Morgunblaðið - 08.05.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1992
47
KNATTSPYRNA
!
I
I
I
I
)
I
I
)
I
I
>
t
:
Sigurður Grétarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, meiddist í leik með
Grasshoppers á þriðjudaginn og óvíst er hvort hann getur leikið gegn Grikkjum
í næstu viku.
JUDO / EVROPUMEISTARAMOTIÐ
Bjami kominn
íátta
manna úrslh
Hefur möguleika á að keppa um bronsið
BJARNI Friðriksson er kominn
í átta manna úrslit í mínus 95
kg þyngdarflokki á Evrópu-
meistaramótinu íjúdó, sem
hófst í gær í París. Aðrir íslend-
ingar, Freyr Gauti Sigmunds-
son, Halldór Hafsteinsson og
Sigurður Bergmann, eru hins
vegar úr leik. Bjarni heldur
áfram keppni á morgun.
g^jami sat hjá í fyrstu umferð,
en mætti svo Leeb frá Austur-
ríki. Leeb náði forystu fljótlega, er
hann skoraði Koka, en undir lokin
náði Bjarni honum í fastatak og
sigraði á ippon.
í þriðju umferð mætti Bjarni
Voinov frá Eistandi, sem áður
keppti fyrir Sovétríkin. Bjarni náði
að skora Yuko (5 stig) og var yfir
þar til í lok glímunnar, er Voinov
hljóp undir hann og náði að sigra
með Morotegari.
í fyrstu uppreisnarglímu átti
Bjarni í höggi við Ivan frá Rúmen-
íu. Ivan var yfir, skoraði Wasari,
en Bjarni náði að skora Yuko og
náði Rúmenanum síðan í armlás og
vann á ippon.
Bjarni var þar með kominn í átta
manna úrslit og mætir Hoedt frá
Hollandi á morgun. Þar verður
eflaust við ramman reip að draga,
því Hoedt sigi-aði í gær Mark Meil-
ing frá Þýskalandi, silfurverðlauna-
hafa frá síðasta Evrópumeistara-
móti, á ippon. Þess má þó geta að
Bjarni sigraði Hoedt þennan á opna
skandinavíska mótinu fyrir tveimur
árum. Tapi Bjarni fyrir Hollend-
ingnum lendir hann í sjöunda sæti,
en vinni hann viðureignina keppir
Bjarni um bronsverðlaun.
Freyr Gauti Sigmundsson keppti
í mínus 78 kg flokki. Hann tapaði
í fyrstu umferð fyrir Júgóslavanum
Dragit, þrátt fyrir að hafa glímt
mjög vel að mati Vachuns landsliðs-
þjálfara. Dragit tapaði í næstu
umferð, þannig að Freyr Gauti fékk
ekki uppreisnarglímu og var úr leik.
Halldór Hafsteinsson keppti í
mínus 86 kg flokki og tapaði á ipp-
on gegn Rúmenanum Cottario í
fyrstu umferð. Rúmeninn vann í
næstu umferð þannig að Halldór
fékk uppreisnarglímu og mætti
Finnanum Timo Peltola. Halldór
skoraði Yuko snemma glímunnar,
en undir lokin lentu þeir í gólfið,
Peltola náði Halldóri í armlás og
vann á ippon.
Sigurður Bergmann mætti mjög
sterkum Þjóveija, Máller, í fyrstu
umferð +95 kg flokksins. Eftir
jafna viðureign tapaði Sigurður með
minnsta mun, þremur stigum, eftir
að Máller skoraði koka.
í uppreisnarglímu mætti Sigurð-
ur Igor Miller frá Lúxemborg. Sig-
urður stjórnaði glímunni, sótti af-
gerandi meira og er þeir lentu í
gólfínu ætlaði hann að festa and-
stæðing sinn í taki sem Sigurður
beitir oft; að rúlla honum yfir sig
og halda þar. En Igor sá við Sig-
urði, snéri vörn í sókn, náði armlás
og vann.
Sigurður keppir í opnum flokki
á morgun. Þar mætir hann Mat
Honnett frá Frakklandi í fyrstu
umferð. Honnett þessi sigraði.í opn-
um flokki á opna franska meistara-
mótinu fyrr í vetur, þannig að róður
Sigurðar verður erfiður.
184 keppendur frá 36 þjóðum
taka þátt í Evrópumeistaramótinu
að þessu sinni.
Sigurður meiddur
Óvíst hvort landsliðsfyrirliðinn verður með gegn Grikkjum
SIGURÐUR Grétarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu, meiddist ívikunni íleik með félagi sínu, Grasshoppers
í Sviss, og óvíst er hvort hann getur verið með landsliðinu í
fyrsta leiknum í heimsmeistarakeppninni í næstu viku — gegn
Grikkjum íAþenu.
Það var í bikarleik með Grass-
hoppers á þriðjudaginn að Sig-
urður meiddist. Liðpoki í vinstri
ökkla rifnaði og það blæddi inn á
liðinn. Sigurður gat ekki stigið í
fótinn á miðvikudag, en leið betur
í gær en gat þó aðeins tyllt fætinum
niður.
