að það gæti ekki verið að nemendum væri ætlað að leysa það á áætluðum tíma. Sama athugasemd hefur komið frá forstöðumönnum skóla um allt land að prófi loknu.“ Loks segja áðurnefndir embætt- ismenn Foldaskóla að þeir harmi, að einn nemandi skólans skuli hafa verið leiddur fram sem vitni um tímasetningu. ÁRNESINGAKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Lang- holtskirkju laugardaginn 9. maí nk. kl. 17.00. Efnisval tónleikanna er fjölbreytt og er þar að finna á meðal Þorkel Sigurbjörnsson, Þórarin Guðmundsson, Sigvalda Kaldalóns, Inga T. Lárusson, Jón Ásgeirsson, Sigurð Bragason, Wofgang Amadeus Mozart og César Franck. Einsöngvarar með kórnum eru þau Dúfa S. Einarsdóttir og Árni Sighvatsson, undirleikari er Bjarni Jónatansson og söngstjóri er Sig- urður Bragason. Árnesingakórinn minnist þess nú á þessu ári að liðin eru 25 ár frá stofnun hans. Hélt hann m.a. tón- leika í Seljakirkju 4. apríl sl. ásamt Samkór Selfoss. Einnig verða haldnir tónleikar í Skálholtskirkju fimmtudagskvöldið 21. maí nk. kl. 21.00. Starf kórsins hefur verið blóm- legt þessi 25 ár og hafa m.a. kom- ið út tvær hljómplötur með honum, sú seinni, Glerbrot, fyrir jólin 1990. Einnig hefur kórinn farið þtjár söngferðir til útlanda og fer nú sína fjórðu til Mið-Evrópu dagana 3.-16. júní nk. Þau sem boða til samkomunnar á Hótel Börg eru Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Jón Karlsson bókaútgef- andi og Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. Í dreifibréfi frá þeim Stjórn kórsins skipa nú: Rúnar Sigurbjörnsson formaður, Ragna Freyja Karlsdóttir gjaldkeri, María Baldursdóttir ritari, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Örn Lýðsson meðstjórnandi. (Fréttatilkynning) segir að ætlunin sé að koma saman til þess að samfagna Guðrúnu, leggja áherslu á þá þýðingu sem góðar barnabækur hafa fyrir menn- ingu þjóðarinnar og til þess að gera sér dagamun af svo ágætu tilefni. Klausturhólar: Stafrófskver og afmælis- rit fræðinga á bókauppboði BÓKAUPPBOÐ Klausturhóla, 184. uppboð, verður haldið laug- ardaginn 9. maí nk. kl. 14.00 á Laugavegi 25. Flokkar bóka eru: Verk Halldórs Laxness, gamlar útgáfur, ævisögur og minningar, trúmálarit, bókfræði, orðabækur, málfræðirit, fornritaútg- áfur, þjóðsögur og þjóðleg fræði, ljóð, Islendingasögur, afmælisrit og kveðjurit, ferðabækur, landfræðirit, blöð, tímarit og æviskrár. Af einstökum bókum má nefna fyrstu bók Halldórs Laxness, frumút- gáfuna hans af Barni náttúrunnar, útg. 1919, einnig ádeilurit hans, Kaþólsk viðhorf, svar við árásum Þórbergs Þórðarsonar, fjöldi afmæl- isrita til fræðimanna íslenskra fræða: Grímsævintýr til Gríms M. Helgason- ar, Davíðsdiktur til Davíðs Erlings- sonar, Ólafskross til Ólafs Halldórs- sonar, Trójuhesturinn til Jonna Louis Jensen prófessors, handrit að Sögu Kommúnistaflokks íslands, fjölritað fyrir leshring kommúnista, höfundur Brynjólfur Bjarnason, Söngbók Stúd- entafélagsins í Kaupmannahöfn, 1894, svokölluð Brennivínsbók, ýms- ar erlendar ferðabækur um íslands m.a. eftir Paul Burkert, sem njósn- aði um ísland og íslendinga fyrir Himmler nasistaforingja á þriðja ára- tugnum, eins og próf. Þór