Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 2
2 FRÉTTIR/ENIMLENT MÓR'GUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MÁÍ 1992 EFNI Þrír ættliðir útskrifast Morgunblaðið/KGA Sá óvenjulegi atburður gerist á þessu vori að þrír ættliðir útskrifast með stúdentspróf. Þórdís Kristinsdóttir og dætur hennar tvær, Steinunn María Benediktsdóttir og Svava Björk Benediktsdóttir, Þórdís Sverrisdóttir dótturdóttir og Rakel Kristinsdóttir sonardóttir Þórdísar útskrifast. Þórdís, Steinunn María og Þórdís yngri frá Flensborgarskóla, Svava Björk frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Rakel frá Verslunarskólan- um. „Þetta eí fimmfaldur sigur,“ sagði Þórdís eldri, en hún hefur verið fimm ár í námi með fullri vinnu. Á myndinni eru frá vinstri Þórdís eldri, Steinunn, Þórdís yngri, Svava Björk og Rakel. Forsljóri St. Louis Colddrawn um verksmiðju Isl. stálfélgsins: Ákvörðun um kaup getur legið fyrir í lok vikunnar Framkvæmdasljóri Hamburger Stahlwerke von- ast til að ge ta lagt fram tilboð fyrir miðjan júní WOLF-DIETRICH Grosse, framkvæmdastjóri þýska stálfyrirtækis- ins Hamburger Stahlwerke, segir að fyrirtæki hans hafi því að- eins áhuga á að kaupa eignir þrotabús íslenska stálfélagsins að leyfi fáist til að stækka verksmiðjuna, samkomulag takist um orku- verð og um trygga afhendingu raforku. Hann segist vonast til að fyrirtækið muni geta lagt fram tilboð í verksmiðjuna sem fyrst og í síðasta lagi í fyrri hluta júní. William McNair, forstjóri banda- ríska stáliðjuversins St. Louis Colddrawn, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði áhuga á verksmiðju Stálfélags- ins þó eftir væri að kanna margar hliðar þess máls. Hann segist ekki hafa hug á að auka framleiðslugetu verksmiðjunnar frá því sem nú er en bæta þyrfti við tækjabúnaði til að vinna meira úr stálinu. Sagðist hann eiga von á að niðurstaða um hvort fyrirtæk- ið gerir tilboð í eignirnar geti legið fyrir í lok vikunnar. Á fundi banka sem eiga veð- ræður við St. Louis Colddrawn kröfur í eignir íslenska stálfélags- ins í Amsterdam sl. þriðjudag var ákveðið að hefja beinar við- Gipsy Kings: Mikilásókn í tónleikamiða MIKIL ásókn er í aðgöngumiða að tónleikum hljómsveitarinnar Gipsy Kings sem verða haldnir í Laugardalshöllinni nk. miðviku- dagskvöld. Tónleikarnir eru fyrsti liður í Listahátíð 1992, og samkvæmt upplýsingum miðasölu Listahátíðar hefur mikið selst af miðum og mik- ið er spurst fyrir um tónleikana. „Við viljum hvetja fólk til þess að draga ekki fram á síðasta dag að kaupa miða því það stefnir í að verða uppselt," sagði starfsmaður miðasölunnar. Sjá viðtal við Gipsy Kings á bls. 22. um hugsanleg kaup fyrirtækis- ins á verksmiðjunni. Var hol- lenska bankanum Bank Mees & Hope falið að stjóma viðræðun- um og kveðst William McNair hitta fulltrúa bankans að máli í dag. Þá segist hann koma til íslands 27. maí til viðræðna við aðila hérlendis og til að skoða verksmiðjuna. Aðspurður um ástæður fyrir áhuga hans á verksmiðjunni sagði McNair að fyrirtækið stefndi að því að færa umsvif sín út til Evr- ópu og lega íslands á milli mark- aða í Bandaríkjunum og Evrópu gerði þetta ákjósanlegt. St. Louis Colddrawn rekur tvö stáliðjuver í Bandaríkjunum og eitt í Kanada sem framleiða úr hrástáli sem keypt er frá oðrum stálbræðslum en McNair sagði að ef af kaupum á Stálfélaginu yrði gæti fyrirtækið sjálft hafið brota- járnsvinnslu. Hann sagði ljóst að framboð brotamálma á íslandi væri engan veginn nægilegt og ef fyrirtækið hæfi framleiðslu á íslandi þyrfti að flytja hráefni til landsins frá Bandaríkjunum og Evrópu en því fylgdi mikill flutn- ingskostnaður. Hins vegar væri lágt orkuverð á íslandi mikill kost- ur. Hann sagði einnig að fyrirtækið hygðist vinna meira úr stálbörrun- um sem unnir eru úr brotamál- munum en núverandi tæki verk- smiðjunnar gæfu kost á og því þyrfti að setja upp sérstakan bún- að til að valsa stálið. Wolf-Dietrich Grosse sagði að Hamburger Stahlwerke áfonnaði að