Morgunblaðið - 08.05.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
Mm
FOLX
■ ENSKI landsliðsmiðvörðurinn í
knattspymu, Des Walker, sem
leikið hefur verið með Nottingham
Forest, skrifaði í gær undir þriggja
ára samning við ítalska meistaralið-
ið Sampdoria. Kaupverðið er 1,5
milljón punda.
■ FOREST neitaði tilboði upp á
3 milljónir punda í leikmanninn frá
Juventus eftir HM 1990, og þá
samdi Walker við félagið um að
hann fengi að fara fyrir svo „litla“
upphæð ef hann yrði áfram hjá því
þar til nú. Það eru nánast taldir
smámunir sem Sampdoria greiðir
fyrir Walker, miðað við hve frábær
leikmaður hér er á ferðinni.
■ SÆNSKI þjálfarinn Sven
Eriksson tekur í sumar við þjálfun
Sampdoria af Júgóslavanum
Vujadin Boskov. Svíinn beitir
svæðisvörn, í stað þess að leika
maður gegn manni, eins og tíðkast
hjá flestum ítölskum liðum. Þess
vegna lagði hann höfuðkapp á að
kaupa Walker.
■ HUGMYNDIR eru uppi hjá
franska knattspyrnusambandinu að
ekki verði leikið til úrslita í bikar-
keppninni í ár, vegna slyssins
hörmulega sem varð er leikur Bast-
ia og Marseille var að hefjast í
undanúrslitum keppninnar í vik-
unni.
■ LAGT hefur verið til að Món-
akó, sem hafði tryggt sér sæti í
úrslitum, og Marseille, leiki þess í
stað 12. maí á Parc des Princes í
París, til að safna fé fyrir þá sem
eiga Um sárt að binda vegna slyss-
ins.
■ BASTIA er hætt þátttöku í
keppninni. Forráðamenn þess til-
kynntu það í vikunni.
■ JEAN-Pierre Papin, fyrirliði
Marseille og knattspymumaður
Evrópu, sagði leikmenn á móti því
að leikið yrði strax — best,væri að
bíða með góðgerðarleik þar til í
júní eða júlí.
KORFUKNATTLEIKUR
Opna Norðurlandamótið í Noregi:
Aldrei möguleiki
gegn Finnum
ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir
Finnum ífyrsta leik sínum á
opna Norðurlandamótinu í
körfuknattleik í Osló í gær.
Lokatölur urðu 70:101 og tala
þær sínu máli um frammistöðu
Islendinga. Staðan f hálfleik var
39:51. Liðið átti aldrei neina
möguleika í leiknum, finnsku
leikmennirnir voru betri á öll-
um sviðum.
Yfírburðir Finna komu strax í
ljós og þegar fimm mín. voru
liðnar var staðan 6:20. íslenska lið-
BHHm ið náði sínum besta
Erlingur leikkafla um miðjan
Jóhannsson fyrri hálfleik, er það
skrifarfrá náði að minnka
oregi muninn í 22:25, en
eftir það juku Finnar jafnt og þétt
forystu sína og á köflum voru yfir-
burðir þeirra algerir.
Enginn íslensku leikmannanna
átti góðan dag að þessu sinni og
það var á köflum ekki heil brú í
leik liðsins, hvorki sóknar- né varn-
arleik. Valur Ingimundarson var
bestur í íslenska liðinu og jafnframt
stigahæstur með 21 stig.
„Leikmenn mínir náðu ekki að
gera það sem fyrir þá var lagt,“
sagði Torfi Magnússon, landsliðs-
þjálfari, við Morgunblaðið eftir leik-
inn. „Við spiluðum hörmulega í
vörn og vorum alltof fljótir að ljúka
sóknaraðgerðum okkar. Einnig var
skotanýtingin léleg. Það vantaði
stemmningu í liðið og það var eng-
inn sem tók frumkvæðið og kom
liðinu upp úr meðalmennskunni.