Whitehead hefur greint í bókum sínu, einnig ferðabækur eftir W.H. Auden, Spet- hmann um Öskju o.fl. Einnig ætt- fræðibækur: Ámesingaættir, Islend- ingar í Danmörku, Strandamenn eft- ir sr. Jón Guðnason og marvíslegt annað efni innan íslenskra fræða fyrr og nú. Samfagnaður með Guðrúnu Helgadóttur í VIKUNNI var tilkynnt að Guðrún Helgadóttir hefði hlotið Nor- rænu barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Undir illgresinu. Af því tilefni verður efnt til samfagnaðar á Hótel Borg laugardaginn 9. maí. Húsið opnar kl. 22.00 en dagskrá fagnaðarins byrjar stundvís- lega kl. 22.30. Hulda H. Olafs- dóttir - Minning, Aðfaranótt miðvikudagsins 29. apríl sl. lést á Landspítalanum elskuleg tengdamóðir mín, Hulda H. Ólafsdóttir. Langar mig að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Hulda var fædd á Bakkarstíg 1 í Reykjavík 26 september 1927, þriðja í röð barna hjónanna Ólafs Þ. Olafssonar fiskilóðs, og Margrét- ar Guðmundsdóttur húsmóður. Systkini Huldu voru fimm, Guðrun, Ólafur Björn, Érla Margrét, Helga Ásta og Reynir. Auk þess sem upp- eldissystirin Jóna var á heimilinu. Haustið 1933 flutti fjölskyldan að Bakkastígnum og á Bræðraborg- arstíg 4 og þar bjó Hulda allt til ársins 1971. Hún kom því oft að að hún væri Vesturbæingur og var ( hreykin af. Á Bræðraborgarstígnum bjó einnig Siguijón Steindórsson, síðar vélvirki, fæddur 21. apríl 1924. Þau Hulda og Siguijón felldu ung hugi saman og voru gefin saman í hjóna- band 9. ágúst 1947 og þá um haust- ið fæddist þeim dóttirin Kolbrún. Þau nutu hvors annars ekki lengi, því Siguijón Iést af slysförum 18. desember 1950. Fráfall hans var erfitt hinni ungu eiginkonu og litlu dótturinni og komst Hulda aldrei fyllilega yfir þá sorg sem fylgdi missi eiginmannsins. Fjölskyldan hafði og mátt þola ástvinamissi skömmu áður en Sig- uijón dó, er bróðirinn Ólafur Björn ( drukknaði og faðirinn Ólafur hafði farist með bv. Gullfossi í febrúar 1941. ( Ég kynntist Huldu er ég fór að venja komur mínar á Bræðraborg- arstíginn til að heimsækja Kol- ( brúnu. Fann ég strax hve Hulda var heilsteypt og góðgjörn kona. Er við Kolbrún hófurn búskap var það af okkar beggja hálfu að ekki kom annað til greina en að bjóða Huldu að búa hjá okkur. Fyrst bjuggum við í lítilli íbúð þar sem þrengsli voru mikil, einkum eftir að börnin okkar tvö voru fædd, en árið 1977 fluttum við í hús sem við byggðum þar sem Hulda bjó í lítilli íbúð útaf fyrir sig. Hulda reyndist börnum okkar, Siguijóni og Herborgu, alveg ein- staklega góð amma og hún naut þess að fá að gæta þeirra ef svo bar við. Það er vissulega öðruvísi að vera með tengdamóður á heimilinu og ég veit að sumir ímynda sér að oft komi til árekstra og vandamála. En því var ekki þannig farið á okk- ar heimili. Ég minnist þess ekki að komið hafi til nokkurra árekstra eða vandamála og færi það nánast allt Huldu til tekna. Mannkostir henn- ar, framkoma almennt, tillitssemi og virðing fyrir okkur hinum, komu algerlega í veg fyrir að vandamál kæmu upp, auk þess sem þær mæðgur voru svo mjög samrýmdar og góðir vinir. Hún Hulda var ákaflega fróð og' víðlesin kona. Það var áhugavert að ræða við hana um hvers