auka framleiðslugetu stálverk- smiðju á íslandi ef af yrði að lág- marki í 400 til 500 þúsund tonn á ári og slík verksmiðja veitti a.m.k. 200 manns störf. Hann sagði að afla þyrfti nýs starfsleyf- is til að stækka verksmiðjuna en miðað við núverandi afkastagetu hennar væri hún ekki sam- keppnishæf við aðrar stálbræðslur í Evrópu. Dómsmálaráðherra: Málum verði hrað- að fyrir Hæstarétti Vestmannaeyjum. í RÆÐU við setningu ráðstefnu lögmanna og dómara um Hæsta- rétt sl. föstudag gerði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra að umræðuefni hinn mikla vanda sem Hæstiréttur stendur frammi fyrir vegna þess að mál hrannast þar upp og einnig fjallaði hann um húsnæðismál réttarins. í samtali við. Morgunblaðið sagði Þorsteinn að þrátt fyrir veru- lega afkastaaukningu réttarins hrönnuðust mál þar upp og í dag væri tveggja og hálfs árs bið í að fá dómsniðurstöðu og fyrirsjáan- legt væri að ef ekkert yrði að gert yrði sú bið komin í fjögur ár að tveimur árum liðnum. Það væri því augljóst að það samrýmdist ekki kröfum réttarríkis að láta mál þróast með þessum hætti. Hann sagði að við þessu yrði að bregðast. Nokkrar hugmyndir í því efni hefðu verið reyfaðar og hann hafi ákveðið að feia réttar- farsnefnd að vinna að útfærslu hugmynda um hvernig eðlilegast væri að bregðast við þessum vanda. Þorsteinn sagði einnig að rík- ið stæði frammi fyrir byggingu húss fyrir hæstarétt og þeirri hugmynd hafi verið hreyft inn- an ríkisstjómarinnar að minn- ast 50 ára afmælis lýðveldisins 1994 með því að reisa hús yfír réttinn. Þar væri ekki verið að tala um hallarbyggingu eða minnisvarða, heldur hentugt og myndarlegt hús. - Grímur Breyttur fíkniefnaheimur ► Svo virðist sem hassneysla hafi færst í vöxt meðal nemenda í grunnskólum að sögn fíkniefnaiög- reglu,en talið er að álíka auðveit sé fyrir unglingana að verða sér úti um hass og áfengi. /10 IMorræni sjónaukinn á Kanaríeyjum ►Eftir margra ára fræðilegar rannsóknir finnst íslenskum stjarnvísindamönnum kominn tími til að færa út kvíarnar og byrja að stunda athuganir. /14 Atvinnuþáttaka aldraðra sjálfsögð mannréttindi ►Kannanir sem fram hafa farið nýlega sýna að yfirgnæfandi meiri- hluti aldraðs fólks vili fá að vinna . lengur en að hinu tiltekna, fast- setta aldursári sem því er gert að hætta störfum. Þessi skoðun kem- ur einnig fram hjá yngra fólki. /18 Suðriðandar ►Hingað til lands eru væntanleg- ir sígunakonungar, hljómsveitin Gipsy Kings. Ríki þeirra er tónlist- in og aðalsmerki þeirra suðræn lífsgleði./22 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► l-32 Af íbúðum aidraðra ►Þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjar íbúðir fyrir aldraða," segja þeir Gylfi Héðinsson og Gunnar Þorláksson hjá BYGG. /14 ► l-32 í fuglaheimi ►Dýraríki íslands hefur átt allan hug Brians Pilkingtons teiknara og lýsir hann því í myndum í nýút- kominni bók. Hér er rætt við lista- manninn. /1 og4-5 Með varðskipi tii fermingar ► í Mjóafirði var eitt barn fermt í ár. Þangað eru erfiðar samgöng- ur landleiðina yfir vetrartímann og því var leitað aðstoðar Land- helgisgæsiunnar til að flytja prest, organista, kirkjukórog ættingja og vini fermingarbarnsins frá Norðfirði./2 Eitt tónskáld var einu tónskáldi of mikið ►Rætt við Magnús Blöndal Jó- hannsson um lífið og tilveruna í meðbyr og mótbyr./lO Af japönskum vettvangi ► Bragi Ásgeirsson myndlistar- maður skrifar um menningu og manniíf í Japan./12 Af spjöldum giæpasögunnar ►Morðin í mýrlendinu./14 Jass er á sem rennur stöðugt fram ► Rætt við jasssöngvarann Jon Hendricks, frumkvöðul í að semja og syngja texta við sólóa jass- meistaranna. /15 Skoðun Leiðari Helgispjall Reykjavíkurb Minningar Iþróttir Útvarp/sjónv: Gárur Mannlífsstr. IR ÞÆTTIR /bak Kvikmyndir 19c 23 Fólk I fréttum 22c 24 Myndasögur 24c 24 Brids 24c 24 Stjömuspá 24c 26 Skák 24c 42 Bíó/dans 25c 44 Bréf til blaðsins 28c 47 Velvakandi 28c 6c Samsafnið 30c 18c INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.