Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992 (icuA/\nii Hundurinn er svo vitur að hann er að slá mig út... Hann er eins og einn í fjöl- skyldunni eins og tengda- mamma mín! HOGNI HREKKVISI BREF TEL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Utí í óvissunni Frá Þorvaldi Lúðvík Sigmjónssyni: ÞAÐ er sjálfsagt að bera í bakka- fullan lækinn, sem ég tek mér penna í hönd og tek fyrir nokkur atriði er varða Lánasjóð íslenskra námsmanna. Sem námsmaður er- lendis, hef ég úr Ijarlægð fylgst með þeirri þróun mála varðandi Lánasjóðinn, og það með nokkrum ugg varðandi framtíðina, bæði eigin framtíð og annarra í sömu sporum. Það er frá nokkuð öðru sjónarhorni að fylgjast með þeim, þó alls ófyndna farsa, sem umræða um Lánasjóðinn virðist hafa þróast í. Sú óvissa sem hæstvirtur mennt- amálaráðherra hefur dæmt náms- menn til að vera í, er með öllu óþol- andi, rétt eins og ég er viss um að t.a.m. yrðu félagsmenn BSRB ekki yfir sig hrifnir, væri þeim ábyrgð 10% kjaraskerðing og gert að vinna án launa fyrstu þrjá mánuði hvers árs, þó þeir fengju þau laun í fjóra mánuði. Sú tillaga, að borga ein- ungis út í lok hverrar námsannar, er eins og hönnuð til að hrekja fólk úr núverandi námi, og ýta því á þegar yfirfullan vinnumarkað. Þessi tillaga gerir nám erlendis nánast ókleift nema fyrir þá sem njóta ríku- legrar hjálpar aðstandenda. Þegar ég hóf nám hér síðasta haust, varð ég að taka um 700.000 króna bank- alán til að standa undir skólagjöld- um, sem verða að greiðast fyrstu viku hvers skólaárs. Það ríkir nefni- lega ekki alls staðar sá munaður sem á íslandi, að enginn skólagjöld eru. Það ber að taka það fram, að það nám sem ég er í, er ekki hægt Víkverji Verstöðin ísland er heiti á kvik- mynd sem frumsýnd verður í Háskólabíói á morgun, laugardag. Hún er áreiðanlega viðamesta heim- ildarmynd sem gerð hefur verið hér á landi — samanstendur af íjórum sjálfstæðum hlutum sem hver um sig tekur um klukkustund í sýn- ingu. Það er kvikmyndafélagið Lif- andi myndir sem gerði kvikmyndina fyrir Landssamband ísl. útvegs- manna í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna. Myndin hefur alls ver- ið um sex ár í undirbúningi og gerð og kostar nálægt 50 milljónum króna. Víkveiji átti þess kost á sjá alla hlutanna fjóra á forsýningu í vik- unni og getur borið um að hveijum eyri sem veitt hefur verið til gerðar þessarar myndar hefur verið vel varið. En LIU sýndi ekki einungis þá dirfsku að horfa ekki í kostnað- inn við gerð myndarinnar til að hún mætti vera sem best úr garði gerð heldur gaf kvikmyndagerðarmönn- unum einnig fijálsar hendur við gerð rfiyndarinnar. Verstöðin Island er þannig ekki áróðursmynd fyrir íslenska útvegsmenn heldur hafsjór af fróðleik um sjósókn íslendinga að fornu og nýju. Saman mynda hlutarnir fjórir skemmtilegasta, ít- arlegasta og heildsteyptasta upplýs- ingabanka um íslenskan sjávar- útveg sem Víkveiji minnist að hafa Iitið augum — ekki þurrar hagtölur heldur upplifun í myndun og máli „á ferð gegnum tíðina“ eins og einn höfundanna, Erlendur Sveinsson, kallar það — allt frá róðri opins sexærings úr Ósvör við Bolungarvík til hátækniveiða Breka og Suðureyj- ar frá Vestamannaeyjum. að stunda á Islandi. Nú, ég vissi að ég fengi Lánasjóðslán að nokkru leyti til móts við þá upphæð eftir áramót, að sjálfsögðu að því til- skildu að ég sýndi viðunandi náms- árangur. Þetta bankalán „sefur“ ekkert á meðan, frekar en önnur bankalán. Það var því ljóst að ég þyrfti að bera einhvern hluta þess láns eitthvað inn á árið og sennilega eyða lunganum af tekjum næsta sumars í að greiða það lán upp. En ef það verður einungis til að taka annað lán fyrir næsta námsár, hver er þá tilgangurinn? Þessi skað- ræðistillaga gerir ráð fyrir því, að sama muni nú gilda fyrir öll náms- ár, sem nú gildir einungis fyrir fyrsta ár. Hvað þýðir það? Jú, allir námsmenn, innanlands sem utan, þurfa að taka bankalán hvert haust, og fyrirsjáanlega bera vexti af þeim lánum með sér inn í ófyrirsjáanlega framtíð. Það sér hvert mannsbarn, að slík lán munu hlaða utan á sig vöxtum öll námsárin, og gera náms- mönnum erfitt fyrir að fara út á vinnumarkaðinn, stofna fjölskyldu og heimili eftir nám. Nú kynnu ein- hveijir að spyija: Því í ósköpunum vinna námsmenn þá bara ekki meira á sumrin, til að standa undir sínum námskostnaði?. Svarið er, að undir núverandi og fyrirsjáanlegu kerfi, er beinlínis verið að letja námsmenn til vinnu. Tekjuhámark fyrir þijá mánuði á ári var sl. sum- ar um 140.000 krónur. Það er ákaf- lega lág íjárhæð