Annars fannst mér Finnarnir sterk-
ir og þeir eiga eflaust eftir að ná
langt í mótinu," sagði Torfi.
ísland - Finnland 70:101
Opna Norðurlandamótið í körfuknattleik,
Njardhallen í Osló, fímmtudaginn 7. maí
1992.
Stig íslands: Valur Ingimundarson 21,
Magnús Matthíasson 12, Jón Kr. Gíslason
9, Guðmundur Bragason 9, Axel Nikulásson
6, Teitur Örlygsson 6, Guðni Guðnason 3,
Tómas Holton 2, Birgir Mikaelsson 2.
■Stigahæstur Finna var Riku Martinen
með 24 stig.
Ahorfendur: Um 40, þar af 30 íslending-
ar. Þetta var eini leikurinn á þessum stað,
hinir þrír fóru fram í Nadderudhallen.
A-riðill:
Danmörk — Litháen 86:89
Eistland - Noregur...................112:84
B-riðill:
Lettland - Svíþjóð...................84:82
ísland - Finnland...............-....70:101
■íslendingar mæta Svíum í dag.
Valur Ingimundarson frá Tindastóli lék best íslensku landsliðsmannanna í
gærkvöldi og varð stigahæstur. En liðið náði sér engan vegin á strik og tap-
aði stórt.
KNATTSPYRNA
85 manna hópur utan á vegum KSÍ
Kostnaður sambandsins á milli tíu og tólf milljónir króna
Knattspyrnusamband
sendir fiöenir landf
íslands
sendir fjögur landslið til út-
landa á næstu dögum. A-landslið-
ið og U-21 árs liðið fara til Grikk-
lands, U-18 ára liðið til Tékkósló-
vakíu o g kvennalandsliðið til Eng-
lands. Alls verða þetta 85 manns
með fararstjórum og þjálfurum
sem fara á vegum KSI. Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, sagði
að kostnaður við þessar ferðir
væri á milli 10 og 12 milljónir
króna.
A-landsliðið og 21 árs liðið fer
til Grikklands á laugardaginn.
Piltalandsliðið fer utan á mánu-
dag til Tékkóslóvakíu til að taka
þátt í alþjóðlegu móti og kvenna-
landsliðið fer til Englands á föstu-
dag í næstu viku þar sem það
leikur tvo leiki, gegn Englendinga
og Skota í Evrópukeppninni.
STAÐAIÞROTTANNA
Framkvæmdastjórn ÍSÍ boðar til ráðstefnu um stöðu íþrótta-
manna á íslandi í dag. Ráðstefnan er haldin í tengslum við
Sambandsstjórn ÍSÍ þannig að búast má við að þar verði saman-
komið allt helsta forystufólk landsins innan íþróttahreyfingar-
innar. Viðfangsefni ráðstefnunnar snertir alla íþróttaáhuga-
menn. Staða íþróttanna verður rædd út frá ýmsum sjónar-
hornum þannig að fram ættu að koma gagnleg atriði.
Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 16. maí nk. og hefst
kl. 10.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Ráðstefnugjald er kr. 600,- og er innifalin súpa og salat
í hádegishléi auk kaffiveitinga.
DAGSKRÁ:
Kl. 10.15 Setning - Ellert B. Schram forseti ISÍ
Kl. 10.25 Staða íþróttanna. Ávarp formanns (þróttanefndar
ríkisins, Inga Björns Albertssonar.
Kl. 10.40 Staða íþróttanna - sjónarmið bæjarfélags.
Erling Ásgeirsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta-
og tómstundaráðs Garðabæjar.
Kl. 11.05 Staða íþróttanna - sjónarmið sérsambanda.
Sigríður Jónsdóttir formaður BSÍ.
Kl. 11.30 Staða íþróttanna - sjónarmið íþróttahéraðs.
Magnús Oddsson form. íþrottabandalags Akraness.
Kl. 12.00 Léttur hádegisverður.
Kl. 13.00 Umræður.
Kl. 16.00 Ráðstefnuslit.