Sigurði var skipað að hvíla fótinn
algjörlega í þrjá daga til að byija
með. Því eru engar líkur á að hann
verði með félagi sínu um helgina
og óljóst hvort hann verður orðinn
góður fyrir landsleikinn í Aþenu.
Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari,
hafði í gær ekki ákveðið hvaða leik-
mann hann kallaði inn í hóp sinn
fyrir Grikkklandsferðina, ef Sigurð-
ur á ekki heimangengt. Þó er lík-
legt að það yrði Haraldur Ingólfsson
af Akranesi sem bættist við. Hópur-
inn heldur utan á morgun.
Sjónvarpið fær sýningar-
rétt á Samskipadeildinni
IÞRÓTTADEILD Ríkisútvarps-
ins undirritaði f gær samning
við Samtök 1. deildarfélaga í
knattspyrnu um upptöku- og
útsendingarrétt Ríkisútvarps-
ins frá keppni í 1. deiid ís-
landsmótsins i knattspyrnu,
Samskipadeildinni, sumarið
1992. Því verður sýnt frá leikj-
um deildarinnar á báðum
sjónvarpsstöðvum, því áður
hafði verið samið við Stöð 2.
Sjónvarpið mun gera keppninni
skil í beinum útsendingum
og sérstökum þáttum, sem verða
á dagskrá á laugardögum og enn-
fremur tíunda úrslit og sýna
myndir frá helstu leikjum í 11-
fréttum. Á Rás 2 verður fylgst
með öllum helstu leikjum sumars-
ins og fréttir fluttar frá mótinu
eins og tilefni gefst til.
Aðilar hafa náð samkomulagi
við helsta stuðningsaðila mótsins,
Samskip, og heitir deildin Sam-
skipadeild í ár eins og í fyrra.
Ennfremur kosta Samskip út-
sendingar íþróttadeildar í sjón-
varpi.
Keppni í Samskipadeildinni
hefst laugardaginn 23. maí næst-
komandi með leikjum ÍBV og
Vals, Þórs og Fram og KR og ÍA.
URSLIT
Bjarni Friðriksson stóð sig vel í Frakklandi í gær, tapaði að vísu einni
glímu en er kominn i átta manna úrslit.
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Vesturdeild, 2. umferð:
Utah J azz - Seattle...108:100
■Utah er yfir 1-0, en það lið sem fyrr sigr-
ar í fjórum leikjum kemst áfram
Íshokkí
NHL-deildin
Úrslitakeppnin:
NORRIS-DEILD
Chieago - Detroit..'......5:4
■Chicago hefur unnið þrívegis, en Detroit
aldrei. Chicago dugir því einn sigur til við-
bótar til að komast áfram.
SMYTHE-DEILD
Edmonton - Vancouver......5:2
lEdmonton er yfir, 2:1. Fjóra sigra þarf
til að komast áfram.
Heimsmeistaramótið
Prag, Tékkóslóvakíu:
Átta liða úrslit
Sviss - Þýskaland.........3:1
Tékkóslóvakia - Bandaríkin.8:1
11 undanúrslitunum á morgun mæta
Finnar Tékkum og Svisslendingar leika við
Svia.
Knattspyrna
Vináttulandsleikur
Stokkhólmi, Svíþjóð:
Svíþjóð - Pólland.........5:0
Kennet Andersson (9., 25.), Klas Ingesson
(43.), Martin Dahiin (62.), Stefan Petters-
son (67.) Áhorfendun 9.425
Ítalía
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
Tórínó:
Juventus - Parma..........1:0
Roberto Baggio (vítasp).
Portúgal
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Leixoes - Porto...........0:2
Reykjavíkurmótið:
Fram í úrslit
Framarar komust í gærkvöldi í
úrslit Reykjavikurmótsins í
knattspymu, er þeir sigruðu Vals-
menn 1:0 á gervigrasvellinum í
Laugardal. Það var Ríkharður
Daðason sem gerði eina mark leiks-
ins í fyrri hálfleik, eftir góða send-
ingu Ántons Bjöms Markússonar.
Það kemur í ljós í kvöld hveijir
mótheijar Framara í úrslitunum
verða, en í kvöld mætast KR-ingar
og Fylkismenn í síðari undanúrslita-
leiknum. Úrslitaviðureignin fer svo
fram laugardaginn 16. maí.
íÞRÚm
FOLK
■ GYLFI Orrason, knattspymu-
dómari, dæmir leik Noregs og
Sviss 23. maí í Noregi, í Evrópu-
keppni kvenna. Pjetur Sigurðsson
og Sæmundur Víglundsson verða
línuverðir.
■ EKKERT vevðm úr því að Stef-
án Arnaldsson og Rögnvald Erl-
ingsson dæmi einn af úrslitaleikj-
um Evrópukeppni karla í hand-
knattleik, eins og þeim var tilkynnt
meðan þeir dæmdu í B-keppninni í
Austurríki. Dómarapar frá Sviss
hefur verið sett á leikinn í staðinn.
■ LITLAR líkur eru á að Ronnie
Whelan, fyrirliði Liverpool, verði
með í úrslitaleik ensku bikarkeppn-'
innar á morgun vegna meiðsla. Li-
verpool mætir þá 2. deildarliði
Sunderland á Wembley.