konar dægurmál og landsins gagn og nauðsynjar. Maður kom aldrei að tómum kofanum þar sem hún var annars vegar. Hún hefur lengi stundað vinnu utan heimilis, lengst af í Landsbanka Islands. Það er ljúft að greina frá því að augljóst er að þar hefur hún eignast marga góða vini og af samtölum við hana má ljóst vera að þar ríkir góður vinnu- andi og henni leið þar vel. Það væri ofsagt að halda því fram að hún hafi verið heilsuhraust síð- ustu árin en hún skilaði þó sóma- samlega sinni vinnu og henni leið virkilega illa ef hún missti úr vinnu- dag. Sorgin hefur nýlega kvatt dyra hjá henni sem og skyldmennum og vinum, er elsta systirin Guðrún og maður hennar, Sverrir, sem bæði voru henni svo kær og góð, létust fyrir skömmu með stuttu millibili. Brotthvarf þeirra beggja var Huldu mjög þungbært. Það er sorglegt til þess að vita með hveijum hætti brotthvarf Huldu úr þessum heimi bar að og sannast þar að kallið gerir oft ekki boð á undan sér. Hún var að koma heim úr vinnu föstudaginn 24. apríl sl. í vondu veðri er hún datt og mjaðmagrindarbrotnaði. Gerð var á henni aðgerð sem tókst sem slík vel, en því miður fékk hún blóð- tappa sem leiddi hana til dauða. Það er huggun harmi gegn að vita til þess hve ósérhlífið og elju- samt hjúkrunarfólk við eigum. Vil ég fyrir okkar hönd færa starfsfólki gjörgæsludeildar og deildar 13 G á Landspítala okkar bestu þakkir fyr- ir þá umönnun og aðhlynningu sem hún Hulda okkar var aðnjótandi þá sólarhringa sem hún dvaldi þar. Brotthvarf ástvinar er alltaf sárt og sorglegt, ekki síst ef það ber brátt að. Við þær aðstæður er gott að geta litið til baka og séð að ævinni, sem er að baki, hefur verið lifað af fyllingu og trygglyndi. En lífið heldur áfram og munum við sem eftir lifum halda minningu hennar Huldu hátt á lofti. Megi góður Guð veita okkur styrk til að sjá framtíðina með gleði í hjarta og í ljúfum minningum um yndislega móður, tengdamóður, ömmu, systur og umfram allt góðan vin. Að lokum flyt ég, fyrir mína hönd, konu minnar og barna, ein- lægar þakkir fyrir samfylgdina og biðjum við Guð að blessa hana og varðveita. Arnar Guðmundsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR STEINDÓRSSONAR vörubifreiðarstjóra, Langholtsvegi 95, Reykjavík. Þuríður Hjálmtýsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Steindór Guömundsson, Wlargrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Ragnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Emilía G. Svavarsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Jóhann W. Jóhannsson, Aslaug Guðmundsdóttir, Sigurður H. Einarsson, Elín Guðmundardóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Gunnar Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR fyrrv. bankaútibússtjóra. Guð blessi ykkur öll. Helga Torfadóttir, Guðmundur Matthíasson, Anne Matthíasson, Torfi Rafn Matthíasson, Sunneva G. Filipusdóttir, Ásgeir Matthíasson, Anna Ó. Sigurðardóttir, Arnar Matthíasson, Anna Kristín Arnarsdóttir, Hlynur, Helga og Harpa. Lokað Lokað í dag, föstudaginn 8. maí, til kl. 13.00 vegna jarðarfarar ÓSKARS ÓSKARSSON, Davið S. Jónsson og co. hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.