Ingi Björn Albertsson Sigrfður Jónsdóttir Erling Ásgeirsson Magnús Oddsson
Skráning þátttakenda í símum 91 - 813377 og 91 -814144 fyrir 14. maí.
Forystumenn félaga, sambanda og allt áhugafólk um málefni
íþróttahreyfingarinnar er velkomið á ráðstefnuna.
SNOKER
Stephen Hendry
heimsmeistari
í annað sinn
SKOTINN Stephen Hendry
tryggði sér heimsmeistaratitil-
inn í snókar í annað sinn í
Sheffield á mánudagskvöld.
Hann sigraði Jimmy White,
Englandi, í úrslitaleik 18:14.
Hendry vann síðustu 10 ram-
mana eftir að hafa verið undir,
8:14.
endry, sem er 23 ára, fékk
tæpar 16 milljónir ÍSK fyrir
sigurinn. Jimmy White fékk tæpar
10 milljónir ÍSK fyrir annað sætið
auk þess 12 milljónir fyrir hæsta
skorið í einu stuði, 147 stig.
Hendry vann White einnig í úr-
slitum á HM fyrir tveimur árum.
„Ég hef aldrei leikið betur á ferlin-
um,“ sagði Hendry, sem oft hefur
verið nefndur maðurinn með stál-
taugarnar. „Þetta var leikur þar
sem ekki mátti gera ein einustu
mistök án þess að vera refsað fyrir
það.“
White hefur aldrei unnið heims-
meistaratitilinn þó svo að hann hafi
verið í allra fremstu röð undanfarin
ár. Þetta var í fjórða sinn sem hann
tapar í úrslitaleik á HM. Hann sagði
að Hendry hafi leikið frábærlega.
„Ég kann vel við strákinn og því
er ég ekki vonsvikinn að tapa. Hann
átti þetta skilið,“ sagði White sem
verður þrítugur i næstu viku. „Ég
er sannfærður um að ég á eftir að
vinna heimsmeistaratitilinn.“
Úrslitaleikurinn í tölum:
(Stephen Hendry - Jimmy White, 18:14):
107 (105)-0, 16-117, 70-57, 15-101 (100),
54-68,76-8,53-68,65-67,75-29,9-92,63-47,
54-62, 6-128, 8-71, 70-11, 28-83, 0-90, 0-134
(134), 86-0, 76-7, 8-76, 52-86, 77-35, 65-53,
63-61, 70-60, 70-19, 128 (128)-0, 59-30,
81-26, 134 (134)-0, 112 (112)-5.
FELAGSLIF
Aðalfundur knatt-
spyrnudeildar Vals
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Vals verður að Hlíðarenda í kvöld,
föstudag, kl. 20. Venjuleg aðalfund-
arstörf.
Aðalfundur Fram
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins
Fram verður haldinn fimmtudaginn
14. maí kl. 20.30 í Framheimilinu.
í kvöld
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið:
KR og Fylkir eigast við í síð-
ari undanúrslitaleik mótsins á
gervigrasinu í Laugardal kl.
20.
Litla bikarkeppnin:
Breiðablik og IA mætast á
Sandgrasvellinum í Kópavogi
í kvöld og hefst leikurinn kl.
18.10. Blikar verða að sigra
með þriggja marka mun ætli
þeir í úrslit. Ef það tekst ekki
verða það Skagamenn sem
leika til úrslita.
PILUKAST
Landsliðið á NM í Danmörku
Landsliðið í pílukasti,' sem keppir
á Norðurlandamótinu í byrjun
júní og Scandinavian open, hefur
verið valið. Landsliðið skipa Ægir
Ágústsson, Guðjón Hauksson, Frið-
rik Jakobsson, Pétur Hauksson,
Friðrik Diego, Örn Sverrisson,
Ævar Finnsson og Óskar Þór-
mundsson, en varamaður er Óli Sig-
urðsson.
Firmakeppni til styrktar landslið-
inu verður haldið á laugardaginn í
Festi í Grindavík og hefst keppni
kl. 13.