upp í fleiri hundr- uð þúsund króna árskostnað. Ef námsmaður þénar meira ea þetta hámark segir til um, verður skerð- skrifar Þetta er ferð margra atvinnubylt- inganna en engu að síður er eins og ætíð sé verið að glíma við sömu vandamálin, í bland óblíð náttúru- öfl, aflabrest og markaðshrun, eða uppgang, skyndigróða og offjárfest- ingu. Þetta er eins og óijúfanleg hringrás, og öldudalurinn sem ís- lenskur sjávarútvegur og þar með allt þjóðfélagið er í um þessar mund- ir, verður allt í einu ekkert sérstak- ur heldur sögulegt lögmál. Og mitt í svartnættinu sem mörgum þykir nú vera í greininni, þá segir myndin okkur að einmitt þegar íslenskur sjávarútvegur er í mestri lægð hafi menn gefið sér tóm til að endur- meta stöðuna og þá einatt komið fram nýjungarnar sem atvinnu- greininni hafa orðið hvað nota- drýgstar til lengri tíma. Kannski er eitthvað slíkt að gerast í dag? Eru það ef til vill tilraunaveiðarnar sem hafnar eru á búranum og öðrum vannýttum fiskitegundum, eða er það ef til vill útrás íslenskrar þekk- ingar á sjávarútvegi til ijarlægra landa? Hver veit. Hitt veit Víkveiji að allt áhugafólk um íslenskt atvinn- ulíf ætti ekki að láta þessa mynd fram hjá sér fara meðan hún er sýnd á stóru tjaldi í Háskólabíói því áð það er ólíkt meiri upplifun heldur en að sjá hana seinna meir á sjón- varpsskjá. xxx Handknattleikur er Víkveija hugfólginn, eins og lesa hefur mátt hér í _þessum dálki og síðast í gær. En Islandsmótið nýafstaðna verður vafalaust mörgum eftir- minnilegt af ýmsum ástæðum. Ekki fer á milii mála að forsvarsmenn ing á lánum til hans frá LIN það mikil að margir námsmenn kjósa að vera bara heima hjá sér og horfa út í loftið. Hins vegar, vilji maður bjóða þeirri skerðingu byrginn, er skattheimta af þeim umframtekjum það mikil, að það ber að sama brunni aðgerðaleysis og vesældóms. Það er eitthvað rotið í því kerfi sem beinlínis hvetur fólk til að vinna ekki. Námsmenn eru þannig fastir í vítahring kerfis, sem því miður kostaði of mikið á árum áður (fyrir verðtryggingu o.s.frv.), og eru að fá þann reikning með vöxtum og vaxtavöxtum all harkalega í höfuð- ið. Nú er ætlast til þess að ein kyn- slóð námsmanna borgi uppsafnaðan vanda Lánasjóðsins, og fyrirsjáan- legt er að nái þessi tillaga fram að ganga, mun sennilega ekki þurfa að koma til skerðingar á inntöku nýnema í HÍ næsta haust. Það verða svo fáir eftir í námi. Auk þess hljóta stúdentsefni framhaldsskólanna að vera áhyggjufull um hver þróun mála verður. Er einhver þörf á því að þreyta próf þetta vorið? Er ekki betra að fara strax út á vinnumark- aðinn og fresta öllu frekara námi? Þennan hnút sem málin eru í, verð- ur að leysa áður en námsmenn byija að flosna upp úr námi. Það er ekki hægt að bjóða neinni stétt fólks upp á aðra eins óvissu, og námsmenn lifa nú í. Við viljum út úr óvissunni. ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON námsmaður í alþjóðaviðskipt- um í Edinborg. íslandsmótsins tóku talsverða áhættu þegar þeir ákváðu að feta í fótspor körfuknattleiksmanna með keppnisfyrirkomulag og efndu til úrslitakeppninnar. Nú er ljóst að sú ákvörðun hefur reynst rétt. Leikirn- ir í úrslitakeppninni hafa almennt boðið upp á mikla spennu, ijörugan handknattleik og verið góð auglýs- ing fyrir þessa skemmtilegu íþrótta- grein. Ekki hefur heldur spillt fyrir keppninni nú að helsta höfuðvígi handknattleiksins af höfuðborgar- svæðinu skyldi þreyta úrslitaleikina við upprennandi utanbæjarlið, og leikirnir verða svo jafnir framan af sem raun ber vitni. Selfyssingar hafa áreiðanlega átt hug og hjörtu allflestra sem búa utan bæjarmarka Hafnarfjarðar, enda í hlutverki lítil- magnans en með litríka kappa inna- borðs eins og Sigurð Sveinsson og Einar Þorvarðarson. Þegar upp er staðið blandast þó engum hugur um að FH-ingar eru með besta lið lands- ins um þessar mundir, og ekki tilvilj- un að þeir hafa unnið allt sem unnt er að vinna á þessu keppnistíma- bili. En úrslitaleikir FH og Selfoss eru jafnframt sigur þjálfaranna Kristjáns Arasonar og Einars Þor- varðarsonar. Báðir eru fyrrum at- vinnumenn í handknattleik erlendis, og líkt og fleiri slíkir koma þeir heim reynslunni ríkari, sem þeir miðla nú til annarra hér heima. Þeim fylgir ögun og fagmennska atvinnumannsins, sem smitar frá sér út í íþróttina og treystir hana í sessi. Það er þess vegna ekki eintómt tjón fyrir íslenskan handknattleik þegar helstu kappar okkar hleypa heim- draganum og leggjast í víking í ljar- lægum löndum við bestu aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.