Morgunblaðið - 08.05.1992, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
45
Ný kubba-
lína fyrir
stelpur
Frá Huldu Ólafsdóttur:
ÞAÐ er ekki hægt annað en reka
* upp stór augu og undrast, þegar
virt fyrirtæki eins og LEGO, setur
I á markað nýja kubbalínu í mildum
’ „rómantískum" litum og sér ástæðu
til að geta þess í auglýsingu, að
lína þessi sem fyrirtækið nefnir
PARADÍSA sé sérstaklega ætluð
stúlkum.
Á auglýsingamyndinni, sem birt-
ist í Sjónvarpsvísi fyrir maímánuð
1992, getur að líta baðstrandarlíf,
hótel, pálmatré, smábíla, hesta og
fleira, ásamt kubbafólki að njóta
þessa sældarlífs.
Og nú er mér spurn: Hvers vegna
í ósköpunum er línan sérstaklega
ætluð stúlkum? Fara stúlkur frekar
á strönd en strákar? Búa þær frek-
ar á hótelum með bleikum stigum
en strákar? Sigla þær frekar skút-
J um og fara þær oftar á hestbak en
strákar? Ég bara spyr. Það er ekki
hægt að finna nokkra ástæðu fyrir
því að þessi kubbalína höfði frekar
til stúlkna en drengja og hví þá að
vera að auglýsa hana sem slíka?
Nú væri gaman að fá svar og
skýringu umboðsaðila. Það væri
líka gaman að svona auglýsingar,
sem vinna gagngert að því að við-
halda kynjamismunun, hverfi af
markaðnum. Þær eiga ekki heima
í því samfélagi jafnréttis kynjanna
sem við þykjumst búa við í dag.
HULDA ÓLAFSDÓTTIR,
leikskólastjóri
Smáratúni 3, Keflavík.
Pennavinir
| 25 ÁRA STÚLKA frá Ghana vill
w eignast pennavini af báðum kynjum
á Islandi. Hún hefur áhuga á tón-
| list og bréfaskriftum. Heimilisfang
* hennar er:
Miss Florence Sagoe
| P.O. Box 135
* Oguaa State (C/R)
Ghana, West Africa
16 ÁRA JAPÖNSK stúlka vill eign-
ast pennavini á aldrinum 14-17
ára. Hún óskar eftir að fræðast um
land og þjóð og biður um að fá
mynd af pennavini sínum. Hún
skrifar á ensku og heimilisfangið er:
Shinko Oasi
1414-2 Yamanashiko
Oazahighmtsu
Kawaguti Saitma
Japan.
I leiðréttingar
Rangt föðurnafn
il Föðurnafn Erlends S. Baldurssonar
misritaðist því miður í blaðinu í gær
(stóð Baldvinsson). Er hann beðinn
P velvirðingar á þeim mistökum.
ÍSLENSKUR
LANDBÚNAÐUR
Miðstráið týndist
a í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær á
bls. 29 var birt nýtt merki landbún-
aðarins og urðu þar tæknilcg mis-
h tök. Miðstráið af þremur, sem hend-
w ur umlykja féll niður í prentun. Hér
birtist merkið eins og það á að líta
út. Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
. virðingar á þessum mistökum.
Morgunblaðið Sverrir
VORVERKIN
Nú er tíminn til að taka til hehdinni og tína upp ruslið frá liðnum vetri.
VELVAKANDI
VESKl
RAUTT barnaseðlaveski fannst
í húsgagnaversluninni Línunni
fyrir skömmu. Upplýsingar í
síma 36011.
KETTLINGAR
Tveir átta vikna þrifalegir
kettlingar fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 19513.
MÖPPUTASKA
SVÖRT þunn möpputaska úr
plasti tapaðist úr bíl 1. maí,
sennilega í Hamraborg í Kópa-
vogi. í henni voru ýmis pappírs-
plögg o. fl. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
622571 eða skila töskunni til
Þjónustumiðstöðvarinnar Afla-
granda 40.
TÝNDAR MYND-
SNÆLDUR
HINN 30. apríl sl. hurfu úr
versluninni Faco tvær mynd-
snældur með heimildarmyndum
úr ferðalagi Friðriks Bridde til
Egyptalands. Um er að ræða
JVC SE-C45 myndsnældur úr
myndbandsupptökuvél. Þessar
myndir eru algjörlega óbætan-
legar og biðjum við þann sem
hefur snældurnar eða upplýs-
ingar um þær að hafa samband
eða senda þær til Faco, Lauga-
vegi 89, pósthólf 442, 121
Reykjavík, sími 613008, eða
hringja til Friðriks Bridde í síma
672825.
Fundarlaun í boði.
Viðskiptavinir!
Rekstmrvörur verða lokaðar eftir kl. 14.00
í dag vegna 10 ám afmælis fyrirtækisins.
Opnum kl. 8.00 á mánudagsmorgun.
1982-1992
10
ÁRA
Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2,110 Reykjavík.
V_________________________________________4
Aðalfundur
Stjórnunurfélags
Islands
Aðalfundur Stjórnunarfélags Islands
verður haldinn á Hótel Sögu í
Ársal fimmtudaginn 14. maí
kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. „Nýsköpun í atvinnurekstri.“
Markús Örn Antonsson, borgarstjóri.
Boðið verður upp á léttar veitingar
að fundi loknum.
Þátttaka tilkynnist í síma 621066
Fundarstjóri: Geir Magnússon,
forstjóri Olíufélagsins hf.
• Toyota brettakantar á allar gerðir
Toyota jeppa.
• Felgur, flestar gerðir - hvítar, krómaðar
og úr áli.
• Mikið úrval af dekkjum, 30 - 38 tommur.
• NÝTT! Brettakantar á Land Cruiser '90 -'92.
Úrvalsvara - aðaleinkenni Toyota aukahluta.
Nýttu þér ráðgjöf okkar og sendingarþjónustu.
(^) TOYOTA
Aukahlutir
NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 44144
TOYOTA
BRETTA-
KANTAR, DEKK
OG FEIGUR